Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 Fréttir Dýr lóö á ferðalagi um Baugsveldið: Heimskur sem getur ekki skipt um skoðun - segir Jóhannes í Bónusi „Þaö er heimskur maður sem get- ur ekki skipt um skoðun. Ég sá þeg- ar fram leið að þessi staður hentar ekki fyrir matvöru á lágmarksverði og því var lóðin seld,“ sagði Jóhann- es í Bónusi um lóðina við Lækjar- götu þar sem Nýja bió var eitt sinn. Þar stóð til að reisa Bónusverslun en framkvæmdir hafa legiö niðri í Qóra mánuði og lóðin verið eins og sár í götumyndina. í síðasta mánuði var lóðin seld Smáralindarsam- steypunni sem hyggur á miklar framkvæmdir í Smáranum í Kópa- vogi. Hlutahafar í Smáralind eru Steypustöðin, Byko, Nóatún, Olíufé- lagið, byggingarfyrirtækið Gunnar og Gylfi og Gaumur. Gaumur er síð- an stór hluthafi í Baugi sem stofnað var þegar Bónus og Hagkaup gengu í eina sæng. Þannig hefur umrædd lóð við Lækjargötu farið í langt ferðalag innan Baugsveldisins án þess þó að hreyfast úr stað í eigin- legri merkingu. Þegar Bónus keypti lóðina af Reykjavíkurborg var ákvæði í sölu- samningi þess eðlis að fullbúið hús yrði risið á staðnum fyrir 1. júní. Sá dagur nálgast og enn er ekki byrjað að byggja. „Við erum að vinna í því að fá frest vegna þessa því það er alveg ljóst að ekkert hús verður risið þama fyrir 1. júní,“ sagði Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Smáralind. „Þetta er dýrt hús á dýr- um stað og það verður að vanda vel til allra verka þarna. Við sendum inn umsókn um byggingarleyfi til borgarverkfræðings í vikunni og nú förum við að hefjast handa.“ Lóðin við Lækjargötu eins og sár í götumyndina. fv ■ *■ | f , , ;1:.. 7Jigj PS? ■ ) ji 11 Íl . 1 ’m: '-Is • í SlifViíriflK 1 .! í> f x f , \ -1 J \ A f *■ r -F ■ Ákveðið hefur verið að breska verslunarkeðjan Topshop og Top- men verði á tveimur hæðum í vænt- anlegu húsi en Baugur hefur umboð fyrir keðjuna hér á landi. Á tveimur efri hæðunum var gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði en forráðamenn Smáralindar vinna nú að því að fá að nýta það undir atvinnuhúsnæði. Arkitekt hússins er Guðni Pálsson. -EIR Meistaraknapar í úr- valsknapakeppni í Ölfusati fjórfaldan íslandsmeistara í fjór- gangi, með Farsæl frá Arnarhóli, Sigurbjörn Bárðarson, sigur- sælasta knapa á íslandi, með Odd frá Blönduósi, Vigni Siggeirsson, heimsmeistara i tölti, með Ofsa frá Viðborðsseli og Hafliða Hall- dórsson með Valíant frá Hregg- stöðum. Hljómsveitin Stjórnin skemmtir á dansleiknum Keppendur í skeiði eru ekki síðri en þar mæta að minnsta kosti fjórir heimsmeistarar í skeiði, þeir Ragnar Hinriksson, Sigur- björn Bárðarson, Logi Laxdal og Tómas Ragnarsson. Áður en þessir meistaraknapar hefla keppni verður matur, veislu- dagskrá og skemmtiatriði fyrir boðsgesti og verður Guðni Ágústs- son alþingismaður veislustjóri. Töltkeppnin hefst kl. 21.00 og skeiðkeppnin kl. 22.00. Úrslit í tölti hefjast kl. 23.15. Þegar meistara tölt- og skeið- keppninni lýkur tekur hljómsveit- in Stjórnin með Grétari Örvars- syni og Sigríði Beinteinsdóttur söngkonu við völdum og heldur dúndrandi dansleik. Sætaferð- ir verða frá BSÍ og til Reykjavíkur eftir að dans- leik lýkur. Miðaverð er 1.500 krón- ur fyrir mótið og