Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1999
íennmg
11
Menningarviðburðir sniðnir
að þörfum heimamanna
- spjall við GiönnuLiu Cogliandro
GiannaLia Cogliandro, framkvæmdastjóri
sameiginlegrar skrifstofu menningarborganna
níu, sem nú heimsækir ísland fyrsta sinni, er
augsýnilega ein af þeim mörgu fáguðu dugnað-
arkonum af ítölskum uppruna sem nú drifa
áfram margháttuð skrifstofúbákn á vegum Evr-
ópusambandsins. Brussel er henni í blóð borið,
öðrum þræði hefúr hún allar staðreyndir á
hraðbergi og nánast viðstöðulaust, en um leið og
viðmælandi hennar hváir eða maldar í móinn
er hún skilningurinn og kurteisin uppmáluð.
Hún byrjar á því að segja mér undan og ofan
af undirbúningi hátíðahaldanna í hinum menn-
ingarborgunum átta (Avignon, Bergen, Bologna,
Brussel, Kraká, Helsinki, Prag og Santiago de
Compostela), sérstöðu hverrar borgar, sérverk-
efnum þeirra og verkefnunum sem þau hyggjast
deila með sér. Hún lætur í Ijós sérstaka ánægju
með Voices of Europe, Evrópukórinn sem stjóm-
að er héðan frá íslandi, og þá ekki síst vegna
þess að það er eina sameiginlega verkefnið í
gjörvöllu menningarborgarprógramminu sem
búið er að skipuleggja í smáatriðum.
„Þið eruð svo duglegir íslendingar," segir hún
og baðar út höndum í forundran. „Hér i Reykja-
vík vinna einungis sex manns að þessu verkefni
og samt hefúr ykkur orðið svona vel ágengt. Ég
er með fjörutíu manns undir minni stjóm á
skrifstofunni í Brussel, og samt finnst mér hlut-
irnir ganga allt of hægt fyrir sig. Ég get líka sagt
þér að bæði Avignon-borg og Bologna era rétt að
byija að skipuleggja sameiginlegu verkefnin
sem þær ætla að leggja áherslu á.“
Mismunandi verklag
Skapar mismunandi verklag menningaryfir-
valda í hinum ýmsu borgum ekki vandamál fyr-
ir yfirstjómanda? GiannaLia Cogliandro gerir
lítið úr slíkum vandamálum.
„Aðalatriðið er að virða þau vinnubrögð sem
GiannaLia Cogliandro.
tíðkast í hveiju landi. Út á það gengur þetta
verkefni í heild sinni. Þar sem ég er búin að
vera lengi í Brussel, er mér ljóst að suðræn lönd
hafa annað skipulag en þau norrænu. Sjálf legg
ég mikið upp úr því hvemig norrænu löndin,
eins og ísland og Finnland, framkvæma hlut-
ina.“
Getur framkvæmdastjórinn, eða yfirmenn-
ingarborgastjórinn, haft bein áhrif á það sem
borgimar níu era að skipuleggja? GiannaLia
Cogliandro hristir höfuðið ákaft.
„Ég hef ákveðinn tillögurétt og get gefið leið-
beiningar, en ég hef ekkert vald til að skipa
mönnum fýrir, þó svo mér þyki eitthvað athuga-
vert við framkvæmdir."
Hvað með skrifstofúbáknin sem era fylgifisk-
ar þessa verkefnis? Það hefur komið fram að í
Bergen hefur 60 % þess fjármagns sem úthlutað
var til menningarborgarverkefhissins farið í
skrifstofú- og starfsmanna-
hald.
„Það er von að fólki
blöskri svona tölur. En það
má ekki gleyma því að í
hverri borg er verið að
koma saman óhemju flók-
inni dagskrá, þar sem allt
verður að ganga upp. Það
þarf einfaldlega talsverðan
fiölda atvinnumanna til að
tryggja að hlutimir gangi
eðlilega fyrir sig. Tíma-
bundin skrifstofubákn era
því óumflýjanleg.“
Ferðir milli
landa ""
Að lokum spyijum við
GiannuLiu Cogliandro
hvað greini þetta niu-borga-prógram frá öðrum
menningarborgaprógrömmum sem skipulögð
hafa verið á undanfomum árum.
