Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Rítstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sterk staða stjórnarflokka Kosið verður til Alþingis á morgun. Kosningabarátt- unni lýkur formlega í kvöld með umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna og verður þættinum sjónvarpað á báðum sjónvarpsstöðvunum. Það er því komið að kjós- endum að gera upp sinn hug, meta menn og málefni, nýta sinn lýðræðislega rétt. í aðdraganda kosninganna hefur DV kappkostað að þjónusta kjósendur, upplýst um stefnur allra flokka í helstu málaflokkum, heimsótt hvert kjördæmi og rætt við fulltrúa allra framboðslista. Blaðið auðveldaði að- gang kjósenda að forystumönnum framboða sem bjóða fram í öllum kjördæmum með beinni línu til þeirra. Þá þjónustu nýttu hundruð manna. Þá hafa frambjóðendur lagt stefnu sína fram með greinaskrifum. Síðast en ekki síst hefur blaðið birt reglulegar skoðanakannanir um fylgi flokkanna. DV birtir í dag síðustu skoðanakönnun sína fyrir kosningamar. Löng reynsla er komin á þessar kannanir blaðsms. Svo sem venja er í síðustu skoðanakönnun fýr- ir kosningar er úrtak tvöfalt stærra en í hefðbundnum könmmum blaðsins, 1200 manns, jafnt skipt milli kynja sem og landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Helstu niðurstöður þessarar nýju skoðanakönnunar eru þær að stjómarfLokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, styrkja báðir stöðu sína frá könnun blaðsins í síðustu viku. Sjálfstæðisflokkurinn fer upp um 1,6 prósentustig og nýtur fylgis 42,8 prósenta þeirra sem afstöðu taka í könnuninni. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn 28 þingmenn. Framsóknarflokkurinn bætir meira við sig eða 2,7 prósentustigum og nýtur fylg- is 21,2 prósenta þeirra sem afstöðu taka. Framsóknar- flokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 14 þingmenn. Samfylkingin tapar fylgi miðað við síðustu könnim eða sem nemur 1,5 prósentustigum. Fylgi hennar sam- kvæmt skoðanakönnuninni er 25,2 prósent sem gefur henni 16 þingmenn. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs dalar einnig nokkuð miðað við síðustu könnun. Flokkurinn nýtur fylgis 7,5 prósenta þeirra sem afstöðu taka, fer niður um 1,9 prósent og fengi sam- kvæmt þessu 5 þingmenn. Fylgi Frjálslynda flokksins er 2,9 prósent. Miðað við könnunina kæmi flokkurinn ekki manni á þing. Skoðanakönnunin verður vart túlkuð á annan veg en að meirihluti kjósenda vilji framhald núverandi stjórnar- samstarfs Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Könnunin sýnir bærilega stöðu V instrihreyfingar innar - græns framboðs þótt heldur dragi úr fylgi en staða Sam- fylkingarinnar hlýtur að valda vonbrigðum á þeim bæ. Samfylkingin mældist mest með rúmlega 35 prósent í febrúar en síðustu þrjár kannanir sýna hana með fylgi u.þ.b. fjórðungs kjósenda. Úrslit þingkosninganna verða ljós eftir að kjörfúndi lýkur annað kvöld. Reynslan segir okkur hins vegar að skoðanakannanir rétt fýrir kosningar fara nærri úrslit- um. Samanburður á niðurstöðum síðustu skoðanakönn- unar DV fýrir þingkosningarnar 1995 og úrslitum kosn- inganna leiddi í ljós að könnuninni skeikaði að meðaltali rétt innan við 0,3 prósentustig miðað við fýlgi kjósenda við einstaka framboðslista. Blaðið tók þá saman meðal- frávik milli skoðanakannana og kosningaúrslita í fem- um þingkosningum þar á undan sem og þrennum borg- arstjómarkosningum í Reykjavík. Miðað við þá sem staðið hafa reglulega að skoðanakönnunum hefur DV oft- ast verið með lægstu frávikin og ætíð í lægri kantinum. Jónas Haraldsson Þjóðinni er skemmt síöustu vikur fyrir kosningar, skoðanakannanir berast ótt og títt, látlaus viðtöl og við skegg- ræðum, deilum og hlæjum dátt.