Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 Spurningin Áttu þér draum? Helga Sigrún Sigurjónsdóttir framkvœmdastjóri: Já, að Sam- fylkingin vinni kosningamar. María Pétursdóttir myndlistar- maður: Já, ég á marga drauma, m.a. að komast í framhaldsnám. Þórður Þrastarson: Já, ég á mér draum. Hann er að eignast flottan sportbíl. Linda Vilhjálmsdóttir sjúkraliði: Já, að Samfylkingin vinni í kosning- unum. Kolbeinn Stefánsson nemi: Já. Brynjólfur Þór Guðmundsson nemi: Mig dreymir um að vakna sáttur 9. mai. Lesendur Nethenglar kvaddir til verks ^ ^ • 1 l l> 1 Aðstaða hefur myndast til að koma á alþjóðlegu kennifangi á Netinu, ein- virku kerfi fyrir hvern einstakling, segir Þorsteinn m.a. í bréfinu Þorsteinn Hákonarson skrifar: Þörf er að nethenglar komi fram þurftar- verki. Ef við tök- um jurt og hökk- um í spað, alveg í súpu, og setjum í gróðrarvökva, þá vex jurt upp úr gróðrarvökvanum. Þessi jurt hefur einstaklingseinkenni tegundar sinn- ar og sýnir það sem hún best getur. Að reyna að lifa af. Að vissu leyti má segja að Netið sé slík súpa og það er kominn tími til þess að úr þeirri súpu vaxi hið lífræna. Það er alþjóðlegt kennifang fyrir alla ein- staklinga. Að hver einstaklingur fái sitt netfang, sem sé lýsandi fyrir hann og hann einan. Tryggt sem eins konar netfé. Að til verði bæði kort og rafgögn fyrir hvern einstak- an. Ég ætla að skýra málið. Það var hér á árum áður að sjó- menn pöntuðu áfengi í gegnum síma og kom krafa á pósthúsið. Eitt sinn kom sjómaður án allra per- sónuskilríkja og vildi fá kröfu sína hjá einum annars indælum póst- meistara. Skv. reglum gat póst- meistarinn ekki afhent áfengið þar sem persónuskilríki vantaði. Þá dró sjómaðurinn upp ljósmynd af sjálf- um sér og sagði: „Þetta er þó alla vega ég.“ „Hvers vegna sýndirðu þetta ekki strax?“ sagði póstmeist- arinn og afgreiddi kröfu sjómanns- ins. Hvað er hér á ferðinni? Skuld- binding um langvegu. Sjómaðurinn kemur langt að, og þarf að sanna hver hann er. Hann þarf að sanna að hann eigi skuldbindinguna sem er krafan á pósthúsinu. Krafan kemur langt að. Til þess að skuld- binding um að afhenda réttum aðila sína pöntun virki þá þarf sönnunar- byrði, jarteikn um hver eigi skuld- bindinguna. Annars er sjómaðurinn ópersóna. Nú eru komnar aðstæður fyrir fleiri skuldbindingar. Við sjáum að fólk er rekið af heimilum sínum og tekin af því skilríki. Það sem við þurfum er að fá þessi skilríki á netið þar sem það ónýtist að gera fólk að ópersónum með því að rífa af þvi skilríkin. En við alþjóðlegt kennifang heftast slík- ar gerðir. Við getum þá heft þá sem beita slíku valdi með því að taka fyrir viðskipti þeirra á hvaða neti sem er. Ennfremur heftir það ein- staklinga sem gætu fallið í freistni ofstækis að vita að alþjóðlegt kenni- fang þeirra bíður hnekki við þátt- töku í ofsóknum. Þá hverfur alþjóð- legt kennifang ekki ofan í gröf með hinum myrtu heldur bíður uppgjörs eftirmála. Vegna þessa þarf að kveðja nethengla til verks að koma á framfæri öruggu, einvirku kerfi fyrir hvem einstakling þar sem hann fær alþjóðlegt kennifang. Þyngri dóma yfir afbrotamönnum Sigrún Jóhannsdóttir hringdi: Ég held að tlestir séu sammála um að hér á íslandi hafa dómar yfir