Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 23 Sport Bland í noka Pólski landsliðsmaðurinn Dariusz Adamczuk tilkynnti þaö i gær að hann myndi ganga í raðir Celtic fyrir næstu leiktíð. Adamczuk, sem er 29 ára gamall, hefur undanfarin tvö ár leikið með Dundee. John Gregory, knattspyrnustjóri Aston Villa, skrapp yfir til Glasgow um síðustu helgi og fylgdist með leik Celtic og Rangers á Parkhead. Til- gangur ferðarinnar var að sjá Alan Síubbs, varnarmann Celtic, og varð Gregory ekki fyrir vonbrigðum. Hann reyndi fyrr i vetur að fá þenn- an sterka vamarjaxl en gekk ekki. Gregory ætlar að gera aðra tilraun en Stubbs er verðlagður á 650 milljónir króna. Oliver Dacourt, sem leikið hefur með Everton í vetur, viil snúa á nýj- an leik til Frakklands. Everton keypti leikmanninn frá Strassborg í fyrra- sumar. Dacourt segir að veran hjá Everton hafi valdið sér vonbrigðum. Aston Villa, Arsenal og Middlesbro hafa öll verið með Dacourt undir smásjánni. Franski landsliðsmaðurinn Steph- ane Guivarch hjá Glasgow Rangers hefur lýst því yflr að hann vilji fara frá félaginu eftir tímabilið. Guivarch kom til Rangers eftir skamma viðdvöl hjá Newcastle. Athygli hefur vakið hvað Guivarch hefur átt erfitt upp- dráttar í bresku knattspyrnunni. Hann hefur t.d. ekki komist í lið hjá Rangers siðustu vikumar. Guöni Bergsson hefur náð sér af meiðslum sem hann varð fyrir í leiknum gegn Wolves um síðustu helgi en þá varð hann aö fara af leik- velli á 65. mínútu. í fyrstu var óttast að Guðni væri tognaður og myndi ekki spila meira með á tímabilinu en svo var ekki og æfði hann með Bolton í gær. Síðasta umferðin í ensku B- deildinni verður leikin á sunnudag- inn. Bolton mætir Portsmouth og verður að vinna til að komast i úr- slitakeppnina um sæti i A-deildinni. Henning Berg, norski miðvörðurinn hjá Manchester United, er úr leik út þetta tímabil. Berg meiddist á hné i Evrópuleiknum gegn Juventus þann 7. apríl og hann fékk þann úrskurð í gær að hann yrði að hvíla næsta mánuðinn til viðbótar. 5 íslenskir sundmenn taka þátt í opna danska meistaramóti fatlaðra i sundi sem fram fer um helgina. Þetta eru: Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Haraldur Þór Haraldsson, Bjarki Birgisson, Gunnar Örn Ólafsson og Anna Rún Kristjánsdóttir. Arantxa Sanchez-Vicario var í gær óvænt slegin út i 16-manna úrslitum á opna ítalska meistaramótinu i tenn- is. Það var Sylvia Plischke sem skellti Sanchez, 6-1 og 6-4. Sanchez var talin líkleg til afreka á mótinu en hún hefur tvívegis komist í úrslit en i bæði skiptin tapað. -JKS/GH Enski boltinn: Ginola aftur útnefndur Frakkinn David Ginola, leik- maður Tottenham, var i gær út- nefndur leikmaður ársins í ensku knattspymunni af sam- tökum knattspyrnublaðamanna á Englandi. Þetta er annar titill- inn sem fellur í skaut Ginola á nokkrum dögum en samtök at- vinnuknattspyrnumanna völdu hann einnig leikmann ársins. Dwight Yorke hjá Manchester United varö annar í kjöri blaða- manna og félagi hans hjá United, David Beckham, hafnaði í þriðja sæti. „Þetta er frábær heiður, ekki aðeins fyrir mig heldur Totten- ham einnig. Þetta val kom mér mjög skemmtilega á óvart enda er ég ekki að spila með liðunum sem eru að berjast um Englands- meistaratitilinn," sagði Ginola eftir útnefninguna. Þetta er 5. árið í röð sem leik- maður utan Bretlands fær þessa viðurkenningu. 