Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 10. JLILÍ 1999 ; S8 (Qrikmyndir Christian Slater: Batnandi mönnum er best að lifa Hard Rain. Ein nýjasta kvikmynd Christians Slaters. Christian Slater hefur alltaf verið mikill aðdáandi Star Trek. Þegar hann var krakki klæddi hann sig upp sem Spock á hrekkjavöku og rakaði augnabrúnir sinar til að líkj- ast honum betur. Þær uxu aldrei al- mennilega aftur og þetta er ástæðan fyrir hinum einkennilega löguðu augnabrúnum hans, sem ljá honum svolítið villt yfirbragð, en þetta hef- ur hann oft nýtt sér við túlkun á skrýtnum persónum, villtum, upp- reisnargjörnum, jafnvel geðsjúkum. Einkalíf hans virðist endurspegla þetta því hann hefur átt í miklum vandræðum með eiturlyfjafíkn og er ekki síður frægur fyrir uppákomur þar sem hann kemst í kast við lögin en hann er fyrir kvikmyndaferil sinn, sem hefur verið brokkgengur, þrátt fyrir að hann hafi útlitið með sér og hafi stöku sinnum náð að sýna fram á ótvíræða leikhæfileika sína. I bransanum frá barnæsku Christian Slater er af leikurum kominn og lék sitt fyrsta hlutverk átta ára gamall i sjónvarpssápunni One Life to Live. Ári síðar var hann farinn að leika á Broadway. Hann gekk í sérskóla fyrir börn í skemmtiiðnaðinum og byrjaði að leika í sjónvarpsmyndum fjórtán ára gamali. Tveimur árum síðar fékk hann sitt fyrsta kvikmynda- hlutverk i The Legend of Billie Jean (1985). Hann fór að vekja athygli með hlutverkum sínum í myndun- um The Name of the Rose (1986) og Tucker: The Man and His Dream (1988), en hann varð stjarna eftir að hann lék hlutverk uppreisnargjams unglings á móti Winona Ryder í He- athers (1989). Myndin vakti mikla athygli og Slater var borinn saman við Jack Nicholson, enda viður- kenndi hann síðar að hafa byggt túlkun sína á honum. Síðar sama ár var hann handtek- inn eftir að hafa reynt að stinga lögguna af á bílnum sínum. Hann keyrði á símastaur, sparkaði í löggu og reyndi að komast undan á hlaup- um. Sögusagnir af vandræðum í einkalífi hans hafa verið fastur lið- ur í slúðurdálkum síðan og ekki bætti úr skák önnur handtaka hans árið 1994 eftir að hann reyndi að komast um borð í flugvél með skammbyssu í fóram sínum. Dæmdur til fangelsisvistar Þrátt fyrir þessi vandræði hélt Christian Slater striki sínu í kvik- myndunum, þótt ferilinn kæmist ekki í þær hæðir sem vænst hafði verið eftir Heathers. Hann fékk góða dóma fyrir leik sinn í Pump Up the Volume (1990), en tvær myndir, Mobsters (1991) og True Romance (1993), sem búist hafði ver- ið við miklu af, hlutu dræma að- sókn þótt True Romance hafi áunn- ið sér dyggan aðdáendahóp og cult status. Slater hefur sagt að hann taki hlutverk sín mikið inn á sig og í ljósi erfiðleika hans í einkalífinu fór hann um miðjan áratuginn að reyna að velja sér „venjulegri" hlutverk. Afleiðingin var m.a. myndirnar sem hann lék í árið 1996, ástarsagan Bed of Roses og hasarmynd John Woo, Broken Arrow, en þar tókst honum loksins að komast í alvöru stórsmell. Ekki virðist þó þessi til- raun hans hafa virkað, því árið 1997 komst hann enn í slúður- fréttirnar. Þá var hann handtekinn fyrir líkams- árásir á kærustu sína og lögreglumann. Hann við- urkenndi siðar að hafa verið undir áhrifum kókaíns og heróíns þegar þetta gerðist en segist ekki muna eftir atburðun- um. I þetta skiptið var þolinmæði dómstóla þrot- in og hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsis- vist. Svo virðist sem mikil stefnubreyting hafi orðið í lífí Christians Slaters eftir þessa síðustu uppá- komu. Hann fór í áfengis- og flkniefnameðferð og fór að rækta trú sína á ný. Frekari merki um hugsanlegan þroska hans og vilja til að láta af sínu villta líferni er sú stað- reynd að í apríl eignaðist hann son með unnustu sinnf, Ryan Haddon. Svo virðist sem hann ætli að taka alvarlega nýja hlutverkið, föðurhlutverkið, því hann hefur ekki tekið að sér nein ný kvikmyndahlutverk og óvíst hvaða stefnu ferill hans tekur í framtíðinni. Mögulegt er að hann snúi sér í auknum mæli að leiksvið- inu en hann fékk frábæra dóma fyr- ir leik sinn í leiksýningunni Sidem- an á síðasta ári. Hvað sem hann ger- ir með leikferil sinn úr þessu skul- um við vona að hann nái að halda