Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Qupperneq 36
jn • ^ ■ ff * Fjoríqldur i. vinnin$ur sS :fyérl±&> FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1999 Síðustu daga, strax og sumarið hélt innreið sína á Akureyri, fór að færast líf í hesthúsabyggðina í Breiðholti ofan Akureyrar. Þar rákumst við á Steingrím Antonsson hestamann sem á einmitt fyrsta folaldið sem fæddist í hesta- húsahverfinu þar fyrir um 3 vikum. Steingrímur handsamaði „litla hestinn" fyrir framan myndavélina og móðirin var skammt undan. DV-mynd gk Söngur sýslumanns veldur taugaveiklun: Söng Stoneslög og sit áfram - segir Ólafur Helgi Kjartansson, kjörstjóri á Vestfjörðum Steiner vildi í skurðlækningar í Helgarblaði DV er úttekt og viðtal við Franklín Steiner þar sem fram kemur að draumur hans var að verða skurðlæknir. Rætt er við fólk sem hef- ur komist inn á þing í korter á kosn- inganótt en dottið út aftur. Mynda- þáttur verður frá keppninni um lík- ustu mæðgurnar og viðtal við Stefán Þórðarson og Magneu Guðlaugsdótt- ur, fótboltaparið í Noregi. Handbók kjósandans verður í blaðinu auk þess sem lesendur fá leiðbeiningar um hvað best er að setja á kosninga- fillið. í Fréttaljósi verður varpað . isi á skálmöld í Iðnskólanum. -þhs framboðs," sagði Ögmundur Jón- asson, VG. Harður lokasprettur „Það vekur kannski athygii hversu margir eru enn óákveðnir. Við höfum mjög oft séð það að þegar óákveðni hópurinn er stór og við fengið góða niðurstöðu í könnuninni, þá hefur þetta ekki alveg gengið eftir. Mér sýn- ist að kosningarnar á morgun verði mjög spennandi og við munum þurfa á hverju einasta at- kvæði að halda til að ná þeirri niður- stöðu sem okkur er spáð nú. Loka- spretturinn verður harður og við munum vinna vel,“ sagði Ámi M. Mathiesen, leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjaneskjör- dæmi um skoðanakönnun DV í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á ísafirði og þjóðkunnur fyrir áhuga sinn á hljómsveitinni Rolling Stones, söng nokkur Stones- lög á samkomu á Silfurtorgi á ísafirði í gær. Ólafur situr í yfirkjörstjórn í Vestfjarðakjördæmi og þar sem sam- koman var á vegum sjálfstæðis- manna þá hefur það farið í taugarnar -%ýmsum að Ólafur söng á skemmt- uninni. Bryndís Friðgeirsdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar, kveðst í samtali við Vísi.is fastlega búast við því að Ólafur Helgi segi af sér í yfirkjörstjórn vegna söngsins. „Hann getur ekki hafa verið að syngja þarna hiutlaus,“ sagði Bryn- dís. „Ég held ég geri það ekki. Það eru engar vanhæfisreglur sem ná til þessa og hefði hljómsveitin verið beðin um að flytja lögin á samkomu hjá öðrum flokk- um hefði hún ör- ugglega gert það,“ sagði Ólafm- Helgi í samtali við DV í morgun þegar DV spurði hann hvort hann myndi segja af sér störfum í yfirkjörstjóm fyrir það að hafa sungið Rolling Stones lög. Hann kvaðst að óreyndu ekki hefðu getað ímyndað sér að söngur hans kynni að skjóta fólki slíkum skelk í bringu að sú krafa kæmi upp að hann segði af sér. Helst hefði hann getað ímynda sér að Sjálfstæðiflokk- urinn væri að taka áhættu með að hleypa sér að hljóðnemanum. Flestir litu svo á að listin væri hlutlaus og óflokksbundin og aldrei hefðu Roll- ing Stones tekið afstöðu til stjóm- mála eða flokka á íslandi svo vitað væri. Hann kvaðst ekki telja sig það mikinn söngvara að söngur hans myndi hafa'áhrif á niðurstöður kosn- inga í kjördæminu. „Hann var þarna að leggja kosn- ingabaráttu Sjálfstæðisflokksins lið. Sama dag og hann skemmtir hjá sjálfstæðismönnum sinnir hann fólki í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu," sagði Bryndís Friðgeirsdóttir við Vísi.is. Spurður um það sagði Ólafur Helgi að fáum klukkustundum eftir söng hans á Silfurtorgi í gær heföi Bryndís hringt og kallað sig út til að maður á hennar vegum gæti greitt utankjörfundaratkvæði. Hún hefði þá ekki minnst á söng sinn skömmu áður og ekki virst óttast að hann hefði áhrif á hvernig maðurinn myndi greiða atkvæði. -SÁ Stjórnin styrkist „Ég ætla ekkert Sverrir Hermanns- son, formaður Fijálslynda flokks- ins, um niðurstöð- ur nýrrar skoðana- könnunar DV. „Ég ætla að leyfa mér að taka ekki mark á því að sinni. Það er svo stutt í úrslit að við spyrjum að leikslokum." sagði segia .. ' Hljótum góða kosningu „Ég hef haft það á tilfinningunni undanfarna daga að við værum nokk- uð að sækja í ókk- ur veðrið. Þessi könnun finnst mér staðfesta það. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með það hvernig kosn- ingabaráttan hefur gengið hjá okkur. Við höfum átt nokkuð á brattann að sækja en unnið vel. Ég er þess fullviss að Framsókn- arflokkurinn mun hljóta góða kosn- ingu,“ sagði Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, í morgun. Ekki úr jafnvægi „Ég var að hlusta á niðurstöður úr annarri könnun í morgun þar sem við vorum með upp undir 29 prósent og það er sannfær- ing mín að við fór- um nokkuð yflr 30 prósent og fáum nokkuð af þeim sem eru óákveðn- ir. Degi fýrir kosn- ingar setur þessi spá mig ekki úr jafnvægi," sagði Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylk- ingu. Leggjast á árarnar „Þetta eru skilaboð um eitt. Að nú þurfi allir að leggjast á árarnar sem vilja að á Al- þingi séu öflugir málsvarar nátt- úruverndar og jafnaðar og allir þeir sem vilja tryggja að í land- inu sé kröftugt lýðræði. Þeir þurfa nú að safna liði til að tryggja góða útkomu Vinstrihreyfingarinnar - græns Veðrið á morgun: Áfram frem- ur hlýtt Á morgun verður austan stinningskaldi við suðurströnd- ina en annars víðast suðaustlæg átt, gola eða kaldi. Rigning eða súld verður suðaustan til og einnig víða vestanlands fram eft- ir degi, en skýjað eða skýjað með köflum í öðrum landshlutum og þrnrt að kalla. Áfram verður fremur hlýtt í veðri, hiti á bilinu 5 til 15 stig, hlýjast inn til lands- ins norðanlands. Veörið í dag er á bls. 37. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐL/R FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.