Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 26
26 %raðan ertu? LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 Karlamir komu á haustin til að barna ... í prófíl Gerður Kristný ritstjóri - Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður kemur frá Fáskrúðsfirði og hált að hann væri skyldari Frökkum en íslendingum í textum Bjartmars má víða flnna myndir frá „Ég ólst upp á bryggjunum og hef verið að átta mig á því að ég er eins og vondu karlarnir í bókum Þorgríms Þráinssonar; þeir eru ekki ljóshærðir, þeir eru ekki grannir, ekki vel klipptir, ekki snyrtilegir og þeir eru allir eins,“ segir Bjartmar Guðlaugsson þegar hann er spurður hvemig hafi verið að alast upp í Fáskrúðsfirði þar sem hann bjó til sjö ára aldurs. „Annars ein- kenndist stað- urinn af því að þar var mikið kvennaveldi. Karlarnir vora flestir verka- menn og sjó- menn en ekki dagróðramenn, heldur fóru þeir í burtu á vertíð- ir eftir áramót- in, komu aðeins heim á vorin til að halda upp á sjómannadag- inn og hurfu síðan á síldveið- ar. Á haustin komu þeir heim til að bama. Við krakkamir höfðum því ekki annan tíma en haustin til þess að mynda sam- band við feður okkar.“ Menn átu það sem þeir veiddu. Var ekki vont að hafa engar fóður- legar hendur til að leiða ykkur um plássið? „Nei, það var afskaplega gott að búa þama og lífið var einfalt. Okkur skorti ekki neitt; það var allt til sem var til í stórborginni. Konumar réðu lögum og lofum og það merkilega við þær var að þær vom sílesandi. Þær kunnu öll ljóð, vísur og kvæði. Þama var ekkert bóka- safn og ég veit ekki hvaðan bækumar þeirra komu. Síðan áttu þær allar mý- grút af bömum, þama var algert bamaflóð!" í textanum „Óléttar áður fyrr“ á diskinum Bjartmar sem gefinn var út í Svíþjóð syngur hann þessum konum óð og segir: „Þær vora alltaf óléttar/héma áður fyrr/þessar elskur... Þær skeindu þessa þjóð/Þuldu bænir og ljóð.Þær skeindu og snýttu framtíðinni/og kíktu inni nasagöt og eyru./Og tróðu þessu í lambaull/þá úti ríkti norðan skita kaldi.“ En hvað með karl- ana? „Þetta var nokkuð þétt sjálfsþurftarsam- félag því að á haustin þegar karlamir komu heim fóra þeir á veið- ar og menn átu það sem þeir veiddu, sjó- fúgl og ijúpu. Síðan vom menn eins og afi með rollur og því var nóg af heima- slátruðu og allir áttu hjalla þar sem fiskurinn var þurrkaður. Við krakk- amir fengum stundum að fara með í veiðitúra og mest gaman var að fara út að Andey. Séra Þorleifur á Kolfreyju- stað átti Andey og var með dúntekjuna þar. Þetta vom hlunn- indi sem fylgdu embætt- inu. En þegar karlarnir vildu veiða við Andey var einn þeirra settur í að fylla prestinn á meðan hinir fóru út í eyju og dúndruðu niður æðakollur soðið.“ Saklaus ur sveitinni Með pabba í þokunni á Fáskrúðsfirði. Lúðvíkstrúar Hvemig myndirðu lýsa Fáskrúðs fjrðingum? „Mér finnst Fáskrúðsfirðingar vera hlýtt fólk, því þeir era allir skyldir mér, ég er af stærstu fjölskyldunni í plássinu. Þeir em lika mjög ákveðnir og geta því verið þijóskir, sérstaklega í pólitíkinni. Hún var stórmál. Þetta var verkamanna- og sjómannasamfélag og því vom Fáskrúðsfirðingar mjög vinstrisinnaðir. Síðan em þeir mús- íkalskir og söngelskir, ég átti til dæmis frændur þama sem vora allir í sömu hljómsveitinni og pabbi þeirra með.“ Var þín fiölskylda vinstri sinnuð? „Já, húsið sem ég bjó í hét Péturs- borgin en var kallað Litla Moskva. Þar bjó stórfiölskyldan, afi, amma og megnið af þeirra af- komendum. Afi var sósí- alisti og við hliðina á hon- um bjó í gamla daga Ámi Helgason sem síðar gerðist bindindisfrömuður í Stykkishólmi og var lengst til hægri. Á þeim tíma var þar líka ein kona sem drakk. Eins og ég sagði þá var allt til þama sem til var í stórborginni, bara í einu eintaki. Þegar ég tala um að menn hafi verið vinstris- innaðir þá einkenndist af- staða þeirra mjög svo af sterkri réttlætiskennd og ég man eftir því að Lúðvík Jósefsson var í guðatölu. í Fá- skrúðsfirði vora menn ekki Lúterstrú- ar heldur Lúðvíkstrúar og Þórbergstrú- ar. I dag em þeir enn Þórbergstrúar.