afbrotamönnum verið síst of þungir og nú á seinni timum, þegar árásir, ofbeldi, rán og vímuefnasala, glæpir sem voru afar fátíðir hér fyrir nokkmm áratugum, hafa færst í vöxt er eðlilegt að taka hart á af- brotamönnum og gefa hvergi eftir þegar dómar eru kveðnir upp. Það er því virðingarvert og raunar þakkarvert þegar einn og einn dóm- ari tekur af skarið og dæmir al- þekkta afbrotamenn og síbrota- menn til viðeigandi refsingar. Ummæli eins dómara nú alveg nýverið vegna sýknunar ríkisins af málshöfðun eins eiturlyfjasala era ekki nema sönn. Margir afbrota- menn hafa valdið þjóð okkar ómældu tjóni með vímuefnasmygli og sölu á eiturlyfjum og aðrir veitt saklausum borgurum örkuml með ofbeldi og hrottaskap. Við eigum ekki að sætta okkur við að menn komist upp með hvers kyns óþverraskap gagnvart sam- borgurunum án þess að fá fyrir þunga refsingu. Þess vegna styð ég og áreiðanlega margir aðrir þyngri dóma yfir afbrotamönnum, hvaða nafni sem verknaðurinn nefnist. Omurlegur Vigdísarlundur Jóhann skrifar: Garðabær skartar mörgum náttúruperlum, svo og tilbúnum svæðum sem ætluð era til útivist- ar. Eitt af þessum til- búnu útivistarsvæðum er kennt við fyrrverandi forseta islenska lýðveld- isins, frú Vigdísi Finn bogadóttur, og heitir Vig dísarlundur. Þetta er lít- ill trjálundur neðst á Stekkjarflöt niðri við fal- legan læk sem heitir Hraunsholtslækur. Ætla mætti að við sem eigum heima við Vigdís- arlund værum ánægð með að hafa fallegan trjálund í næsta nágrenni. Svo er ekki. Vigdísarlundur er orð- Séð yfir Vigdísarlund í Garðabæ. Orðinn einn stærsti umferðar og illrar umgengni, segir m.a. í bréfinu. ,öskubakki“ í Garðabæ sökum þjónusta allan sólarhringinn 39,90 mínútan i hringið í síma ^^Í550 5000 milli kl. 14 og 16 inn einn stærsti „öskubakki" í Garðabæ, stanslaus umferð upp og niður Stekkjarflötina af reykinga- fólki sem fer út úr bílum sínum til að teyga að sér skógarilminn og fá sér „rettu" i leiðinni. Og auðvitað er stubbunum hent í trjábeðin eða á grasi gróna jörðina. Þetta er líka að verða einn vinsælasti partístaður- inn á svæðinu og mikil drykkja og hávaði sem fylgir. Er samræmdu prófunum lauk var ömurlegt um að litast, mikil drykkja allan daginn og allt fullt af glerbrotum og bjórdósum. Auk þess var ungur drengur allsnakinn og dauðadrukkinn að leik í hrauninu. Ég spyr: Hvar vora foreldrar þessa annars ágætu ungmenna og hvar var lögreglan? Það er einnig óþolandi að bæjar- yfirvöld í Garðabæ setji ekki upp hraðahindrun á Stekkjarflötinni því hraðakstur er orðinn ískyggilegur og við foreldrar eða afar og ömmur erum með hjartað í buxunum þegar börnin okkar eru úti að leik. Einnig er mikilvægt að fá upp stórt og áberandi umferðarmerki sem sýnir að Stekkjarflötin sé lokuð gata þvi mikil óþarfa umferð er um svæðið. Þarna er aðeins lítiö og tíkarlegt merki sem enginn sér. Orð mín eru rituð til þeirra sem hlut eiga að máli og er óskandi að breytinga til batnaðar sé að vænta. DV Hjónin með börnin tvö Adolf skrifar: Mér fmnast hvimleiðar þessar aug- lýsingar frá Flugleiðum og ferðaskrif- stofunum þegar verið er að auglýsa verð og fargjöld til sólarlanda, að nærri eingöngu er getið um verð fyr- ir „hjón með tvö börn, tveggja til 11 ára. Ég