Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999
Útlönd
Bretar hafna
enn umsókn
Al Faeyds
Umsókn egypska milljarðamær-
ingsins Mohameds A1 Faeyeds
hefur enn á ný veriö hafnað af
breskum yfirvöldum. í stuttri til-
kynningu frá breska innanríkis-
ráðuneytinu sagði að Jack Straw
innanríkisráöherra hefði tekið
ákvörðunina eftir að hafa fengið
nýjar upplýsingar um eiganda
Harrods-vöruhússins.
Talsmaður A1 Fayeds segir
ákvörðunina fáránlega. „Okkur
þykir það ámælisvert að bæði
Tony Blair forsætisráðherra og
Jack Straw innanríkisráðherra
skuli síöast á miðvikudagskvöld
hafa tekið í hönd herra Fayeds og
einum degi seinna litið á hann
sem óverðugan þess að fá breskan
ríkisborgararétt," sagði talsmað-
urinn, Laurie Mayer.
Héraðsstjórinn
á Korsíku
handtekinn
Bernamd Bonnet, héraðsstjór-
inn á Korsíku sem var rekinn í
vikunni, var handtekinn í gær
auk nánasta samstarfsmanns
síns, Gerards Pardini. Þeir eru
grunaðir um aðild að íkveikju á
veitingastað á Korsíku. Lögreglu-
menn á eyjunni, sem nú era í
haldi, höfðu viðurkennt að hafa
kveikt í veitingastaðnum sam-
kvæmt skipun yfirmanns síns.
Samkvæmt heimildarmönnum
innan lögmannastéttarinnar á
Pardini aö hafa greint frá því að
Bonnet hafi rætt við lögreglu-
stjóra um aö kveikt yrði í veit-
ingastaðnum sem aðskilnaðar-
sinnar á Korsíku sækja. Lögmað-
ur Bonnets vísar ásökunum á
bug. Nú velta Frakkar því fyrir
sér hvort Bonnet muni halda fast
við þá fullyrðingu aö hann sé sak-
laus eða hvort hann muni draga
yfirvöld í París inn í málið.
Fórnarlömbum
skýstrókanna
fjölgar enn
Fómarlömb skýstrókanna sem
gengið hafa yfir miðvesturríki
Bandaríkjanna í vikunni eru orð-
in 51. í gær létust þrír íbúar Okla-
homaborgar á sjúkrahúsi og
margir eru mikið slasaðir. Okla-
homaborg varð verst úti en þar er
tala látinna komin í 41. Alls létust
fimm í Kansasríki og í Tennesse
urðu skýstrókar í gær þremur að
aldurtila. Þá lést öldruð kona í
Texas af völdum skýstróks í gær.
Áhyggjur manna í Oklahoma-
borg um að tala látinna myndi
hækka enn frekar hafa minnkað
því margir þeirra sem saknað var
hafa nú gefið sig fram við yfir-
völd, heilir á húfi. Óvissa ríkir þó
um afdrif fjórtán borgarbúa.
Að sögn veðurfræðinga gengu
76 skýstrókar yfir miðvesturríkin
á mánudag og þriðjudag. Einn
skýstrókanna mældist af hæsta
styrkleika, F5. Sá strókur olli
mestri eyðileggingu og manntjóni
í Oklahomaborg. Vísindamenn
hafa ekki áður séð dæmi um jafn-
sterkan strók. Yfirleitt snerta ský-
strókar jörðu í aöeins nokkrar
mínútur en sá sterki eirði engu
klukkustundum saman og eyði-
lagði allt sem fyrir varð á 100 kíló-
metra löngu svæði.
Yfirvöld í Júgóslavíu:
Hleypa sveitum
SÞ til Kosovo
Yfirvöld í Júgóslavíu hafa nú
samþykkt að hleypa Sameinuðu
þjóðunum inn í landið til að meta
ástandið og rannsaka hvað gera
þurfi til að kosovo-albanskir flótta-
menn geti snúið heim.
