Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 6
6 útlönd LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 Jlj"V Mubarak sýnir Barak þolinmæði stuttar fréttir 350 lík í fjöldagröf Friðargæsluliöar í Kosovo kanna nú sannleiksgildi fregna um fjöldagröf með jarðneskum | leifum 350 manna. Blair ánægður Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti í gær yfir ánægju sinni með að Neil Kinnock, fyrrverandi leiðtogi Verka- mannaflokks- ins, og Chris Patten, fyrrver- andi landstjóri í Hong Kong, skyldu hafa fengið mikilvæg embætti í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins. Blair hefur hins vegar áhyggjur af því hversu lítið traust almenningur ber til fram- k væmdastj órnarinnar. Sýklahernaöur Saddam Hussein íraksforseti sakaði í gær Sameinuðu þjóðirn- ar um leynilegan sýklahernað gegn írak. Saddam bar einnig fram ásakanir um stuld á fom- leifum. Latínu fremur en þýsku Finnar, sem fara með for- mennsku í Evrópusambandinu, neituðu á dögunum Þjóðverjum um túlkun á þýsku. Finnar birta hins vegar skjöl um málefni sam- bandsins á latínu. Vara við berklum Heilbrigðisyflrvöld í Japan vara við útbreiðslu berkla í land- I inu. 5 tonn af kókaíni Spænska lögreglan fann í gær 5 tonn af kókaíni í Pontevedra, tveimur dögum eftir 10 tonna kókaínfund um borð í togara. Hækkerup líklegur William Cohen, vamarmála- ráðherra Bandarikjanna, telur Hans Hækkerap, starfsbróöur sinn í Danmörku, koma sterklega til greina í embætti fram- kvæmdastjóra NATO. Borgi sjálfur vörnina Dómarar i bresku lávarða- deildinni úrskurðuðu i gær að Augusto Pin- ochet, fyrrver- andi einræðis- herra Chile, ætti sjálfur að greiða vörn sína. Kostnað- urinn við vömina er tal- inn nema um 180 milljónum íslenskra króna. Heildarmálskostnaður hingað til er nálægt 600 milljónum ís- lenskra króna. í september fjallar dómstóll í London um beiðni spænsks dómara um framsal Pinochets. Dræmar undirtektir: Ekkert frítt heróín Allar líkur em á því að borgaryf- irvöld í Árósum frábiðji sér það hlutverk aö verða tilraunasveitarfé- lag þar sem heróinsjúklingar fái ókeypis heróín. Formaður félags- málaráðs borgarinnar segir við Jyllands-Posten að sjálfur leggist hann eindregið gegn því að þessi tilraun verði gerð í borginni. Formaðurinn segir að engar rannsóknamiðurstöður fyrirfmnist sem bendi til að það dragi úr glæp- um og vandræðum af völdum heróínneytenda að úthluta þeim eit- urlyfinu ókeypis. Á hinn bóginn sé stórhætta á því að heróínneytendur frá öðrum stöðum í landinu og er- lendis frá streymi til borgarinnar ef þetta verði gert þar. Danska þingið hefur ályktað um að slík tilraun verði gerð og óskuðu eftir því við borgaryfirvöld Kaupmannahafnar að hún yrði gerð þar. Því hafnaði borgin. Sama beiðni liggur fyrir borgaryfirvöldum Óðinsvéa. -SÁ Egyptar tóku á móti Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, með blóm- um og rauðum dregli á flugvellinum í Alexandríu í gær. Lögreglumenn stóðu heiðursvörð með fram götun- um þegar Barak var ekið til Ras al- Tin hallarinnar við Miðjaröarhaf og fundarins með Hosni Mubarak, for- seta Egyptalands. „Barak þarf tíma tO þess að koma á friði,“ sagði Mubarak aö loknum tveggja tíma fundi þeirra. „Við álítum friðarferlið