“ um okkur skyldari Frökkum en Islendingum „Fyrr á öldinni höfðu franskir sjó- menn dvalið í Fáskrúðsfirði og meðal annars reist þar spítala og þar er gamall franskur kirkjugarður. Við krakkamir lékum okkur í rústum spítalans og í franska kirkjugarðin- um rétt utan við bæinn. Þetta samfélag Frakkanna var æskuár- um hans í Fá- skrúðs- firði. Sjó- mannadag- urinn sprettur lif- andi upp textanum „Gatslitnum Gefiunar" af diskinum Engi- sprettufaraldur, Haraldur, sem fiallar um árin þegar menn klæddust sínum kúkabrúnu Gefi- unaijakkafotum á sparidögum, rétt eins og í öðrum pláss- um og gáfu sér tíma til að gjóa auga á stelpumar. „í gatslitnum Gefiunar fót- um/ég gekk á eftir þér./Með grasið í Ið- unnar skónum/og von í bijósti mér.“ Egilsstaðir c síí. Fáskrúösfjöröur Berufjöröur DV ennþá svo lifandi í munnmælum að við héldum að við værum miklu skyldari þeim en íslendingum. Við vorum flest mjög dökk á brún og brá og ánægð með það. Ég fann alltaf fyrir stolti yfir því að vera frönskublandaður því þeir björg- uðu okkur frá úrkynjun.“ Þokan var verst Hveijir vom helstu gallamir á pláss- inu? „Þegar ég var þama fannst mér haf- golan sem skall á um miðjan dag slæm en það versta var þokan. Mér fannst ég lokast inni í þessum heimi og var alltaf hræddur og kviðinn. Ég hélt að veröld- in væri alls ekkert stærri. Ég hélt að hún endaði í fiarðarkjaftinum, enda ól- umst viö upp á bryggjunni. Þegar við vorum ekki að leika okkur í frönskum rústum lékum við okkur á bryggjunni. Við misstum því aldrei af því þegar skip komu í höfnina og mest var gam- an þegar strandferðaskipið kom. Þá þustu allir bæjarbúar niður á bryggju og í bænum ríkti tívolístemning." Fullt nafn: Gerður Kristný Guðjóns- dóttir. Fæðingardagur og ár: 10. júní 1970. Maki: Kristján B. Jónasson. Böm: Starf: Rithöfundur og ritstjóri Mann- lifs. Skemmtilegast: Að fara á línuskauta. Leiðinlegast: Að heyra konur gera lít- ið úr hæfdeikum sinum. Ég er t.d. ósammála Völu Þórsdóttur leikkonu að hún hafi verið „heppin“ með þá gagnrýni sem hún hefur fengiö á leik- ritið sitt, eins og hún sagði í Degi á þriðjudaginn. Það var einfaldlega gott hjá henni og það hefur ekkert með heppni að gera heldur vandvirkni, frumleíka og hæfileika. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur. Uppáhaldsdrykkur: Nýmjólk. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Hanna Rúna, gjaldkeri Fróða, þegar hún réttir mér launaseðilinn minn. Fallegasta röddin: Ég get ekki gert upp á milli Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr. v Uppáhaldsllkamshluti: Innanvert vinstra læri sem skreytt er fæðingar- bletti sem er eins og spegilmynd af Is- landi með Vestfjarðakjálka, Reykja- nesskaga og öllu tilheyrandi. Skaga- fiörður er samt svolitið óljós. Hlynnt eða andvlg rikistjóminni: Eigum við ekki að gefa henni sjens? Með hvaða teikni- myndapersónu myndir þú vilja eyða nótt: Tinna. Hann var líka blaðamaður og mér þætti vænt um að fá að vita hvar hann fékk birt eftir sig efhi. Ég get ekki séð í bókunum að það hafi gengiö neitt sérstaklega vel, hvað þá hann hafi borið sig eftir þvi. Uppáhaldsleikari: Magga Vilhjálms, Steinunn Ólina, Halldóra Geirharðs... Uppáhaldstónlistarmaður: Cesaria Evora. Sætasti stjómmálamaðurinn: Mér finnst hlutverk þeirra ekki það að vera „sætir“. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Daria sem sýndur er á MTV. Hann fjallar um neikvæða unga konu, með hálfsítt hár og gleraugu. Hm...hljómar kunnuglega! Leið- inleg- asta auglýsingin: 10-11 auglýsingin með Bessa og Áma. Spuminginl „Keyptirðu nokkuö piparkökur?" ger-f ir sig einfaldlega ekki. Leiðinlegasta kvikmyndin: Arma-j geddon og Matrix. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Sig Erla, skrifta í Stutt í spunann, er t falleg. Uppáhaldsskemmtistaður: 22 stend ur alltaf fyrir sínu. Besta „pikköpp“linan: Aldrei þurftj að nota þær. Hvað ætlar þú að verða þegar þú 1 verður stór: Ég ætlaði alltaf að verða I það sem ég er einmitt núna. Vonandi i verð ég það bara áfram því það er býsna gaman. Eitthvað að lokum: Má ég ekki taka líka fiam hvetjar uppáhaldskvik- myndimar minar em? Underground og Cabaret.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.