Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. JULI 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVIK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fiölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. Ekta hestar og Camembert Nýr landbúnaðarráðherra okkar vill fá lækkaða tolla á íslenzkum hestum í útlöndum í kjölfar fréttar í DV um, að þýzka tollgæzlan sé að rannsaka meint tollsvik í inn- flutningi þeirra. Mikið er í húfi, því að hestar eru eina arðbæra útflutningsafurð landbúnaðarins. Evrópskir tollar á íslenzkum hestum og eftirlit af hálfu tollgæzlu eru nákvæm endurspeglun íslenzkrar landbúnaðarstefnu. Þýzkir framleiðendur íslenzkra hesta njóta stuðnings yfirvalda við að vernda atvinnu sína nákvæmlega eins og íslenzkir bændur njóta. Við getum tekið dæmi af ostinum Camembert, sem fundinn var upp í Frakklandi árið 1791. Innan Evrópu- sambandsins má enginn annar nota þetta heiti um eftir- líkingar af ostinum, en utan sambandsins er mikið um falsaðan Camembert, þar á meðal á íslandi. Nú má flytja til íslands raunverulegan Camembert frá Frakklandi, en þá er settur á hann nokkur hundruð pró- senta tollur til að verja eftirlíkinguna, sem framleidd er hér á landi. Við þurfum því ekki að verða hissa, þótt Evrópumenn geri slíkt hið sama við íslenzka hesta. Munurinn á íslandi og Evrópusambandinu er aðeins sá, að þar nema tollarnir nokkrum tugum prósenta, en ráðuneyti Guðna Ágústssonar lætur leggja á tolla, sem nema nokkrum hundruðum prósenta. ísland er tíu sinn- um harðskeyttara en Evrópusambandið. Við eðlilegar aðstæður í heiminum mundu þeir vera látnir um að framleiða vöruna, sem bezt kunna á hana. Við eðlilegar aðstæður fengju allir að kaupa ekta Camembert án verndartolla og að kaupa ekta íslands- hesta, ræktaða á íslandi, án vemdartolla. Stefna íslenzkra stjórnvalda á liðnum áratugum og í nútímanum hefur hins vegar stuðlað að því ástandi, að erlendir ræktendur íslenzkra hesta eru orðnir sjálfum sér nógir og vilja hafa heimamarkaðinn í friði fyrir þeim, sem streitast við að flytja hesta frá íslandi. Þetta er sjálfsþurftarstefnan, sem við þekkjum einstak- lega vel hér á landi. Við eigum að vera sjálfum okkur nóg í framleiðslu búvöm, segja íslenzkir talsmenn kerf- isins, sem nú er að drepa hrossaræktina. Þetta er ná- kvæmlega það, sem erlendir hrossaræktendur vilja. Við skulum hafa alveg á hreinu, að það er Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra persónulega og allir hans nótar, sem bera ábyrgð á því, að útflutningur ís- lenzkra hesta er orðinn að fórnardýri stefnunnar, sem þeir hafa rekið áratugum saman og reka enn. Það bylur því í ráðherranum eins og tómri tunnu, þeg- ar hann grætur tolla á íslenzkum hrossum í útlöndum. Við hann sjálfan er að sakast, en ekki við þau ríki eða ríkjasambönd, sem við höfum samið við um gagnkvæma verndun innlendra landbúnaðarafurða. Það er íslenzk landbúnaðarstefna, sem hindrar, að eina marktæka útflutningsafurð íslenzks landbúnaðar fái að njóta sín eins og hún á skilið. Um allan heim er mikill og ört vaxandi markaður fyrir íslenzka hesta á góðu verði, en útlendingar hirða markaðinn. íslenzkir hestar, ræktaðir við náttúrulegar aðstæður á íslandi, eru betri en hestar sömu ættar, sem ræktaðir eru við aðrar aðstæður í útlöndum, til dæmis fótvissari og frjálslegri. En þeir eru þó fyrst og fremst ekta, rétt eins og