lífsnauðsynlegt fyrir stöð- ugleika í Miðausturlöndum. Ég hef DV, Ósló: „Kaupmenn hafa ekki lengur áhuga á hvalkjöti. Þess vegna geng- ur illa að selja það sem komið hefur á land í sumar og nú fer frí í hönd þannig að ég reikna ekki með neinni hreyfingu fyrr en í haust,“ segir Harald Dahl, framkvæmda- stjóri fyrir sölusamlagi norskra sjó- manna um sölutregðu á norsku hrefnukjöti í sumar. Vertíð er formlega lokið og veidd- ust 500 hrefnur af ríflega 750 dýra kvóta. Verð til sjómanna er nú fall- ið niður i 250 íslenskar krónur á kílóið sem er svo lítið að vart þykir svara kostnaði að veiða hrefnuna. Á sama tíma kvarta kaupmenn undan því að kjötið sé of dýrt. Þeir verði að verið með miklar væntingar síðan hann komst til valda en við verðum að gefa honum tíma til að breyta ástand- inu,“ sagði Mubarak á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra Baraks. Aðspurður um horfur á friðarsam- komulagi við Sýrlendinga kvaðst Barak gera sér grein fyrir vænting- unum sem menn hefðu. Hann sagðist ætla að sjá til þess að enginn fengi sérmeðferð. Ekki ætti heldur að ganga fram hjá neinum. Augljóst þótti að með þessari yfir- lýsingu ætti Barak við áhyggjur selja kjötið á allt að þúsund íslensk- ar krónur kílóið og á því verði selj- ist kjötið ekki. „Hrefnukjötið er helmingi dýrara en annað kjöt og það gengur ekki. Það þýðir ekki að segja fólki að hvalkjöt sé gott, það kaupir enginn hvalkjöt á tvöfoldu verði til að hafa á grillið," segir innkaupastjórinn hjá Rema-verslanakeðjunni, þeirri sömu og haft hefur hug á að kaupa hluti í Baugi hf. Annar innkaupastjóri segir að heil kynslóð hafi vaxið upp í Noregi án þess að bragða hvalkjöt. Þessi kynslóð neiti nú að borða kjötið og fullorðna fólkið neiti að kaupa það á hærra verði en annað kjöt. Þess vegna sjáist hrefnukjötið ekki í verslununum. Palestínumanna undanfarna daga. Þeir óttast að Barak ætli að leggja meiri áherslu á friðarsamkomulag við Sýrland og Líbanon en þá sjálfa. Þar með gætu ísraelar þrýst á Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, að gefa meira eftir. Barak, sem fundar með Arafat á morgun, sagði nýja stjórn ísraels ekki ætla að reisa fleiri bústaði fyrir gyðinga á herteknu svæðunum. „Við ætlum ekki að reisa nýjar byggðir og við ætlum ekki að rífa niður gamlar byggðir.“ „Þetta er ekkert annað en aum- ingjaskapur hjá sölumönnunum," sagði hvalfangarinn og stórþing- maðurinn Steinar Bastesen þegar DV ræddi við hann í gær. „Ég hef ekki séð eina einustu auglýsingu fyrir hvalkjöt hér í sumar. Hvalkjöt- ið verður undir í samkeppninni við annað kjöt sem stöðugt er haldið að neytendum. Það verður að gera eitt- hvað til að kynna kjötið.“ Steinar sagði að mikið af kjötinu frá í ár væri óselt en myndi sam- kvæmt reynslu seljast í vetur því fullorðið fólk smakkaði alltaf hval- kjöt öðru hverju allt árið. Hann við- urkennir um leið að grænfriðungar hafi í reynd séð um aö kynna kjötið fyrir nokkrum með mótmælum sínum. -GK Hillary Clinton friðmælist við gyðinga Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, sem hafið hefur baráttu fyrir sæti í öldungadeUd Bandarikjaþings sem þingmaður demókrata í New York, hefur fuU- vissað leiðtoga gyðinga um að hún líti á Jerúsal- em sem