Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 26
26 \lk LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 JjV Ljósmynd af litlum dreng, klædd- um í frakka og stuttar buxur, sem heilsar aö hermannasiö þegar bronskistan meö föóur hans er flutt í Arlingtonkirkjugaróinn, snerti hug og hjörtu Bandaríkjamanna. Einmitt þennan dag átti drengurinn þriggja ára afmœli. Hann skildi lít- iö í því sem var aó gerast en hann hegóaói sér eins og menn vœnta af Kennedymanni. Þetta var hugrakk- ur lítill hnokki. Hann hafói hlotió nafn fööur síns og þarna stóð hann, kaldan dag í nóvemer 1963, án þess aó hafa hugmynd um hvaöa byrði hafði veriö lögð á herðar hans, nefnilega sú að vera Kennedy. John F. Kennedy yngri fæddist árið 1960 inn í eina valdamestu fjölskyldu Bandaríkjanna, þá einu sem kölluð hefur verið konungs- fjölskylda þar í landi. Örlög Kennedy- íjölskyldunnar; ótímabær dauðsfóll, hneykslismál, kvensemi, framagirni og brostnar vonir hafa um áratuga- skeið verið mönnum hugleikið efni í ótal bækur og blaðagreinar. Eins og títt er með Kennedymenn var John F. yngri fæddur ævintýra- maður en einhverra hluta vegna olli áhugi hans á flugi fjölskyldu hans áhyggjum. Eiginkona hans, Carolyn, reyndi ítrekað að fá hann til að hætta í flugtímum en eins og sönnum Kenn- edy sæmir lét John F. ekki segjast; og tefldi að venju á tæpasta vað. Um síðustu helgi fór John F. Kenn- edy í sína síðustu flugferð. Með i fór voru Carolyn og systir hennar Lauren. John F, missti stjórn á flugvélinni skammt undan strönd Martha's Viney- ard í Massachussetts og ekkert þeirra komst lífs af. Bandaríkjamenn syrgja nú ákaft frá- fall Johns F. en líklega hefur enginn meðlimur Kennedyfjölskyldunnar ver- ið jafhvel liðinn meðal almennings síðustu árin. Hann var ókrýndur krón- prins sem margir vonuðu að myndi feta í fótspor fbður sins síðar á ævinni. Hugmynþir manna um að bölvun ríki yfir Kennedyflölskyldunni hafa enn og aftur fengið byr undir báða vængi. „Það er eins og guð sé að refsa þeim (Kennedyunum) fyrir að taka áhættu," sagði Henry Kissinger, fyrr- um utanríkisráðherra, og bætti við að líkja mætti sögu Kennedyijölskyldunn- ar við grískan harmleik. Gott uppeldi John F. þótti búinn mörgum góðum mannkostum og sýndi snemma að hann hafði bein í nefinu. Hann þótti hafa góðan húmor, vera hjálplegur og svo var hann auðvitað ofurlaglegur. Uppeldi Jackie Bouvier Kennedy átti stóran þátt í mótun Johns F. en John F. Kennedy yngri heilsar að hermannasið þegar kista föður hans er borin í Arlingtonkirkjugarðinn. 1941 Rosemary Kennedy Sett á stofnun fyrir vangefna þar sem hún dvelur enn. 1944 Joseph P. Kennedy yngri lætur lífið í flugslysi, 29 ára. 1948 Kathleen Kennedy ára. 1956 John F. Kennedy og Jackie Kenn- edy eignast and- vana dóttur. 1963 John F. Kenn- edy, forseti Bandaríkjanna, myrtur 22. nóvember, í Dallas, 46 ára. 1963 Patrick Bouvier Kennedy, sonur Johns F. og Jackie, deyr tveggja daga gamall. 1968 Robert F. Kennedy myrtur 5. júní, í Los Angeles, 42 ára. 1969 Edward M. Kenn- edy ók fram af brú, ung kona í bílnum lést. 1973 Edward Kennedy yngri, sonur Edwards og Joan, missti hægri fót vegna krabba. 1973 Joseph Kennedy, son- ur Roberts og Ethel, lenti í bílslysi, kvenfar- þegi lamaðist. 1984 David Kennedy, sonur Roberts og Ethel, lést af of stórum skammti fíkni- efna á hóteli í Flórída. 1986 Patrick Kennedy, sonur Edwards og Joan, fór í meðferð vegna kókaínn- eyslu. 