Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 17 dv______________________________Fréttir Dalvíkurbyggð: Mjög jákvæð viðbrögð við komu flóttafólksins DV, Akureyri: „Þetta verkefni leggst vel í okkur. Það verður erfítt vegna þess hversu snögglega þetta ber að, en við buð- um reyndar upp á þennan mögu- leika um miðjan apríl og höfum því unnið nokkra heimavinnu ef svo myndi fara að flóttafólk kæmi til okkar,“ segir Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri í Dalvík- urbyggð, en hópur 25 flóttamanna frá Kosovo mun koma til Dalvíkur- byggðar síðar í mánuðinum. Um er að ræða helming hóps flóttamanna sem kemur til landsins nú í vikulokin, en fólkið mun dvelja í 2-3 vikur að Eiðum áður en helm- ingur hópsins flytur til Dalvíkur- byggðar og hinn helmingurinn tii ReyðaiTjarðar. Rögnvaldur Skíði segir að engin vitneskja liggi fyrir um hvernig hópurinn sem kemur til Dalvíkur- byggðar verði saman settur, hann verði valinn erlendis en reiknað sé með að um fjölskyldur verði að Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð. DV-mynd gk ræða. Samkvæmt því gæti verið um að ræða 5-7 fjölskyldur. „Það er eitthvað af lausu íbúðar- húsnæði í bænum. Sveitarfélagið sjálft á 50 íbúðir, sem eru að vísu flestar í leigu, en það er alltaf ein- hver hreyfmg á fólki þannig að ég vonast til að við getum stýrt þessu eitthvað. En fram að þeim tima að við vitum hversu margar fjölskyld- ur koma hingað er þetta allt í nokk- uð lausu lofti. Einnig þarf að huga að þvi að finna þessu fólki atvinnu, og það er ekki auðvelt að leysa fyrr en við vit- um hver er bakgrunnur þessa fólks, því auðvitað er æskilegt að fólkið geti fengið vinnu við eitthvað sam- bærilegt og það hefur fengist við. Við reynum þó að undirbúa okkur eins og hægt er fyrirfram." - Hvernig viðbrögð hefur þú fundið hjá íbúum í bæjarfélaginu við þessum tíðindum? „Þau viðbrögð hafa verið mjög já- kvæð. Menn hafa hringt mikið hing- að inn og spurt og boðið aðstoð, m.a. íbúðir og húsgögn. Rauði krosinn er auðvitað stór aðili að þessu öllu saman og við vinnum þetta í sam- ráði við starfsmenn þar og þessi mál munu öll leysast farsællega," segir Rögnvaldur Skíði, en hann segist reikna með að flóttafólkið muni koma til Dalvíkurbyggðar 25. eða 26. mai. -gk Bílasala Bílakaup Innfluttningur Y/iUMXi BÍLAKAUP SG SALA ! j LLINN Malarhöfða 2 Sími: 577 3344 GSM: 896 4411 Subaru Impresa GL 2,0 I station 4x4, ( Verð aðeins 1.590.000.-) fyrsti skr. 3/98, ekinn 20 þús. km. Litur: blásans., vökvastýri, rafdr. rúður, samlæsingar, þakbogar, útvarp/CD spilari. Ath. fleiri góð tilboð á heimasíðu okkar. draumabillinn.is Visa og Euro raðgreiðsiur og greiðslukortaafsláttur _ ^ og stighœkkandi '4 Smáauglýsingar birtingarafsláttur IDV 550 5000 Starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi ásamt Sigríði Bílddal ráðgjafa og Petru Lind Einarsdóttur starfsmannastjóra taka við viðurkenningum fyr- ir þátttöku í MUS-verkefninu. DV-mynd Arnheiður Suðurnes: Hitaveitan fyrst með tilraunaverkefni MUS DV, Suðurnesjum: Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum hefur undanfarið unnið að tilraunaverkefni MUS í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja. Hitaveit- an er fyrsta fyrirtækið til að taka þátt og var verkið unnið með starfs- mönnum og stjórnendum í Svarts- engi. í tilefni þess að 1. áfanga verksins er lokið var haldið upp á það t Eldborg 29. apríl. MUS-verkefnið er markviss upp- bygging starfsmanna og er upp- runnið frá Danmörku þar sem það hófst fyrir sjö árum en hefur tekið nokkrum breytingum á þessum tíma. Megintilgangur kerfisins er að greina menntunarþörf starfsmanna þannig að styrkja megi þá í sam- ræmi við þarfir og stefnu fyrir- tækja. Markmið verkefnisins er að meta þekkingarþörf ög finna leiðir til úr- bóta innan þriggja valinna fyrir- tækja á Suðurnesjum með því að nota MUS-aðferðina. í öðru lagi að meta hvort vinnubrögð af þessu tagi henti íslensku atvinnulífi og menntakerfí. í þriðja lagi að gera til- lögur um endurhætur á verkfærum og vinnubrögðum sem notuð eru og gera tillögur um uppbyggingu á landsneti. -AG Það bar vel í veiði hjá þessum herramönnum sem hér eru að hamfletta svart- fugla sem þeir veiddu á laugardag. Fuglana veiddu þeir frá Syðra-Horni og suður í Garðsjó og eru fugiarnir á þriðja hundrað. Veiðimennirnir eru, talið frá vinstri: Einar Sveinsson, Hafliði Árnason, Kristján Hafliðason og Eggert Einarsson. DV-mynd S. Arsfundur Ársfundur Sameinaða lifeyrissjóðsins 1999 veróur haldinn mánudaginn 17. maí 1999 kl. 16.00 aó Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Dagskrá VenJule9 ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál löglega upp borín. Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið send fundarboð og eru þau beðin aó tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 10. mai n.k. hveijir verða fulltrúar þeirra á fundinum. ALLir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu og málfrelsi. Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og geta þeir sjóðfélagar sem áhuga hafa á aó kynna sér þær fyrir fundinn, fengið þær á skrifstofu sjóósins eóa sendar í pósti. Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á veraldarvefnum. Slóó sjóðsins er www.lifeyrir.is Reykjavík 21. april 1999 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins. Suðurlandsbraut 30 • 108 Reykjavík • Simi: 510 5000 Fax: 510 5010 • Grænt númer: 800 6865 Heimasíða: lifeyrir.is • Netfang: mottaka@lifeyrir.is Sameinaði lífeyrissjóðurinn Breytum rétt * Ágúst Einarsson er í baráttusæti Samfylkingarinnar á Reykjanesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.