franskur Camembert er ekta vara. Herferð þýzka tollsins gegn hestum frá íslandi er bein afleiðing þeirrar skaðlegu og íslenzku stefnu, að hver þjóð skuli vera sjálfri sér nóg í framleiðslu búvöru. Jónas Kristjánsson H inn risinn Glufur opnast Bretar litu aldrei á Indland sem ný- lendu, heldur sem heimsveldi undir sinni stjórn. Ríkiskerfið sem þeir byggðu upp var blanda af vestrænum skrifræðishefðum og austrænum valdstjómarhefðum. Pólitískar og efnahagslegar aöstæöur eftir sjálf- stæðistöku réðu því síðan að risavax- ið og afskiptasamt embættismanna- kerfi festist í sessi. í orði kveðnu fóru Indverjar leið sósíalismans og emb- ættismönnum var falin forsjá fyrir uppbyggingu atvinnulifs. í reynd varð hins vegar til valdakerfí sem sveigði opinbera stefnu að þörfum stórra og öflugra forréttindahópa. Embættis- menn, landeigendur og einokunarað- ilar í atvinnulífi mynduðu eins konar bandalag sem sviptingar í stjórnmál- um höfðu lítil áhrif á. Iðnaður af ýmsu tagi hefur vaxið upp, en fáar greinar hans era samkeppnisfærar á Það sem aðgreinir fólk í þessu mannhafi er svo margvíslegt að eitt ein- heimsmarkaði, enda hafa verndar- asta fylki í landinu kann að sýnast flóknara en nokkurt ríki í Evrópu. Það er eins og okkur íslendingum detti alltaf í hug fiskur, hvar sem við erum, enda bað ég um að fá að hitta fiskimenn þegar mér var boð- ið að velja um fólk til að heimsækja sunnarlega á Indlandi. Menn völdu handa mér þorp á lítilli eyju rétt við ströndina. Báturinn sem flutti mig reyndist eini eiginlegi báturinn í þúsund manna þorpi fiskimanna. Menn reru þarna til fiskjar á ein- trjáningum og köstuðu á milli þeirra einhverjum rifrildum af net- um. Úr þorpinu blasti hins vegar við sjónum nýtt kjamorkuver sem hafði verið reist af indverskum vís- indamönnum. Eyjar í hafi Indverjar smiða líka gervihnetti og kjamorkusprengjur og búa yfir -------------- miklum iðnaðarmætti á ýmsum sviðum, auk þess að vera einhverjir stærstu framleiðindur hugbúnaöar fyrir tölvur í heiminum. Allt þess konar minnir hins vegar oftar en ekki á undarlegar eyjur í ótrúlegu hafi fátækra manna. Meira en 600 milljónir manna á Ind- landi hafa minna en hundrað krónur á dag sér til framfæris og fæst hinna 700 þúsund þorpa landsins tengjast viðskiptum í veröldinni greinilegum hætti. Eyjamar í þessu hafi fátæktar em hins vegar sumar hverjar stórar og fara stækkandi. Indverska milli- stéttin telur líklega hátt í 200 milljónir manna og aðr- ar 200 milljónir eru á milli fátæktar og bjargálna. Samanburður við Kína Fyrir fimmtíu ámm voru lífskjör á Indlandi og í Kína ekki með ólíkum hætti. Nú era Kínverjar orðn- ir nærri þrisvar sinnum ríkari en Indverjar. Þótt lýð- ræði hafi gefið Indverjum, og sérstaklega þó þeim menntuðu, ýmislegt sem Kínverjar hafa ekki notið, er samanburður á milli landanna Indverjum óhagstæð- ur í flestum greinum. Efnahagslíf á Indlandi tók sæmilega við sér fyrir nokkmm árum eftir lítinn vöxt um áratugi, en kreppa fylgdi í kjölfarið. Þótt þvi fari fjarri að menn geti á næstunni gert sér vonir um hagvöxt af því tagi sem ríkti áratugum saman austar í álfunni, og enn varir í Kína, þá virðist sem sæmilegur vöxtur geti nú aftur hlaupið í atvinnulífið. Þetta er þó undir pólitíkinn komið. