Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 30
34 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 Messur Árbæjarkirlga: Guðsþjónusta á bæna- degi þjóðkirkjunnar kl. 11 árdegis. Org- anleikari: Pavel Smid. Sérstaklega beö- ið fyrir friði á Balkanskaga. Prestamir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Mæðra- og bæna- dagurinn. Messa með altarisöngu kl. 14 i umsjá Kvenfélags Breiðholts. Guðrún K. Þórsdóttir djákni prédikar og kven- félagskonur lesa ritningarlestra. Kaffi- sala kvenfélagsins að lokinni messu í safnaðarheimili kirkjunnar. Organisti Daníel Jónasson. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með bömunum. Guðsþjónusta kl. 14. Lögreglumessa. Lögreglukórinn syngur. Prestur sr. Kjartan Öm Sigurbjörnsson. Tónleikar Kirkjukórs Bústaðakirkju ki. 17. Fjölbreytt tónlist. Einsöngvarar Anna Sigríður Helgadóttir og Hanna Björk Guöjónsdóttir. Bjöllukór Bú- staðakirkju leikur ásamt hljóðfæraleik- urum. Stjómandi Guðni Þ. Guðmunds- son. Digraneskirkja: Kl. 11. Messa. Prestur sr. Magnús Björnsson. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Léttar veitingar eftir messu. Dómkirkjan: Vorhátíð Dómkirkjunn- ar verður í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 14. Hátíðin hefst með fjöl- skylduguðsþjónustu þar sem börn í TTT-starfi sýna leikþátt. Það kemur skemmtilegur gestur úr Brúðubílnum til guðsþjónustunnar. Einnig kemur Heiöar Guðnason lögregluþjónn 1 heimsókn. Að lokinni guðsþjónustu verður farið I rútu að Reynisvatni og þar heldur hátíðin áfram. Prestur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Prestur sr. Lár- us Halldórsson. Organisti Kjartan Óiafsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Bamaguðs- þjónusta á sama tíma. Umsjón Hanna Þórey Guðmundsdóttir og Ragnar Schram. Prestamir. Frikirkjan í Reykjavík: Messa kl. 11. Fermd verða: Eiríkur Örn Jóhannes- son og Jóhanna Berta Bemburg. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur, stjóm- andi Hörður Bragason. Prestamir. Grensáskirkja: Vorferð sunnudaga- skólans kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14. Athugið breyttan messutíma. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Barnakór Grensáskirkju syngur undir sljóm Margrétar Pálmadóttur. Organisti Ami Arinbjamarson. Kaffisala Kvenfélags Grensássóknar að guðsþjónustu lok- inni. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja: Messa og bamastarf kl. 11. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Hjallakirkja: Messa kl. 11. Sr. íris Kristjándsdóttir þjónar. Sr. Hjörtur Hjartarson prédikar. Jógvan Purkhus kynnir starfsemi Gídeonfélagsins og Gídeonfélagar lesa ritningarlestra. Eva Dögg og Hulda Björk Sveinsdætur syngja tvísöng. Félagar úr kór kirkj- unnar leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Aöal- safnaðarfundur Hjallasóknar að messu lokinni. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag, kl. 18. Prestarnir. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Organisti Jakob Hallgrímsson. Sr. Helga Soffia Kon- ráðsdóttir. Kópavogskirkja: Vegna messuheim- sóknar kórs Kópavogskirkju, organista og sóknarprests til Blönduóss og þátt- töku í guðsþjónustu þar kl. 14 fellur guðsþjónusta niður í Kópavogskirkju en kirkjan verður opin á guðsþjónustu- tima. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ingi- leif Malmberg. