Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Niðurstöður skoðanakannana DV - til samanburöar eru niöurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - 50% 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Samfylkingin <i skoðanakOnnun DV V .i i W Kosn. '95 06/05 '99 Kosn. 06/05 '99 júlí 06/05' '98 júlí '98 I--------->1 0/ VINSTRIHREYFINGIN graent framboð r 06/05'99 júlí 06/05 '99 '98 Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna: Stjórnarflokk- arnir styrkjast - Samfylking og VG tapa - Frjálslyndir ná ekki manni á þing Ríkisstjórnarflokkarnir styrkja stöðu sína og fá fleiri þingmenn kjörna en i alþingiskosningunum fyrir flórum árum. Samfylking og Vinstrihreyfingin - grænt framboð tapa fylgi sem og Frjálslyndi flokk- urinn, sem ekki nær manni á þing. Þetta eru helstu niðurstöður skoð- anakönnunar DV um fylgi flokk- anna sem gerð var í gærkvöld. Úrtakið í könnuninni var 1200 manns, jafnt skipt milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna?“ Alls sögðust 14,7% aðspurðra ætla að kjósa Framsóknarflokkinn, 29,8% Sjálfstæðisflokkinn. Um 2% segjast kjósa Frjálslynds flokkinn 17,6% Samfylkinguna og 5,3% að- spurðra sögðust greiða Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði at- kvæði. Húmanistar mælast ekki en 0,1% aðspurðra kjósa Anarkista og 0,2% Kristilega lýðræðisflokkinn. Óákveðnir voru 22,4% og 7,9% neituðu að svara, eða samtals 30,3%. Hlutfall óákveðinna og þeirra sem svara ekki var 32,6% í skoðanakönnun DV fyrir viku. Sé einungis miðað við þá sem af- stöðu tóku í þessari skoðanakönnun DV sögðust 21,2% styðja Framsókn- arflokkinn, 42,8% Sjálfstæðisflokk- inn, 2,9% Frjálslynda flokkinn, 25,2% Samfylkinguna og 7,5% Vinstrihreyfinguna - grænt fram- boð. Aðrir fengju þá 0,4% fylgi. Skipting þingsæta Skipting þingsæta samkvæmt at- kvæðaflölda í könnun DV er þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28 þing- menn kjörna miðað við 26 í síðustu könnun sem framkvæmd var fyrir rúmri viku. Hann hefur 25 þingmenn í dag. Framsókn fengi 14 menn kjörna, bætir við sig tveimur frá síð- ustu könnun en hefur einum færri en eftir kosningarnar 1995. Samkvæmt þessu fengju ríkisstjórnarflokkarnir 42 þingmenn en eru með 40 í dag. Samfylkingin fengi 16 þingmenn, tapar einum frá síðustu könnun DV. Samfylkingin mældist mest með 23 þingmenn i könnun DV í febrúar. Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 5 þingmenn, tapar einum frá síð- ustu könnun. Loks kæmi Frjálslyndi flokkur Sverris Hermannssonar ekki manni á þing, er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Afstaða kjósenda í Reykjavík var skoðuð sérstaklega og þar var Frjáls- lyndi flokkurinn langt frá því að fá mann kjörinn. Sterkari í úrtaki kvenna Fylgi flokkanna var skoðað eftir kynjum. Ef einungis er litið á úrtak karlanna skiptist fylgi flokkanna þannig að Framsókn fengi 23,8%, Sjálfstæðisflokkur 43,4%, Frjálslyndi flokkurinn 3,4%, Samfylkingin 20,4% og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 8,3%. En sé hins vegar litið á konurnar skiptist fylgi flokkanna þannig að Framsókn fengi 18,2%, Sjálfstæðis- flokkur 42,2%, Frjálslyndi flokkurinn 2,3%, Samfylkingin 30,7% og Vinstri- hreyfingin - grænt framboð 6,6%. Á þessu sést að ef einungis yrðu tal- in atkvæði kvenna fengi Samfylking- in mun meira fylgi en ef atkvæði karl- anna einna réðu. Hins vegar eru hin- ir flokkarnir allir sterkari ef einungis er horft á framlag karla í könnuninni. Þessar tölur sjást á meðfylgjandi grafi. Skipting innan flokka En ef horft er sérstaklega á kynja- og búsetuskiptingu innan stuðnings- mannahópa flokkanna kemur í ljós að 73% stuðningsmanna Framsóknar eru af landsbyggðinn, voru 76% fyrir viku, en 27% af höfuðbogarsvæðinu. í þeim hópi eru 60% karlar en 40% kon- ur. Meðal stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins eru 59% af höfuðbogarsvæð- inu en 41% af landsbyggðinni. Þá eru ívið fleiri