sig á beinu brautinni í einkalífinu og finni sig í faðmi fjölskyldunnar. -PJ Christian Slater ásamt John Travolta í Broken Arrow. Kvikmynda Very Bad Things Vont bara fyrst +++ Það er vont bara fyrst, svo versnar það stöðugt. Loks verður það djöfuUegra en orð fá lýst. Svona hljóðar heldur nöturlegur texti eftir meistara Megas en hann á ansi vel við ófarir sögupersóna þessarar myndar. Fimm félagar halda steggjapartí og fyrsti hræðilegi atburðurinn gerist þegar einn þeirra verður óvart vændiskonu að bana. Þetta reynist aðeins upphafið að ljótri atburðarás þar sem likin hrannast upp. Slæmir hlutir halda stöðugt áfram að gerast og verða bara verri og verri. Þessi kolsvarta kómedía er með þeim kvikindislegri og ófyrirleitnari sem maður sér þótt hún fari ekki alveg yíir í þann súrrealíska ýkjustíl sem sumar „splatterkómedíur" gera. Aliavega held ég að ég hafi ekki séð svartari grín- mynd í bíó. Myndin er ansi fyndin og margir góðir leikarar í henni. Christian Slater býr til skemmtilegan sjáifsstyrkingargeðsjúkling og Jon Favreau, Leland Orser, Jeanne Tripplehom og Cameron Diaz ná öll góðum tökum á skemmtilegum persónum. Daniel Stem og Jeremy Piven draga myndina hins vegar nokkuð niður í hlutverkum afar leiðinlegra bræðra en raglið í þeim er þreytandi fremur en fyndið. Þrátt fyrir það er myndin prýðisgóð skemmtrm. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Peter Berg. Aðalhlutverk: Jon Favreau, Christian Slater og Cameron Diaz. Bandarísk, 1998. Lengd: 96 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Western Kemur á óvart + Eitt af því sem mest fer í taugamar á mér hvað franska kvikmyndagerð varðar er sú til- gerð sem landlæg er í myndunum og sérstaklega sú árátta að láta persónumar sí og æ vera að þusa ein- hverja bjánalega og allsendis óáhugaverða heim- speki eins og þær séu í trans og æðri máttarvöld tali i gegnum þær. Ég bý mig því jafnan undir leiðindi þegar ég neyðist til að horfa á franskar myndir, sér- staklega þegar um er að ræða mynd eins og þessa þar sem söguþráðurinn býður beinlínis upp á tilgerðarlegar vangaveltur. Það kom mér því ánægjulega á óvart að aldrei þessu vant láta Frakkamir verkin tala. Lífsstíll persónanna og skapgerð er túlkuð í gegnum athafnir þeima og myndin stefnir að ákveðinni niðurstöðu án þess að þurfa að mata hana ofan í áhorfendur. Persónumar era kannski^ekki beinlínis venjulegar en vel dregn- ar og trúverðugar í meðfórum góðra leikara. Sergi Lopez og Sacha Bourdo ná vel saman í aðalhlutverkum mannanna tveggja sem leggja saman i ferðalag um Frakkland og kljást við líf sitt og tiifinningar á leiðinni. Myndin er ekkert meistaraverk en kemur skemmtilega á óvart og veltir upp áhugaverðum spumingum um lifið og tilveruna. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Manuel Poirier. Aðalhlutverk: Sergi Lopez og Sacha Bo- urdo. Frönsk, 1997. Lengd: 119 mín. Öllum leyfð. -PJ Vikan 15. - 21. júnf. SÆTI i j FVRRI VIKA ] VIKUR ;á listaj TITILL J ÚTGEF. j TEG. ! i 1 í 1 i j i 2 i Enemy of the State J J SAM Myndbönd J 1 Spenna 2 i I 2 ' n í j 3 J j ) 1 ♦ 1 Saving Private Ryan j j CIC Myndbönd I I Drama | 3 } 3 Siege 1 Skffan ; Spenna j 4 i NÝ j ) i 1 i Very Bad Things J • í J Myndform j J i , ; Gaman I 5 í 1 4 i 6 i The Negotiator i Wamer Myndir 1 | Spenna \y: ■ 6 i 5 j ) J 3 J j J J 54 J J Skifan Drama 7 NÝ J ) J 1 ) i j Urban Legend J J J Skrfan j j Spenna 8 i 6 ) r J J 5 J Lock, Stock And Two Smoking.. j SAM Myndbönd Gaman J 9 NÝ J J i 1 i Home Fríes J J J Skífan J J i Gaman j 10 j 13 ) , \ j 2 J i | Suicide Kings J J j SAM Myndbönd J Spenna | n! 11 J 1 J o J j L ) Return to Paradise Háskólabíó Drama 12 i 7 j ) i 3 i ParentTrap J J ) SAM Myndbönd J Gaman 13 i 10 i 8 i Ronin ] Wamer myndir j 1 I Spenna .4 ! 15 J 7 J o j j L j Orgazmo i i Myndfoim Gaman J 15 1 J 8 j j ! 4 ! What Dreams MayCome J ■ J J Háskólabíó J J Drama 16 J 12 ! i 1 Holy Man j SAMmyndbönd j Gaman ii! 9 J J ! 6 ! Rounders J J Skffan Spenna j 18 J j 18 ! 7 1 I j Pleasantville J J j CIC Myndbönd j J j Gaman 19 i 14 J 7 ) J 7 J Antz j CIC Myndbönd j Gaman 20 20 J ) 1 8 ! Primary Colors J J Skffan J 1 Gaman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.