Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 15. JULI 1999
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Nóttin verður löng í Serbíu
Slobodan Milosevic er ekki stóra vandamáliö í arfa-
ríkjum Júgóslavíu á Balkanskaga. Engan vanda leysir að
leggja fimm milljónir dollara til höfuðs honum. Hann er
að vísu með afbrigðum kaldrifjaður, en ýmsir aðrir
helztu stjórnmálamenn Serba eru enn verri.
Við vitum af langri og biturri reynslu, hvar við höfum
Milosevic. Slægð hans er orðin öllum opin bók, jafnvel
ráðamönnum Vesturveldanna, sem árum saman ímynd-
uðu sig vera að semja við hann um hitt og þetta. Menn
vita, að hann mundi roðna, ef hann segði satt.
Stjórnarandstæðingurinn Vuk Draskovic er raunar
enn þjóðernissinnaðri en MUosevic, ákaflega tækifæris-
sinnaður, ýmist innan eða utan stjórnar, síður en svo
traustvekjandi. Zoran Djindjic er talinn í húsum hæfur á
Vesturlöndum, en nýtur sáralítUs fylgis í Serbíu.
Sjálfur hefur MUosevic um 20% fylgi í Serbíu, sama
fylgi og fyrir stríðið í Kosovo. Uppþot víða um landið
sýna, að margir landa hans eru honum reiðir, en það er
ekki fyrir brjálaða framgöngu manna hans í Kosovo,
heldur fyrir að láta herinn leggja á flótta.
í stríðslok var vígamáttur Serbahers nánast óskertur.
Sem dæmi má nefna, að einungis þrettán skriðdrekar
höfðu verið eyðUagðir í loftárásum Vesturveldanna.
MannfaU var sáralítið í hernum fram á allra síðustu
daga. Hann hefði vel getað varizt lengi enn.
Rússar fengu MUosevic tU að gefast upp með því að
segja honum, að hann væri með framgöngu sinni búinn
að koma sér úr húsi hjá þeim og ætti þaðan engrar hjálp-
ar að vænta. Serbía stóð ein í heiminum, með stuðningi
nokkurra rómantískra sagnfræðinga á íslandi.
Serbar sjálflr eru vandamál Balkanskaga. Þeir hafa
komið sér upp sagnfræði, sem réttlætir aUar gerðir
þeirra. Þeir styðja tU valda ofstækis- og ofbeldismenn og,
eru upp tU hópa sannfærðir um, að fólkið í Kosovo hafi
flúið undan loftárásum Atlantshafsbandalagsins.
HættxUegt er að gæla við hugmyndir um valdarán í
Serbíu að undirlagi Vesturveldanna. Jarðvegurinn í
landinu er með þeim hætti, að upp úr honum rísa nán-
ast eingöngu óbótamenn í stjórnmálum. Þegar MUosevic
fer, er líklegt, að eftirmaðurinn verði engu skárri.
Óráðlegt er að hafa önnur afskipti af innanríkismálum
Serba en að koma í veg fyrir, að ofbeldishneigð þeirra
komi niður á Ungverjum á sjálfstjórnarsvæðinu Vojvod-
ina og SvartfeUingum. Enn þarf að verja nánasta um-
hverfi þjóðarinnar fyrir íslandsvininum Arkan.
Ekki er síður óráðlegt að fara að ráðum Martti Ahti-
saari Finnlandsforseta og styrkja endurreisn innviða og
atvinnulífs landsins. Engin ástæða er tU að byrja á neinu
slíku fyrr en Serbar hafa sem þjóð horfzt í augu við glæp-
ina, sem framdir hafa verið í nafni þeirra.
Vesturveldin hafa nóg að gera og borga við að byggja
upp innviði og atvinnulíf þeirra svæða, sem Serbar hafa
rústað í Bosníu og Kosovo, svo og tU að treysta lýðræði
í löndunum í kring, Makedóníu, Albaníu, Búlgaríu og
Ungverjalandi, sem studdu stríð Vesturveldanna.
Óformlegt bandalag ríkja Balkanskaga gegn Serbíu
hefur geflð Vesturveldunum góðan jarðveg tU að efla
samstarf við þau og stuðla að varanlegu lýðræði og efna-
hagsframförum á skaganum, á svipaðan hátt og gerðist í
Mið-Evrópu eftir andlát Varsjárbandalagsins.
