Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 15 Tíminn gegn Það eina sem áunn- ist hefur eftir sex vikna loftárásir á Serbíu er að almenningur á Vest- urlöndum hefur fengið útrás. Fólki er fróun í að verið sé að refsa þeim seku, enda þótt árásir á Belgrad, langt frá Kósóvó, refsi aðeins saklausum almenningi, en geri Milosevic um leið að þjóðhetju. Þetta er trúlega í fyrsta sinn sem til hernaðar er gripið til þess að friða samvisku utanaðkom- andi áhorfenda. Að vísu má sega að NATO hafi ekki getað hætt á að ófriðurinn í Kósóvó breiddist út til Makedóníu, Búlgaríu, Grikklands, Tyrklands og Albaníu, sem var bakgrunnurinn í hemaðaráætlun- um NATO. En sú hætta hefur síð- ur en svo minnkað. 95 prósent Grikkja til dæmis fordæma NATO fyrir árásimar á Serba, Búlgarar ókyrrast og stjóm Makedóníu er á heljarþröm vegna flóttamanna. Hlutskipti Albana frá Kósóvó er verra en nokkru sinni fyrr. Hing- að til hafa loftárásimar engu já- kvæðu skilað. Hemaðarmarkmið- in í Kósóvó era nú orðin að bæta úr þeim hörmungum sem árásirnar sjálf- ar hafa leitt yfir þá sem átti að bjarga. NATO stjórnar ekki ferðinni, heldur Milosevic. Ef hann þráast við, neyðist NATO til að sprengja fram á næsta ár, eða þar til bandalagið klofhar. SÞ og Rússar Fyrr eða síðar verða SÞ að koma að málinu. Hvað sem forystumenn NATO segja eru að- ildarríkin 19 ekki umheimurinn allur. Án þátttöku SÞ er þetta árásarstríð þvert á stofnskrá SÞ, hvað sem segja má um góðan vilja og mannúðarsjón- armið, sem enginn efast um að liggi til grandvaU- ar. En góður vilji dugar skammt. Háleit markmið um frelsi, jafn- rétti og bræðralag nást ekki með loftárásum. Utanaðkomandi aðilar verða að koma til og ganga á milli. Þar gegna Rússar lykilhlut- verki en umfram allt verður sem fyrst að koma þessu á vettvang SÞ. Til þess þarf samvinnu Rússa og hlutleysi Kínverja. NATO er ekki tilbúið enn sem komið er að vera skuldbundið Rússum fyrir friðar- samkomulag. Eina raunhæfa leið- in er samt að Rússar hafi forystu um friðarumleitanir í nánu sam- Kjallarinn ► Gunnar Eyþórsson blaöarnaöur „Skilyrði NATO fyrir hléi á loft:■ árásum er heldur ekki lengur skilyrðislaus brottflutningur serbneska hersins heldur sýnileg merki um brottflutning. Þetta er lítil Ijósglæta í myrkrinu. En þetta breytir ekki því að það er Milos- evic sem ræður ferðinni. “ vinnur NATO „Fyrr eða síðar verða SÞ að koma að málinu. Hvað sem forystumenn NATO segja eru aðildarríkin 19 ekki umheimurinn allur.“ starfi við Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra SÞ, og í umboði samtakanna. Til að það takist verð- ur NATO að draga úr kröfum sín- um, án þess að hverfa frá þeim. Herliö Það sem allt hefur strandað á hingað til er krafan um vopnað friðargæslulið í Kósóvó sem verði að meginhluta frá NATO-ríkjum og undir þess stjóm. Um þetta era Serbar ekki til viðræðu en kröfum- ar um rétt flóttamanna til að snúa heim og að íbúar þar fái sjálfstjórn innan Serbíu geta þeir fallist á. Allt strandar á herliðinu. Á þennan hnút gætu Rússar höggvið ef þeir fengju umboð NATO. Að því er ekki komið enn, af þeirri eigin- gjörnu ástæðu að slíkur friður yrði of mikill sigur fyrir Rússa á kostn- að Bandaríkjanna og NATO. Milosevic hefúr þegar fallist á friðargæslulið en krefst þess að þaö verði óvopnað. Slíkt er óað- gengilegt en vopnað gæslulið frá öðrum ríkjum orþódoxkirkjunnar, svo sem Rússlandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og jafnvel Grikk- landi, kynni að vera aðgengilegt fyrir Serba, ef það væri undir fána SÞ. Skilyröi NATO fyrir hléi á loft- árásum era heldur ekki lengur skilyrðislaus brottflutningur serbneska hersins heldur sýnileg merki um brottflutning. Þetta er lítil ljósglæta í myrkrinu. En þetta breytir ekki því að það er Milos- evic sem ræður ferðinni. Baráttu- þrek hans og serbneskra þjóðem- isöfgamanna kann að endast leng- ur en þanþol NATO. Tíminn vinn- ur með Milosevic. Gunnar Eyþórsson Endurreisn sjúkratrygginga ar. Fólk þurfti ekki lengur að hika við að fara í nauðsynlegar aðgerðir og það gat í fyrsta sinn hiklaust leitað til læknis...