1995 varð Frakkinn Eric Cantona fyrir val- inu, Þjóðverjinn Júrgen Klins- mann 1996, ítalinn Gianfranco Zola 1997 og Hollendingurinn Dennis Bergkamp 1998. Sport Framsókn fíkniefnum Norðurlandamótið í handbolta: Magnús Már Scottie Pippen gekk í raðir Houston Rockets fyrir tímabilið frá meisturunum í Chicago Bulls. Houston-liðið er stjörnum prýtt og hefur alla burði til að fara langt. Róðurinn verður eflaust erfiður í næstu lotu þegar það mætir Los Angeles Lakers en fyrsta rimma liðanna verður í Forum á sunnudagskvöldið. Símamynd Reuter Bo Stage, 24 ára gamall Dani, er kominn til reynslu hjá 1. deildarliði KA í handknattleik. Stage er rétthent skytta sem leikið hefur með Viborg í dönsku A-deildinni og hann á að baki 3 leiki með A-landsliði Dana. „Okkur líst vel á leikmanninn og af okkar hálfu er vilji til að ganga til samninga við hann. Ef um semst þá mun hann leika með okkur á næsta tímabili. Við höfum góða reynslu af Dönum enda lék Lars Walther mjög vel í vetur,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA-manna, í samtali við DV í gær. Bo Stage er ætlað að fylla skarð Sverris Bjömssonar sem genginn er í raðir HK eins og fram hefur komið í DV. KA-menn eru að leita að línumanni í stað Leós Arnar Þor- leifssonar. Magnús Agnar Magnússon, sem lék á línunni hjá Gróttu/KR i vetur, er einn þeirra sem KA-menn era með í sigtinu. Hann gæti hins vegar verið á forum til þýska B- deildarliðsins Hildesheim eins og DV hefur greint frá og þá hafa Stjörnumenn einnig borið víumar í hann. -GH FRAMSOKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni Kristján sagði nei við Gummersbach - og vildi ekki semja til tveggja ára Þýska handknattleiksliðið Gum- mersbach setti sig í samband við Kristján Arason, þjáifara FH-inga, á dögunum og spurði hvort hann hefði áhuga á að taka við þjálfun liðsins. „Þarna var verið að tala um tveggja ára samning en ég gaf þetta frá mér strax enda eru þannig að- stæður hjá mér að það hefði verið ómögulegt að fara út og þjálfa. Hins vegar er mikill heiður að fá fyrir- spurn frá Gummersbach sem sýnir að menn muna eftir manni og auð- vitað kitlar alltaf að fá svona sam- töl. Ég ætla að láta þetta ár líða og sjá svo til hvað ég geri í sambandi við þjálfunina," sagði Kristján í samtali við DV í gær. Kristján hefur greinilega skapað sér stórt nafn i þjálfaraheiminum. í haust hafnaði hann tilboði frá spænska A-deildarliðinu Caja Cantabria en hann lék með því fé- lagi sem hét þá Teka Santander. í Þýskalandi er Kristján mjög virtur sem leikmaður og þjálfari. Hann lék með Gummersbach og þjálfaði lið Wallau Massenheim, sem nú heitir Frankfurt, og Bayer Dormagen. Kristján hefur ákveðið að taka sér hvíld frá þjálfun í að minnsta kosti eitt ár. Hann náði frábærum árangri með FH-liðið á nýafstöðnu tímabili en undir hans stjórn komust FH-ingar í úrslit bikar- keppninnar og íslandsmótsins. Þar undirstrikaði Kristján hversu snjall þjálfari hann er og ekki skrýtið að stóru liðin úti í heimi hafi sýnt hon- um áhuga. -GH íslenska kvennalandsliðið í körfubolta sést hér samankomið á síðustu æfingu liðsins fyrir æfingamótið i Lúxemborg um helgina. Efri fröð frá vinstri: Ósk- ar Kristjánsson þjáifari, Marín Rós Karlsdóttir, Keflavík, Signý Hermannsdóttir, ÍS, Linda Stefánsdóttir, KR, Birna Valgarðsdóttir, Keflavík, Helga