Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Mömmubílskúrinn
Sagt er, að pabba-bílskúrar séu fullir af rusli, en
mömmu-bílskúrar séu auðir og hreinir. Þess vegna séu
hinir síðarnefndu kjörnir staðir til að stofna bílskúrsfyr-
irtæki ungra tölvuáhugamanna. Þannig hafa undrafyrir-
tæki verið stofnuð í Ameríku og á íslandi.
Miklar fjárfestingar eru ekki lengur forsenda vaxtar í
atvinnulífinu. Gömlu, vélvæddu atvinnugreinarnar eru
á undanhaldi fyrir hávaxtargreinum, þar sem fátt er
áþreifanlegt. Tveggja manna bílskúrsfyrirtæki verður á
fjórum árum að 140 manna hálaunafyrirtæki.
Danir eru gott dæmi um þjóð, sem á lítið af auðlind-
um, öðrum en þeim, sem búa í höfði fólksins í landinu.
Þeir hafa í staðinn skarað fram úr í hugmyndaauðgi og
kaupsýslu. Áður fyrr seldu þeir danska hönnun og nú
selja þeir danska forritun af miklum krafti.
Kaupsýsla er kjarni málsins. Hún hefur sígildið um-
fram vaxtargreinar hvers tíma. Hún selur bíla, þegar
þeir eru vaxtargreinin; tæknihönnun, þegar hún er vaxt-
argreinin; tölvuforritun, þegar hún er vaxtargreinin; um-
hverfisvernd, þegar hún er vaxtargreinin.
Þjóð, sem sameinar kaupsýslu og framleiðslu hug-
lægra verðmæta í vaxtargreinum hvers tíma, er ofan á í
lífinu. Þjóð, sem heldur verndarhendi yfir gömlum og úr-
eltum atvinnugreinum á borð við landbúnað, fiskvinnslu
og áliðnað er á undanhaldi í tilverunni.
Við sjáum af hreyfingu fyrirtækja milli landa, hvar
stöðnunin er að halda innreið sína. Lélegar eru greinar,
sem flýja frá Vesturlöndum til Japans. Verri eru grein-
ar, sem flýja frá Japan til Suður-Kóreu. Verstar eru
greinar, sem flýja frá Suður-Kóreu til Malasíu.
Þannig eru skipasmíðar og áliðnaður meðal þeirra
greina, sem gefa minnst af sér, þótt fjárfesting sé mikil.
Slíkar greinar flytjast til þróunarlandanna. Framleiðsla
vélbúnaðar fer bil beggja og flyzt til nýríku þjóðanna. En
framleiðsla hugbúnaðar er vestræn sem fyrr.
Við eigum að haga skólamálum okkar í samræmi við
það, sem við höfum séð gerast í heiminum og sjáum vera
að gerast. Við eigum að stórauka fræðslu á sviðum kaup-
sýslu og forritunar, hönnunar og umhverfismála, því að
þetta eru vaxtargreinar nánustu framtíðar.
Því miður er skólakerfi okkar staðnað í fúski og leikj-
um Piagets, eins og komið hefur fram í fjölþjóðlegum
samanburði. Með einkarekstri skóla eða með öðrum
þeim hætti, sem hristir upp í skólakerfmu, þarf að gera
skóla hæfa til að búa fólk undir líf í framtíðinni.
Við þurfum skóla, er skila frá sér fólki, sem þekkir
kaupsýslu upp á sína tíu fingur; leysir forritunarvanda-
mál eins og ekkert sé; hannar áþreifanlega og óáþreifan-
lega hluti á þann hátt, að allir vilja eiga; og kann að varð-
veita einstætt vistkerfi okkar fyrir stóriðju.
Með einni snjallri hugmynd er rifið upp úr engu fyrir-
tæki, sem veitir jafnmörgum vinnu og eitt stykki álver;
borgar tvöfalt meira kaup en álverið; notar lítið af tak-
mörkuðum auðlindum; kostar enga milljarða í íjárfest-
ingu; og heimtar ekki, að Eyjabökkum sé fórnað.
