Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1999 'éttir Grunnskólinn 1 Vesturbyggð í uppnámi vegna breytinga á skólahaldi: Skólastjóri hættir - og tveir aörir hafna samningaviöræðum viö bæjaryfirvöld „Ég hef beðið um starfslokasamn- ing og er hætt. Ég geng ekki að svona tilboði," sagði Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri á Bíldudal, við DV í gærkvöld. Bæjarráð Vest- urbyggðar hafði boðað skólastjór- ana þrjá, sem fyrirhugað var að gera að aðstoðarskólastjórum í kjöl- far breytts skipulags skólamála í Vesturbyggð, á sinn fund siðdegis í gær. Fyrir lá tilboð sem bæjarráð hafði gert þeim í fyrradag. Enginn skólastjóranna mætti. Tveir þeirra, ’Torfi Steinsson, skólastjóri Grunn- skólans á Birkimel, og Björg Bald- ursdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Örlygshöfn, sendu bæjarráði hins vegar bréf. Þar segir að þau hafni því tilboði um launakjör sem kynnt hafi verið á fundi með þeim í fyrra- dag. Þau feli Kennarasambandi ís- lands að fara með samningamál sin. Niðurstaða komandi viðræðna muni skera úr um það hvort þau kjósi að starfa við Grunnskóla Vest- urbyggðar eða nýta sér biðlaunarétt sinn. Nanna Sjöfn hringdi í bæjar- yfirvöld og kvaðst ekki mæta á fundinn en baö um starfslokasamn- ing. Nanna Sjöfn sagði við DV í gær- kvöld að ekki hefði komið til greina að ganga að tilboði bæjarráðs eins og það hefði verið sett fram. Það hefði gert ráð fyrir lækkun launa um tvo launaflokka, eða um 10.000 krónur á mánuði. Þá hefði átt að færa hana úr stöðu skólastjóra í stöðu aðstoðarskólastjóra og auka kennsluskylduna -JSS Flateyri: Kona missir handlegg Kona sem var að vinna við fisk- vinnsluvél á Flateyri missti framan af handlegg í dag. Konan missti handlegginn rétt fyrir neðan öxl. Lögreglan á ísafirði var kölluð til og var konan flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem gert verður að sárum hennar. -EIS Vestmannaeyjar: Færeyskur sjó- maður týndur Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur verið að leita að færeyskum sjómanni sem hefur verið týndur síðan í nótt. Hafði hann verið á öldurhúsi ásamt fé- laga sínum en sá var kominn um borð en til hins hefur ekkert spurst. Er jafh- vel talið að hann hafi fallið milli skips og bryggju. Lögreglan hefur leitað um alla eyju og er að undirbúa leit með köfurunum í höfninni. -EIS Pólsku hjónin Barbara og Przemyslaw Lakomski ásamt sonunum Grzegorz og Arjaduysz. Þau fluttu til Þingeyrar árið 1997 og drengirnir komu í fyrra. DV-mynd GS Pólsk hjón meö tvo syni á Þingeyri: Hafnarfjörður: Vitni vantar Erfitt fyrir fjölskyld- una að rífa sig upp Lögreglan i Hafnarfirði leitar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan skemmti- staðinn Spotlight við Hverfisgötu þann 18. apríl síðastliðinn. Sér- staklega vill lögreglan tala við tvær stúlkur sem komu og að- stoðuðu þann sem varð fyrir árásinni. Forðuðu þau honum í burtu en ekki er vitað hvað stúlk- urnar hétu. Þrátt fyrir að langt sé síðan árásin átti sér stað eru þessi vitni nauðsynleg svo hægt sé að ljúka málinu því öðrum vitnum ber ekki saman. Þeir sem telja sig geta veitt lögreglu ein- hverja aöstoð í málinu er bent á að tala við rannsóknardeild lög- reglunar í Hafnarfirði, í síma 555- 1166. -EIS DV, Þingeyri: „Við hjónin komum hingað haustið 1997 og skildum syni okkar eftir heima í Póllandi. Okkur lík- aði strax afar vel hér á staðnum og á síðastliðnu sumri ákváðum við að fjölskyldan flytti hingað. Við fórum því heim og náðum í synina, sem eru 6 og 10 ára gamlir, og okk- ur gekk vel héma,“ sagði Przemyslaw Lakomski. Lakomski-fjölskyldan hefur að- lagast vel samfélaginu á Þingeyri. Drengimir hafa verið í skóla, sá eldri náði þar góðum árangri. Yngri drengurinn hefur verið í leikskólanum. Báðir hafa náð góð- um tökum á íslensku og voru nú í sumar meðal annars á leikjanám- skeiðum sem íþróttafélagið Höfr- ungur stendur að fyrir æsku stað- arins. „Það er gott fólk hérna, staðurinn góður og mjög gott að starfa hjá Rauðsíðu á meðan fyrirtækið var í rekstri. Helst vildi ég aö það kæmist af stað á nýjan leik. Það er mjög leiðinlegt að bíða og bíða og vita ekkert hvað verður. Ég vil endilega komast í vinnu strax. Það er erfítt fyrir fjölskylduna að þurfa að rifa sig upp hér ef ekki verður um frek- ari störf að ræða hér á