Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 X>'V onn Ummæli ( Ráðningar- vernd og hóp- uppsagnir „Með því að nota hópupp- jjjsagnir sem þrýsti- | , tæki er ekki ein- , ungis verið að brjóta friðarskyld- i una heldur er t , einnig verið að , leika sér að einu af fjöreggjum launafólks, ráðn- ingarvemdinni.“ Ari Skulason, framkvæmda- stjóri ASI, í Morgunblaðinu. Haugalygi „Þetta er haugalygi og gerir < hann ekki merkilegri karakter heldur en hann hefur verið fram að þessu.“ Valþór Hlöðversson, stjórnar- maður Sparisjóðs Kópavogs, um Gunnar Birgisson, formann bæjarráðs Kópavogs, í DV. Persónuleiki þjóðarinnar „Þegar spurt er hvaða atburð- ir hafi helst mótað persónuleika þjóð- arinnar vefst mér tunga um tönn. Að pikka út níu at- burði er eins og að velja bestu bítlalögin." Einar Már Guðmundsson rit- höfundur, i DV. Samfélagsþróun á næstu öld „Hvorki máttvana tilburðir aflóga hemaðarbandalaga né of- urvald fjölþjóðafyrirtækja, sem einskis svífast í fégráðugum yf- irgangi sínum, munu setja verulegt mark á samfélagsþró- unina á næstu öld, þó dauða- teygjur þeirra kunni að dragast á langinn." Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, i DV. Ritari eða þingmaður „Erlendis kemur það oft fyrir að ég er spurð i hvort ég sé ritari. Fólk biðst nánast afsökunar þegar ég segist vera þingmaður.“ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, í Degi. Draumastaður skriffinna „Heföi hópur gáfaðra skrif- frnna reynt að búa til kerfi sem veitti þeim mestu mögulegu völd með sem minnsta ábyrgð held ég að þeir heföu ekki getað náð neinu i líkingu við fram- kvæmdastjóm Evrópusam- bandsins, ESB. Hún nýtur ým- issa gæða sem fær hvaða skrif- bákn sem er til að stynja af i und.“ Anthony Jay, handritshöfundur Já, ráðherra, í DV. ým- ,rif-1 ' öf- ndur Drekkingarhylur ARTUNSHOLT lúrfoss Arbæjarsafn Árhólmar Kermóafoss Gönguleiðir merktar STEKKIR metrar öHfiftPHsna! Marteinn Þór Harðarson hlaut fullt hús í norrænni stærðfræðikeppni: Vctr nánast ýtt út í stærðfræðikeppni Norræna stærðfræðikeppnin var fyrir stuttu haldin í þrettánda sinn og hafa íslendingar alltaf verið með- al þátttakenda en þeir voru áttatíu og fimm i þetta skiptið. Nú gerðist það í fyrsta sinn að íslenskur náms- maður, Marteinn Þór Harðarson, varð ásamt flmm öðrum í efsta sæti keppninnar. Þeir vora allir með fullt hús, gátu sem sagt reiknað öll dæmin fjögur rétt. Allir þátttakend- ur fengu fjóra klukkutíma til að reikna dæmin og í stuttu spjalli, sem DV átti við Martein Þðr, var hann fyrst spurður hvort hann hefði lent i tímaþröng: „Nei, ekki get ég sagt það. Ég var búinn að reikna dæmin þegar tíu mínútur voru eftir og hafði því ágætan tíma til að fara yfír þau.“ Marteinn var ekki eini íslending- urinn sem tók þátt í keppninni, alls vora þeir sextán og kepptu þeir á heimaslóðum, hver í sínum skóla. Marteinn háði keppnina í sínum skóla, Flensborgarskólanum í Hafn- arflrði, ásamt einum öðram og sat eftirlitsmaður yfir þeim: „Það er dá- lítið öðruvísi að taka þátt í Nor- rænu stærðfræðikeppninni heldur en að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði en ég hef tvisvar verið í liði íslands í þeirri keppni. Að mínu mati er Norræna keppnin létt- ari og svo missir maður af stemn- ingunni sem myndast í Ólympíu- keppninni. Þetta var nánast eins og að sitja í tíma og reikna. Ég vonast samt til að fá sent viðurkenningar- skjal svo ég geti grobbað mig í framtíðinni." Marteinn sagði aðspurður að árangurinn í þessari keppni væri hans besti hingað til: „Þær verða sjálfsagt ekki fleiri keppninnar sem ég tek þátt í. Ég tók stúdentspróf í vor og stefni á nám í Háskólanum og svo komst ég ekki í Maður dagsins Ólympíuliðið að þessu sinni þar sem aldurstakmarkið er tuttugu ár. Nú tekur alvaran við í Háskólan- um og þá gefst sjáifsagt lítiil tími til annars en að læra.