Með vel menntuðu fólki í kaupsýslu og forritun hafa
verið riíin og verða rifin upp úr engu ótal fyrirtæki, sem
eru margfalt verðmeiri en samanlagðir villtustu stóriðju-
draumar hættulegustu stjórnmálamanna landsins, sem
vilja halda þjóðinni á frumframleiðslustigi.
Ódýrasta og arðbærasta leiðin inn í óvissa framtíð er
ungt fólk, sem kann til verka í nýjum atvinnugreinum og
hefur aðgang að ígildi mömmubílskúrs.
Jónas Kristjánsson
Tvennt hefur lengi
legið okkur á hjarta, lík-
ara þráhyggju eða fá-
tækt í anda en þroskuð-
um tilfinningum og
góðri dómgreind. Þetta
er staglið um ósnortna
náttúru landsins, fegurð
hennar og vitsmuni
þjóðarinnar. Það að þrá-
stagast á einhverju með
lélegri dómgreind en
þeim mun meiri dýrkun
og hvernig hið
lofsungna er siðan illa
leikið af vitsmununum
er að verða, auk lélegrar
menntunar, einn mesti
harmleikur okkar.
Vegna þess að tungan og
vitið enda á stagli,
þannig að hvorugt getur
samræmt orð og æði eða
fundið sér farveg, til
dæmis með því að skapa
atvinnuvegi og endur-
nýja menninguna
byggða á því sem er fyr-
ir í sögu og hefðum. Ef
svo er þá vex upp nýja-
brumsfólk sem leggst
sem vargur á hið
lofsungna í þeim eina
tilgangi að auðgast.
Menntavarginum sem
ræður um þessar mund-
ir er það eitt auður sem
hægt er að mæla í fjár-
Menntavarginum sem ræður um þessar mundir er það eitt auður sem hægt er að
mæla f fjármunum, segir Guðbergur í grein sinni. •
Vínandi goðsögunn-
ar um Einar Ben.
áfram að borða hann
saltaðan, þrátt fyrir
frelsi og aukna velmeg-
un, á meðan sú frjálsa
þjóð sem þekkir hvorki
sverð né blóð bakar sér
ófrelsi í hugsun með
þrálátri klifun.
Þess vegna ráðast for-
vígismenn hennar á það
sem mest er dýrkað:
náttúruna og færa hana
í hendur erlendum fyr-
irtækjum til atvinnu-
rekstrar sem krefst jafn-
lítils vits og sjálfvirknin
gerir, í staðinn fyrir að
menntun ætti að auka
fínni iðnað sem krefst
vitsmuna, smekks og
hugvits. Til að kóróna
„Til að kóróna vitsmuni vit-
leysunnar eru jafnvel meginrök
andstæðinga stóriðju þau, að ef
hálendið fer undir hagnýtt vatn,
þá komist þeir ekki um það á bíl-
um sínum.“
Kjallarinn
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
munum. Annað er
einskis nýtt vatn
sem rennur án til-
gangs til sjávar.
Það eilífa rennsli
er glæpur í augum
fólks með ráðvillta
tungu og auðgunar-
þrá.
Fótasnyrting
og heimsendar
pitsur
Fáar nýjar at-
vinnugreinar hafa
verið fundnar þrátt
fyrir aukna skóla-
göngu þegar frá eru
talin þjónustustörf
sem nýtast hvorki
útílutningi né til
auðsköpunar en
mynda lokaða
hringrás lausafjár
sem veitir skamm-
vinnan unað eins
og fótasnyrtingin
og heimsendar
pitsur. Flestir aðr-
ir atvinnuvegir
hafa verið hér frá
fyrstu tíð. Fiskur-
inn einn skapar
raunveruleg auðæfi af því áður fá-
tækustu þjóðir Evrópu, sem voru
undir einræði fasismans, halda
vitsmuni vitleysunnar eru jafnvel
meginrök andstæðinga stóriðju
þau, að ef hálendið fer undir hag-
nýtt vatn, þá komist þeir ekki um
það á bílum sinum. Einnig í þeirra
augum má ekkert vera ósnortið
eða eins og það hefur verið, bara
náttúran í fegurð sinni.
Vínandi goðsögunnar um
Einar Ben.