Þingeyri. Við munum leita fyrir okkur með vinnu í einhverju öðra sjávarplássi hér á landi því okkur líkar öllum vel við landið og viljum vera hér að eilífu," segir Lakomski -GS Gunni og Felix áiríta nýju plötuna „LANDKÖNNUÐIR“ og skemmta gestum í verslun Skífunnar Laugavegi 26 í dag kl. 14:00. Iwona Motycka og Edyta Swiecicka frá Póllandi. DV-mynd GS Tvær pólskar verkakonur á Þingeyri: Óvissan er erfið „Við bíðum hér fram í næstu viku og sjáum hvað verður um Rauðsíðu. Ef vinnsla hefst að nýju í frystihúsinu hér verðum við áfram hérna á staðnum. Okkur hefur líkað vel hér, það hefur að vísu verið erfitt að vera án vinnu í sumar. Óvissan sem fylgir biðinni er líka erfið," sögðu þær Iwona Motycka og Edyta Swiecicka. Þær vinkonur komu til Þingeyrar frá Póllandi til að starfa i frystihúsi Rauðsíðu á staðnum. Mjög hefur þrengt að hjá því fólki sem átti af- komu sína undir vinnu í frystihús- inu og hefur meðal annars verka- lýðsfélagið á staðnum hlaupið undir bagga með fólki. Eitthvað er um að fólk sé farið að tínast burt frá Þing- eyri. „Ef viö verðum að fara héðan vilj- um viö finna okkur störf hér á landi því okkur hefur likað mjög vel á ís- landi,“ sögðu þær stöllur. -GS Enn er maður nefndur Margir eru nefndir sem líklegir stjórnendur hinna nýju vinnuveit- endasamtaka, Samtaka atvinnulífsins, sem taka til starfa í haust. Óskar Magnússon, stjórnarformaður Baugs, hefur verið nefndur sem líklegur fram- kvæmdastjóri. Nu hafa málin hins vegar tekið nýja ste'fnu og mun vera áhugi á að fá Óskar tO að taka formennsku að sér, jafnvel í fullu starfi. Einar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Olís, var formannsefni en er sagður út úr myndinni. Og nú hefur öflugur hópur atvinnurekenda sýnt áhuga á að fá Júlíus Vifil Ingv- arsson, borgarfulltrúa og fram- kvæmdastjóra, að setjast í formannsstólinn. Verið er að leita að framkvæmdastjóra og þar hafa menn staldrað við Jónas Fr. Jónsson, lög- fræðing og fyrrum aðstoðarfram- kvæmdastjóra Verslunarráðs íslands. Eyþórs saknað Eyþór Arnalds skildi, að mati | stuðningsmanna sinna í Sjálfstæðis- flokknúm, eftir sig skarð í borgar- stjómarflokki Sjálfstæðisflokksins þeg- ar hann yfirgaf borgar- S málapólitíkina. Þeim j fannst Eyþór blása lífi jí fremur daufan hóp } sjálfstæðismanna og j brá því illilega er Ey- j þór ákvað að skipta j um starfsumhverfi og gerast fram- j kvæmdastjóri Íslandssíma. Stuðningsmenn Eyþórs telja að ef sjálf- stæðismönnum takist ekki að brýna klærnar og verða harðari í stjórnar- andstööunni í Ráðhúsinu, verði að kalla Eyþór aftur til leiks... Davíðsvídeó Hinn nýkjörni forseti borgarstjóm- ar, Helgi Hjörvar, hefur farið á kost- um í nokkrum greinum sem hann hef- ur skrifað í Morgunblaðið upp á síðkastið. í síðustu grein sinni í vik- unni gerði Helgi lítið úr frjálshyggjuarmi Sjálf- stæðisflokksins sem væri nánast allur eins og hann leggur sig á ríkisjötunni. Það nýjasta hjá þessum talsmönnum einka- ------- framtaks væri að stofna nýtt ríkissjónvarp, Breið- varpiö og gera Þórarin V. Þórarinsson að ríkissímaforstjóra og æðsta yftr- manni nýja ríkissjónvarpsins. Þá hæddist Helgi að fyrirætlunum um aö Ikoma á áhorfsgreiðslukerfi (Pay per view) fyrir kvikmyndir á Breið- bandinu. Þar með yrði til stærsta vid- , eóleiga landsins. Hana mætti hæglega kenna við Davíð Oddsson og ætti hún réttflega að heita Davíösvideó... Séra Halldór í frí Eins og sagt var í Sandkomi í gær : er Öm Bárður Jónsson að taka við stöðu prests í Nessókn, þar sem hann leysir sr. Halldór Reynisson af meðan Halldór tekur sér árs frí. Sóknamefnd- in mun hafa komið saman tfl að fjalla um í málið í ofanverðri vik- unni og þar bar á ótta nefndarmanna viö reiði eins sóknar- barna Nessóknar, valdamikils manns j sem býr við Lynghaga og á" stóran hund sem heitir Tanni. Sagt er að einn nefndarmanna hafi hringt í biskup og beðið hann um einhvem annan en biskup hafi sagt að um tvo og aðeins tvo væri að ræða í afleysing- arnar í Neskirkju, Örn Bárð eða Flóka Kristinsson. Það er því mál manna að annaðhvort sé biskup mjög hjarta- hreinn eða þá á útsmoginn hátt að sýna þeim manni sem heimtaði ritara Kristnihátíðamefndar út hvar Davíð keypti ölið... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is 1—H—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.