Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 “jí 12 ég á mér draum Bára Sigurjónsdóttir, kaupkona í Kjá Báru: Kaupmennskan er draumur sem rættist - bóin að vera að í tæp fimmtíu ár Foreldra Báru dreymdi um að senda hana í framhaldsnám á píanó. DV-mynd Hilmar Þór „Draumarnir voru náttúrlega margir þegar ég var ung. Þeir rættust auðvitað ekki allir en það kom eitthvað jafngott eða betra í staðinn," segir Bára Sigurjónsdótt- ir kaupkona. Hún hefur rekið verslunina Hjá Báru í tæp fimmtíu ár. „Ég var mikið í dansi og tónlist á sínum tíma. Ég lærði á píanó þegar ég var ung, tók próf í Tón- listarskólanum í Reykjavík. For- eldra mína dreymdi um að senda mig út til Mílanó til að halda tón- listarnáminu áfram. Þeir höfðu mikinn áhuga á því. Ég var samt mjög tvístígandi því það var svo margt sem fangaði hugann. Tón- listin, dansinn og fleira. Einnig hafði ég áhuga á alls konar líkams- rækt.“ Gaman að ferðalögum Bára hélt þó ekki áfram í tónlist- arnáminu. Hún fór út í kaup- mennskuna og er búin að vera í henni síðan. „Þetta byrjaði allt á því að ég vann við verslunarstörf áður en ég gifti mig og fékk brenn- andi áhuga á þeim. Síðan kom það til að við keyptum verslunina í Austurstræti 14 og vorum þar í ein tuttugu ár áður en ég flutti hingað. Ég er sem sagt búin að vera í kaupmennskunni i tæp fimmtíu ár. Þar er draumur sem rættist." Áttu þér einhverja drauma sem tengjast ferðalögum? „Ég hef ákaflega gaman af ferða- lögum og vonast til að halda þeim áfram sem lengst. Ég hef ferðast mikið í gegnum árin, mikið með manninum mínum þegar hann var á lífi. Það mætti eiginlega segja að það sé draumur hjá mér á hverju ári að ferðast til Ítalíu eða Mið- Eyrópu, það eru mín uppáhalds- lönd. Mér þykir alltaf áhugavert að koma til þeirra og eyða tíma. Það er auðvitað fullt af löndum sém ég á eftir að fara til. Maður þarf hins vegar ekki alltaf að vera að bæta við. Ég er alltaf fljót að koma mér fyrir þarna og nýt hverrar mínútu. Síðan reynum við vinkona mín að fara saman á hverjum vetri til Sviss á göngu- skíði.“ Vinnan göfgar manninn Hvernig er með heimsmálin, eru einhverjir hlutir sem þig dreymir um að fari betur? „Auðvitað er maður með ákveðnar skoðanir á mörgum hlut- um en ég er hins vegar ekki póli- tísk, hef aldrei haft áhuga á pólitík og læt aðra um það. Ég reyni hins vegar að fylgjast vel með öllu.“ Nú rignir eins og hellt sé úr fótu. Ég veit að mig dreymir um betra veður, en þig? „Málið er að maður verður bara að lifa með veðrinu. Ég var mikill sóldýrkandi á mínum yngri árum en i dag er ég búin að læra að mað- ur verður bara að sætta sig við veðrið eins og allt annað. Það er líka nóg að gera hjá mér í búðinni. Núna er annatími sem er mjög ánægjulegur. Ég elska að vinna. Vinnan göfgar manninn. Annars eru draumarnir í dag þeir að fá að halda heilsunni sem lengst þannig að ég geti starfað áfram heilbrigð og auðvitað að börnin og barna- börnin lifi líka áfram hraust og heiðarleg og ég geti fengið að fylgj- ast með uppeldinu og sjá öllum farnast vel í lífinu. Fjölskyldan er númer eitt.“ -hvs fimm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Tasco 7x50 sjónauki frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.900. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú flmm breytingar? 525 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 525 Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 523 eru: 1. verðlaun: 2. verðlaun: Vilfríður Hrefna Hrafnsdóttir, Bólstaðarhlíð 52, 105 Reykjavík. Ingibjörg Erlendsdóttir, Grýtubakka 16, 109 Reykjavík. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. James Patterson: When the Wind Blows. 2. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 3. Nlcholas Evans: The Loop. 4. Stephen Klng: Bag of Bones. 5. Patricia Cornwell: Polnt of Origin. 6. Jane Green: Mr Maybe. 7. Jill Mansell: Head over Heels. 8. Maeve Binchy: Tara Road. 9. Rosie Thoma: Moon Island. 10. Nick Homby: About a boy. RIT ALM. EÐLIS - KILJUR: 1. Amanda Foreman: Georgina: Duchess of Devonshire. 2. Anthony Beevor: Stalingrad. 3. Chrls Stewart: Driving over Lemons. 4. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 5. John O'Farrell: Things Can Only Get Better. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 7. Richard Branson: Losing My Virginity. 8. Blll Bryson: Notes from a Small Is- land. 9. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 10. Adeline Yen Mah: Falling Leaves. INNBUNDNAR SKÁLDSÖG- UR: 1. Thomas Harris: Hanníbal. 2. Terry Brooks: Star Wars Episode 1: The Phantom Menace. 3. Kathy Reichs: Death du Jour. 4. Jilly Cooper: Score! 5. Wllbur Smith: Monsoon. 6. Chris Ryan: Tenth Man Down. INNBUNDIN RIT ALM. EÐL- IS: 1. David West Reynolds: Star Wars Epi- sode 1: The Visual Dictionary. 2. Terry Pratchett et al: The Science of Discworld. 3. David McNab og James Younger: : The Planets. 4. Lenny McLean: The Guv’nor. 5. David West Reynolds: : Star Wars Episode 1: Incredible Cross-Sections. 6. Matt Groening: Bart Simpson’s Guide to Life. BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR 1. Patricia Cornwell: Point of Origin. 2. Wally Lamb: I Know This Much Is True. 3. John Irvlng: A Widow for One Year. 4. Judy Blume: Summer Sisters. 5. Helen Fielding: Bridget Jones Diary. 6. Charles Frazier: Cold Montain. INNBUNDIN RIT ALM. EÐL- IS: 1. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 2. Jon Krakauer: Into Thin Air: A Per- sonal Account of the Mount Ever- est. 3. Richard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff... and it’s all small stuff. 4. John Gray: Over. 5. Angela’s Ashes: Frank McCourt. 6. Suze Orman: The 9 Steps to Rn- ancial Freedom: Practical and Spi- ritual Steps So You Can Stop Worrying. 7. Malachy McCourt: A Monk Swimm- ing. 8. Thomas Stanley og William Danko: The Millionaire Next Door. 9. Sarah Ban Breatnach: Simple Abundance. 10. Cookle Roberts: We Are Our Mother’s. INNBUNDNAR SKÁLDSÖG- UR: 1. Patricla Cornwell: Unnatural Expos- ure. 2. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 3. Wally Lamb: She’s Come Undone. 4. Nora Roberts: Rising Tides. 5. Caleb Carr:: Angel of Darkness. 6. Nichols Sparks: The Notebook. 7. Danlelle Steel: The Klone and I. ' 8. John Grisham: The Street Lawyer. 9. Nicholas Sparks: Message in a Bottle. 10. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. RIT ALM.EÐLIS - KIUUR: 1. Mltch Albom: Tuesdays With Morrie. 2. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 3. Jimmy Buffett: A Pirate Looks at Fifty. (Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.