Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 Fréttir Lilja Ólafsdóttir. Forstjóri SVR: Strætóbílstjórar í tilvistarkreppu „Hér gengur lífið sinn vanagang. Starfsandinn er góður að frátöldum 2-3 bílstjórum sem virðast vera í einhverri tilvistarkreppu. Þeir eru sífellt að reyna að egna til ófriðar en svo verður að vera,“ sagði Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, um reglu- bundinn fréttaflutning af vandræð- um innan fyrirtækisins. „Sannleik- urinn er sá að það eru engin vand- ræði með sumarafleysingar hjá okk- ur og fimm bílstjórar hætta um næstu mánaðamót. Það hlýtur að teljast innan marka þess eðlilega í 170 manna bílstjórahópi," sagði Lilja. Ekki eru uppi neinar ráðagerðir um að grípa tU sérstakra ráðstafana gegn þeim bilstjórum sem forstjór- inn segir í tilvistarkreppu. Að mati stjórnenda fyrirtækisins borgar það sig einfaldlega ekki. -EIR Lögreglan á Akureyri: Bíleigendur fá viðvörun og sekt DV, Akureyri: Lögreglan á Akureyri hefur und- anfarna daga haft afskipti af eigend- um bifreiða sem ekki hafa verið færðar til aðalskoðunar á réttum tíma. Gunnar Jóhannsson varðstjóri segir að nú sé sú aðferð viðhöfð, að þegar tveir mánuðir eru liðnir frá því að færa átti viðkomandi bifreiö til skoðunar, sé settur miði á bif- reiðina þar sem eiganda er tilkynnt að hann verði sektaður og fái 7 daga til að færa bifreiðina til skoðunar. Sektina segir Gunnar nema um 5 þúsund krónum. „Við höfum þegar haft afskipti af eigendum á annað hundrað bifreiða sem ekki hafa farið til aðslskoðunar á réttum tíma og höldum þessu áfram næstu daga. Það er því ástæða til þess að hvetja bifreiðaeig- endur til að sinna aðalskoðun á rétt- um tima,“ segir Gunnar. -gk Álfaleikrit grunnskólabarna. DV-mynd Eva Álfaleikur DV, Hverageröi: Önnur af þremur árshátíðum grunnskólans í Hveragerði var haldin nýlega. Hér var um að ræða árshátíð 1.-4. bekkjar og var aðal- efni dagsins álfar og álfatrú. Börnin á árshátíð sýndu þarna nokkur leikrit og for- eldrar og aðstandendur fjölmenntu á dagskrána. Svo fjölmennt var að nær helmingur gesta þurfti aö standa í anddyri og reyna að teygja úr hálsunum til að fylgast með sýn- irigunni. -eh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.