“ Allir 16 ára og eldri greiddu jafnháa upphæð 1 sitt samlag. Var hún þriðjungur kostnaðar við trygg- inguna. Gjaldið gat hækkað eða lækkað eftir heilsufari í hér- aðinu. Sveitarfélagið greiddi annan þriðj- ung en ríkið þann þriðja. Fólk greiddi sjúkrasamlagsgjaldið á undan öllum öðram gjöldum. „Fólk fann að það var að tryggja sig.“ Kjallarinn Ingólfur Sveinsson læknir þetta mál var vandan- um - með samþykki allra stjómmálaafla í landinu - sópað undir teppið. Gjöld einstak- linga voru látin hverfa inn í almenna skattheimtu ríkisins. Þar með hvarf vitund- in um ábyrgð manna á tryggingu sinni. Skilningurinn á tryggingahugtakinu hvarf einnig. Fólk fór að telja sig búa við forsjá að ofan. Síðan hafa heilbrigðismál og heilbrigð fjárhags- leg skynsemi ekki ratað sömu götu á ís- landi. Stjórnmálamenn eru ekki öf- undsverðir af því að útdeila skatt- fé til heilbrigðis- og trygginga- mála. Ríkiseinokun ríkir á þessum sviðum. Ríkið skammtar þjónustu- framboð á stórum sviðum og ræð- ur sjúkratryggingunum. Þiggjend- ur og þolendur kvarta í biðröðum sínum og mynda þrýstihópa. Ráð- herrar iðrast fyrir kosningar og sumir lofa meira fé á næsta kjör- tímabili. Aðrir frambjóðendur boöa ókeypis þjónustu og enn meiri ríkisrekstur. Viðurkennt er að skömmtunar- og bótakerfi rík- isins sé óskiljanlegt. Þetta eru frumstæð stjómmál ríkisútgerðar. Landsfeður útdeila skattfé til áhrifalítilla þiggjenda. Upp úr síðustu aldamótum komu fátækir, bjartsýnir íslend- ingar sér upp öryggi sjálfstæðra sjúkratrygginga en misstu þær aft- ur niður í ríkisrekstur og skömmt- un. Mun okkur takast að endur- reisa alvöra tryggingar fyrir kom- andi aldamót? Það sæmir ekki að vera réttlitlir þurfamenn ríkisins á nýrri öld og síst ef við yrðum lasin. Tryggingar til forna Grágás og síðar Jónsbók kváðu skýrt á um skyldur samfélagsins við þurfandi menn. Þótt það setji að okkur hroll að heyra um fóru- menn og niðursetninga er stað- reynd að á þeim öldum er flestir vora fátækir í landinu höfðu hreppar framfærsluskyldu gagn- vart þeim umkomulausustu. Það vora tryggingamar þá. Sjúkrasamlög Fyrir síðustu aldamót tóku félög iðnaðarmanna að stofna sjúkra- tryggingafélög. Þetta vora frjáls samtök til að tryggja fólk gegn því öryggisleysi sem veikindi gátu valdið. Sjúkra- samlag Reykja- vikvu’ var stofnað 1909. Sjúkrasam- lag Ákureyrar 1912. 1936 vora sett á Alþingi lög um alþýðutrygg- ingar og þar með sjúkrasamlög fyr- ir landsmenn alla, eitt í hverri sveit og kaup- stað. „Lögin komu eins og sending af himnum ofan fyrir fátækt fólk,“ svo að vitnað sé til orða dr. Bjama Jónssonar, læknis á Landakoti. „Almenningur gat allt í einu leyft sér þarrn munað að leggjast á sjúkrahús án þess að verða öreig- Sósíalismi í staö trygginga Sjúkrasamlögin dugðu yfirleitt vel. Þau höfðu verulegt sjálfstæði hvert og eitt. Þau greiddu sjúkra- húslegur alveg en annan læknis- kostnað og lyf að mestu, jafnvel einum of ríflega er tímar liðu. Með vaxandi heilbrigðisþjónustu óx kostnaður og samlögin reyndust flest of smá. Veikindi eins gat gert samlag gjaldþrota. Samlög hreppa voru því sameinuð í sýslusamlög og á tímum vaxandi ríkisforsjár fór ríkið að sinna gjaldskyldu byggðanna æ meir. 1974 var þriðjungsgjald einstak- linga orðið það hátt að jafnt gjald fyrir alla yfir 16 ára þótti ósann- gjamt. En í stað þess að leysa Sjúkrasamlög hverfa Árið 1989 