Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 14
nVAM
I
:
2
o
m
2
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999
Haukur Magnússon, Köttari númer 1:
Gunnþór og KR-Zebrarnir láta ekki sitt eftir iiggja þegar leikir KR fara fram.
DV-mynd ÞÖK
Gunnþór Sigurðsson og KR-Zebrarnir:
Allt að því tniarbrögð
Köttarar eru trúlega einna lit-
ríkastir áhangenda íslenskra
fótboltaliða. Eins og allir vita
styðja þeir Þrótt og mæta ævinlega á
völlinn með stæl. Félagatalið hefur
vaxið hratt og Köttararnir orðnir á
fimmta hundrað. „Stefnuleysi er okk-
ar mottó og við spilum alltaf af fingr-
um fram. Við fmnum hins vegar oft
fyrir yflrburðum okkar en okkur
finnst skemmtilegra að fá samkeppni
frá andstæðingunum," segir Köttari
númer 1 og formaður knattspymu-
deildar Þróttar, Haukur Magnússon.
Allir geta orðið Köttarar svo fremi
sem þeir styðja Þrótt til góðra verka.
Ekki er þó amast við því þótt liðs-
menn eigi sér önnur uppáhaldslið.
„Mér er minnisstæður leikur gegn
ÍBV fyrir nokkru. Um þrjátíu Köttar-
ar mættu tO Eyja og við möluðum
Eyjamenn hreinlega í hvatningaróp-
unum. Það var aðeins einn Eyjamað-
ur sem stóð undir nafni i þessum leik
og hann hvatti sína menn óspart
áfram. Svo gerðist það þegar við
erum á leið á flugvöllinn með leigubíl
að við fórum að spyrja bílstjórann út
í leikinn. Þá kemur í ljós að hann var
maðurinn sem stjómaði hrópum ÍBV-
manna. Hann var gerður að Köttara á
staðnum, annað var bara ekki hægt,
og hann hefur verið Köttari æ síð-
an,“ segir Haukur.
Þróttur leikur nú i annarri
deild en að sögn Hauks er að-
eins um afmarkað vandamál
að ræða. „Þetta er tímabund-
ið ástand og við erum
komnir á góðan skrið nú í
sumar. Það er alltaf góð
stemning í kringum
Köttara, sem sést á því
hversu margir vilja
sitja hjá okkur í
stúkunni. Það eru
allir velkomnir í
þennan félags-
skap ef þeir eru
tilbúnir að
hrópa sig hása og hvetja Þrótt til sig-
urs,“ segir Haukur Magn-
ússon, Köttari númer 1.
-aþ
Köttarar eru trúlega einna litríkastir
áhangenda fslenskra fótboitaliða.
Haukur Magnússon, Köttari númer
1, sést hér ásamt sínum mönnum á
góðri stundu. DV-mynd BG
Karlinn með lúðurinn.
Ragnar er þekktur fyrir að stýra
áhangendum ÍBV af hörku en
einnig að aðstoða
andstæðingana við að hefja söng
og hróp.
Við eram auðvitað allir forfallnir
KR-ingar og fylgjum okkar liði í
gegnum súrt og sætt. Þetta er
öflugur og ekki síst skemmtilegur hóp-
ur stuðningsmanna sem á sér aðeins
eitt markmið; að halda með KR,“ segir
Gunnþór Sigurðsson, liðsmaður í
stuöningsliði KR-inga, Zebrunum.
KR-Zebrarnir era samofnir KR-
klúbbnum og hafa verið við lýði í nokk-
ur ár. Þeir spretta upp á vorin eins og
lóan og halda dampi allt þar til síðasti
leikur liðsins fer fram. „Það má segja að
við séum hálf munað-
arlausir þann
tíma sem engir leikir era.“
Stemningin á heimaleikjum KR er
gríðarleg að sögn Gunnþórs. Zebramir
hittast alltaf fyrir leik og spá í spilin.
„Við kyndum síðan stúkuna vel upp og
höldum góðri stemningu þar til yflr
lýkur. Það er alltaf mesta fjörið í kring-
um okkur enda gefúmst við aldrei upp
þótt á móti blási. Síðan hittast menn
gjama eftir leik og þá era ræddar ýms-
ar „ef ‘ og „hefði" spumingar.
KR-ingar hafa ekki unnið íslands-
meistaratitil síðan árið 1968 og líklegt
að sumum þyki biðin orðin löng. Gunn-
þór er þó ófáanlegur til að spá nokkra
um úrslit þetta árið. „Við herðumst við
hverja raun og það verður alltaf gaman
að vera KR-ingur, á hverju sem gengur.
Við stefnum auðvitað á sigur en trúin
á KR er samt annað og miklu meira,
hún nálgast það að vera trúarbrögð,"
segir Gunnþór Sigurðsson Zebri. -aþ
Klappstjórar:
Gefast aldrei
upp
Stemningin á gódum fótboltaleih getur veriö rafmögnuö eins og
flestir vita. Áhangendur liöanna sitja gráir fyrir járnum í
stúkunni, íklæddir búningum síns liðs og gjarna vopnaöir
trumbum og lúörum. Markmiöiö er þó eitt og hiö sama hjá þeim
öllum; aö hvetja sitt liö til sigurs og skemmta sér svo um munar.
Ragnar Sigurjónsson, fremstur meðal jafningja í Lundúnum:
Fótboltinn á að vera skemmtun
Lundamir, stuðningslið ÍBV, var
stofnað fyrir fjórum áram.
Fremstur meðal jafningja í þeim
hópi er Ragnar Sigurjónsson, sem býr
reyndar ekki í Vestmannaeyjum held-
ur á annarri eyju, Viðey. „Mér var far-
ið að ofbjóða orðbragð sumra í
stúkunni og fór auðvitað að skipta
mér af því. Lundamir vora stofhaðir
fyrir fjórum árum en mér og fleirum
fannst að framíköll væra orðin fullnei-
kvæð á stundum og vildum spoma
gegn því. Síðan þá hefur það oft verið
mitt hlutskipti að vera með lúðurinn
og stjóma söngnum. Ef menn era með
einhver leiðinlegheit þá stoppa ég þá
af og oftast hlýða Eyjamenn karlinum
með lúðurinn," segir Ragnar.
Lundamir láta allajafna meira til
sín taka á útileikjum ÍBV. Ragnar seg-
ir stemninguna annars konar þegar
leikið er heima. Þar hefúr hver maður
sinn stað í stúkunni og hægt að ganga
að öllum vísum.
Þar ríkir skipulag í annars miklu
skipulagsleysi. „Það er langt frá því að
menn séu nógu duglegir að hvetja sín
lið hér á landi, og allra síst ef borið er
saman við útlönd. Það er ekkert gam-
an á fótboltaleik ef lítið heyrist í and-
stæðingunum. Ég hef stundum farið
með lúðurinn í stúku andstæðinganna
ef mér fmnst þeir ekki nógu háværir.
Það er langskemmtilegast þegar Uðin
hrópast á enda eiga fótboltaleikir fyrst
og síðast að vera skemmtilegir," segir
Ragnar.
Röddin verður oft lúin hjá þeim sem
fylgja Ragnari eftir í söng og hrópum
enda segist hann aldrei gefa eftir.
„Maður er oft hás eftir leiki en það er
bara hluti af skemmtuninni. Mikil-
vægast er að halda uppi góðri stemn-
ingu og styðja sína menn til sigurs,“
segir Ragnar Sigurjónsson Lundi.
-aþ
I