1991 William Kennedy Smith, son- ur Jean Ann, dóttur Joseps og Rose Kennedy, sýknaður af ákæru um nauðg- un á fjöl- skyldusetri í Flórída. Krónprins Ameríku Carolyn Bessette og John F. Kennedy þóttu afar glæsileg hjón. Myndin var tekin í maí sl. þegar þau komu tii hátíðarkvöldverðar tímaritsins George. hún lagði ætíð á það áherslu að böm- in lifðu eðiilegu lífi. Einkabilstjórar og viðlíka lúxus var til að mynda ekki á kortinu og John F. mátti ferðast með neðanjarðarlestum, rétt eins og aðrir íbúar New York. Það var líka Jackie sem fékk John F. ofan af því að læra leiklist en það þótti henni langt fyrir neðan virðingu einkasonarins. John F. þráaðist við um tíma en hlýddi að endingu móður sinni og hóf laganám. Honum gekk aldrei sérlega vel í skóla en á endanum útskrifaðist hann sem lögfræðingur. Þá lá leiðin á skrifstofu saksóknara í New York og þótti hann standa sig ágætlega þar. Eftir þrjú ár ákvað John F. hins vegar að leggja lögfræðina á hilluna og hafði víst á orði að sér þætti hálfleiðinlegt að vinna við að setja menn á bak við lás og slá. Pólitík var alltaf áhugamál Johns F. eins og hann átti kyn til. Fræg er ræða sem hann hélt tU stuðnings fóðurbróð- ur sínum, Edward Kennedy, á lands- fundi Demókrata árið 1988. Þá vökn- uðu vonir margra Demókrata fyrir al- vöm um að John F. myndi gefa kost á sér tU þings. Hann neitaði aldrei þeim möguleika en vUdi fyrst sýna að hann John F. og móðir hans, Jackie Bouvier Kennedy, voru alla tíð afar náin. gæti staðið á eigin fótum. í kjölfarið stofnaði hann tímaritið George sem fjaUaði um pólitík en átti að vera skemmtUegt í leiðinni. George fékk fljótt á sig stimpU glanstímarita en gekk sæmUega framan af. Það var gjama hlaðið stórstjömum en gaUinn var sá að tímaritið var ekki tekið eins alvarlega og ritstjórinn hafði hugsað sér. Undanfarið mun John F. hafa róið lífróður til að tryggja framtíð blaðsins en eftir fráfaU hans hafa margir spáð því að tímar Georges séu taldir;án Johns F. eigi það enga framtíð. Kvennamaður John F. Kennedy yngri bjó aUa tíð í New York ef frá em talin fyrstu þijú árin í Hvíta húsinu. Hann var ákaUega vinsæU, ekki síst þegar kvenþjóðin var annars vegar. Þrátt fyrir að því væri stundum haldið fram að hann hefði sennUega hlotið jákvæðu Kennedy- genin í arf þá kippti honum í kynið þegar fagrar konur vom annars vegar. Hann hlaut nafnbótina eftirsóttasti piparsveinninn og eftir að hann gekk í hjónaband var hann útnefhdur kyn- þokkafyUsti maður Bandaríkjanna. John F. sást gjama i fylgd glæsUívenna og átti m.a. í ástarsamböndum við Madonnu, Brooke Shields, EUe McP- hersson og Daryl Hannah. Með þeirri síðastnefndu bjó hann í Uögur ár eða þar tU hann féU fyrir hinni íðilfógru Carolyn Bessette. Þau giftu sig með leynd fyrir tveimur árum. Orðrómur um að hjónaband þeirra væri ekki far- sælt var algengur en John sjáifur kvað hann niður stuttu fyrir andlátið og sagðist vera hamingjusamasti maður heims. Það er ekki víst að það hafi aUtaf verið auðvelt að alast upp sem John F. Kennedy. Móðir hans og systir hans elskuðu hann vissulega og hann naut þeirra forréttinda sem peningar geta keypt. Á móti kemur að John F. var aUa tíð hundeltur af pressunni og í of- análag vom væntingar í hans garð næsta ofúrmannlegar. Hann bjó við sí- feUdar vangaveltur um hvort honum tækist að halda nafni fóður síns á lofti. John F. Kennedy tókst með ágætum að byggja upp eigið líf í stað þess að lifa á nafninu einu saman. John F. var aðeins 38 ára þegar harrn lést og líklegt þykir að lif hans verði samtvinnað ör- lögiun KennedyUölskyldunnar og ótímabært andlát hans verði skýrt með hinni frægu Kennedybölvun. Byggt á Politiken, The Sunday Times, Aftonbladet og Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.