Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 7 Neytendur Grænn í garðinum Á síðari árum hafa æ fleiri áhuga- menn um garðyrkju lagt metnað sinn ' í að stunda umhverfisvæna garð- yrkju. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að skilgreiningar á um- hverfisvænni garðyrkju eru nokkuð á reiki. Þó ættu þeir sem hyggjast stunda umhverfisvæna garðyrkju í fyrsta lagi að draga úr eða hætta al- veg notkun eiturefna og plöntulyfja og í öðru lagi að draga úr eða hætta alveg notkun tilbúins (kemísks) áburðar. Garðaeitur Garðeigendur eiga kost á alls kyns eitri og lyfjum til varnar meindýrum og illgresi; eitri til höfuðs kálflugu, blaðlús, trjámaðki, sniglum og fleiru. Eitri til að drepa illgresi í matjurtar- görðum, í skrautbeðum, á gangstétt- um, milli hellna og eitri til að drepa fifla og sóleyjar. Úrvalið er mikið þótt það hafi minnkað á undanfórn- um árum vegna aukinna krafna um umhverfisvernd. í umhverfisvænni garðyrkju skipt- ir hugarfarið mestu máli. Umhverfis- væn garðyrkja krefst þess að vel sé hlúð að plöntum og jarðvegi og að gott eftirlit sé haft með ástandi garðs- ins. Hins vegar getur hún kaflað á hugarfarsbreytingu gagnvart útlits- skemmdum á gróðri. Getum við t.d. sætt okkur við blaðlús á runnum eða kálmaðk á rófum? Val á plöntum Gott er að leita ráða hjá garðyrkju- mönnum um val á plöntum sem síst er hætt við skemmdum vegna mein- dýra á borð við lús og maðk. Nefna má að víðir, einkum hrekkuvíðir og alaskavíðir, er við- aðrar tegundir. Víðir er hins vegar tilvalinn við trjárækt á íslandi vegna þess hversu vel hann þolir hinn sífellda næð- ing hérlendis. Auk þess vex hann hratt og er harður af sér. Kálmaðkur gerir iðulega usla í matjurtargörðum. Viss- ar matjurtir eru þó viðkvæm- ari en aðrar, s.s. blómkál og kínakál. Grænkál mun hins vegar vera þolnara gagnvart maðkinum. Heilbrigður jarðvegur Ein forsenda þess að fá heil- brigðan jarðveg er að nota líf- rænan áburð og forðast eitur. Gjarnan má nota hrossatað og blanda það t.d. með fiski- eða þangmjöli. Safnhaugsmold er einnig góður jarðvegsauki og má gjarnan blanda hana með öðrum lífrænum úrgangi. Margir grípa til þess ráðs að halda illgresi niðri með eitri sem fer illa með jarðveginn. Hægt er að halda iflgresinu í skefjum með öðrum ráðum: a) Nota hentug verkfæri og leggjast einfaldlega sjálfur á hnén eða fá fagmenn til verks- ins til að reyta iflgresið. b) Gott er að breiða yfir beð í garð- inum tU að halda iUgresinu í skefj- um. TU þess má nota tréflísar, dag- blöð eða slegið gras. Hér er um að ræða lífræn efni sem samlagast jarð- veginum. c) Þegar Ulgresi kemur upp á miUi hellna i gagnstétt eða á bflstæði eig- um við minnst tvo kosti, auk þess að kaupa eitur. Annars vegar er hægt að drepa Ulgresið með grófu salti. Þess ber þó að gæta að saltið er lengi að Umhverfisvæn garðyrkja krefst talsverðar vinnu en garðurinn nýtur svo sannarlega góðs af. er hægt að hefja ræktun á saltbomu svæði fyrr en löngu síðar. Hins vegar er hægt að halda iUgresinu í skefjum með sjóðandi vatni. d) Bruni er gott ráð við fllgresi í gulrótarbeðum. Gulrætur eru 12-14 daga að spíra eftir að sáð hefur verið. Þegar arfinn er vel spíraður, 10-11 dögum eftir sáningu er beðið sviðið með gasloga. e) Mosi getur náð yfirhöndinni á grasblettum þar sem skuggsælt er og rakt og þar sem jarðvegur er ekki nægilega frjósamur. Sé ástæða til að amast við mosa í grasflötinni má reyna að strá sandi eða skeljasandi á blettinn. Blaðlús og kálfuga Algengasta aðferðin til að losna við blaðlús er að úða eitri yfir runna og aðrar plöntur sem lúsin sækir í. Margir halda blaðlús hins vegar í skeíjum með því að spúla runna og tré með volgu vatni sem grænsápu hefur verið bætt út í (1/2 dl sápa á móti einum lítra af vatni). Þessi að- ferð krefst þess að vel sé fylgst með plöntunum og tafarlaust gripið til að- gerða þegar lúsin