Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helga Sigurjónsdóttir gagnrýnir skólakerfið harðlega: Nauðungarpressa á kennurum - þagnarsamsæri um vandamál í grunnskólunum Hörö gagnrýni kemur fram á skólakerfið í máli Helgu Sigurjónsdóttur, sem nýverið hefur sagt upp störfum eftir 17 ára starf við Menntaskólann í Kópa- vogi. Hún segist ekki ætla að láta gera sig að „valda- litlum þjóni í vamarstöðu gagnvart stjórnvöldum". Hún segir „nauðungar- pressu á kennurum", þar sem stjómvöld pressi á þá Helga Sigurjónsdóttir. með að gera fleira en þeim beri að gera umfram kennslu. Þetta geri þau með gylliboðum rnn mikla peninga sem standi ekki undir nafni. Hún segir þaö kannski reglu fremur en undantekningu að ofbeldi, agaleysi og virðingarleysi viðgangist í grann- skólum. „Hin nýja stefna menntamálaráð- herra, Skóli á nýrri öld, er að nokkm leyti skmm. í rauninni er þama end- urfædd gamla skólastefnan hans Svav- ars Gestssonar og Gerðar Óskarsdótt- ur, núverandi fræðslustjóra. Alverst er að nú stefnir í að þessi blessuð böm, sem fara verst út úr hlutunum og hafa gert lengi, verða ekki betur sett með þessa alnýjustu skólastefnu, vegna þess að nú er flaggað þessu „nám við hæfi“. Það er ýmist illa skil- greint eða óskilgreint og stórhættu- legt. Þessa nýju námsskrá er verið að hrista framan í kennara og segja þeim að þeir verði að framkvæma hana því hún sé stórmerkileg. Helga segir að gallamir séu m.a. þeir að ekki sé um nógu mikla aukningu að ræða í íslenskukennslu né heldur í erlendum tungu- málum. Þá þurfi að leggja mikla áherslu á stærð- fræði. Námsgreinum hafi verið fjölgaö og allt upp í 30 stundir á viku veröi bundnar hjá litlu börnun- um, sem sé allt of mikið. „Það á að fækka náms- greinum, en leggja granninn betur,“ segir Helga. Hún segir að grunnskólarnir séu í mikilli sök með að þegja um það vand- ræðaástand sem sé víða innan veggja þeirra. Svo virðist sem um einhvert þagnarsamsæri sé að ræða meðal kennara og skólastjóra. Vandræðin séu fólgin í ofbeldi nemenda gagnvart kennurum, grófú orðbragði og fleim af því tagi. Skólastjórar þurfi að taka faglega á klögumálum nemenda gagn- vart kennumm „Astandið er þannig að agaleysi, virðingarleysi, frekja og yfirgangur við kennara og annað starfslið skól- anna er kannski að verða regla en ekki undantekning. Þegar þessir krakkar koma upp í framhaldsskóla eru þau hin bestu. Þau vantar bara að þeim séu settar skorður. Ég held að væri hægt að kippa flestum þessum málum í lag ef það væri skýrt að það er skólinn, þ.e. skólastjóri og kennar- ar, sem ræður.“ -JSS Blessuð börnin fara verst út úr hlutunum og hafa gert lengi. Þau verða ekki betur sett með þessa alnýjustu skóla- stefnu, vegna þess að nú er fiaggað þessu „nám við hæfi“, segir Heiga Sigurjónsdóttir. Kjarabarátta kemur niður á undirbúningi fyrir veturinn: Skólastjórar í öngum sínum - segir Eiríkur Brynjólfsson, talsmaður kjarahóps kennara „Þetta má ekki dragast. Menn eiga að vera að skipuleggja skólastarfið fyrir næsta vetur. Skólastjórarnir em margir hverjir í öngum sínum," sagði Eiríkur Brynjólfsson, kennari í Aust- urbæjarskóla, sem á sæti í kjarahópi grunnskólakennara. Lausn er ekki í sjónmáli í kjara- deilu grunnskólakennara á höfuð- borgarsvæðinu og borgaryfirvalda. I haust byrja skólarnir að starfa eftir nýrri námsskrá sem á að fullu að vera komin til framkvæmda í júní 2002. Hún felur í sér töluverðar breytingar frá fyrri náms- skrá. Eiríkur sagði að kenn- arar hefðu vinnuskyldu yfir sumartímann. Hann kvaðst reikna með að þeir væru að athuga nýju námsskrána. „En það þyrfti að vera miklu markvissara," sagði hann. Að sögn Eiríks hafa nú Eiríkur Brynjólfsson. 