Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 25 DV Fréttir MlKí ú, iíS*-. .. . 1.................. _ Hs * . X » A J Krakkarnir úr 11 ára bekkjunum í Reykjavík kynnast sjómannslífi víkinganna, forfeöra sinna, og sigla um Sundin blá á annan klukktíma, skoða krabba sem fást í gildrur, róa og stýra. Einar Egilsson fræðir krakkana á leiðinni, en Reykjavík- urhöfn og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hafa veg og vanda af siglingunni ásamt áhöfninni á íslendingi. DV-mynd S Langskipið Islendingur: Vinlandssigling í uppnámi Fyrirhuguö sigling langskipsins ís- lendings til Grænlands og Vínlands næsta sumar er í uppnámi að sögn Gunnars Marels Eggertssonar, skip- stjóra og eiganda víkingaskipsins. Hann segir að ekkert hafi gerst í samningamálum sinum viö landa- fundanefnd, engir samningar og því ekki hægt að ráða mannskapinn, sem sé nauðsynlegt að gera með góðum fyrirvara. Hann segir að þetta gerist þrátt fyrir að ráðherra hafi gefið yfir- lýsingar um styrk til fararinnar. „Þeir á Nýfundnalandi hafa ákveðið og tilkynnt okkur um ágæt- an styrk til ferðarinnar,“ sagði Gunnar Marel í gær. „Ef íslenska rikið ætlar ekki að vera með er hægt að fá erlend fyrirtæki til að taka þátt í þessu með okkur, og það verður gert ef ekkert gerist af is- lenskri háifu, ég get ekki lengur staðið í lausu lofti með þetta,“ sagði Gunnar Marel. Ætlimin er að sigla úr Breiðafirði yfir til Brattahliðar á Grænlandi þann 17. júní 2000. Þaðan liggur leið til L*Anse-Aux-Meadows á Ný- fundnalandi en leiðangurinn áætlar að vera í New York í lok september. í sumar er íslendingur í stuttum ferðum með ferðafólk, og þessa dag- ana eru um 1500 skólakrakkar úr 11 ára bekkjum á ferðinni með skipinu alla daga þegar gefur út maí. Börn- in sigla um Sundin og kynnast botn- dýralífi, veiða krabbadýr sem sleppt er lifandi að skoðun lokinni, auk þess að fá að stýra og róa alvöru víkingaskipi, nákvæmri eftirlíkingu Gauksstaðaskipsins. í sumar mun skipið gegna stóru hlutverki við kvikmyndatökur, bæði heimildar- þátta og töku bíómyndar. -JBP Harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar á miðvikudag. Fólksbifreið og sendibifreið lentu saman og þurfti að kalla út tækjabifreið Slökkviliðs Reykjavíkur til þess að klippa framhurð fólksbifreið- arinnar svo unnt væri að ná ökumanni hennar út. Hann var fluttur á sjúkra- hús en meiðsli hans voru ekki alvarleg. Fólksbifreiðin skemmdist töluvert en sendibifreiðin var ökuhæf eftir á og gat ökumaður ekið henni af slysstað. DV-mynd GVA Dublin á íslandi Kjarakaup aldárinnar Fusshálsi 1 Laugardag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.