Búist er við fjórum til fimm
sendimönnum frá Sameinuðu þjóð-
unum, SÞ, til Belgrad á sunnudag-
inn. Þeir eiga að ganga frá formsat-
riöum varðandi komu stærri hóps
sem gerir ráð fyrir að geta hafið yf-
irreið sína í Kosovo og öðrum hér-
uöum síðar í maí.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, ritaði Javier
Solana, framkvæmdastjóra NATO,
bréf og greindi honum frá fyrirhug-
aðri Kosovoferð fulltrúa SÞ. Annan
bað ekki um að hlé yrði gert á loft-
árásunum.
NATO lýsti í gær yfir ánægju
sinni með samkomulag utanríkis-
ráðherra Vesturveldanna og Rúss-
lands um að alþjóðlegar öryggis-
Lögreglukona í Makedóníu skoðar
albanskan flóttadreng frá Kosovo
áður en hann er fluttur með flugvél
til Póllands. Símamynd Reuter
sveitir verði sendar til Kosovo. Með
samkomulaginu hafa Rússar í
fyrsta sinn lýst því yfir að þeir séu
hlynntir því að öryggissveitir yrðu
sendar til Kosovo. Talsmaður
NATO sagði að samkomulagið
sýndi að samvinna NATO og Rúss-
lands gæti orðið veigamikill þáttur i
að leysa Kosovodeiluna.
NATO hélt í nótt áfram loftárás-
um sínum á Júgóslavíu. Samkvæmt
óháðu júgóslavnesku fréttastofunni
Beta voru gerðar tvær árásir á flug-
völl og iðnhverfi við borgina Nis,
sem er þriðja stærsta borg
Júgóslavíu, rétt fyrir dögun. Óttast
var að margir óbreyttir borgarar
hefðu særst í árásunum. Miklar
sprengingar heyrðust í Novi Sad,
næststærstu borg Júgóslavíu.
Fregnir hermdu í gær að helsti
stjómarandstæðingurinn í Serbíu
og fyrrverandi borgarstjóri í
Belgrad, Zoran Djindjic, hefði flúið
til Svartfjallalands.
Hundruð námsmanna efndu í gær til mótmæla við háskólann á Austur-Tímor. Eru námsmenn andvígir tilboðl
stjórnvalda um sjálfstjórn og vilja í staðinn sjálfstæði. Gert er ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð
eyjarinnar verði haldin í ágúst næstkomandi. Símamynd Reuter
Kosningarnar í Skotlandi:
Verkamannaflokkurinn
lýsir yfir sigri
Verkamannaflokkurinn lýsti í
morgun yfir sigri í kosningunum í
Skotlandi. Fyrstu tölur benda til
þess að flokkurinn hljóti flest at-
kvæði en nái þó ekki meirihluta.
„Skosk stjómmál verða aldrei söm
og ég er stoltur af því að vera þátt-
takandi í fyrsta þjóðþingi landsins í
þrjú hundruð ár,“ sagði Donald
Dewar, leiðtogi Verkamannaflokks-
ins á Skotlandi, í nótt þegar ljóst
var að hann hafði unnið þingsæti og
flokkur hans sigur.
Samkvæmt fyrstu tölum fær
Verkamannaflokkurinn 57 sæti af
129 þingsætum. Skoski þjóðarflokk-
urinn fær 37 sæti sem er talsvert
undir því sem kosningaspár bentu
til. Þá er reiknað með að íhalds-
menn fái 11-17 sæti og Frjálsyndir
demókratar 10 til 16 sæti.
Forystumenn Verkamannaflokks-
ins neituðu að gefa upp við hverja
Donald Dewar, lelðtogi Verka-
mannaflokkslns, var ánægður með
úrslitin á Skotlandi.
þeir myndu ræða um stjómarmynd-
un en líklegt þykir að Frjálslyndir
demókratar veröi fyrir valinu.
Kosningaþátttaka í Skotlandi var
um 45%.
Einnig'var kosið til þings í Wales
í gær og þar mældist kjörsókn 35%
en aðeins 26% í sveitarstjómar-
kosningum á Englandi. Kosiö var
um 10 þúsund sæti í sveitarstjórnar-
kosningum en kjörsóknin var
nokkurt áfall enda aldrei verið
minni.
