Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 Fréttir DV Þingeyri við Dýrafjörð Snæfellingar fá bílaleigu- bíla frítt á Mallorca DV, Ólafsvík: Nýlega tók til starfa bOaleiga í Snæ- fellsbæ. Heitir hún Hasso-Snæfellsbær og er til húsa að Hábrekku 15 í Ólafs- vík. Framkvæmdastjóri og meðeigandi bUaleigunnar er EmU Már Kristinsson. Að sögn hans mun þessi bUaleiga eins og aðrar Hasso bUaleigur bjóða upp á nýja bUa á sem lægstu verði hverju sinni. Ekki er önnur bUaleiga í Snæ- feUsbæ. EmU Már sagði að í tUefni þessara tímamóta hefði Hasso Schutzendorf, stofnandi og eigandi þessarar bUaleigu um víða veröld, boðið öUum SnæfeU- ingum sem leggja leið sína tU MaUorca á þessu ári bíla án greiðslu nema greiða þarf aðeins lögboðin trygginga- gjöld og virðisaukaskatt fyrir bUinn. Upplýsingar um þetta kostaboð eru hjá EmU Má í Ólafsvík og einnig á að- alskrifstofunni á Álfaskeiði 115 í Hafh- arfirði. Nokkur ár eru síðan rekin hef- ur verið bUaleiga í bæjarfélaginu og ekki er að efa margir munu notfæra sér þessa þjónustu Hassos og EmUs í Snæfellsbæ og einnig er ætlunin að þjóna öUu Snæfellsnesi. DV-PSJ Explorer siglir inn Eskifjörð. DV-mynd HG Explorer á Eskifirði Skemmtiferðaskipið Explorer hef- ur komið víða við á ferðum sínum til íslands í sumar - siglt inn firði með glæsibrag eystra og nýverið kom skipið öðru sinni til Eskifjarð- ar á einni viku. Þann 26. júní var þar annað skemmtiferðaskip á ferð - Caledonian Star. Farþegar á Explorer eru aUir frá Bandaríkjunum - flestir vel komnir til ára sinna. I áhöfn er fólk frá sex þjóðlöndum. Þessi tvö skip eru fyrstu skemmtiferðaskipin sem tfl Eskiíjarðar hafa komið. -HG Friöarhlaupið: Austurrísk en al- talandi á íslensku „ísland er mitt annað heimili,“ segir Elke Hammerl Friðarhlaupinu miðar vel á veg og voru hlaupararnir við Smyrla- bjargaá, um 40 kílómetra frá Höfn, um klukkan 16.30 á sunnudag. Að sögn Eymundar Matthíassonar, eins hlaupara og skipuleggjenda hlaups- ins, er stemningin góð í hópnum: „Það er glaðasólskin og blíða, allir i góðu skapi og enga þreytu að finna á nokkrum manni,“ sagði Eymund- ur. Meðal hlauparanna er 23 ára austurrísk stúlka, Elke Hammerl að nafni, sem hefur þá sérstöðu að tala nánast lýtalausa íslensku. DV náði sambandi við Elke þegar hún tók sér stutta hvíld frá hlaupunum og spurði hana hvernig stæði á fá- dæma góðri íslenskukunnáttu henn- ar: „Ég kom fyrst til íslands fyrir fjórum árum og vann sem vinnu- kona á bóndabæ, hugsaði um búfén- að, eldaði og svo framvegis. Fyrst í stað var með mér dönsk stúlka og töluðum við saman á ensku en þeg- ar hún fór varð ég bara að gjöra svo vel og læra tungumálið til þess að geta talað við einhvern! Þannig lærði ég fyrst og fremst, með því að tala við fólk en einnig komu sjón- varpið og aðrir fjölmiðlar mér að miklu gagni.“ Velkomin heim En af hverju kom hún til íslands? „Ég hafði frá því í barnæsku alltaf einsett mér að heimsækja ísland og þegar ég loksins lenti hér fyrir tjór- um árum leið mér eins og ég væri komin heim.“ Elke er búsett í Austurríki en hefði ekkert á móti því að eiga ein- hvern tímann heima hérlendis: „Ég bý því miður ekki á íslandi en ég ber miklar taugar til landsins og táraðist næstum því þegar vinir mínir tóku á móti mér á flugvellin- um með orðunum „Velkomin heim.