„Hér áður beindist athyglin einungis að einni
eða tveimur stórborgum í senn, sem lögðu allt
kapp á að laða til sín fiölda ferðamanna með
metnaðarfullum dagskrám. Dagskrárliðimir í
mennmgarborgunum niu era hins vegar sniðn-
ir að þörfúm heimamanna sjálfra fyrst og síðast;
aðdráttarafl þeirra fyrir ferðamenn og aðra að-
komumenn er aukaatriði. Það sem er líka sér-
stakt við níu-borga-prógrammið er samstarfið
milli borganna, sem er mjög i anda hinnar nýju
Evrópu og á öragglega eftir að skila miklu af sér
í framtíðinni. Til dæmis ætla ferðaskrifstofúr að
bjóða fólki pakkaferðir milli borganna níu. Og
menn era þegar famir að ræða saman um
áframhaldandi samvinnu eftir að menningarár-
inu 2000 lýkur.“ -AI
Tungumálaerjur í Frakklandi
Þegar Frakkar skrifuðu undir réttinda-
skrá Evrópubandcdagsins til varnar minni-
hlutatungumálum 7. maí siðastliðinn bjugg-
ust sennilega fáir við því að nokkur hvellur
gæti orðið út af þvi. Mörgum fannst að það
hefði dregist úr hömlu að Frakkar færa að
dæmi annarra Evrópuþjóða sem höfðu stað-
fest þessa skrá fyrir löngu. Stjórnmálamenn
höfðu orðið fyrir þrýstingi fiölmargra aðila
víða um land, sem litu svo á að það væri
Frökkum til vansa að vera eftirbátar ann-
arra á þessu sviði, og bæði Chirac forseti og
Jospin forsætisráðherra höfðu lofað að bæta
úr því. Allir virtust því vera á einu máli. En
blekið var naumast orðið þurrt á undirskrift-
inni þegar Chirac forseti skaut málinu, öll-
um að óvörum, undir stjómlagadómstól sem
hefur það hlutverk að skera úr um það hvort
lög, alþjóðasamningar og slíkt séu í sam-
ræmi við stjórnarskrána eða ekki, og sá
dómstóll var fljótur að komast að þeirri nið-
urstöðu að réttindaskráin bryti í bága við
skýr ákvæði í stjómlögum landsins. Um leið
fóru að heyrast raddir sem töldu að skráin
væri hin mesta ógnun við Frakkland: Jospin
sat við sinn keip og áleit að Frakkar ættu að
dytta að stjómarskránni svo þeir gætu fylgt
stefnu Evrópubandalagsins i þessum málum.
Vísaði hann málinu til forseta, sem einn hef-
ur vald til að leggja fram tillögu um stjórnar-
skrárbreytingar, en 23. júní bárust svo þau
tíðindi frá Elysée-höll að Chirac forseti
myndi ekki hlýða þeim tilmælum: eining
landsins væri í hættu. Og þá fór allt í háa-
loft.
„Tungumál fordóma og hjá-
trúar..."
Tungumál landsvæða og minnihlutahópa
hafa löngum verið mikið hita- og tilfinninga-
mál í Frakklandi. Frá fornu fari hafa mörg
slík tungumál verið töluð úti á landsbyggð-
inni: bretónska, sem er keltneskt mál, á Bret-
aníuskaga, baskneska í suðvesturhlutanum,
katalónska í Pýreneafjöllum, korsiska, sem
er ítölsk mállýska, á eynni Korsíku, pró-
venska í Suður-Frakklandi og Elsass-mál,
sem er þýsk mállýska, í Elsass. Þegar í
frönsku stjórnarbyltingunni var það stefna
róttækustu byltingarmanna að útrýma þess-
um málum.sem þeir sögðu að væru „tungu-
mál fordóma, hjátrúar og afturhalds". Það
var þó ekki fyrr en i lok síðustu aldar og
Chevénement ráðherra (til hægri)
splundra Frakklandi...