-Þetta er dýrt spaug á ýmsan hátt, segir greinarhöfundur. X-BDFHKSUZ - eöa tveggja flokka kerfi? Það er gæfa hverri þjóð að geta einbeitt sér að því að snurfusa ýmis- legt sem er í ólagi, vinna í sífellu að því að snyrta samfélagsgarð- inn, betrumbæta mannlífið í anda göf- ugra markmiða. Því meira sem er talað þeim mun líklegra er að áfram verði haldið á réttri braut. Gott mannlíf öllum til handa viljum við öll. Flokkar úr öllum áttum Miðað við upphaf þessa kjallarastúfs er erindi — „Stjórnmálaflokkar ættu að vera fáir, tveir nægðu til að halda við góðu og traustu stjórnarfari, ann- ar væri við stjórnvölinn en stjórn- arandstaðan sækti með hollri gagnrýni, gagnrýndi og ógnaði með sigri í næstu kosningum Kjallarinn Þór Jakobsson veðurfræðingur Ólíkt hafast menn að í hornum Evrópu í suðaustri og norð- vestri. í suðaustri eru háðar orrustur, önnur á jörðu niðri þar sem menn eru tugum saman skotn- ir í hnakkann í gamla stílnum en yfir höfðum morð- ingja og fórnar- lamba þjóta hrað- fleyg tækniundur á leið til að hitta í mark - hús og brýr víðs fjarri vígvöll- unum. Upphefjast mikil siguróp þegar vel tekst til og raf- magnið fer, unnt er að slökkva og kveikja að vild hjá óvininum. En á jörðu niðri fyllast skurðir af lík- um og þeim sem sleppa við kúlu í hausinn er gert að hypja sig að heiman fyrir fúllt og allt, fyrirvaralaust. Lítill er ég áhugamaður um hertækni, en trúað gæti ég því að þeir feðgar hinir miklu úr Grikklandi hinu foma, konungar Makedóníu, Filipus og Alexander, hefðu lagt á önnur ráð en tækni- vindhögg þau er nú tíðkast yfir Júgóslavíu. Kosningar í friöi Öllu friðsamlegri em skylming- ar orðsins sem sömu daga fara fram hér í gagnstæðri átt við ósköpin í suðausturhomi álfúnn- ar. Enginn er drepinn. Lýðræðis- legar kosningar standa fyrir dyr- um. Það er nánast goðgá að nefna þessa ólíku atburði í sömu andrá, en hvorir tveggja eru þeir ólíkar hliöar stjómmála i stríði og friði. mitt harla léttvægt. En svo sem á fjögurra ára fresti minni ég á í blaðagrein að stjómmálaflokkar í landinu era óþarflega margir. Stjómmálaflokkar ættu að vera fáir, tveir nægðu til að halda við góðu og traustu stjómarfari, ann- ar væri við stjómvölinn en stjóm- arandstaðan sækti með hollri gagnrýni, gagnrýndi og ógnaði með sigri í næstu kosningum. Fæð stjómmálaflokka skyldi vinna upp með öflugu starfi flokk- anna og leggja skyldi miklu meira upp úr flokksþingum en gert er. Þar gætu ólík sjónarmið tekist á og menn komið að sínum fúlltrú- um, flokksbrot á slíkum þingum gætu unnið ötullega að skoðun sinni og haft um síðir áhrif á stefnu flokksins. - Flokksþing væm eins konar vasaútgáfa af Alþingi. Reynsla er hér af stórum flokk- um, Sjálfstæðisflokki áratugum saman og R-lista nú undanfarið. Fólk tók R-lista opnum örmum og 40% landsmanna una sér í sama flokki, Sjálfstæðisflokknum. Stór- mál á borð við þátttöku í Atlants- hafsbandalaginu og tilverurétt er- lendrar herstöðvar á íslandi kljúfa ekki fylkingar sem fyrr á tíð. Fólk á öndverðum meiði