Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
Fréttir
Sölvi Pálsson, skipstjóri á Sléttanesi IS:
Ég var blekktur
- keypti hús á Þingeyri sl. haust. Las í DV aö skipið væri selt
„Ég var blekktur. Við keyptum
hús á Þingeyri í fyrrahaust með það
í huga að eiga heima þama til fram-
tíðar. Fyrrverandi forstjóri fyrir-
tækisins sagði við mig að Sléttanes-
ið yrði það síðasta sem yrði selt frá
fyrirtækinu. Annað er komið á dag-
inn,“ segir Sölvi Pálsson, skipstjóri
á Sléttanesi ÍS sem nú hefur verið
selt til Reykjavíkur. Stjóm Básafells
hf., útgerðar skipsins, samþykkti á
stjórnarfundi í gær að fara að til-
lögu framkvæmdastjórans og stað-
festa sölu skipsins.
„Ég átti síst von á því að skipið
yrði selt enda tel ég mig hafa gert
góða hluti með þetta skip. Ég gæti
sætt mig við söluna ef skipið hefði
ekki fiskað. Þess má geta að forstjór-
inn hefur ekki enn þá sagt mér að
búið sé að selja skipið," segir Sölvi
Sléttanes hefur fiskað fyrir 350
milljónir króna frá áramótum eða
um 2800 tonn upp úr sjó. Þar af eru
um 1000 tonn þorskur. Frá því Bása-
fell breytti skipinu fyrir 16 mánuð-
um hefur það fiskað fyrir hátt í 900
milljónir króna.
„Það á að leggja áherslu á land-
vinnslu hjá Básafelli og minnka
vinnslu úti á sjó. Sömu menn
stjórna Básafelli og Vinnslustöðinni
í Vestmannaeyjum. Þar var rekstr-
arerflðleikum svarað með því að
leggja áherslu á sjóvinnsluna og
minnka landvinnslu. Það virðist
enginn hafa yfirsýn yfir þennan
rekstur," segir Sölvi.
Hann segir að bæjaryfirvöld í Isa-
Sölvi Pálsson skipstjóri við skip sitt skömmu áður en það var selt. DV-mynd Rögnvaldur
fjarðarbæ virðist ekki heldur vita
hvað sé að gerast og þar ríki sami
skortur á yfirsýn.
„Bæjarstjórinn hélt að eingöngu
væru fimm menn frá Þingeyri á
Sléttanesinu. Hið rétta er að það eru
18. Allt eru þetta hálaunamenn.
Hann sagði jafnframt að það væri
verið að vinna í málinu en hann
hefur ekkert gert. Þrátt fyrir að
hann hafi setið hjá á stjórnarfundin-
um er hjáseta sama og gera ekki
neitt,“ segir Sölvi.
Sölvi, sem er í fríi þennan túr,
segir útgerðina ekki hafa sýnt sér
eða áhöfninni þá virðingu að láta
vita af sölu skipsins.
„Forstjórinn hefur enn ekki sagt
mér að búið sé að selja skipið. Ég
las það í DV að skipið færi til
Reykjavíkur. Strákarnir um borð
þurftu sjálfir að hringja i forstjór-
ann í land til þess að fá að vita stöð-
una. Þrir skipverjar ætluðu að
kaupa hús á Þingeyri en þeir gera
það ekki núna. Ég vona að þeir fái
pláss á öðrum togurum Básaifells en
það getur verið að þau skip verði
seld síðar meir, hver veit?“ segir
Sölvi. - EIS
Bjartsýni hjá kúabændum:
Girt fyrir mjólkurgreifa
„Mjólkurgreifar geta aldrei orðið
til innan landbúnaðarins líkt og sæ-
greifar í sjávarútvegi því mjólkur-
bændur verða að framleiða 85 pró-
sent af mjólkurkvóta sínum sjálfir
til að fá fullar beingreiðslur," sagði
Gísli Karlsson hjá Framleiðsluráði
landbúnaðarins en verð á mjólkur-
kvóta hefur verið óvenjuhátt að
undanförnu. „Þetta háa verð er
nokkuð stöðugt og byggir á bjart-
sýni kúabænda sem margir hverjir
eru að stækka bú sín og sækjast eft-
ir auknum kvóta. En það er girt fyr-
ir það með reglugerðum að bændur
geti leigt út mjólkurkvóta sinn, flust
á mölina og lifað á því að gera ekki
neitt,“ sagði Gísli.