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson múrar og flókið kerfi leyfisveitinga hamlað framþróun og nýsköpun. Á síðustu árum hafa glufur opnast í þá múra sem hafa einangrað indverskt atvinnulíf frá umheiminum. Þrótt- mikil alþjóðleg viðskipti hafa byggst upp í nokkrum greinum, ekki sist í kringum hugbúnað og tölvuvinnslu, og í fleiri greinum eru viðskipti smám saman að verða auðveldari. Fátækum í hag Orðræða í stjómmálum er enn á þá leið að alþjóðaviðskipti séu hinum fátæku hættuleg. Sífellt fleiri sjá hins vegar að málinu er öfugt farið. Ríkisafskipti síðustu áratuga hafa gagnast margvíslegum valdahópum í landinu en fátækum ekkert, enda búa nú fleiri við örbirgð á Indlandi -------------- en samanlagt í öllum fimmtíu ríkj- um Afríku. Erlend fjárfesting og opnun hagkerfisins getur auðvitað valdið ýmsum usla en hinir fátæku hafa hins vegar litlu að tapa og mikið að vinna með opnara hagkerfi og auknum viðskiptum við útlönd. Flóknast í heimi Valdakerfi Indlands ræður illa við að breyta sjálfu sér, þrátt fyrir lýðræðislega stjórnarhætti. Kerfið hef- ur orðið sífellt flóknara, enda er Indland mun fjöl- mennara en öll Evrópa og öll Afríka. Það sem að- greinir fólk í þessu mannhafi er svo margvíslegt að eitt einasta fylki í landinu kann að sýnast flóknara en nokkurt eitt ríki í Evrópu. Indverjum fjölgar líka um eina og hálfa milljón á mánuði og verða orðnir þús- und milljónir innan þriggja ára. Þótt meirihluti manna búi við mikla fátækt er Indland orðið sjötta stærsta hagkerfí heimsins. Ef sæmileg skikkan helst í stjómmálum munu margir freista þar gæfunnar á næstu ámm. %ioðanir annarra I Andstaða nauðsynleg „Sterk stjórn þarf sterka andstöðu. Það þýðir ekki ; jafnframt að veik stjórn þurfi veika stjórnarandstöðu. ílok forsætisráðherratíðar sinnar fann Margaret Thatcher að hún saknaði stjórnarandstööu. Verka- mannaflokkurinn var veikur vegna innbyrðis deilna. íhaldsflokkurinn leit svo á að hann gæti ekki, eða ætti ekki, að starfa án þeirrar gagnrýni sem stjómarand- j staða á að færa fram. Þess vegna skipaði flokkurinn : sjálfstæðan hópð sem kerfisbundið átti að gagnrýna tillögur stjórnarinnar. Sænskum jafnaðarmönnum hefði aldrei dottið slíkt í hug af þeirri ástæðu að þeir vilja ekki andstöðu. Samt þarf enginn flokkur jafn mikið á andstöðu að halda og Jafnaðarmannaflokkur- inn.“ Úr forystugrein Dagens Nyheter 8. júlí Serbía þarf einnig tækifæri „Svíar styrkja rausnarlega Albanina sem snúa heim til Kosovo. Svíar senda réttarlækna til þess að hjálpa stríðsglæpadómstólnum í Haag að safna sönnunar- gögnum um fjöldamorð Milosevics. Þetta er sjálfsagð- ur stuðningur við fórnarlömb glæpaveldis júgóslav- neska forsetans. En á það einnig að vera stefna Svía að refsa eigi Serbíu sem landi? Það er ekki sjálfsagt. Sví- ar geta ekki og eiga ekki að styðja harða einangrunar- stefnu Evrópusambandsins." Úr forystugrein Aftonbladet 8. júlí. Kosningapottur „Sú gífurlega upphæð sem George W. Bush rikis- stjóra í Texas hefur tekist að safna fyrir baráttu sína fyrir forsetakosningarnar fyrstu sex mánuði þessa árs, yfir 36 milljónir dollara, er sögð merki um pólítíska snilli hans. Vafalaust er hún það en upphæðin er líka merki um annað. Fjáröflunin, sem einkenndi kosn- ingabaráttuna 1996, var almennt talin hneykslanleg. Upphæðin sem Bush hefur safnað gefur til kynna að árangurinn frá 1996 verði örsmár i samanburði við fjáröflunina nú.“ Úr forystugrein Washington Post 6. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.