Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1999 27 I>V Kyssir lík í nýju kvikmyndinni Tom Cruise, sem er á forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Time ásamt Nicole konu sinni, kyssir lík í síðustu mynd leikstjórans Stanleys Kubricks, Eyes wide shut. í einni af senum myndarinnar kyssir Cruise látna konu í líkhúsi. Kvikmyndin fjallar að miklu leyti um kynlíf. Kubrick lést í mars siðastliðnum, tæpri viku eftir að hann lauk vinnu við kvikmyndina. Gagnrýnandi blaðsins Evening Standard segir menn ekki verða á sama máli um hversu erótískt það sé að sjá ríkt fólk hafa samfarir í hverju horni. Játvarður og Sophie: Fjarbýlisfólk hluta vikunnar Nýbökuðu brúðhjónin, Játvarður prins og Sophie Rhys-Jones, hafa ákveðið að vera fjarbýlisfólk nokkra daga í viku hverri. Ekki er liðin nema um vika frá brúðkaupi þeirra Játvarðar og Sophie þegar það frétt- ist að þau muni bara búa undir sama þaki frá fimmtudegi til sunnu- dags. Frá og með mánudegi til mið- vikudags í hverri viku mun Sophie búa í íbúð í Buckinghamhöll til þess að vera nálægt vinnustað sínum. Vinnustaðurinn er almannatengsla- fyrirtæki sem Sophie á hlut í. Þessa sömu daga heldur Játvarður til í Windsorkastala, að því er breska blaðið Sunday Mirror greinir frá. „Þessi lausn virkar ef til vill ein- kennileg fyrir aðra en hún hentar þeim fullkomlega," hefur blaðið eft- ir einum af kunningjum brúðhjón- anna. Slíkar ráðstafanir eru svo sem ekk- Játvarður prins og brúður hans, Sophie Rhys-Jones. Símamynd Reuter ert óalgengar meðal kóngafólks. Karl Bretaprins dvaldi löngum á sveitasetri sínu en Díana prinsessa kaus fremur að dvelja í London. Það var nú ef til vill ekki af praktískum ástæðum heldur vegna ólíkra áhugamála. Nú vona Bretar bara að fjarbýlis- fyrirkomulagið verði til þess að kynda enn frekar undir ástinni sem ríkir á milli Játvarðar og Sophie. Breskur almenningur má ekki til þess hugsa að kulda fari að gæta í hjónabandi þeirra. Nóg hefur nú gengið á í hjónaböndum systkina Játvarðar en þau skildu öll við maka sína. Hvað sem öðru líður er engin ástæða til þess að óttast neitt í nán- ustu framtíð. Ungu hjónin eru yfir sig hamingjusöm og njóta nú hveiti- brauðsdaganna í konunglegum kast- ala í Skotlandi. Á sjúkrahús eftir góðgerðar- tónleika Súperstjarnan Michael Jackson var á sunnudagskvöld fluttur á sjúkrahús í Múnchen eftir góð- gerðartónleika þar í borg. Að sögn erlendra fréttastofa varð Jackson að yfirgefa sviðið eftir 35 mínútur. Umboðsmaður söngvarans vísaði þvi á bug að eitthvað alvarlegt væri að honum og Jackson fékk að fara heim á hótel af sjúkrahúsinu eftir skamma stund. Tugir þúsunda voru á tónleik- unum þar sem Scorpions, Vanessa-Mae, Steve Wonder og Roxette skemmtu einnig. Ágóðinn rann til ýmissa stofnana sem starfa að líknarmálum. Belgíski hasarmyndaleikarinn Jean-Claude Van Damme og eiginkona hans, Gladys Potugues, létu pússa sig saman í annað sinn í kirkju í bænum Knokke-Heist í norðvesturhiuta Belgíu um helgina. Áöur höfðu þau verið gefin saman árið 1986. Símamynd Reuter. Fréttir Lltleiga á alls konar leíktækjum Elton John skuldar yfir 3 milljarða króna Elton John reynir nú að fá lán upp á rúmlega 3 milljarða króna til þess að geta greitt af krítarkortaskuldum sínum. í breska blaðinu Sunday Times segir að eignir poppstjömunnar séu rúmlega 20 milljarða króna virði. Útgjöldin eru hins vegar mikil. Elton John á 20 bUa þrátt fyrir að hann aki sjaldan sjálfur. Hann á auk þess herrasetur við Windsor, vestan við London. Við setrið eru þrjú vötn og sundlaug. Þar eru einnig þrír risastórir garðar í anda Viktoríutímans. Auk þess er þar stórt hús fyrir asna poppstjömunnar frægu. í barnaafmæli - götupartí - ættarmót u.fl. Herkúles Sími 568-2644 GSM 891-9344 þarf ekki ao kosta meira Bræðurnir Ormsson hafa opnað glæsilegan sýningarsal með HTH innréttingum. Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Líttu inn í Lágmúla 8, 3 hæð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.