Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 11
I FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 e»v Fréttir Fyrsti heyrandi nemandinn hér á landi: Stúdentspróf í táknmáli Þórunn Guðrún Einarsdóttir er fyrsti heyrandi nemandinn sem útskrifast með táknmál sem 3ja tungumái á stúdentsprófi. Fyrsti heyrandi nemandinn sem tekur táknmál sem þriðja tungumál á stúdentssprófi útskrifast frá Ár- múlaskóla nú í maí. Nemandinn um- ræddi heitir Þórunn Guðrún Einars- dóttir og ástæðan fyrir því að hún tekur táknmálið er að hún er les- blind. Hún varð raunar að fá undan- þágu til að taka það í stað þýsku. „Þeir nemendur sem eru heyrnar- lausir eða heyrnarskertir fá tákn- málið sem sitt annað mál,“ segir Þórunn en hennar annað mál er danska. Hún segist hafa lært mjög seint að lesa, þar sem hún var lesblind. Það hafi ekki verið fyrr en um tólf ára aldur sem hún fór að geta lesið að gagni. „Þegar maður lærir svona seint að lesa þá missir maður móð- urmálið. Allt íslenskunám fór fram hjá mér þar til ég gat lesið. Eftir það var verið að byggja á sandi því und- irstaðan var engin.“ Þórunn er ekki útskrifuð úr ís- lensku, en er með öll önnur fóg. Hún þarf þvi að senda fjölda vottorða um lesblindu ef hún sækir um í fram- haldsnámi. Hún hefur fengið að taka munnleg próf og vinna á tölvum sem hentar henni miklu betur en að handskrifa. „Um leið og ég þarf að fara að útskýra eitthvað á rituðu máli þá botnar enginn neitt í neinu. Það lá við að ég gæfist upp á tímabili en nú sé ég fyrir endann á þessu. Munurinn við að nota táknmál er að það eru engar stigbreytingar né fallbeygingar í því og það einfaldar notkun þess mjög.“ Táknmálið nýtist Þórunni mjög vel nú þar sem hún vinnur á sam- býli með heynarskertum. Hún fer með skjólstæðingi sínum á nám- skeið þar sem hann lærir táknmál og hún eykur sína þekkingu á því. Að loknu stúdentsprófi ætlar hún að leggja leið sína í þroskaþjálfun eða sáifræði en í háðum þeim grein- um getur táknmálið komið að góð- um notum. -JSS $SUZUKI — Komdu i reynslu- aksturl SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Hefur þú séð svona verð á 4x4 bil? • Mest seldi bíllinn í Japan(l), annaðárið í röð. • Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll. • Skemmtilequr bíll meðmiklum staðalbúnaði: ABS hemlalæsivörn (4x4), rafdrifnu aflstýri, loftpúðu samlæsingu, o.m.fl. Ódýrasti 4x4 btllinn á Islandi illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll GL 1.099.000 KR. GL 4x4 1.299.000 KR. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ið stuðningi ykkar geta þau orðið kröftugir talsmenn iar, jafnréttis og umhverfisverndar á Alþingi íslendinga. Vinstrihreyfingin - grænt framboð Kolbrún Halldórsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, 1. sæti Reykjanesi Sigtryggur Jónsson, 2. sæti Reykjanesi I 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.