Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Síða 17
MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 Fréttir 17 Beltagröfur Spennan mest á Vestfjörðum: Hinir síðustu urðu fyrstir Eins og oft áður var einna mest spennan í þessum kosningum á Vestfjörðum. Þar snerist málið fyrst og fremst um það hvort Frjálslyndi flokkur- inn næði inn þingmanni á lands- vísu eða ekki. Strax og fyrstu tölur fóru að berast úr öllum öðrum kjördæmum en Vestfjörðum var ljóst að frjálslyndir næðu hvergi kjördæmakjömum manni. Það var því beðið með mikilli spennu eftir fyrstu tölum frá ísafirði sem komu ekki fyrr en á tólfta tímanum. Þær tölur komu flestum mjög á óvart, ríflega 18% atkvæða til handa F- lista sem skiluðu Guðjóni Amari Kristjánssyni inn á þing og Sverri Hermannssyni sem uppbótar- manni flokksins í Reykjavík. Reyndist þetta fylgi talsvert meira en frjálslyndir höfðu sjálfir gert sér vonir um áð ná á Vestfjörðum. Þrátt fyrir að fyrstu tölur frá Vestfjörðum bærust seint voru Vestfirðingar fyrstir til að skila lokatölum. Úrslitin í Vestfjaröa- kjördæmi urðu þau að B- listi Framsóknarflokks fékk 1124 at- kvæði og 23,2% sem er aukning um 3,4% frá síðustu kosningum og einn mann kjörinn. D-listi Sjálf- stæðisflokks fékk 1436 atkvæði, 29,6%, sem er 2,9% tap og einn mann kjörinn aúk uppbótarmanns. F- listi Frjálslynda flokksins fékk 859 atkvæði, 17,7%, og einn mann kjörinn. H-listi Húmanistaflokks- ins fékk 18 atkvæði, 0,4%, og engan mann. S-listi Samfylkingarinnar fékk 1144 atkvæði, 23,6%, og einn mann kjörinn. U-listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fékk 268 atkvæði eða 5,5%. Á kjörskrá á Vestfjörðum voru 5699, 10% færri en í síðustu þing- kosningum. Af þeim greiddi 4951 atkvæði, eða 86,9%. Auðir seðlar voru 98 og 4 seðlar reyndust ógild- ir. -'Jj -HKr. Einar Oddur Kristjánsson. Sjálfstæöisflokkur tapar: Einar Oddur uppbótar- þingmaður DV, ísafjaröarbæ: Það fór óánægjukliður um salinn í herbúðum sjálfstæðismanna í Sjailanum á ísafirði þegar töiur fóru að berast sem sýndu mikinn sigur frjálslyndra í kjördæminu og tap Sjálfstæðisflokksins. „Guðjón hefur meira fylgi en við höfðum gert ráð fyrir,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson sem fer nú inn á þing sem uppbótarþingmaður á Vestfjörðum. „Framboð Guðjóns er klofningsframboð frá Sjálfstæðis- flokknum," sagði hann. Lokatölur sýndu um 3% tap Sjálf- stæðisflokksins sem fékk 29,6% at- kvæða í kjördæminu. Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga, sagði það augljóst að Frjálslyndi flokkurinn væri að hirða fylgi meira og minna af öllum flokkum. „Þar með talið af okkur. Það er enn þá meira tap hjá vinstri blokk- inni og Framsóknarflokkurinn er töluvert langt frá þvi sem hann hef- ur verið í sögulega séð. Eins og töl- umar eru þá er Sjálfstæðisflokkur- inn samt forystuaflið 1 kjördæminu áfram.“ -HKr. oq gádkaup/ HEYKJAVfdlHSVÆÐIO: Hagkaup, Sraáratorgi. Heíraskrinolan. krinolunni. lónborg. kopavooi. VESTURIAHD: Hljómsvn. Akranesi. Kaupfélag Borgtiröinoa. Bnroamesi. Blómstutvellir. Hellissandi. Guðni Hallorimsson. Gmndarliröi.VESTFIROIR: Ratbúð Jónasar Þórs. Patreksfirði. Póllinn. Isafirði. NÐRDURLAND: KF Steingrírasfjarðar. Hólmavík. Kf Ú Hónvetninga. Hvammstanga. Kl Húnvetninga. Blðnduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkrókí. IEA, Dalvik. Ljósgjalinn, Akureyri. Kf Pingeyinga. Húsavik. Urð. flaufarhðfn. AUSIURLAND: KF Héraðsbúa. Egilsstððum.Verslunin Vik, Neskaupsstað. lauptún. Vopnalirði. KF Vopnfirðinga.Vopnafirði. KF Héraðsbúa. Seyðisfirði. lurnbrsður, Seyðisfirði KFl- Fáskrúðsljarðar. Fáskróðslirði. KASK, Djúpavogi. KASK. Hðfn Hornafirði. SUÐURLAND: Rafmagnsverkstæði KR. Hvolsvelli. Mosfell. Heltu. Heimstskni. Selfossi. KÁ. Selfossi. Rás. Þorlákshðln. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Ralborg. Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Garði. Rafmætti. Hafnarfirði JBL hátalarar 200w Verð 24.900 NIIACHI tirwvál Veið 34.900 Ferðatæki með geisla Verð 5.900 Sími með númerabirti Verð 3.900 28" GRUNDIG 100 Hz " Verð 74.900 28"AKAI sjónvarp Verð 44.900 28" HITACHI sjónvarp Verð 57.900 29" HITACHI sjónvarp Verð 74.900 HEIMABIOI JBL og MTX bílamagnarar Geggjuð tilboð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.