Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1999 15 að handan Miöillinn Þórunn Maggý Guðmundsdóttir: Spurningarnar stærri og stærri Hver er ég, hvaðan kem ég og hvað verður um mig eru allt spurningar sem menn glíma við og þyrstir í svör. Fáir kunna svar við spurningum sem þess- um en þó eru til menn sem búa yfir vitneskju og hafa tengsl við fólk annars heims. Tilveran ræddi við miðil, spákonu og talnaspeking ogfékk þau til þess að spá fyrir 21 árs laga- stúdínu. Hermundur segist trúa á kærleikann og allt hið góða. „Eg myndi telja mig kristinn spíritista og í mínum augum er guð alheimsorka." Eg ætlaði aldrei að vinna við þetta, ég var alveg harðákveðin í þvi. Mér fannst svo mikil ábyrgð fylgja þessu starfí," segir Þór- unn Maggý Guðmundsdóttir, einn virtasti miðill landsins. Þórunn var snemma ólík öðrum bömum, talaði við fólk sem aðrir sáu ekki, en það var ekki fyrr en hún var orðin tals- vert eldri að hún skynjaði hæfileika sína. „Þegar ég var ólétt að fyrsta bami mínu sá ég alltaf annað slagið mann og hann var farinn að trufla mig. Hann var einkennilega klæddur og þegar ég fór að grennslast fyrir um málið komst ég að því að klæðnaður- inn var að hætti gyðinga. Þegar drengurinn minn svo fæddist hætti þetta. Svo gerðist það þegar hann var kominn til vits og ára að hann lætur dáleiða sig og þá kom fram að sonur minn var gyðingur í fyrra lífi.“ Þórunn Maggý heldur miðilisfundi fyrir fólk og þar koma oftar en ekki fram látnir ættingjar sem vilja ræða við fólkið sitt eða koma skilaboðum áleiðis. „Mér finnst, eftir þvi sem ég læri og skil meira, að spumingamar stækki í samræmi við það. Það er aldrei hægt að komast til botns í þess- um málum." Þórunn segir fólk senda frá sér orku, strauma til annarra og þess vegna séu hugsanir manna mikilvæg- ar. „Ég segi alltaf að hugsi maður eitt- hvað sé maður búinn að framkvæma það. Fólk á hugsa á jákvæðu nótun- Spá Þórunnar Maggýjar: Maki: Já, en hjónaband verður ekki fyrr en seint. Börn: Tvö Fjármál: Peningar verða ekki vandamál. Búseta: Jafnvel úti á landi. Starf: Eitthvað tengt skrifum. Talnaspekingurinn Hermundur Rósinkranz: F Eg hef fundið dauðalykilinn Þórunn Maggý Guðmundsdóttir var sem lítil stúlka öðruvísi en önnur börn, hún sá fólk annars heims. DV-mynd JAK Talnaspeki er eitt elsta form af spádómslistinni og hana er að sögn Hermundar Rósinkranz, talnaspekings og miðils, að finna í öllum trúarbrögðum heimsins." Allt lífið er hringur og talnaspekin bygg- ist á því að reikna út hringinn. Finni maður upphaf er alltaf hægt að sjá lokin. Ég hef fundið dauðalyk- ilinn, ég get reiknað út dánardag, en ég segi fólki ekki frá honum.“ Her- mundur hefur lesið í tölur í nær tíu ár og hann segir mjög fáa íslendinga stunda talnaspeki. Hermundur segir alla geta lært að lesa úr tölum og hann getur sagt fyrir um fortið, framtíð og orku manna með því einu að þekkja fæðingardag, ár og nafn hjá fólki. En hvemig uppgötvaði Her- mundur að hann hefði sérstaka hæfileika? „Þegar ég var lítill lék ég mér alltaf við klettabelti ná- lægt heimili mínu og ég var klukku- stundum saman með vinum mínum, krökkunum í hvítu fötunum. Mér fannst það sjálfum mjög eðlilegt en svo þegar ég var um þrítugt fór ég að rifja þetta upp með móður minni, spurði hana um krakkana. Hún vissi þá ekkert um hvað ég var að tála, ég var alltaf einn að leik.“ Her- mundur er einnig transmiðill og fær þannig skilaboð að handan. Gilda einhverjar reglur um það hversu mikið miðlar mega segja, mega þeir til dæmis uppljóstra dán- ardegi manna? „Miðlar eru misjafn- ir eins og annað fólk. Ég segi fólki aldrei frá hvenær það deyr, það þarf enginn að vita neitt um það. Ég vil vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér, ég fæ skilaboð væntanlega í þeim tilgangi að koma þeim áleiðis en ég spyr fólk einfaldlega hvað og Spákonan Sjöfn Sigurðardóttír: Trúin er sterkt afl í lífi mínu hvort fólk vill vita um tiltekin mál. Manneskjan á sjálf valið.“ Spá Hermundar: Talan hennar er átta, sem stendur fyrir efnislega fullnægju. Veraldleg gæði dragast að henni og hún kann að njóta velgengni án þess að ofmetnast. Hún er glaðlynd og hef- ur yfirieitt jákvætt hugarfar. Maki: Yrði mjög hissa ef hún kynn- ist ekki manni á þessu ári. Mikil rómantík á árinu. Hún er gefandi kona, heiðarleg og áreiðanleg. Börn: 2-3, tvö þeirra fæðast iíklega áður en hún nær þrítugsaldrinum. Fjármál: Allt á góðu róli, læri hún að hræðast ekki gnægtir. Starf: Ábyrgðarstaða. Hún kann að fara með vald og pólitík myndi henta vel. kynna að hér býr óvenjuleg kona. Kona sem sér það sem aðrir sjá ekki og skynjar það sem aðrir skynja ekki. Sjöfn hefur spáð í mörg herrans ár og hún spáir í bolla, spil en best finnst henni að spá í kristalana sína. Sjöfn er að auki spámiðill en muninn á spám- iðli og spákonu segir hún vera þann að spákonan notar sér til að- stoðar ýmis tæki en spámiðill styðst ein- göngu við vitund sína og að- stoð að hand- ^ an. „Ég tek bara einn á dag, ég hef einfald- lega ekki krafta í meira þó að ég hafi gert það áður. Nú vil ég hvílast vel á milli til þess að geta spáð sem allra best. Ég man að þegar ég spáði fyrir útvarpsstöðvamar var ég að spá fyrir fjöldann allan af fólki á ör- skömmum tíma og þá var ég oft bara rugluð á eftir,“ segir Sjöfn, sem uppgötvaði hæfileika sína strax sem ung stúlka. Tengjast sam- skipti Sjafnar við fólk að handan trú, er hún trúuð? „Já, ég held að flestir sem hafa þessa náðargáfu hafi einhverja trú. Ég tók kaþólska trú á sínum tíma, en skipti aftur yfir í lúterska þegar ég giftist Ragn- ari, manni mínum. Trúin er mjög sterkt afl mínu lífi.“ -þor Spá Sjafnar: Maki: Verður tvígift, á því er lítill vafi. Fyrri eiginmaður hugsanlega í svipuðu námi og stúlkan. Það hjónaband blessast ekki en það seinna verður að öllum líkindum afar ástríðufullt. Börn: Tvö, þau koma ekki til sög- unnar fyrr en að loknu námi. Fjármál: Þar er allt bjart, hamingju- stólpi allt í kring. Búseta: Ekki viss, hugsanlega úti á landi. Starf: Ótengt náminu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.