En að sinni er enginn jarðvegur fyrir vestrið í Serbíu,
þar sem lærðir og leikir ásaka MUosevic fyrir það eitt að
hafa tapað Kosovo í hendur viUutrúarmanna.
Jónas Kristjánsson
„Nú vita flestir að fjölmörg stórhýsi hafa risið við Skúlagötu og einna helst vegna útsýnis og nálægðar við sjó-
inn; svo dettur borgarstjóra í hug að byggja þar fyrir framan!"
Tvísala sama
útsýnis
Þórðardóttur, tals-
manni Sjálfstæðis-
flokksins, þegar
rætt var um lóða-
mál. Hann kom því
ekki frá sér hvort
nú ríkti lóðaskortur
eða ekki. „Lóða-
skortur er ekki en
borgin hefur ekki
nóg af lóðum til að
mæta eftirspurn
nú.“ - En von er á
að Bryggju- og Graf-
arholtshverfi komi í
gagnið í haust.
Óljóst er hverju það
breytir. Allir vita að
fasteignaverð hefur
Kjallarinn
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
„Efíbúar borgarinnar eiga áfram
á hættu þvílíkar hremmingar úr
talverki borgarstjóra er enginn
lengur viss um neitt; hann viröist
ekki vita muninn á kjaftaglamri
um öli mál og stjórnkænsku.“
Skipulagsmál Reykjavíkur og
skattheimta hafa orðið fyrir tölu-
verðri gagnrýni. Borgin hefur
hækkað þjónustugjöld töluvert um-
fram verðlagsþróun og er það mjög
ámælisvert í ljósi viðkvæmrar
stöðu á vinnumarkaði. Síðast var
verð strætisvagna hækkað um
15-20%. Borgarstjóri sagði hrana-
lega í því sambandi að „strætis-
vagnarnir væru engin félagsmála-
stofnun"! Hvarvetna á nálægum
slóðum eru almenningssamgöngur
í borgum styrktar af almannafé,
ekki bara vegna litils megnandi
heldur einnig mengunar og umferð-
arvandamála. Yfirlýsing borgar-
stjóra í sjónvarpi var hvatvísleg og
óþörf í viðkvæmu máli; hann talar
eins og harðsvíraður kapítalisti.
Er skipulag á skipulags-
málunum?
Fyrrv. formaður skipulags-
nefndar hefur einnig vakið at-
hygli fyrir hranalegan málflutn-
ing, t.d. í sambandi við byggingu
stórhýsis við Laugaveg; ungt fólk
í bakhúsi taldi þá mjög þrengt að
sínu lífsrými. Skýr stefna varð-
andi nýjar byggingar í gömlum
hverfum þarf að vera til. Síðar
mátti heyra að þeir sem byggju við
Laugaveg mættu búast við að fyllt
yrði upp i skörð með nýjum og
stærri byggingum. Vissi unga fólk-
ið af þessu? Formaðurinn skýrði
ennfremur frá því í sjónvarpi fyrir
ári eða svo að Sæbraut væri van-
nýtt skömmu eftir að breytingar
voru gerðar á háhýsum við braut-
ina á Kirkjusandi vegna hávaða;
við hana endilanga eða í næsta ná-
grenni eru fjölmörg stórhýsi og
fyrr en varir gæti orðið til nýtt
Miklubrautarmál vegna hávaða og
mengunar.
Um lóðamál
Helgi Hjörvar, nýr forseti borg-
arstjórnar, var brjóstumkennanleg-
ur í sjónvarpi 8.7. gegn Ingu Jónu
rokið upp í Reykjavík vegna íbúða-
skorts og að Kópavogur hefur
stækkað hraðar.
Það getur verið stefna að
skammta aðgang, en ef svo er á
það að vera á hreinu. Forsetinn
lagði á það áherslu „að borgin af-
henti ný hverfi til úthlutunar með
allri þjónustu“! Umferð til og frá
Grafarvogi hefur lengi verið til
mikilla vandræða fyrir íbúa hverf-
isins; það snertir einnig almenna
umferð um Vesturlandsveg við
Reykjavík. Þetta stangast á við yf-
irlýsingar forsetans að ofan, Mikið
ósamræmi er í raun á milli vega-
gerðar og þróunar byggðar.
Skattheimta og tvísala
í tvennum kosningum hefur R-
listinn lofað skatta-
lækkunum en aukið
tekjuöflun síðan á
lúmskan hátt. Frægt
varð um árið þegar hol-
ræsagjald (klósettskatt-
urinn) var sett á og
kallað“gjald“ en ekki
skattur, þótt skattstofn
væri fasteignamat;
borgarstjórinn lenti
auðvitað í kostulegri
stöðu þegar hann var
að gefa skýringar.