Þorvalds- dóttir, KR, Anna María Sveinsdóttir, Keflavík, Ingi Þór Steinþórsson aðstoðarþjálfari og Pétur Örn Gunnarsson sjúkraþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Kristín Jónsdóttir, KR, Guðbjörg Norðfjörð, KR, Alda Leif Jónsdóttir, ÍS, Gréta Grétarsdóttir, ÍR, Hildur Sigurðardóttir, ÍR, og Kristín Blöndal, Keflavík. Landslið í kvennakörfu endurvakið - tveir nýliöar í íslenska liðinu sem leikur þrjá leiki í Lúxemborg um helgina Það er hugur í kvenfólkinu í körfuboltanum þessa dagana, lands- liðið hefur verið endurvakið og fyrsta verkefni undir stjórn nýs þjálfara, Óskars Kristjánssonar, er um helgina þegar liðið fer á mót í Lúxemborg. Óskar valdi 18 manna landsliðs- hóp fljótlega eftir að íslandsmótinu lauk en skar hann niður í 12 stelp- ur í síðustu viku. Það var þegar ljóst í byrjun að þær þrjár stelpur sem eru í skóla i Bandaríkjunum, Keflvikingamir Erla Reynisdóttir og Erla Þorsteins- dóttir og Grindvíkingurinn Anna Dís Sveinbjörnsdóttir komust ekki með í þessa ferð og þá gaf Hanna Kjartansdóttir hjá KR ekki kost á sér sökum anna í skóla. Þær Lovísa Guðmundsdóttir úr ÍS og Stefanía Ásmundsdóttir úr Girndavík duttu einnig úr upprunalega 18 manna hópnum. í þessum hópi eru þrjár reynd- ustu landsliðskonur íslands frá upp- hafi, Anna María Sveinsdóttir Keflavík, Guðbjörg Norðfjörö og Linda Stefánsdóttir, KR, og 6 af þeim 10 leikjahæstu. Tveir nýliðar eru i hópnum, Signý Hermannsdóttir úr ÍS og Hildur Sigurðardóttir úr ÍR en Hild- ur er aðeins 17 ára og var kosin besti nýliði 1. deildar kvenna í vet- ur. Tólf manna hópur Óskars er annars þannig skipaður (landsleikir inna sviga): Bakverðir: Helga Þorvalsdóttir, KR (24), Alda Leif Jónsdóttir, Is (13), Marín Rós Karlsdóttir, Keflavík (5), og Hildur Siguröardóttir, ÍR (0). Framherjar: Linda Stefánsdóttir, KR (36), Kristín Blöndal, Keflavík (18), Birna Valgarðsdóttir, Keflavik (18), Kristín Jónsdóttir, KR (7) og Gréta Grétarsdóttir, ÍR (5). Miðverðir: Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (45), Guðbjörg Noröfjörð, KR (39), og Signý Hermannsdóttir, IS (0). Liðið leikur gegn Lúxemborg í dag, Hollandi á morgun og Slóveníu á sunnudag. -ÓÓJ Kristján sagði nei við Gummersbach. Tyrki til IBV Hasan Vural kemur til reynslu um helgina 24 ára gamall tyrkneskur knattspyrnumaður er væntanlegur til Vest- mannaeyja um næstu helgi og verður til reynslu hjá ís- landsmeisturum ÍBV í nokkra daga. Leikmaðurinn heitir Hasan Vural, leikur á miðj- unni og þykir snjall leik- maður. Hann kemur frá KFC Uerdingen en var þar áður leikmaður með Hertha Berlin og lék þar með Eyjólfi Sverrissyni. Samkvæmt heimildum DV hefúr Vural leikið þrivegis með landsliði Tyrklands, alla leikina á síðasta ári. Hasan Vural mun aö öll- um líkindum leika með liði ÍBV sem mætir liði Fram í minningarleik um Lárus Jakobsson, knattspyrnu- frömuð í Eyjum, á morgun. Ef Eyjamönnum list vel á Hasan Vural mun hann væntanlega ganga frá samningi í næstu viku. Og ef hann er jafn snjall leik- maður og af er látiö mun hann styrkja lið Eyja- manna verulega í þeirri leiktíð sem í hönd fer. -SK/-ÞG Dani til reynslu hjá KA Tvísýn úrslitakeppni fram undan í NBA Úrslitakeppnin í bandaríska körfbolt- anum hefst annað kvöld og er ljóst að keppnin hefur ekki verið jafn tvísýn í mörg ár. Riðlakeppninni lauk í gær og var hún