skil vel skirskotun til barna- fólks en fyrr má nú vera samkeppnin að allir þessir ferðaaðdar þurfi að sinna þessum hópi íslenskra ferða- langa eingöngu. Oft er getið um verð fyrir 2 sem ferðast saman en ails ekki alltaf. Hinn hópurinn gengur fyrir. Og svo er lagst á hjónakornin tvö með miklu hærra verði en hjónin með bömin tvö. Þetta er einkennileg markaðssetning og óvinsamleg. Sjúklingahagsmun- ir og siöalögmál Guðrún María Óskarsdóttir skrifar: Það hljómar allankannalega að allt í einu nú skuli persónuréttur sjúk- linga og upplýst samþykki þeim sömu til handa varðandi smíð gagna- grunns efst á baugi af hálfu Læknafé- lags íslands og samtaka er bera nafn- ið Mannvernd er hafa í forsvari full- trúa úr vísindafélaginu islenska. Fyr- ir örfáum árum var íslenskum sjúk- lingum nefndega neitað um aðgang að eigin sjúkraskýrslum er vörðuðu aðgerðir á líkama þeirra, fram- kvæmdir innan íslensku heilbrigðis- þjónustunnar. Ekki var þá að fmna nokkur sérstök mannverndarsamtök í því sambandi upprunnin í vísinda- félaginu, þótt sjúklingum væri mein- aður aðgangur æ ofan i æ að sjúkra- skýrstum af hálfu lækna og stofnana. Sjónvarpið verður að víkja Foreldri hringdi: Ég er orðinn yfir mig þreyttur á að þurfa að borga fyrir afnot af Ríkis- sjónvarpinu. Nú er lokið þáttum vetrarins, annars nokkuð góðum þáttum, aldrei þessu vant. Og nú er tekið til við ömurlegt efni, eins kon- ar úrhrak sem aðrar stöðvar vilja lík- lega ekki sýna og selja hingað fyrir slikk, að ætla má. Barnasjónvarpið er orðið fyrir neðan allar hellur og þar dembt inn eins konar barnaklámi þar sem einhverjar flgúrur útlista kynsjúkdóma og ann- an óþverra. Sjónvarpið verður að fara að víkja fyrir hinum frjálsu stöðvum sem rukka ekki nema mað- ur kaupi áskrift þeirra. Ríkissjón- varpið er ömurleg nauðungarstofnun með ömurlegt efni. Góður leiðari í DV Magni hringdi: Ég vil koma á framfæri þökkum fyrir glöggan og fróðlegan leiðara Jónasar DV-ritstjóra sl. þriðjudag um Flokkslausu stefnuskrána, hina sæmilegu stefnuskrá sem búa mætti til úr stefnu hinna ýmsu flokka til að hámarka lífsgæði þjóðarinnar. Ég nefni aðild að Evrópusambandinu og evrugjaldmiðil, íslenskan rekstur Keflavíkurflugvallar, frjálst útboð fiskveiðikvóta á alþjóðlegum mark- aði, frjálsan landbúnað, flatan eigna- skatt og tekjuskatt á vinnu og fjár- magni og að leysa tekjujöfnunarþörf- ina utan skattkerfisins. Og loks að taka upp föst laun fyrir böm, gamalt fólk og öryrkja en hætta styrkveit- ingunum. - Um þetta mætti svo kjósa í þjóðaratkvæðgreiðslu eins og í mesta lýðræðisríki Evrópu, Sviss. Uppsagnir í skrúfstykki Lárus hringdi: Ljótt var að lesa fréttina í Degi í dag (miðvikudag) um það hvemig op- inber bankastofnun þvingar fólk til uppsagna nánast í skrúfstykki. Býð- ur starfslokasamning en annars taf- arlausa uppsögn. Þetta var tíðkað hér á árum áður hjá stórfyrirtæki einu hér á landinu og varð af mikill hvellur. Þessi aðferð sýnist enn við lýði og minnir ekki á annað en ger- ræðisstjóm einræöisherra eins og lögmaður fyrrverandi bankastjóra sem rekinn var orðar það í málflutn- ingi sínum. Þetta er innflutt aðferð sem ekki á að sitja þegjandi undir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.