upphafi þessarar að farið var að berja þau
niður með öllum ráðum og skólakerfinu m.a.
beitt til þess. Sá sem þessar línur ritar hefur
löngum setið á tali við háaldraða bretónska
konu sem minnist þess að þegar hún var á
skólabekk í byrjun aldarinnar voru bömin
rekin beint í skammarkrókinn ef þau mæltu
af vörum eitt orð á bretónsku. Á sama tíma
er sagt að skilti hafi verið sett upp í bæjum
á Bretaníuskaga: „Bannað að hrækja og tala
bretónsku á almannafæri." Dæmi munu
vera um það frá tímum fyrri heimsstyrjald-
ar að menn hafi verið dæmdir saklausir til
Menningarmál
Einar Már Jónsson
dauða af því að. þeir töluðu einungis
bretónsku, gátu ekki skilið það sem fram fór
og því síður borið hönd fyrir höfuð sér.
Þrátt fyrir þetta var bretónska almennt
töluð í sveitum á Bretaníuskaga fram undir
miðja þessa öld. En eftir það hættu böm að
læra málið og hefur það síðan verið á mjög
hröðu undanhaldi. Nú er það einungis gam-
alt fólk sem talar bretónsku og heyrist hún
varla nokkurs staðar. Önnur minnihlutamál
í Frakklandi virðast ekki betur sett, nema
- minnihlutatungumálin
kannski Elsass-málið
sem hefur stuðning af
þýsku mállýskunni
handan landamær-
anna. Á síðustu ámm
hefur borið á auknum
áhuga á þessum tungu-
málum, ekki síst
bretónsku. íbúar Bret-
aníuskaga vilja ekki
láta málið deyja út og
því hafa áhugamenn
sett á stofn tvítyngda
skóla (sem nefnast
„diwan“ á bretónsku)
þar sem börn fá
kennslu á tungumáli
forfeðra sinna. Þessir
skólar fá einhvern rik-
isstyrk, þrátt fyrir allt,
en þeir eru mjög fáir og
styrkimir borgast illa.
Frönsk stjórnvöld
óforbetranleg
Þótt þessi hreyfmg hafi nokkuð ver-
ið í fjölmiðlum virðist hún naumast
geta ógnað einu eða neinu, og skyldi
maður halda að það væri eðlilegt
áframhald þróunarinnar að Frakkar
skrifuðu undir evrópsku réttinda-
skrána. En andstæðingarnir verða nú
stöðugt háværari og stóryrtari, og vill
svo til að þeir em bæði til hægri og
vinstri: þeirra helstir era Chevénem-
ent innanríkisráðherra (sem hefur
talsvert verið í fréttum að undanfomu
vegna sérstakrar samúðar hans með
Serbum) og fylgismenn hans meðal stjómar-
liða og hefðbundnir Gaullistar í herbúðum
stjómarandstæðinganna.
Hingað til eru það aðallega fylgismenn
Chevénements sem hafa haft orðið: Segja
þeir að minnihlutamálin séu ekki aðeins
ógnun við efnahagsþróunina og cdvarlegur
dragbítur á bömum sem tali þau heldur
kunni réttindaskráin að leiða til þess að
Frakkland ,,balkaniserist“... En meðal þeirra
sem vilja halda vörð um minnihlutamálin
verður sú skoðun nú æ útbreiddari að frönsk
stjómvöld séu óforbetranleg og kann það að
draga dilk á eftir sér.