í þessum mál- um virðist geta sameinast í bar- áttu fyrir sömu viðhorfum á öðr- um sviðum samfélagsins. Þjóðarskemmtun Þjóðinni er skemmt nú, síðustu viku fyrir kosningar. Skoðana- kannanir berast ótt og títt. Látlaus viðtöl i sjónvarpi, útvarpi og við- töl í blöðum. Við skeggræðum, deilum og hlæjum dátt. Þetta er dýrt spaug á ýmsan hátt. Vissu- lega er heillandi að sjá öll þessi nöfn í auglýsingu frá landskjör- stjóm um framboð við alþingis- kosningar 8. maí 1999, falleg nöfn húndraða íslendinga sem leggja vilja málum lið. Öll viljum við vinna íslandi vel, styrkja og styðja Alþingi, og það gerum við best með þvi að skipta okkur af því hverjir þangað fara og hvernig þeir síðan haga sér á hinum æðsta stað íslendinga. En fyrr má nú rota en dauðrota. Átta listar era í boði fyrir þessar kosningar. Margir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Unga fólkið er átta- villt. Og daginn eftir kosningar munu menn svo sem ekki vita hvað við tekur. Nema einn flokkur fái hreinan meirihluta. Það væri kannski . best fyrir hina. En kannski vill þjóðin óreiðu og verð- ur að ósk sinni næst með sextán flokkum í boði. Þór Jakobsson Skoðanir annarra Sækist eftir forystu í ríkisstjórn „Þótt stjómmálamenn haldi öllum dyrum opnum geta kjósendur reynt að geta í eyðumar. Auðveldast er það fyrir stuðningsmenn SjálfstæðiSflokksins. Skoðanakannanir benda til þess að sá flokkur eigi langmesta möguleika á að sitja í næstu ríkisstjóm ... Á móti kemur að formaður Framsóknarflokksins hefur ítrekað þá afstöðu sína að hann sækist eftir forystu í næstu ríkisstjóm. Þessi afstaða mun vænt- anlega leiða til þess að Framsóknarflokkurinn reyni eftir kosningar að mynda ríkisstjórn með þeim flokki eða flokkum sem samstarf vilja undir forystu Halldórs Ásgrímssonar." Elias Snæland Jónsson í Degi 6. maí. Sjálfsbjörg umfram forsjárhyggju „Þeir sem „minna mega sín“ eru oftast taldir aldr- aðir, fatlaðir, atvinnuleysingjar og fátæklingar. Við- horf margra stjómmálamanna til þessara hóps byggja á gamaldags og úreltri hugsun, þar sem lögð er áhersla á forsjárhyggju fremur en sjálfsbjörg og uppbyggingarstarf. Það þarf að vera markmið að sem flestir fái tækifæri tíl að taka þátt í daglegu lífi og starfi og vandamálinu sé sem mest útrýmt í stað þess að samfélagið þurfi að greiða stórfé i samhjálp til aldraðra, fatlaðra og atvinnulausra. Að vinna og taka þátt í hinu daglega lífi er eitt hið besta sem hægt er að gera öldruðum og fotluðum.“ Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaðinu 5. maí. Kennarar í fýlukasti „Mér dettur ekki í hug að andmæla því að kenn- arar á höfuðborgarsvæðinu eigi skilið launahækk- un. Ég dreg það heldur ekki í efa að kennarar séu al- mennt á óþarfa lágum launum en það er víst ekki í mínum verkahring að meta það. Ég mótmæli því hinsvegar allur að skólar á landsbyggðinni taki við kennurum sem þangað sækja í einhverju fylukasti út í borgarstjórann. Ekki á þeim forsendum að þá langi til að koma þangað og takast á við þau verk- efni sem þar bíða heldur eingöngu vegna þess að það sé ennþá verra annars staðar. Ég held að allir at- vinnurekendur, sama á hvaða sviði þeir era, hljóti að vera sammála um að til þess að starfsfólk skili ár- angri þurfi það að vera sátt við sitt hlutskipti.“ Gísli Einarsson í 16. tbl. Skessuhorns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.