Mjólkurkvótinn er nú seldur á
rúmar 160 krónur lítrinn en verðið
á sama tíma í fyrra var aðeins um
120 krónur. Stækkun kúabúa er á
kostnað hinna minni sem þá eru
lögð af en undanfarin 15 ár hefur að
meðaltali einn kúabóndi hætt bú-
skap í viku hverri. Kúabændum í
landinu hefur því fækkað um 780 á
þessu tímabili og þróunin heldur
áfram. 1200 kúabændur framleiða
nú þær 109 milljónir lítra af mjólk
sem markaðurinn gleypir árlega en
ársneysla þjóðarinnar er 103 millj-
ónir lítra. Mismunurinn fer í út-
flutning sem ostur, smjör og mjöl.
„Meðalstór kúabú framleiða um
100 þúsund lítra af mjólk á ári og
það eru þau sem helst eru að bæta
við sig kvóta og stækka. Stærstu fé-
lagsbúin komast upp í 250 þúsund
lítra og ganga vel,“ sagði Gísli
Karlsson hjá Framleiðsluráði land-
búnaðarins. -EIR
Píkuskrækir úr kvennamiðstöð
Rassaköst og píkuskrækir eru
að gera út af við íbúa Grjóta-
þorps. Þeir sofa ekki fyrir djöful-
gangi þessum. Pikuskrækimir
koma frá Hlaðvarpanum, menn-
ingarmiðstöð kvenna, í þorpinu í
miðborg Reykjavíkur og rassa-
köstin frá lostastaðnum Clinton.
Grjótaþorparamir þekkjast því
úr hópi fólks vegna bauganna
undir augunum. Þungaðar konur
flýja heimili sín og böm eru sögð
vaða í glerbrotum, notuðum verj-
um og sprautunálum.
Skiljanlegt er að skrækfrnir úr
Hlaðvarpanum haldi vöku fyrir
fólki. Þar ku hljómleikahald vin-
sælt með tilheyrandi hávaða. Það
er verra að sjá hvemig starfsemi
lostabúllunnar, sem heitin er eft-
ir fjörmiklum Bandaríkjaforseta,
vekur sómakæra borgara um
miðjar nætur. Þar innan dyra em
konur, líklega frá útlöndum, eitt-
hvað að striplast og karlar í
frökkum að kíkja á. Starfsemin er
rismikil á sinn hátt en trauðla
mjög hávær. Listrænn dans kvennanna viö stöng-
ina er að vísu stundaður við undirleik en þó í því
hófi að hann trufli ekki sjónarspilið sem karlam-
ir með frakkana koma til aö sjá.
Vertinn á Clinton ver sína menn. Hann segir
viðskiptavinina fáa, vel til hafða og prúða. Þeir
gangi ekki um Grjótaþorpið með háreysti eða
óhljóð. Með þessari yfirlýsingu sendir vertinn
boltann eiginlega beint á kvennamiðstöðina í
Hlaðvarpanum. íbúamir í Grjótaþorpinu kvarta
og geta ekki sofið fyrir hávaða. Lostinn á Clinton
fer fram í hálfum hljóðum, jafnvel niðurbældum
stunum. Slíkt ætti ekki að vekja neinn sem vill
sofa. Það verður því að draga þá ályktun að
skrækimir og hávaðinn komi frá kvennamiðstöð-
inni.
Þetta kemur á óvart. Karlar eru almennt taldir
uppivöðslusamari og háværari í gleðilátum sín-
um en konur. Vera kann að konurnar leigi út
miðstöð sína og hávaðabelgir af karlkyni misnoti
traust kvennanna með góli og drykkjulátum um
miðjar nætur. Ef píkuskrækirnir eru hins vegar
til komnir vegna hefðbundinna félagsstarfa í
Hlaðvarpanum þarf margt endurskoðunar viö. Á
meðan íbúar Grjótaþorps héldu ró sinni og þolin-
mæði hélt almenningur í fáfræði sinni að
kvennastarf í Hlaðvarpanum fælist einkum í
ljóðalestri, fyrirlestrum um karlrembu, prjóna-
stundum yfir kaffibolla og vikivakakvöldum.