245 kennarar sagt upp en átta af þeim dregið uppsagn- ir sínar til baka. Hann sagði jafnframt að samkvæmt upplýsingum kjarahópsins frá grunnskólunum hefðu 12 umsóknir borist um laus- ar kennarastöður. „Ef þessir kennarar, sem nú hafa sagt upp, koma ekki inn aftur er skólastarfið í molum," sagði Eiríkur. Hann sagði að sérkjara- samningar annarra sveitarfélaga við grunnskólakennara fælu í sér auka- greiðslur á bilinu 5-20 þúsund krónur á mánuði. Þá væri innihald samning- anna mismunandi, s.s. aukin viðvera. Hann sagði það jafnframt tilhneig- ingu stjórnvalda að bæta við störf kennara, burtséð frá því hvort þeir þeir hefðu tíma til að sinna því. Þetta væri eitt af þeim vandamálum sem væra undirrótin að óánægju kennara nú. -JSS Guðmundur var engin trygging Dregið hefur til tíðinda hjá Landssímanum. Kynntar hafa ver- ið margvíslegar skipulagsbreyt- ingar innan fyrirtækisins sem hafa haft mannabreytingar í för með sér. Illar tungur segja að skipulagsbreytingamar hafi verið gerðar til að rökstyðja manna- breytingamar og þannig hafi orð- ið skipulagsbreytingar vegna mannabreytinga en ekki manna- breytingar vegna skipulagsbreyt- inga. En sem sagt, það sem tíðindum sætir er að Guðmundur Björns- son, forstjóri Landssímans hefur látið af störfum en Þórarinn V. Þórarinsson er tekinn við. Samgönguráðherra var tekinn til yfirheyrslu í sjónvarpinu og beðinn um að útskýra af hverju Guðmundur hafi verið settur af. Sturla samgönguráðherra sagði að breytingamar hefðu átt sér langan aðdraganda. En stóð Guðmundur sig ekki vel? spurði fréttamaðurinn. Var ekki tæplega milljarða króna hagnaður á síðasta ári? Jú, sagði ráðherrann, Guðmundur hefur staðið sig vel en enda þótt að hagnaður hafi verið á sið- asta ári, er engin trygging fyrir því að hagnaður verði á næsta ári. Þess vegna þótti rétt að skipta um forstjóra. Þetta eru pottþétt rök hjá ráðherranum og afar merkileg yfirlýsing. Það er auðvitað engin trygg- ing fyrir áframhaldandi gróða hjá Landssíman- um og þess vegna er nauðsynlegt að skipta um forstjóra, af því að hann getur ekki tryggt áfram- haldandi hagnað, ef hann situr áfram sem for- stjóri. Það er ekki hægt að hafa forstjóra sem græðir tæplegan milljarð og getur ekki lofað því að meiri hagnaður verði næsta ári. Annað mál er með Þórarinn V. Hann er búinn að vera stjómarfor- maður í fyrirtækinu og ber auðvit- að ábyrgð á stjómarákvörðunum og starfi forstjórans, sem græddi milljarð. En Þórarinn var ekki ánægður með þann gróða og ekki ánægður meö forstjórann og tók því þann kostinn að gera starfslok- samning við Guðmund Bjömsson og setjast sjálfur í sæti hans. Þannig fómar Þórarinn V. sjálf- um sér í þetta vanþakkláta starf enda vill ráðherrann hafa trygg- ingu fyrir því að gróðinn verði ekki minni heldur en á síðasta ári. Maður tryggir ekki eftir á. Sturla ráðherra getur verið ánægður með dagsverkið. Búið er að breyta skipulaginu hjá Lands- símanum og breyta um forstjóra og búið að setja tryggingu fyrir því að gróðinn verði meiri á næsta ári heldur en á síöasta ári og þeir eru búnir að losa sig við Guð- mund forstjóra, sem var engin