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups: íjölskylduguösþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Eftir guðsþjón- ustuna verður farið í leiki og grillað. Laugameskirkja: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Kór Laugameskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjami Karlsson. Kyrrðar- stund kl. 13 í Dagvistarsalnum, Hátúni 12. Samveran er ætluð íbúum Hátúns 10 og 12. Kvöldmessa kl. 20.30. Kór Laugarneskirkju syngur. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur frá kl. 20. Prestar sr. Bjami Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigurður Rúnar Ragnars- son. Kirkjukór Lágafellssóknar. Athug- ið að guðsþjónustan verður ki. 14 en ekki kl. 11 eins og auglýst er í einu hér- aösblaða. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11 í safn- aðarheimilinu. Ath. breyttan messu- tíma. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Organisti Reynir Jónasson. Óháði söfnuðurinn: Guösþjónusta kl. 14. Skólakór Landakotsskóla og Bama- kór Háteigskirkju syngja saman. Veislukaffi fyrir ný safnaðarsystkini. Selfosskirkja: Messa kl. 14. Bænadag- urinn. Athugið breyttan messutíma. Sr. Gunnar Bjömsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Org- anisti er Gróa Hreinsdóttir. Scltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Mæðradagurinn. Kór Seltjamames- kirkju syngur. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Prestur sr. Guðný Hall- grimsdóttir. Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 11. Ferming. Sóknarprestur. Þorlákskirkja: Messa kl. 14. Fermt verður í messunni. Sóknarprestur. Afmæli Pétur Hannesson Pétur Hannesson, fyrrverandi deildarstjóri hjá Gatnamálastjóra, Giljalandi 12, Reykjavík, varð 75 ára á miðvikudaginn. Starfsferill Pétur fæddist og ólst upp í vestur- bænum, nánar til tekið á Ásvalla- götu. Pétur hefur alla tíð verið bú- settur í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Hann var vörubifreiðarstjóri um árabil og gegndi m.a. trúnaðar- störfum fyrir stéttarfélagið Þrótt. Lengst af starfaði Pétur hjá Gatna- málastjóranum í Reykjavík, fyrst sem fulltrúi og síðar sem deildar- stjóri Hreinsunardeildar Reykjavík- urborgar. Pétur hefur alla tíð verið mjög virkur í félagsmálum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Hann var um árabil formaður mál- fundafélagsins Óðins og átti sæti í verkalýðsráði flokksins. Pétur starf- aði einnig innan félags eldri borg- ara i Reykjavík, gegndi þar trúnað- arstörfum og átti um skeið sæti í stjóm þess félags. Fjölskylda Pétur giftist 17.7. 1948 Guðrúnu M. Arnardóttur, f. 24.10. 1926, hús- móður. Hún er dóttir Árna Þor- valdssonar, bónda í Hólkoti á Reykjaströnd, og Sigurbjargar Hálf- dánardóttur. Böm Péturs og Guðrúnar eru Hannes, f. 30.12. 1947, prófessor, kona hans er Júlíana Sigurðardóttir fulltrúi og eiga þau þrjár dætur, Sól- veigu, líffræðing, Kristínu, sálfræð- ing, og Þórunni, nema í MH; Sól- veig, f. 11.3.1952, lögfræðingur og al- þingismaður í Reykjavík, gift Kristni Björnssyni, forstjóra Skelj- ungs hf., og eiga þau þrjú börn, Pét- ur Gylfa, nema í HÍ, Björn Hallgrím, nema í VÍ, og Emilíu Sjöfn, nema í Ví. Systkini Péturs eru Sveinbjöm, f. 30.11. 1921, d. 21.1. 1998, fyrrv. yfir- verkstjóri hjá Reykjavíkurborg; Stefán, f. 22.4. 1923, fyrrv. verkefna- stjóri hjá Reykjavíkurborg; Sesselja, f. 6.6. 1925, húsmóðir; Ólafur Hann- es, f. 7.11. 1926, prentari; Andrea Kristín, f. 9.9.1928, fyrrv. starfsmað- ur hjá Flugmálastjóra; Björgvin, f. 20.6. 1930, starfsmaður hjá Flugleið- um; Jóhann, f. 20.6. 