eílifa höf- í uðborg ísraels er ekki verði J skipt. Gyðingar I New York og ■ reyndar öllum Bandarikjunum kjósa venjulega demókrata. Áður hafði HiUary sagt að hún styddi stofnun palestínsks ríkis. Talið er að sú yfirlýsing hafi fælt nokkra gyðinga frá. Ver sinn póst- kassa DV, Ósló: Heitasta sumarmálið í fréttun- um í Noregi er deUa samgöngu- i ráðherrans, Dags Josteins Fjær- | voUs, við póstinn um staðsetn- ingu póstkassa ráðherrans. Af- ;i tenposten hefur tekið málið upp í | leiðara og birti í gær ekki færri í en tvær skopteikningar af ráð- ; herranum og póstkassanum : hans. Ráðherrann segist ekki geta ii fylgst með póstkassanum sínum : ef hann sé fluttur út fyrir lóða- | mörkin og út á þjóðveg. Póst- menn segja á móti: Það er ráöu- I neyti þitt sem hefur sett þessar y reglur, ekki við. Ráðherrann ætl- Iar að verjast undirmönnum sín- um. Hann er fyrrum vamarmála- ráðherra og segist vanur að verja s sinn póst. Stjórnarandstaðan hefur þegar f látið málið tU sín taka og einn | þingmaður vinstri manna segir að samgönguráöherrann ætti að nota fríið sitt tU þarflegri hluta en að í horfa á póstkassann. Og svona í standa mál. Póstkassinn er á hús- f veggnum en póstmennirnir neita að setja póstinn í hann. -GK Aukin skipulögð glæpastarfsemi í Rússlandi Glæpastarfsemi meðal lög- S reglu, almennings og mafíunnar 1 hefur aukist mikið í Rússlandi, j að því er innanríkisráðherra | Rússlands, Vladimir RusjaUo, | greindi frá í gær. „Mafian hefur •í styrkt fjárhagsstöðu sína og sam- tök sin og hefur náð verulegum ítökum í landinu,“ sagði innan- rikisráðherrann. Fyrstu fimm I mánuði ársins fjölgaði glæpum y um 22 prósent, miðað við sama tímabU í fyrra. MikU spilling rík- ir innan lögreglunnar. Bing Crosby fælir burt tán- inga í Ástralíu Aðstandendur verslunarmið- stöðvar í Wollongong fyrir sunn- an Sydney í Ástralíu voru orðnir þreyttir á öUum táningunum sem dvöldust langtímum saman I við inngang miðstöðvarinnar. Þess vegna var gripið til þess : ráðs að leika lagið My Heart Is Taking Lessons með söngvaran- | um Bing Crosby sí og æ. Táning- | unum likaði ekki tónlistin og höfðu sig á brott frá verslunar- miðstöðinni. Nú velta eigendur annarra : verslunarmiðstöðva fyrir sér að f leika sama leik tU þess að losa j: sig við unglingana. í einum bæ íhuga menn að koma upp bleik- um götuljósum sem hafa þau : áhrif að unglingabólur verða meira áberandi. Meö því móti á að reyna að bola unglingum i burt. Kauphallir og vöruverð erlendis New York 400 300 100 0 í/t A M J London 6000 * 6567,3 5500 5000 4000 FT-SEIOO A M J J 2000 1500 1000 500 Oljj Vt A Frankfurt 2000 DAX-40 A M J J Sykur S Kaffi n. Bensín95okt. | 180 170 160 150 140 | 1 on j pH' ÍOU ] 120 110. $/t A M J J Tokyo Hong Kong OÍWIO ZUWU 15000 10000, 5000 14222,57 Hang Seng A M J J j Hráolía 25 20 15 10 5 ; . 0 */ . tunnaA 16,48 Alexia prinsessa af Grikkiandi, dóttir Konstantíns Grikklandskonungs og Önnu Maríu prinsessu af Danmörku, giftist í gær Spánverjanum Carlos Morales Quintana. Kóngafólk úr Evrópu fagnaði brúðhjónunum í London þar sem vígslan fór fram. Símamynd Reuter Hrefnukjöt selst ekki _ aumingjaskapur í sölumennskunni, segir Steinar Bastesen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.