gerir vart við sig. Annað ráð er að úða plönturnar með þangvökva sem jafnframt er góð nær- ing fyrir þær. Ýmsar lífrænar leiðir eru til að vinna á kálflugunni sem tók sér ból- festu hérlendis á þessari öld. KáUlug- an leggst einkum á jurtir af kross- blómaætt, s.s. gulrófur og kál. Ráð til að verjast kálflugunni eru m.a. þessi: a) Breiðið akrýldúk yfir plöntum- ar. í því felst góð vörn sé það gert tímanlega. Kálflugan er einkum á ferli á tímabilinu 20. júní fram í ágústbyrjun. b) Vökvun með þangvökva er talin gera gagn. Auk þess sem næring felst í vökvanum ruglar hann lyktarskyn flugunnar. c) Gott er að hafa lyktsterkar jurt- ir til hliðar við kálgarðinn, t.d. kryddjurtir. d) Skiptirækt er æskileg verði henni komið við. Gulrætur halda kál- flugunni frá og því er gott að sá þeim með gulrófum. Einnig er gott að sá rófum í jörð þar sem gulrótum var sáð í árið áður. Þá er bara að hefjast handa í garð- inum og leyfa grænu fingrunum að njóta sín. (Heimild: Græna bókin o.fl.). -GLM kvæmari fyrir blaðlús en margar brotna niður í jarðveginum og ekki Bruschetta með tómötum Þessi ítalski smáréttur er afar hentugur fyrir önnum kafið nútíma- fólk. Uppskrift 18 sneiðar, gróft brauð, helst italskt, skorið í 2-3 sm þykkar sneiðar. 4 hvítlauksbátar, pressaðir 1 dl ólífuolía salt og pipar 4-5 tómatar 18 stór basiUauf Aðferð 1) Raðið brauðsneiðunum á ofn- plötu og ristið í u.þ.b. 10 mínútur í 180° C heitum ofni. 2) Smyrjið síðan svolitlu af hvít- lauknum á báðar hliðar sneiðanna. 3) Hitið olíuna hægt á lítiUi pönnu. Raðið brauðsneiðunum á fat Þessi ítalski smáréttur er afar hent- ugur fyrir önnum kafið nútímafólk. eða diska og heUið heitri olíunni varlega yfir hverja sneið. Stráið síð- an salti og pipar yfir. 4) Skerið tómatana í þykkar sneiðar og setjið eina á hverja brauðsneið. Skreytið með basiUauf- um og berið strax fram. -GLM EVRÓPA BILASALA ,TÁKN UM TRAUST ' Faxafeni 8 - sími 581 1560 Cadillac sedan De Ville ’92, ek. aðeins 66 þús. km.útv/segulb., ABS, hleðslujafnari, leður,cruisecontrol, allt í rafmagni. I Greiðsluáskorun nnheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskomnar þessarar: Gjöldin em: Staðgreiðsla og tryggingagjald til og með 5. tb. 1999, með eindaga 15. júní 1999, og virðisaukaskattur til og með tb. mars-apr. 1999, með eindaga 5. júní 1999, og aðrar gjaldfallnar álagningar og ógreiddar hækkanir, er fallið hafa í gjalddaga fyrir 16. júní s. 1., á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, þróunarsjóðsgjaldi, kirkju- garðsgjaldi, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlits- gjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi og jarðarafgjaldi. Álögðum opinbemm gjöldum sem í eindaga eru fallin. sem eru: tekjuskattur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, búnaðargjald og iðgjald til lífeyrissjóðs bænda. Ennfremur kröfur sem innheimtar em á gmndvelli samnings milli Norðurlandanna um aðstoð í skattamál- um, sbr. lög nr. 46/1990, sbr. auglýsingu nr. 16/1990 og auglýsingar nr. 623/1997 og nr. 635/1997 og kröfur vegna ofgreiddra barnabóta, ofgreidds barnabótaauka og ofgreiddra vaxtabóta. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af inhheimtu skuldarinnar kann að leiða. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér vemlegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaidendur sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vömgjald, afdreginn fjármagns- tekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningamúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. ToUstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í KeflavQc Sýslumaðurinn á KeflavíkurflugveUi Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísaflrði Reykjavík, 28. júní 1999. Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á HvolsveUi Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.