1930, húsgagna- smiður; Jón Stefán, f. 8.1.1936, húsa- smíðameistari; Sigurður Ágúst, f. 17.8. 1937, stýrimaður; Þorbjörg Rósa, f. 12.2.1939, húsmóðir; og hálf- systir hans, Málfríður Hannesdótt- ir, f. 2.8. 1920, fyrrv. starfsmaður Búnaðarbankans. Foreldrar Péturs voru Hannes Jónsson, f. 26.5. 1892, d. 12.7. 1971, fyrrv. kaupmaður, og Ólöf Stefáns- dóttir, f. 12.5. 1900, d. 23.7. 85. Pétur Hannesson. María Jóakimsdóttir María Jóakimsdóttir, Mýr- um 11, Patreksfírði, er átta- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill María fæddist í Hnífsdal og ólst þar upp. Veturinn 1930-31 stundaði hún nám við Ingimarsskóla í Reykjavík og síðan lá leið- in í Kvennaskólann og úskrifaðist hún þaðan vor- ið 1933 eftir tveggja vetra nám. María flutti til Patreksfiarð- ar árið 1935 og gerðist sjómannskona og móðir þriggja barna. Á árunum 1944 til 1951 starfræktu þau hjónin, ásamt öðrum, bakarí á Patreksfirði en eftir það ráku þau nýlenduvöruversl- un til ársins 1986 að verslunin var seld. María var um langt árabil virkur þátt- takandi i starfi Kvenfélagsins SiQar og Slysavarnadeildarinnar Unnar á Patpeksflrði og gengdi þar trúnaðar- stöífum. María er nú heiðursfélagi í báðum þessum félögum. Fjölskylda María giftist 13.6.1935 Guðjóni Guð- jónssyni, f. 16.1. 1910, d. 1986, bakara og síðar kaupmanni á Patreksfirði. Foreldrar hans voru Guðjón Magnús- son, f. 5.4.1868, d. 12.2.1955, og Sigríð- ur Halldórsdóttir, f. 6.9. 1875, d. 17.12. 1957, frá ísafirði. Böm Maríu og Guðjóns eru Hrafn- hildur, f. 7.3. 1937, kaupmaður, gift Hallgrími Matthíassyni, kaupmanni á Patreksfirði, og eiga þau 7 börn og 16 bamabörn; Helga, f. 13.2. 1941, tryggingafulltrúi, gift Hilmari Jónssyni spari- sjóðsstjóra og eiga þau eitt bam; Gunnar Karl, f. 21.9. 1947, tæknifræðingur, gift- ur Ásdisi Sæmundsdóttur hjúkmnarfræðingi og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Systkini Maríu eru Helga, f. 11.8. 1904, d. 10.3. 1990; Sigríður, f. 12.4. 1905, d. 9.9. 1986; Jóakim, f. 5.4. 1907, d. 11.4. 1913; Guð- rún, f. 21.5. 1908, d. 1.1. 1941; Páll, f. 26.11. 1910, d. 5.1. 1911; Aðalbjörg, f. 22.1.1912; Jóhanna Pálína, f. 22.2.1913, d. 16.11.1913. Hálfsystkini Maríu, sam- mæðra: Elísabet Hjartardóttir, f. 27.04. 1917; Kristjana Hjartardóttir, f. 1.7. 1918; Jóakim Hjartarson, f. 10.11. 1919 d. 1998; Ingibjörg Hjartardóttir, f. 20.9. 1923. Stjúpfaðir Maríu og seinni eiginmað- ur Margrétar Kristjönu var Hjörtur Guðmundsson, f. 2.2. 1891, d. 4.3. 1967. Ætt María er dóttir Jóakims, útvegsb. í Hnífsdal, Pálssonar, útvegsb. í Hnífs- dal, Halldórssonar, hreppstjóra í Gili í Bolungarvík, Bjarnasonar, b. á Svarf- hóli í Álftafirði, Jónssonar, b. á Blá- mýrum, Þorlákssonar. Móðir Páls Halldórssonar var Margrét Halldórs- dóttir. Móðir Jóakims Pálssonar var Helga Jóakimsdóttir, b. á Árbót, Jóakimssonar á Mýlaugsstöðum, Ket- ilssonar. Móðir Helgu var Guðný Magnúsdóttir, b. á Reykjum í Reykja- hverfi, Halldórssonar frá Efri-Gaut- löndum. Móðir Guðnýjar var María Kristjana Buch, dóttir Nikulásar Buch, ættfóður Buch-ættarinnar. Móðir Maríu var Margrét Kristjana Þorsteinsdóttir, verkamanns á ísa- firði, Jóakimssonar, frá Búðum á Snæfellsnesi, Budenhoff, járnsmiðs á ísafirði, Vigfússonar, beykis á Búð- um, Jónssonar, b. Tjaldanesi i Saur- bæ, Sveinssonar, Þorleifssonar, b. á Hrafnagili í Laxárdal í Skagafirði, 111- ugasonar. Móðir Margrétar var Guð- rún Þórðardóttir, Þorsteinssonar, Þor- steinssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét Friðriksdóttir, Halldórssonar á