Þann 7. þ.m. skýrði
borgarstjóri í útvarpi
frá ýmsum hugmynd-
um um landfyllingu út
í sjó við miðbæinn til
þess að auka ibúa-
byggð.
Ekki skal það lastað
að hugmyndir séu
viðraðar en þegar
borgarstjóri sjálfur fer
að ræða kost og löst á
hugmyndum er hann
kominn út á hálan ís.
Ein af þeim var t.d.
landfylling meðfram
strandlengjunni ffá
Ingólfsgarði til Laug-
arness og sagði borgarstjóri að þar
yrði væntanlega um „eftirsótt bú-
setusvæði að ræða vegna útsýnis".
Nú vita flestir að flölmörg stór-
hýsi hafa risið við Skúlagötu og
einna helst vegna útsýnis og ná-
lægðar við sjóinn; svo dettur borg-
arstjóra í hug að byggja þar fyrir
framan! Öðrum finnst auk þess frá-
leitt að fara að rífa upp fallegustu
steinhlöðnu strandlengju borgar-
innar og fylla upp 10-15 metra hátt
vegna mjórrar landræmu. Ef íbúar
borgarinnar eiga áfram á hættu
þvílíkar hremmingar úr talverki
borgarstjóra er enginn lengur viss
um neitt; hann virðist ekki vita
muninn á kjaftaglamri um öll mál
og stjómkænsku.
Jónas Bjarnason
Skoðanir annarra
Krafa til hlutabréfasjóða
„Hlutabréf gefa að jafnaði betri ávöxtun en skulda:
bréf og því tel ég að hlutabréfasjóðir ættu að lágmarka
skuldabréfaeign sína. Hvernig sem á málið er litið
hlýtur það að vera eðlileg krafa að hlutabréfasjóðir
skili sambærilegri eða betri ávöxtun en Úrvalsvísital-
an. Það virðist einnig í sumum tilfellum sem verð-
bréfafyrirtæki skorti metnað til að láta hlutabréfasjóði
sína skila góðum árangri. Sjóðsstjórar eru í mörgum
tilfellum ungir, óreyndir og jafnvel nýskriðnir úr
skóla. Ljóst er að það er erfltt fyrir þá að axla þá
ábyrgð að stýra nokkurra milljarða króna sjóðum."
Þetta er álit Andra Sveinssonar í Viðskiptablaðinu
14. júlí.
IVIeð þakklæti fýrir viðskiptin
„Mikið hlýtur þann hóp borgarbúa sem nýta sér
þjónustu Strætisvagna Reykjavíkur að svíða í aftur-
endann eftir siðasta rassskell R-listans. Þakklætið fyr-
ir viðskiptin er að bjóða upp á hækkun á þjónustu
sem færri og færri nýta sér og fer þeim varla fjölgandi
eftir síðustu hækkanir. Að það skuli vera svar borgar-
innar við því að fólk nýtir sér ekki þjónustu hennar
að hækka verð fyrir hana. Verður það varla tO þess að
auka viðskipti viðkomandi stofnunar. Það hlýtur að
vera umhugsunarefni fyrir borgina hvers vegna fólk
nýtir sér ekki þá þjónustu sem í boði er ...“
Kjartan Ólafsson í Mbl. 14. júlí.
Hvað kosta kennarar?
„í framhaldi af því að óánægðustu kennaramir
hverfi til annarra starfa verður að hefjast handa við
að hreinsa til í skólahaldinu. Þegar allt kemur til
alls langar okkur kjósendur að fá svar við einni meg-
inspurningu: Hvað kostar það okkur að borga hæf-
um kennara fyrir að vera í vinnunni eins og flest
fólk frá klukkan átta eða níu á morgnana, i átta
klukkutíma? Og vinna það sem þarf að gera á staðn-
um og má með réttu kalla „kennsiuvinnu"? ... Flest-
ir munu vilja borga góðum kennurum góð laun.
Hrökkvi áætlaðir peningar ekki til eiga borgaryfir-
völd að leita til okkar og spyrja hvort við viljum
borga hærra útsvar fyrir hærri laun kennara og
(vonandi) betri skóla. Þá verður boltinn loksins
kominn þangað sem hann á heima.“
Stefán Jón Hafstein í Degi 14. júlí.