voru sjúkrasamlögin formlega lögð niður. Trygginga- stofnun ríkisins tók við hlutverk- inu. Hin sýnilega breyting var ekki mikil eins og málum var komið. Hins vegar hafa Islending- ar síðan engar tryggingar átt aðr- ar en þær sem ríkið hefur skammtað þeim. Samtök sjálf- bjarga íslendinga sem þróast höfðu í sjúkrasamlög hurfu í ríkis- hítina og þar með sjálfsábyrgðin. Síðan hafa íslendingar verið ölm- usumenn komnir upp á skömmtun ríkisins. Fólkið sem tryggir bíla sína, hús, ferðatöskur og á núorð- ið lífeyrissjóði sinnir því ekki að hafa sjúkratryggingu en treystir á ríkið. Ingólfur Sveinsson „Upp úr síðustu aldamótum komu fátækir, bjartsýnir íslendingar sér upp öryggi sjálfstæðra sjúkra- trygginga en misstu þær aftur nið- ur í ríkisrekstur og skömmtun. Mun okkur takast að endurreisa alvöru tryggingar fyrir komandi aldamót?“ 1 Með oj á móti t Rolling Stones til íslands Lengi heíur þaö veriö í bígerö aö fá gömlu brýnin í Rolling Stones til þess aö halda tónleika hér á landi. Rolling Stones eiga hér fjölmarga aödáendur og eru ótá dæmi um aö menn elti tónleika þeirra út um allan heim. Vonir aödáenda hljóm- sveitarinnar brustu þegar þeir hættu við f fyrra en nú viröast allir steinar rúlla og eru Rollingarnir væntanlegir til aö halda tónleika f Sundahöfn f næsta mánuöi. Velkomnir strákar Rolling Stones er þekktasta rokksveit heimsins og sú mesta. Að mínum dómi er hljómsveitin einnig sú bezta. Mick Jagger, Keith Richards og Charlie Watts hafa starfað sam- an frá ársbyrjun 1963. í þessu samstarfi þeirra liggur styrkur Rolling Stones. Það er einstakt tækifæri að upp- lifa tónleika með sveitinni. Ronnie Wood, sem kom til liðs við hana 1975, er drjúg viðbót. Tónleikar þeirra félaga eru alltaf góðir. Allir þekkja lögin og hafa gaman af, sumir í laumi. Honky Tonk Women, Satisfaction óg fleiri eru þáttur í lífl heillar kynslóöar. Áhrif þeirra á rokkheiminn og siigu tónlistarinnar eru ótvíræð og mikil. í bílskúrum um allan heim eru lög- in æfð, meira að segja á Flateyri. Hljómsveitin Cor hefur gert þeim góð skil við góðar undirtektir. Rolling Stones á íslandi er happafengur, einstakur viðburður, sem engin ætti að láta fram hjá sér fara. Sveitin er einfaldlega hluti heimsmenningarinnar. Af tónleik- um þeirra má ekki missa. Vel- komnir strákar. Nýbylgju- hippa flipp Þeir eru búnir að sanna sig í ára- tugi sem boðberar lögleysisins. Boðskapurinn og lífsmátinn hefur ekki dulist neinum að þar fara sið- spilltir menn. Þegar stjóm- málamenn eru að ranka við sér og blása til harðrar and- stöðu við út- breiðslu eitur- lyfja og leggja til að sá herkostn- aður verði einn milljarður þá eiga Rollingarnir ekkert erindi til landsins með sitt ruglaða líf og skemmda lífsmáta. Bæði eru þeir afsprengi hippaáranna sem var þjóðfélagsmein og svo hafa þeir lofsmigið Djöflinum og eiturlyfjun- um í textimi sínum og lífsmáta.. Nýlega sá ég frétt frá Ameríku um hippanýbylgjuna sem opnar fyrir notkun eiturlyfjanna í enn ríkari mæli en fyrra hippa-æðið gerði. Frá minum bæjardyrum séð þá munu þeir þvi aðeins koma illu heilli til æskunnar sem opnar al- veg eins allar gáttir fyrir nýbylgju- hippa flyppi. Þess vegna eiga Roll- ing Stones ekkert erindi til íslands með boðskap þessa lífsmáta um frjálsar ástir og eiturlyf. Ef þeir koma hindrunarlaust ræt- ist þá hið fomkveðna að: „Allt verður íslands óhamingju að liði“. Guð gefi annað! -hvs Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vak- in á því að ekki er tekið við grein- um í blaðið nema þær berist á stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönkum. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is Ólafur Holgi Kjart- ansson sýslumaöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.