“ Stærðfræðin hefur ávallt legið vel fyrir Marteini án þess að hann hafði haft neinn sér- stakan áhuga á henni: „Ég var við nám á eðlis- fræðibraut í Flensborg og má eiginlega segja að kenn- arinn minn hafi ýtt mér út í stærð- fræðikeppni. Við það að taka þátt í þeim hefur áhuginn aukist. í fyrstu þegar ég var að byrja í framhalds- skólanum fannst mér, og öðram sjálfsagt líka, ekki vera nógu töff að taka þátt í stærð- fræðikeppnum, hafði meiri hug á að ná árangri á gítarinn sem ég hef verið að glamra á, en þetta hefur breyst og þótt ég hafl mjög gaman af tónlist og leik enn á gítarinn þá er það stærðfræðin sem á minn hug í dag.“ í sumar starfar Marteinn í við- haldsdeildinni í Háskólanum, en sest síðan í haust á skólabekk í sama skóla og hefur nám i tölv- unardeild. Lesend- um DV til skemmtunar er hér birt dæmi nr. 2 í þrett- ándu Norrænu stærðfræði- keppninni: „Sjöhyrning- ur með ólíkar hliðarlengdir er innritaður í hring. Ákvarð- ið hámarks- fjölda 120 gráðu horna sem slíkur sjöhymingur getur haft.“ -HK Blásarar á blásaranámskeiði. Samnorræn blásarasveit í Ráðhúsinu í tengslum við blásara- námskeið á vegum Nordisk Amator Musik Union, sem er í Varmárskóla í Mosfells- bæ, verða haldnir tvennir tónleikar og eru þeir fyrri i Ráð- húsinu í dag, kl. 17. Seinni tónleik- amir verða annað kvöld í íslensku óperanni, kl. 20. Námskeiðið hófst síðast- liðinn fóstudag og stendur tO fimmtudags og hafa þrir kennarar verið að leiðbeina sextíu blásurum. Dagskráin er skipulögð frá morgni tO kvölds en erlendu gestunum gefst færi á að heim- sækja helstu staði í nágrenni Reykjavíkur, eins og Bláa lónið, Gullfoss og Geysi. Tónleikar Myndgátan Mótbára Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. íslandsmeistarar ÍBV leika í Keflavík í kvöld. Sextán liða úrslit í bikarnum Spennan í Landssímadeildinni í fótboltanum er mikil um þessar mundir. Margir leikir hafa endað með jafntefli og ljóst er að barátt- an verður mikO bæði í efri hluta deildarinnar og á botninum. Smápása verður í deildarkeppn- inni því í kvöld og annað kvöld verður bikarkeppnin í fótboltan- um í sviðsljósinu og verða fjórir leikir hvort kvöldið. í kvöld leika á KaplákrikaveOi FH-Stjarnan íþróttir sem hæði eru í 1. deOd, og það of- arlega, svo búast má við spenn- andi viððureign. í Keflavík leika heimamenn við íslandsmeistara ÍBV, í Kópavogi mætir Breiða- blik ÍR, sem er i öðru sæti í 1. deild, og á ValbjarnarvöOum leika Reykjavíkurliðin Þróttur og Víkingur. Allir leikirnir hefj- ast kl. 20. í 1. deild kvenna fer fram einn leikur í kvöld, kl. 20, er Haukar og Selfoss keppa á ÁsvöUum í Hafnarfirði. Bridge Á Evrópumótinu á Möltu voru spUuð sömu spil í öUum leikjum. í fjóröu umferð kom þetta spO fyrir í opnum flokki. Langalgengasti samn- ingurinn á hendur NS var eitt grand. Þegar aUar hendur eru skoð- aðar virðist sem sagnhafi eigi fúllt í fangi með að tryggja sér 7 slagi. Hins vegar stóð samningurinn á öU- um borðum nema einu, i leik Belga og HoUendinga. í sætum AV vora Belgarnir Guy van Middelem og Zvi Engel. Middelem var eini vamar- spUarinn í austur sem fann að spila út spaðadrottningu í upphafi. Suður gjafari og AV á hættu: * Á109 * D6 f 10974 * D854 ♦ D5 * KG87 ♦ DG2 * ÁKG6 * K42 * Á54 •f ÁK8 4 10973 Suður Vestur Norður Austur 1 * * pass 1 grand p/h Sagnhafa er vorkunn að mislesa spaðastöðuna. Hann drap á spaðaás- inn í upphafi, spUaði tígli á kónginn og hleypti síðan lauftíunni yfir tU austurs. Middel- em spUaði spaða- fimmunni næst og það kom sagn- hafa á óvart þeg- ar vestur fékk slaginn á gos- ann. TU að bæta gráu ofan á svart fann vestur það að spUa næst hjartatíunni. Þessi samn- ingur, sem stóð á öllum borðum, var andvana fæddur á þessu og fór að lokum tvo niður. Sagnhafi tapaði 3 slögum á hjarta, 1 á spaða, 1 á tígul og 3 á lauf. ísak Örn Sigurðsson f G8763 •* 10932 f 653 4 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.