Látrum, Eiríkssonar. María tekur á móti vinum og vanda- mönnum í anddyri Félagsheimilis Patreksfjarðar í dag á milli kl. 15.30 og 18. Ólafía Pálína Magnúsdóttir frá Gilsfjarðar- brekku, nú til heimilis að Deildartúni 5, Akranesi, er 85 ára á morgun. I tilefni af þvi ætla stjúpsonur hennar og böm að halda henni veislu í sal Jaðarsbakkalaugar á Akranesi afmælisdaginn 8. maí kl. 14. Allir vinir og kunningjar hjartanlega velkomnir. María Jóakimsdóttir Fréttir Akureyri: Samkeppni um útilistaverk DV, Akureyri: Akureyrarbær hefur ákveðið að efna til samkeppni um gerð útilista- verks sem staðsett verði í miðbænum eða nágrenni hans. Samkeppnin er í tengslum við að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku á Islandi og landafundum í N-Ameríku. Gert er ráð fyrir að verkið taki mið af upphafi nýrrar ald- ar og nýs árþúsunds og hugsanlega með skírskotun til sögu og sérkenna héraðsins. Samkeppnin verður tvískipt. Fyrri hlutinn verður almenn hugmynda- samkeppni sem lýkur 14. mai, en seinni hlutinn lokuð verksamkeppni milli þeirra sem dómnefnd velur til þátttöku úr almennu hugmyndasam- keppninni. Samhliða þessum undirbúningi að útilistaverki er á Akureyri unnið að undirbúningi ýmissa annarra verk- efna sem vonást er til að verði að veruleika á árinu 2000. í því sambandi má nefna að hefja framkvæmdir við viðbyggingu Amtsbókasafnsins, opn- un aldamótasýningar í Minjasafninu, unnið verði að útgáfu bókar með fjöl- breyttu efni um Eyjafiarðarsvæðið, að efld verði tengsl við vinabæi í vestri, sem eru Gimli i Kanada og Narsaq í Grænlandi, að efnt verði til listahátíð- ar skólanna, að stefnt verði að sér- stakri hátíðardagskrá 17. júní og að á Listasumri árið 2000 verði boðið upp á fiölbreyttari og viðameiri verkefni en áður. -gk DV Tll hamingju með afmælið 7. maí 95 ára Hulda Guðmundsdóttir, Hjúkrunarheimilinu Eir, Gagnvegi, Reykjavík. 85 ára Friðþjófur Gunnlaugsson skipstjóri, Hamarsstíg 33, Akureyri. Laufey Jónsdóttir, Steinaseli 8, Reykjavík. 75 ára Ásta Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Bakkaflöt 7, Garðabæ. Marteinn Guðjónsson, Illugagötu 6, Vestmannaeyjum. 70 ára Björn Magnússon, Bogahlíð 15, Reykjavík. Friðfinnur Guðjónsson verkstjóri, Hjallabraut 43, Hafnarfirði. Guðný Kolbeinsdóttir, Hólabraut, Húsavík. Viggo Thorbjörn Nilssen, Reykjanesvegi 8, Njarðvík. 60 ára Magndís Ólafsdóttir, Úthlíð 9, Hafnarfirði. 50 ára Axel Sigurgeirsson bóndi, Bjargi, Húnaþingi vestra. Guðrún Jóhannsdóttir, Skuld, Mosfeflsbæ. Hlini Pétursson, Torfufelli 30, Reykjavík. Jónína B. Óskarsdóttir, Þorsteinsgötu 5, Borgarbyggð. Jónína Sveinsdóttir, Brekastíg 31, Vestmannaeyjum. Magnea Ósk Óskarsdóttir, Hátúni lOa, Reykjavík. 40 ára Einar Bragi Indriðason, Grófarsmára 4, Kópavogi. Erla Björg Björgvinsdóttir, Hrisalundi 6g, Akureyri. Guðlaugur Jónsson verkstjóri, Laugarnesvegi 74, Reykjavík. Guðmundur Kjartansson, Melási 10, Garðabæ. Guðmxmdur Leó Guðmundsson, Njálsgötu 48a, Reykjavík. Gunnar Jóhannsson, Garðarsbraut 33, Húsavík. Hafþór Sigurðsson verksmiðjustjóri, Aðalbraut 16, Raufarhöfn. Hrafn Magnússon, Miðtúni 32, Reykjavík. Ragnheiður Lúðvíksdóttir, Melteigi 24, Keflavík. Sólveig Þ. Arnfinnsdóttir, Foldahrauni 39a, Vestmannaeyjum. Svanborg Einþórsdóttir, Sunnugerði 5, Reyðarfirði. Sveinn Þorkelsson, Einigrund 2, Akranesi. Sæmundur K. Kristinsson ljósmyndari, Nökkvavogi 48, Reykjavík. Vilborg Pétursdóttir, Kleppj árnsrey kj um, Reykholtsdalshreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.