fyrir margra hluta sakir nokk- uð sérstök í ár. Ekki tókst að byrja deildina fyrr en í febrúar sökum verk- falls leikmanna og fyrir vikið lék hvert lið 50 leiki í stað 82. Eins og vænta mátti gekk á ýmsu i riðlakeppninni og voru mörg lið að leika feiknarlega vel en önnur miður. Það vissu allir fyrir að á brattann yrði að sækja hjá Chicago eins og kom á daginn. Liðið missti öll hjól undan vagninum fyrir tímabilið og það mátti vera öllum ljóst að ekki myndi fiskast vel í vetur. Chicago hefur allajafnan síðustu ár verið í efsta sæti í riðla- keppni austurstrandar en nú fór liðið alla leið niður í það neðsta. Þetta var geysilega mikil breyting fyrir lið sem orðið hefur meistari sex sinnum á síð- ustu átta árum. Chicago sigraði aðeins í 13 leikjum af 50 í riðlakeppninni svo liðið má muna tímana tvenna. Liðið mætir örugglega sterkara til leiks á næsta tímabili með nýja leikmenn inn- anborðs. Philadelphia 76’ers með stigakónginn Allen Iverson innanborðs hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og verður fróðlegt að fylgjast með framgöngu liðs- ins í úrslitakeppninni gegn einu besta liði deildarinnar. Liðið hefur ekki farið svona langt síðan 1991. Indiana Pacers stóð sig einnig með ágætum og hafnaði að lokum í öðru sæti í austurstrandarriðlinum. Liðið gæti hæglega bitið frá sér í úrslita- keppninni. Hvað gerir Miami í ár Margir velta því eflaust fyrir sér hvaða lið muni koma til með að berjast um sigurinn að þessu sinni. Eitt er víst að slagurinn verður eflaust aldrei meiri. Miami Heat hefur alla burði til sýna hvað í því býr en í 16-liða úrslit- unum mætir liðið New York sem hefur leikið upp og ofan í vetur. Miami-liðið telst líklegra til að komast áfram. Fyrsta viðureign liðanna verður annað kvöld. Indiana er sterkara liðið í viðureign- inni gegn Milwaukee. Larry Bird, þjálf- ari liðsins, hefur tekist ætlunarverk sitt en það er að byggja upp sterkt lið hægt og bítandi. Fyrsta viðureign lið- anna verður á sunnudagskvöldið. Orlando mætir Philadelphia og gæti þessi viðureign hæglega orðið spenn- andi og tvisýn. Orlando sýndi það með frammistöðu sinni í riðlakeppninni að það er til alls líklegt. Það er aldrei að vita nema tími Orlando-liðsins sé runn- inn upp. Liðin hefja keppni á sunnu- dagskvöldið. Það gæti stefnt í hörkuslag á milli Atlanta Hawks og Detroit. Liðin voru á svipuðum slóðum í miðriðlinum og kæmi ekki á óvart að liðin þyrftu að leika fimm leiki. Atlanta telst þó lík- legra liðið. Mikið skrið á San Antonio San Antonio Spurs hefur siðustu vik- urnar verið í uppsveiflu svo um munar. Liðið sigraði í 19 af síðustu 22 leikjum sínum og fór svo að lokum að liðið stóð uppi sem sigurvegari á vesturströnd- inni. Með þá Tim Duncan og David Robinson innanborðs er Texas-liðið ekki árennilegt. Það má því telja næsta víst að liðið leggi Minnesota að velli. Fyrsta viðureignin verður á sunnu- dagskvöldið. Portland var með þriðja besta árang- ur allra liða í riðlakeppninni. Með það til hliðsjónar verður liðið að teljast sterkari aðilinn í viðureigninni gegn Phoenix Suns en þau mætast í fyrsta leik annað kvöld. Fer Utah alla leið? Margir spá því að Karl Malone og fé- lagar í Utah Jazz fari alla leið í keppn- inni og eigi því sigurinn vísan gegn Sacramento. Utah hefur yfir að ráða mikilli reynslu sem á eftir að fleyta lið- inu langt í