““ -fin Friðarhlaup- arar á ferð DV, Vík: Keppendur í Friðarhlaupinu voru á leið sinni um landið undir Eyja- fjöllum á laugardag. Hlaupið var þar með kyndilinn sem hlaupið verður með hringinn í kringum landið. Veður hefur verið misjafnt á leið hlauparanna en á laugardag viðraði ágætlega á þetta unga iþróttafólk rétt hjá Grund undir Vestur-Eyjafjöllum. -NH Hlaupararnir í einni skiptingunni á veginum undir Eyjafjöllum. DV-mynd Njörður Er einstaklega fallegt sjávarkauptún á Vestfjörðum, með ríka menningarlega hefð og langa sögu. Þar bjuggu alþýðlegir höfðingjar, aristókratar, og þótti höfðingsbragur þar meira áberandi en víða annars staðar. Enn er þessi andi lifandi á staðnum. Frá upphafi hafa íbúarnir lifað á því sem sjórinn hefur gefið af sér. Nú er helsta viðfangsefni dagsins hvort þeir fá að veiða sinn eiginn fisk, sem syndir upp í landsteina og inn á Dýrafjörð, til vinnslu á Þingeyri eða ekki. Um það snýst framtíð Þingeyrar í augnablikinu, hvað sem öðru líður. í fjölmiðladansinum síðustu vikur hefur lítið verið talað um hinn sögulega bakgrunn og góða mannlíf sem enn er til staðar á Þingeyri í Dýrafirði. Vissir þú: • að Þingeyri í Dýrafirði er einn veðursælasti staður landsins og garðarnir í þorpinu einhverjir þeir fallegustu á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað? • að nútíma-íþróttaæfingar hér á landi hófust einna fyrst á Þingeyri? • að amerískir lúðuveiðimenn, allt að 200 manns á ári, frá Gloucester í Massachusetts, höfðu aðalbækistöð á Þingeyri frá 1885-1897? • að þá kynntust Þingeyringar, líklega fyrstir islendinga, gúmmístígvélum og hnefaleikum? • að afi núverandi forseta lék á sleðabásúnu um aldamótin á Þingeyri, í hornaflokki eða „Big band“ þeirra tíma, einn sá allra fyrsti hér á landi? • að elsta starfandi bridgefélag Vestfjarða er á Þingeyri? • að Þingeyringar eru miklir húmoristar? Um þetta og ótal margt fleira úr sögu Þingeyrar, sjávarþorpsins sem er nú á hvers manns vörum, getur þú lesið í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan. Fæst í bókabúðum um land allt og einnig beint frá forlaginu. Pöntunarlisti Undirritaður óskar eftir að fá send eftirtalin hefti í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan: □ 1. hefti □ 2. hefti □ 3. hefti □ 4. hefti □ 5. hefti □ 6. hefti Verð hvers heftis er kr. 1.000 burðargjaldsfrítt. Áætlað er að tvö hefti komi út á ári. □ Ég óska eftir áskrift (Setjið kross fyrir framan). Nafn:________________________________________________________ Heimilisfang:________________________________________________ Póstnúmer:________ Staður:___________________________________ Sendist til: Vestfirska forlagið Sími og fax 456-8260 Hrafnseyri 471 Þingeyri Netfang: jons@snerpa.is BGB á Dalvík og Hólma- drangur sameinast DV, Dalvík: Stjómir hlutafélaganna BGB hf. í Dalvíkurbyggð og Hólmadrangs hf. á Hólmavík hafa undirritað viljayflr- lýsingu um að stefnt skuli að sam- einingu fyrirtækjanna og verði sam- einingin miðuð við uppgjör þeirra þarm 30. júní nk. í viljayfírlýsingunni, sem undir- rituð i síðustu viku, segir að stefnt skuli að áframhaldandi rekstri í landi á þeim stöðum sem fyrirtækin reka í dag. Það er fiskvinnslu á Ár- skógssandi og Drangsnesi, flskþurrk- un á Dalvík og rækjuvinnslu á Hólmavík. Jafnframt segir að stefnt skuli að því að samræma skipastól félagsins að þeim veiðiheimildum sem félagið hefur, en sameiginleg út- hlutun þeirra við upphaf yfirstand- andi kvótaárs nam um 7000 þorskígildum. Lögheimili hins sameinaða félags verður að Sjávargötu 6 á Árskógs- sandi. Aðafundur BGB var haldinn 11. júni sl. og aðalfundur Hóma- drangs hf. þann 23. júní. -hiá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.