karlar en konur í þeim hópi. Þá eru karlar í meirihluta stuðn- ingsmannaliðs Frjálslynda flokksins en landsbyggðarfólk hefur þar vinn- inginn. Loks eru 57% stuðningsmanna Samfylkingarinnar konur, voru 48% fyrir viku, en 42% stuðningsmanna Vinstrihreyflngarinnar - græns fram- boðs, voru 37% fyrir viku. Ekki er marktækur munur á búsetuhópum stuðningsmanna Samfylkingar en höf- uðborgarbúar hafa þó vinninginn í stuðningsmannahópi Vinstrihreyfmg- arinnar - græns framboðs. -hlh Fá eitthvað annað Ingibjörg Sólrún Gisladóttir sagði á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi að uppsagnir fjög- urra fatlaðra starfsmanna garðyrkjudeild- ar borgarinnar væru ekki vegna breyttrar starfsmanna- stefnu borgarinnar. Borgin ætlaði að tinna önnur störf fyrir tjór- menningana. Eindrægni Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkm' efna til skemmtihá- tíðar á Ráðhústorginu í dag. Há- tíðimar verða að hluta til á sama tíma á torginu. Dagur sagði frá. Fá ekki upplýsingar Læknar hafa neitað að gefa Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur upplýsingar um sjúklinga sem fá matareitranir og að afhenda sýni. Deilan tengist gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði. Matarsýkingar hafa aukist gríðarlega hér á landi undanfarin ár. Dagur sagði frá. Verður að túlka Hæstiréttur hefur einróma snú- iö við nýföllnum dómi héraðs- dóms og dæmt Sjónvarpið til að þýða á tákn- mál framboðs- fund stjórn- málaflokkanna í Sjónvarpinu í kvöld. „Við munum að sjálf- sögðu fylgja fyrirmælum Hæsta- réttar," sagði Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarps, við Vísi.is. Kennarar segja upp Grunnskólakennarar hafa ver- ið og eru að skila inn uppsögnum sínum til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur vegna óánægju með launakjörin og samningamál. Vantar pening Starfsmenn Skógræktar ríkis- ins mótmæla tjársvelti stofnunar- innar og krefjast úrbóta. 1 frétt frá þeim er greint frá látlausum nið- urskurði samhliða auknum kröf- um. Landbúnaðarráðuneytið er sagt vilja segja upp 20 föstum starfsmönnum og ráða ekkert sumarfólk til starfa í sumar. Sjálfvirk könnun Markaðstækni hf. hefur gert al- sjálfvirka könnun á fylgi flokk- anna. Sjálfvirkur tölvusími hringdi út og tóku 1144 svarendur þátt í könnuninni. Niðurstöður á landsvísu urðu að B-listi fékk 20,2%, D-listi 38,2%, S-Iisti 26,3%, U-listi 9%, F-listi 4% og önnur framboð 2,4% GSM-símar á 99 aura Verslunin BT býður í dag, föstudag, GSM-síma með TAL12 áskrift á aðeins 99 aura. Þetta kemur fram í frétt frá fyrirtæk- inu. Tungumálaforrit Sænska hugbúnaðarfyrirtækið Efteam, sem er að mestu í eigu Guörúnar Magnúsdóttur, hefur gert samstarfssamning við banda- ríska fyrirtækið TTGL (The Translation Group Limited) upp á 130 milljónir króna. Fyrirtækin munu vinna saman í þrjú ár aö því að gera hugbúnað til að þýða texta á mismunandi tungumál. Morgunblaðiö sagði frá. Viljja stækka Orkuveita Reykjavíkur hefur farið þess á leit við iðnaðarráð- herra að hann gefi út leyfi til að stækka raf- orkuverið að Nesjavöllum úr 60 megavöttum í 76. Alfreð Þor steinsson er stjómarformaður Orkuveitunnar. -SÁ 50% 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Fylgi flokka - miöað viö þá sem tóku afstööu - Jl 43,6 39,9 36,1 \ r 21,2 16,617918,5 16,6 41,2 42,8 Fylgi eftir kynjum f — samkvæmt könnun DV 06/05 1999 — 45% 40 35 30 25 20 15 10 5 0 43,4 42 o ■ R|isl k J Ál 'WL g# ■ DV 08/02 '99 □ DV 18/03 '99 S DV 21/04 '99 S DV 29/04 '99 O DV 06/05 '99 SKODANAKÓNNUN rroa © 35,6 31,9 Samfylkingin 26,7 «5 o 24,1 Z5’2 3,2 2,6^3,5 2,9 NSIMHMVf- irantrrwnt 8,8 b’‘*6,l ll 8,89,4 18,2 Samfylkingin 30,7 20,4 Karlar Konur VmsnaHKEYFtNGIN 8,3 3.4 2,3 6,6 7,5 Skipan þingsæta — samkvæmt fylgishlutfalli í könnuninni — 30 25 20 15 10 Samfylkingin 23 ■ DV 08/02 '99 □ DV 18/03 '99 O DV 21/04 '99 H DV 29/04 '99 □ DV 06/05 '99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.