úrslitakeppninni. Viðureign LA Lakers og Houston Rockets er ein sú tvísýnasta í 16-liða úrslitunum. Bæði liðin hafa yfir að ráða geysiöflugum mannskap og dagsformið gæti ráðið miklu þegar upp verður staðið. Liðin hefja leik á sunnudagskvöldið. -JKS eini nýliðinn Islenska landsliðið í handknatt- leik hélt út til Noregs í morgun til þátttöku á Norðurlandamótinu. Is- land mætir Noregi á morgun og sig- urvegarinn í þeim leik leikur til úr- slita gegn Svíum eða Dönum og tapliðin leika svo um þriðja sætið. 20 manna hópur var valinn til æf- inga fyrir mótið en Þorbjörn Jens- son landsliðsþjálfari valdi í gær þá 14 sem leika á mótinu. Einn nýliði er í liðinu en það er línumaðurinn öflugi úr Aftureldingu, Magnús Már Þórðarson. Hópurinn er annars þannig skipaður: Markverðir: Birkir ívar Guðmundsson . Stjömunni Sebastian Alexandersson ......Fram Aðrir leikmenn: Konráð Olavsson..........Stjörnunni Gústaf Bjamason...........Willstátt Róbert Sighvatsson.........Dormagen Magnús Már Þórðarson . Aftureldingu Bjarki Sigurðsson......Aftureldingu Valdimar Grímsson .......Wuppertal Ólafur Stefánsson ........Magdeburg Dagur Sigurðsson...........Wuppertal Aron Kristjánsson ............Skjern Júlíus Jónasson...........St. Otmar Sigurður Bjarnason .....Dutenhofen Rúnar Sigtryggsson.........Göppingen Guðmundur Hrafnkelsson, Alex- ander Arnarson, Njörður Ámason, Heiðmar Felixson duttu út úr hópn- um og þeir Geir Sveinsson og Ró- bert Duranona eru ekki væntalegir til landsins fyrr en i næstu viku. „Ég ákvað að taka Guðmund Hrafnkelsson ekki út. Hann er ekki í sem bestri æfingu og verður því heima við æfmgar. Við fórum í þetta mót með það í huga að ná sem lengst. Norðmennirnir hafa sett mótið þannig upp að þeir telja sig örugga i úrslitin en við erum ekki á því. Við teljum okkur eiga eins mikla möguleika og þeir og að sjálf- sögðu stefnum við að þvi að komast í úrslitin," sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari við DV. -GH HM í badminton: Stefnan á 25. sæti A mánudaginn hefst heimsmeist- aramótið í badminton í Bröndby- höllinni i Kaupmannahöfn og er ís- land í riðli með Bandaríkjunum, Tékklandi og Sviss. Broddi Kristjánsson, spilandi landsliðsþjálfari, hefur valið liðið sem leikur fyrir íslands hönd en í því era: Broddi Kristjánsson, Tómas Garðarsson Viborg, Tryggvi Niel- sen, Sveinn Sölvason, Njörður Ludvigsson, Brynja Pétursdóttir, Vigdís Ásgeirsdótir, Drífa Harðar- dóttir og Sara Jónsdóttir. Ámi Þór Hallgrímsson og Elsa Nielsen gáfu ekki kost á sér en þau vom bæði í liðinu sem sigraði svo eftirminnilega í Evrópukeppni B- þjóða í janúar. Elsa kemst ekki vegna anna í skólanum en Ámi Þór hefur fengið nóg af badminton í bili að minnsta kosti. „Auðvitað veikir það liðið að missa þau Elsu og Árna Þór en við verðum bara að taka því. Breiddin er orðin meiri en áður og vonandi skilar það sér. Við urðum í 25. sæti á síðasta heimsmeistaramóti og stefnan er að halda því og reyna helst að gera betur. Á góðum degi eigum við ágæta möguleika gegn Sviss og Tékklandi en ég reikna með að róðurinn geti orðið þungur gegn Bandaríkjamönnum enda hafa þeir verið duglegir að kaupa Asíú- menn í lið sitt,“ sagði Broddi Krist- jánsson, þjálfari íslenska landsliðs- ins, við DV í gær en liðið heldur út á sunnudaginn. -GH K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.