Svo virðist ekki vera. Samkvæmt lýsingum
stendur stuðið i Grjótaþorpinu fram á nótt
tvisvar til fjórum sinnum í viku. Tif í prjónum,
ljóðalestur eða vikivaki flokkast ekki undir há-
reysti. Kvennalistinn hefur verið leystur upp.
Deilur um hann halda því ekki lengur vöku fyrir
fólki.
Til þess að komast að hinu sanna verður vart
hjá þvi komist að rannsaka starfsemi kvennamið-
stöðvarinnar að næturlagi. Lostastofan Clinton
vísar öllum áburði á bug og segist saklaus ekki
síður en nafninn í Hvíta húsinu.
Dagfari
Kvígan og popparinn
Það var mikið um dýrðir á Sel-
fossi um síðustu helgi þegar
Sunnlendingar völdu að vanda
fegurstu kvíguna. Fengnir voru
tveir af máttarstólpum samfé-
lagsins til að leiða
kvígurnar tvær,
sem kepptu um tit-
ilinn, fyrir dóm-
nefnd. Það hlut-
verk fengu eðal-
kratinn Jakob
Frímann Magn-
ússon yfirstuð-
maður og
Guðni Ágústs-
son landbúnaðarráðherra. í
sem skemmstu máli þróuðust
mál þannig að búfræðingurinn
Guðni leiddi sína kvígu með slík-
um þokka að hún var kjörin feg-
urst allra. Kvíga Jakobs aftur á
móti þeyttist um með stuðmann-
inn í loftköstum í eftirdragi og
laut þar með í gras. Þá kallaði
ráðherrann skýrmælti: „Þú ert i
röngum flokki, Kobbi minn.“
ísland í gær
Sá innlifaði fréttamaður ís-
lands í dag Jón Ársæll Þórðar-
son vintjur nú hörðum höndum
að þáttagerð fyrir Stöð 2. Hann
er í fríi frá sínu hversdagslega
amstri meðan á
verkinu stendur.
Gert er ráð fyrir
að þættimir verði
sýndir árið 2000
en ekki er enn
komið nafn á
þáttaröðina sem
fjalla mun um
kynlega kvisti
um allt land.
Gárungarnir á Stöð 2 eru þó ekki
í neinum vafa um að framleiðsl-
an heiti „ísland í gær“. Þá segja
menn að Jón Ársæll sé með
þessu að búa sig undir að verða
arftaki Ómars Ragnarssonar,
fréttamanns Sjónvarps, sem er
mefra og minna á Eyjabakka-
svæðinu...
Hasar vestra
Hin tannhvassa Ragnheiður
Ólafsdóttir, formaður íbúasam-
taka Þingeyringa, hefur velgt
mörgum undir uggum vegna
Básafellsmála. Hún hefur hund-
skammað ráðamenn bæði í sveit-
arstjórnum og landsmálum
vegna aðgerðarleys-
is í málum Þingeyr-
inga. Þannig hefúr
svipa Ragnheiðar
smollið á baki Ein-
ars Odds Krist-
jánssonar, al-
þingismanns og
Flateyrings, sem
hún vill meina
að standi að baki
ákvörðun um sölu tog-
arans Sléttaness. Nú heyrist
vestra að Einar Oddur hafi kraf-
ist fundar með íbúasamtökunum
um málflutning hennar. Ragn-
heiður er sunnan heiða og að
sögn var því hafnað að halda
fundinn þar sem hún ber sjálf
ábyrgð á orðum sínum...
Fjáraustur
Svo sem fram hefur komið
hafa sveitarfélög sammælst um
að gera átak mikið gegn ung-
lingadrykkju. Þetta er talið mik-
iö áhyggjumál og hafa fjárhirsl-
ur hvers bæjar-
sjóðsins af öðrum
opnast upp á gátt.
Austur í Fjarðar-
byggð funduðu
Smári Geirs-
son og félagar í
félagsmála-
nefnd. Nefndin
var sammála
um að leggja hönd
plóg og af örlæti var mælt með
því að 30 þúsund krónum yrði
ausið í átakið...
Umsjón: Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is