trygging fyrir því að skipulagsbreytingamar bæm árangur nema mannabreytingar fylgdu í kjölfarið. Eða þá hitt að skipulaginu var breytt til að breyta um mann- skap. Allt vegna Guðmundar Bjömssonar sem gat ekki lagt fram tryggingu. Dagfari ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 sandkorn Betra seint en aldrei Liklega era fáir búnir að gleyma 30 milljóna króna auglýsingaherferðinni sem LÍÚ efndi til í fyrra undir stjórn hins aðsópsmikla Gunnars Steins Pálssonar. Tilgangur herferðarinnar y—, var að sannfæra lands- 1 menn um að þeir ættu |1 kvótann, en ekki sæ- ,1 greifarnir. Skemmst »1 er frá þvi að segja að JUK milljónaherferðin B hafði ekki beint tO- ætluð áhrif fyrir ímynd LÍÚ. Þar skipti ekki síst máli að Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, hélt áfram að tala fyrir hönd samtakanna og fannst andstæð- ingum hans þar innanborðs hann hafa gott lag á því að draga úr samúð al- mennings gagnvart útgerðarmönnum. Þessir sömu segja að það hafi smám saman verið að renna upp fyrir stjórn LÍÚ að samtökin hefðu getað sparað sér þessar 30 milljónir með því að taka Kristján bara strax úr umferð sem talsmann. Sú ákvörðun hafi nú loks verið tekin og andskotar Krist- jáns varpa öndinni léttar og segja að betra sé seint en aldrei... „Á Kommaþingi...?" JJndanfarið hafa brottrekstrar ýmissa starfsmanna í toppstöðum hjá Hafnar- Qarðarbæ vakið athygli og leitt til þess að Magnús Gunnarsson bæjarstjóri hef- ur af gárungum fengið viðurnefnið Jeltsin. Víst er að Magn- ús lítur um fleiri hluti austur til Rússíá og jafn- vel nokkra áratugi aftur í tímann. Nýlega vom lögð fram drög meiri- hlutans að fimm ára áætlun í fjármálum og framkvæmdum. Þykir þetta minna nokkuð á vinnubrögð félaga Stalíns á árum áður. Nú er úr vöndu að ráða. Eiga menn að leggja af viðurnefnið Jeltsín og taka hitt upp? Eða eiga menn að finna eitthvað sem minnir á báða? Þaö þyrfti þá að enda á -ín ... Sparað hjá lögreglunni Hinn atorkusami Geir Jón Þóris- son, yfirlögregluþjónn í ReykjavOc, er maður aðhalds og sparnaðar á sínum vinnustað. Þannig bregst hann ekki í þeim vanda sem fjársvelti lögreglunnar í Reykjavík hefur haft í fór meö sér. Og þegar forsætisráðherra Jap- ans var hér í heimsókn og þurfti að komast leiðar sinnar milli húsa í bænum gat Böðvar Bragason lögreglustjóri stólað á sinn mann: í stað þess að kalla út rándýra óbreytta lögreglumenn til að stjóma umferðinni einn morguninn gekk yfir- lögregluþjónninn sjálfur í verkið og stóð í yfirmannsúníforminu með hvíta hanska á höndum á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar og stjórnaði umferðinni... Blómahátíð Mikil blómahátið var auglýst í Eden um síðustu helgi og fjölskylda ein úr Reykjavik dreif sig austur til að njóta hátíðarinnar og annars þess sem blómabærinn Hveragerði hefur upp á að bjóða. En þegar í Hveragerði kom urðu vonbrigðin nokkur því að hvergi fannst nein blómahátíð ef undan er skilinn hoppkast- ali fyrir eins og fjög- ur, fimm börn í einu. Engin dagskrá á þessari hátíð var finnanleg, ekkert var að gerast vegum bæjarins og eiginlega var allt var lokað - tívolíið er harðlokað og búið að vera það lengi, Húsið á slétt- unni er komið á hausinn, en bæði Eden, miðstöð hins listelska Braga Einarssonar, og garðyrkjustöðvamar sem selja blóm voru vissulega opnar, en það er þær jú alltaf... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.