Halda mætti að þjóðina hafi
gripið vínandi goðsögunnar um
Einar Ben.
Hvernig endaði hann?
Dauðadrukkinn í Herdísarvík
með konu sem vakti yfir honum
ekki i hálfsdagsstarfi, ekki í hluta-
starfi heldur allan sólarhringinn
og skellti aftur lúkugatinu þegar
hann kom í það, til að taka hann
út á sér og hrista framan í grind-
viska smala en var dauður grafinn
á Þingvöllum. Þannig endaði stór-
iðjudraumur þessa stórættaða
glæsimennis, mesta vitmanns sem
á íslandi hefur fæðst og um hafa
verið skrifaðar metsölubækur; því
alla langar að líkjast goðsögunni -
að minnsta kosti á prenti.
Eflaust endar eftirlíkingin
núna ekki á sama hátt og fyrir-
myndin heldur fer hún falli næst í
meöferð og verður skærust stjarna
á Vogi. Því það er munur á vogi og
vik. En grynningarnar í báðum fá
að vera ýmist upp úr sjó eða á kafi
í náttúru lands og þjóðar.
Guðbergur Bergsson
Skoðanir annarra
Landsvirkjun og kínverska tilboöið
„Þau eru ekkert sérstaklega sannfærandi, rökin
sem Landsvirkjun hefur gefið fyrir því að hafna til-
boði kínverska fyrirtækisins í Vatnsfellsvirkjun.
Það að stuttur tími sé til stefnu og mikið í húfi að
geta staðið við samninga um orkusölu, vegna stækk-
unar Norðuráls, er eflaust mikilvægt atriði, þó vand-
séð sé hvað það komi málinu við. Tilboðin voru í
ákveðið verk á ákveðnum tima. Málið er ekkert
flóknara en það! En enginn efast um að það er
Landsvirkjun sem á síðasta orðið og vonandi var
þessi ákvörðun þrátt fyrir allt til gæfu.“
Úr leiðara Dags á laugardaginn.
Lestur hægri og vinstri manna
„Það má segja að mikill er máttur Davíðs, að hon-
um skuli óbeinlínis kennt um að hægrimenn lesi
minna en vinstrimenn. Allt er þetta tengt RÚV, sem
nú sé í höndum manna Davíðs, sem ráðskist með
dagskrá þess í fullkominni fáfræði um hlutverk
„menningarlegs fjölmiðils". Manni verður bara
hugsað til Þjóðviljans heitins, sem dó úr leiðindum,
þegar vinstrimenn nenntu ekki að lesa þetta menn-
ingarbull, sem þar var. Eins er þetta með lesturinn
hjá hægrimönnum, þeir nenna ekki að lesa þessar
ömurlegu leiðinlegu bókmenntir, sem nú um stund-
ir er ausið yfir þjóðina. Einna helst er hægt að hafa
nokkurt gaman af Guðbergi Bergssyni."
Hreggviður Jónsson, fyrrverandi þingmaður, mót-
mælir DV-grein Sigurðar A. Magnússonar um
„Valdhroka Davíðs".
Kjósendur sárgrætiiega auðtrúa
„Góðærið sem talið er hafa verið hannað í sjálfri
smiðju foringjans okkar ástkæra er engin hráka-
smíð, enda stendur það á svo styrkum stoðun að
ekkert er að óttast um efnahagslega framtíð íslensku
þjóðarinnar. Það er engum blöðum um það að fletta
að við stöndum'í mikilli þakkarskuld við þennan
þjóðmálaskörung okkar. Sumir vilja meira að segja
ganga svo langt að þakka honiun góð aflabrögð á
undanförnum árum og velgengni á öllum hugsanleg-
um sviðum. Það er nú deginum ljósara að Sjálfstæð-
isflokkurinn vann stóran kosningasigur fyrst og
fremst á slagorðum eins og t.d.: „Árangur fyrir alla“
og ekki síst fyrir að hamra sýknt og heilagt á góðær-
inu og stöðugleikanum. Kjósendur voru nú sem fyrr
svo sárgrætilega auðtrúa og auðblekktir..."
Halldór Þorsteinsson tungumálakennari í grein í
Morgunblaðinu á sunnudag.