dans- leikinn. Marg- faldir meistar- ar: Hafliði Hall- dórsson, Hans F. Kjerúlf, Ásgeir S. Herbertsson og Sigurbjörn Bárðarson. DV-myndir E.J. Það er skammt stórra högga í milli hjá hestamönnum. Um síð- ustu helgi var sýning stóðhesta í Gunnarsholti og sýning í Reiðhöll- inni í Reykjavík en í kvöld verður haldin mikil sýning í reiðhöllinni að Ingólfshvoli í Ölfusi og er nefnd Ölfusat. Þar á að halda eitt sterkasta tölt- og skeiðmót sem haldið hefur verið innanhúss á ís- landi til þessa. Þar mæta í keppni úrvalstölt- hesta flestir af bestu knöpum landsins með margdæmda og verðlaunaða fáka sína. Má þar nefna Hans F. Kjerúlf, núverandi íslandsmeist- ara, með Laufa frá Kolla- leirum, Ásgeir S. Her- berts- son, Hestamenn á Akureyri í framkvæmdahug: Vilja hefja byggingu reiðhallar strax DV, Akureyri: - • - I Ég . „Það er ekki hægt að bíða lengur með þetta brýna hagsmunamál hestamanna hér á Akureyri. Reið- hallir hafa risið eins og gorkúiur úti um allt land á undanfómum árum en við höfum setið eftir. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu í hesta- mennsku hér í bænum vantar okk- ur algjörlega inniaðstöðu og því erum við tilbúnir að ráðast í bygg- ingu reiðhallar strax í sumar, með það fyrir augum að hún yrði tilbúin næsta haust," segir Sigfús Ólafur Helgason, formaður Hestamannafé- lagsins Léttis á Akureyri. Hestamenn á Akureyri hafa skip- að nefnd sem mun nú þegar hefja viðræður við bæjaryfírvöld um þetta brýna hagsmunamál þeirra. Sigfús Ólafur segir að reiðhöllin eigi að vera í nýja hesthúsahverf- inu í Hlíðarholti og um sé að ræða 60x80 metra hús sem áætlað er að kosti á bilinu 50-70 milljónir króna. „Auðvitað yrði þarna fyrst og fremst um reiðhöll að ræða en við sjáum fyrir okkur að byggingin gæti strax næsta vetur nýst knatt- spyrnumönnum í bænum sem búa við aldeilis gjörsamlega ófullnægj- andi aðstæður. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að byggja fjölnota íþrótta- hús á kjörtímabilinu en ég bara spyr. Vilja knattspymumenn bíða í 3 ár eftir því að fá þak yfir vetrar- æfingar sínar? Ef sú ákvörðun yrði tekin að ráðast í byggingu reiðhall- arinnar strax í sumar og hún tekin í notkun í haust fengju knatt- spyrnumenn strax inniaðstöðu yflr veturinn og það hlýtur að vera þeim kappsmál þótt það gæti e.t.v. seinkað byggingu flölnota íþrótta- Sigfús Ólafur Helgason: „Tilvalið tækifæri fyrir Akureyrarbæ að koma til móts við þarfir hesta- manna og knattspyrnumanna." DV-mynd gk hússins um einhver ár,“ segir Sig- fús. Hann segir að hestamenn hafl komið hugmyndum sínum á fram- færi við íþróttabandalag Akureyr- ar. Þá hafi málið verið óformlega rætt við forsvarsmenn knattspyrnu- deildar KA og hann segist hafa merkt þar jákvæð viðbrögð við hug- myndinni um að drífa strax í þessu máli. „Hér er tilvalið tækifæri fyrir bæjaryfirvöld á Akureyri að koma til móts við brýnar þarfir hesta- manna og knattspymumanna og slá tvær flugur í einu höggi þar sem þessir hópar búa báðir við gjörsam- lega ófullnægjandi aðstæður. Að fara nú strax að byggja reiðhöll, sem einnig nýttist knattspyrnu- mönnum, væri það skynsamlegasta sem hægt væri að gera í þeirri stöðu,“ segir Sigfús. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.