Bókasafnið á tölvuöld
Netið og Veraldarvefúrinn era meginþema
tímaritsins Bókasafnið, sem nýlega er komið út,
og ekki seinna vænna því með tilkomu þessara
tveggja upplýsingamiðla hafa bókasöfn og heim-
ur bókavarða væntanlega gjörbreyst Upplýs-
ingaleit fer í æ ríkara mæli fram í tölvum, auk
þess sem tölvur era
til á allflestum heim-
ilum á landinu. í
þessu hefti Bóka-
safnsins era greinar
um áreiðanleika
heimilda á Netinu,
höfundarrétt og staf-
rænt efni á bóka-
söfnum og skyldu-
skil á rafrænum
gögnum. Einnig eru
greinar um vef-
smíði, lyklun í þjóð-
bókasöfrmm Norð-
urlanda, aðgengi að
upplýsingum um listir og í lögfræði og fiar-
kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Há-
skóla íslands. Tvær greinar fialla um verkefni,
unnin á vegum Landsbókasafns Íslands-Háskóla-
bókasafns, sem nefiiast íslandskort á Netinu og
Sagnanetið. Einnig er sagt frá Vefbókasafninu
og sögu skráningar. Inn á milli er síðan ýmislegt
efiii af bókmenntalegum toga, ffásagnir bóka-
varða af uppáhaldsbókum sínum og skáldskap-
arefni um bækur. Þama er meðal annars birt
sonnetta Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Á Þjóð-
arbókhlöóunni, þar sem stendur m.a.:
Þorkell les ritgerð um kúgun á afriskum kon-
um. / Kristína gáir hvort Leikur á stráum sé inni.
/ Ólafur spyr sig hvort Margrét sé hrifin af hon-
um. / Hallgrímur reynir aó festa sér ártöl í
minni.
NU - nýtt norrænt myndlist-
artímarit
Fyrst við
erum að fialla
hér um tímarit
er rétt að geta
þess að nor-
ræna myndlist-
artímaritið
siksi, sem gefið
var út af Nor-
rænu myndlist-
armiðstöðinni í
Sveaborg, og
sænska listatímaritið Index hafa nú verið sam-
einuð í nýju norrænu tímariti sem nefnist NU:
The Nordic Art Review. Þetta nýja rit er skrifað
á ensku eins og siksi - menn halda enn í vonina
um að gera norræna myndlist að stórveldi í al-
þjóðlegum myndlistarheimi - en er stærra um
sig og veglegra á allan hátt. Greinar í þessu nýja
riti era yfirleitt læsilegar og ómengaðar af fag-
máli innvígðra og umsagnir era lausar við mála-
lengingar. Feiknin öll af auglýsingum frá söfn-
um og galleríum gerir lesanda kleift að fylgjast
með gjörvallri sýningarflóranni á Norðurlönd-
um.
Af áhugaverðu efni má nefna viðtal við Lars
Nittve, sænskan forstöðumann Tate-safns hins
nýja í Lundúnum, og grein um danska hönnuð-
inn Vemer heitinn Panton sem var alla tíð sér á
báti fyrir litrík og líffæn húsgögn sín. Einnig má
nefna ríkulega myndskreytta grein um svokall-
aða otako-tísku, sem mun vera sú árátta jap-
anskra karlmanna á öllum aldri að búa til og
mála litlar dúkkur með erótísku og/eða ofbeldis-
kenndu innihaldi (sjá mynd). Netfang NU er:
nu@nordicartreview.nu.
Viltu langloku í kvöld?
Elvis karlinn Presley á sér marga aðdáendur
meðal lesenda þessarar síðu. Miðað við það að
ofát varð honum að aldurtila er
kannski ósmekklegt af Brendu Ar-
lene Butler að gefa út matreiðslubók
sem nefiiist Are You Hungry To-
night? The Elvis Presley Cookbook,
með fiölda mynda af kónginum
grönnum og sætum. Bókin er engu
að síður staðreynd; hefur m.a.s. ver-
ið þýdd á dönsku.
Yfirlýst markmið höfúndar er að
kynna „Suðurríkjaeldhúsið sem El-
vis var svo hrifirm af‘. Þar fer þó lít-
ið fyrir uppáhaldssnarli hans, t.d.
banana- og hnetusmjörssamlokunni frægu sem
snædd var með Kóka-Kóla-krapi, en þó er nefnd-
ur til sögunnar annar réttur sem Elvis úðaði í
sig meðan hann skemmti í Las Vegas, nefhilega
Tvöfaldur Eggja-Benedikt. Þarna er um að ræða
smáköku - muffms - með beikoni, gufúsoðnum
eggjum og osti.
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson