Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Kæra Hillary fyr- ir aö ferðast á kostnað ríkisins Hillary RodhamClinton, for- setafrú Bandaríkjanna, leitaði í gær að húsnæði í New York vegna framboðs síns til öldunga- deildar Bandaríkjaþings. Tals- maður forsetafrúarinnar sagði að hún hefði varið nokkrum tíma í borginni við húsaskoðun. Hópur íhaldsmanna íhugar nú að kæra forsetafrúna vegna ferða hennar fró Washington til New York und- anfama mánuði þar sem hún hef- ur ferðast á kostnað ríkisins. Hópurinn er á þeirri skoðun að forsetafrúin eigi að borga sjálf fyrir ferðimar þar sem þær séu farnar vegna pólitískrar framtíð- ar hennar sjálfrar. Hún sé ekki að fara til New York sem forsetafrú Bandaríkjanna. Hvíta húsið hefur vísað gagnrýninni um New York- ferðirnar á bug. Viðræður við Likudflokkinn sigldu í strand Stjórnarmyndunarviðræðurnar Ehuds Baraks, verðandi forsætis- ráðherra ísraels, og Likudflokks- ins sigldu í strand í gær. Frá þvi að Barak sigraði í kosningunum 17. maí síðastliðinn hefur hann talað um að hann vildi að Likud- flokkurinn tæki þátt í stjórn hans. Sagði hann þátttöku flokks- ins mikilvæga vegna áframhald- andi samninga við Palestínu- menn. Viðræðurnar við Likud- flokkinn fóru hins vegar út um þúfur í gær þar sem Barka neitaði að miðla málum í samningmn við Palestínumenn. Ariel Sharon, settur leiðtogi Likudflokksins, sagði að Barak hefði ekki viljað styðja áætlun Likudstjórnarinnar um byggðir fyrir gyðinga í aust- urhluta Jerúsalem. Barak er einnig mótfallinn neitunarvaldi Likudflokksins í friðarferlinu. Likudflokkurinn er andvígur því að ísraelar láti Golanhæðimar af hendi til Sýrlendinga. Gífurlegur viðbúnaður lögreglu um alla Evrópu: Abdullah Öcalan dæmdur til dauða Kúrdíski PKK-leiðtoginn Abdullah Öcalan var dæmdur til dauða í morgun. Búist hafði verið við dauðadómi og hefur lögregla um alla Evrópu verið með hertan við- búnað af ótta við hryðjuverkaöldu stuðningsmanna PKK. í lokaorðum sínum fyrir réttinum bað Öcalan aftur um tækifæri til að fá að koma á friði milli PKK og tyrkneskra yfirvalda. Sagði hann dauðadóm yfir sér verða upphafið að hryðjuverkavél þúsunda stuðn- ingsmanna PKK. Öcalan kvaðst ekki sáttur við að vera sakaður um landráð. Hann var sagður ábyrgur fyrir dauða 37 þúsunda manna í tíð baráttu PKK fyrir sjálfstæði Kúr- distans. Hálfri klukkustund eftir lokaorð Öcalans komu dómararnir þrír aft- ur inn í réttarsalinn. Sögðu þeir ekki koma til greina að dæma Öcal- Abdullah Öcalan. Símamynd Reuter an í lifstíðarfangelsi þar sem hann væri sekur um morð á þúsundum saklausra, ungbarna, barna, kvenna og aldraðra. Er dómurinn hafði verið kveðinn upp var þjóðsöngur Tyrkja kyrjað- ur í réttarsalnum. í tyrkneska ríkis- sjónvarpinu var ekki nein svip- brigði að greina á Öcalan við dóms- uppkvaðningu. Hann veifaði til við- staddra í réttarsalnum er hann gekk út úr glerbúri sínu og út úr salnum. Fjölskyldur tyrkneskra hermanna höfðu í morgun safnast saman ekki langt frá réttarsalnum til þess að fagna væntanlegum dauðadómi yfir Kúrdaleiðtoganum. Braust út mikill fógnuður er úr- skurðurinn var ljós. Dauðadómnum yfir Abdullah Öcalan, sem er 50 ára, verður nú áfrýjað. Tyrkneska þingið verður einnig að staðfesta dauðadóminn. Þúsundir belgískra bænda hafa undanfarið sett upp vegatálma um landið. Bændurnir krefjast hærri bóta frá belgíska ríkinu vegna díoxínhneykslisins. í gær tóku nokkrir bændur sig til í bænum Namur í suðurhluta landsins og kveiktu í hjólbörðum til að leggja áherslu á kröfur sínar. Símamynd Reuter ravörður og V( Hörð gagnrýni á aukin útgjöld í Færeyjum Formaður fjárlaganefndar lög- þingsins í Færeyjum, Bjami Djur- holm í Fólkaflokknum, gagnrýnir harkaléga útgjaldaaukningu hins opinbera samtímis því sem land- stjórnin hefur sett sér það mark- mið að hætta að þiggja framlag frá Dönum upp á um 10 milljarða íslenskra króna. „Menn lifa eins og þeir hafa alltaf gert, samtímis því sem þeir vilja ekki lengur njóta fjárhags- stuðningsins. Þetta kemur engan veginn heim og saman,“ segir Bjami Djurholm. Mikil uppsveifla er nú í efna- hagslífinu í Færeyjum. Formaður ráðgjafanefndar dönsku stjómar- innar í málefnum Færeyja hvetur nú til þess að stjórnmálamenn í Færeyjum stöðvi þróunina. Bjami Djurholm er sammála. Óttast vargöld að nýju í gær úrskurðaði nefhd á veg- um bresku stjórnarinnar að Sam- bandssinnum á N-írlandi væri óheimilt að ganga um hverfi kaþ ólikka I Porta- down um helg- ina. Sambands- sinnar hyggjast virða bannið að vettugi og er ótt- ast að átök kunni að brjótast út. Annað kvöld rennur út frestur til að festa friðarsamkomulagið ffá í fyrra í sessi en David Trimble, leiðtogi Sambandssinna, hefur neitað stjómarmyndun nema IRA hefji afvopnun strax. Óvarkárir með veiru Öryggisreglum var ekki fylgt við tilraunir með genabreytta veira á krabbameinssjúklingum í Árósum í Danmörkum. Til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu átti að einangra sjúklingana í þrjá sól- arhringa. Kjarnorkuver í íran Forsætisráðherra Rússlands, Sergei Stepasjín, hefur samþykkt að ræða við Irani um byggingu þriggja kjarnorkuvera í íran. Drap átta börn sín Sjötug kona í Philadelphiu í Bandarikjunum viðurkenndi i gær að hafa kæft átta af tíu böm- um sínum. Hún sagði dánarorsök- ina vera vöggudauða. Eitt barn konunnar fæddist andvana og annað lést á sjúkrahúsi fljótlega eftir fæðingu. Sýrland hlustaði ekki Sýrland varð ekki við beiðni ísraels um að stöðva flugskeyta- árásir Hiz- bollahskæru- liða á ísrael. Þess vegna gerðu ísraelsk- ar herílugvélar árásir á brýr og orkustöðvar í Líbanon, að því er Moshe Arens, varnarmálaráð- herra ísraels, í gær. Yfir 30 þúsund sýrlenskir hermenn eru í Líbanon. Barnaklámhringur Sænska lögreglan er í þann veginn að leysa upp barnaklám- hring sem hefur tengsl við mörg lönd. Hefur lögreglan fundið 44 þúsund myndir og 800 filmur með barnaklámi. Drukkna drukknir Fyrstu 20 daga júnímánaðar drukknuðu 89 manns i ám og sund- laugum Moskvu. Um 90 prósent fórnarlambanna vom drukkin. Morðingja leitað Meintur lestarmorðingi í Bandaríkjunum hefur enn ekki fundist þrátt fyrir ákafa leit í þrjár vikur. Viðræður um fríverslun Leiðtogar Evrópu og Suður- Ameríkurikja hófu í gær viðræð- ur í Brasilíu um mögulegan frí- verslunarsamning. Leeson sieppt Breska verðbréfamiðlaranum Nick Leeson, sem olli gjaldþroti elsta banka Englands með við- skiptum sínum, verður sleppt úr fangelsi á laugardaginn. Mubarak í Washington Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, hóf í gær viðræður í Washington við bandaríska embættismenn um friðarhorf- ur í Miðaustur- löndum. Mubarak hitti Sandy Berger, þjóðaröryggis- ráðgjafa Bandaríkjanna, auk ým- issa annarra háttsettra emhættis- manna. Egyptar hafa imnið bak við tjöldin að friði milli ísraela og Palestínumanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.