Fyrstu tölur í sveitarstjórnakosn-
ingunum benda til þess aö Verka-
mannaflokkurinn fengi 36% at-
kvæöa, íhaldsflokkurinn 33% og
Frjálslyndir demókratar 27%.
Stjómmálaskýrendur telja leiðtoga
íhaldsflokksins hafa sloppið fyrir
hom en Tony Blair getur hins vegar
bent á að hann sé fyrstur breskra
forsætisráðherra til aö hafa betur í
sveitarstjómarkosningum á miðju
kjörtímabili.
Stuttar fréttir i>v
Létust í jarðskjálfta
Að minnsta kosti átta létust og
yfir 50 slösuðust í öflugum jarð-
skjálfta I íran í morgun. Óttast er
að tala látinna eigi eftir að hækka.
Bildt sáttasemjari
Búist er við að Kofi Annan,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, útnefni
Carl Bildt, leiðtoga
Hægriflokksins í
Svíþjóð, sem sátta-
semjara Samein-
uðu þjóðanna í
Kosovo. Bandarík-
in vom í upphafi
ósátt við ráðningu Bildts vegna
þess að hann gagnrýndi NATO fyr-
ir að hafa hafið loftárásir án þess
að vilja senda landher til Kosovo.
Stórbruni í Ósló
Mikill eldur kom upp i geymslu-
húsi flutningafyrirtækis við aðal-
jámbrautarstöðina í Ósló í gær-
kvöld. Röskun varð á lestarferðum
vegna eldsvoðans.
Olofsson fékk 14 ár
Sænski fikniefnakóngurinn
Clark Olofsson var í gær dæmdur
í Danmörku í 14 ára fangelsi fyrir
stórfellt amfetamínsmygl.
Gimsteinastuldur í París
Skartgripum og úrum fyrir um
100 milljónir íslenskra króna var
stolið úr verslun í París á
miðvikudagskvöld. Ræningjamir
biðu eftir starfsstúlku
verslunarinnar er hún kom heim
frá vinnu og neyddu hana til að
afhenda lykla að búðinni.
Saddam refsar syninum
fraska stjórnin, undir forystu
Saddams Husseins íraksforseta,
hefur ákveðið að loka vikuriti
sonar Saddams, Udays, fyrir að
hafa birt rangar fréttir.
Gagnrýnir Clinton
Elizabeth Dole, sem hefur gefið
kost á sér sem forsetaefni
Repúblikana-
flokksins, gagn-
rýndi Bill Clinton
harðlega i gær
vegna Kosovo-
stríðsins. Að mati
Dole hefur Clinton
ekki gert rétt í því
að leggja aukna
áherslu á þátttöku Rússa í friðar-
viðræðum við Júgóslava, það sé
hlutverk NATO. Dole hefur stutt
notkun landhers enda komi ekkert
annað til greina en að vinna fulln-
aðarsigur í stríðinu.
Dana í framboð
Söngkonan Dana, sem heitir í
raim Rosemary Scallon, hefur
ákveðið aö bjóða sig fram til Evr-
ópuþingsins en kosningar fara
fram í júní. Dana tók þátt í forseta-
kjöri á írlandi fyrir tveimur árum.
Dana varð fræg árið 1970 þegar
hún sigraði í Eurovision með lag-
inu All Kinds of Everything.
Fjöldaganga
Að minnsta kosti þúsund A-
Tbnorar gengu um götur höfuð-
borgarinnar, Dili, í gær og kröfð-
ust sjálfstæðis landsins. Gangan
fór friðsamlega fram.
Barnaútflutningur
Réttarhöld hófust i gær yfir 11
Víetnömum sem eru ákærðir fyrir
að hafa flutt 199 börn úr landi.
MennbTiir létu börnin til ættleið-
ingar á Vesturlöndum gegn háu
gjaldi.
Hvetur til friðar
Abdullah, konungur Jórdaníu,
sagði í gær að Arabalöndin væm
reiðubúin að láta
áratugadeilur við
ísrael lönd og leið
ef ísraelar sýndu í
verki að þeir vildu
semja varanlegan
frið við Palestínu-
menn. Abdullah
sagði ábyrgðina
liggja hjá þeim sem bæri sigur úr
býtum í kosningunum í ísrael sem
fara fram þann 17. maí nk.