Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 18
1» Ifeygarðshornið LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 JjV Neytandinn sem hæstiráttur Álfurnar tvær sem við tilheyr- um standa í illdeilum. Bandaríkja- menn ætla að setja ofurtolla á evr- ópskan varning til að refsa Evr- ópumönnum fyrir það athæfi að sporna við innflutningi á banda- rísku kjöti. Það gera Evrópumenn af tvennum ástæðum. í fyrsta lagi er bandaríska kjötið ódýrara og líklegt til að sölsa undir sig mark- aði auk þess sem fáir standast Bandaríkjamönnum snúning í óbilgjarnri markaðssetningu. Kannski er þetta aðalatriðið - ótt- inn um markaðina. Rökin sem Evrópumenn bera fyrir sig eru samt mikilvægari: bandarískt kjöt er úttroðið af hormónum, rétt eins og bandarískt grænmeti er allt erfðabreytt. Þetta er sérlega óholl- ur matur. Heilbrigðisyfirvöld telja sem sé að fólk hafl almennt ekki gott af því að graðka í sig ómældu magni af hvers kyns vaxtarhorm- ónum, það sé óþörf viðbót við mannslíkamann. Hins vegar verða þessir horm- ónar til þess að hagkvæmara er að framleiða kjötið. Það verður ódýr- ara. Bandaríski hugsunarháttur- inn kveður á um að það sé hið eina sem skipti máli. Og viðskiptafrels- ið sé öllu öðru æðra, öllu öðru helgara, það beri að setja ofar heil- brigðiskröfunni, jafnvel þótt gera megi ráð fyrir því að meirihluti af kjötætum heimsins hafi ekki hug- mynd um þau efni sem fylgja í kaupbæti. Kannski má líkja þessu við það þegar Englendingar heimtuðu að fá að selja Kínverjum ópíum í nafni viðskiptafrelsisins. kvæmnishyggja verið smám sam- an að sölsa undir sig æ stærri hluta samfélagsins. Hugsunarhátt- urinn er þessi: allt er vara. Vara er góð þegar hagkvæmni er gætt við að framleiða hana. Mælikvarðinn á þá hagkvæmni er það hversu ódýr hún er. Dómarinn um það hversu ódýr hún er hlýtur að vera sjálfur neytandinn/markaður- inn/almenningur. Þetta er grund- völlurinn undir veldi Baugs- manna, sem eflaust þrá að fá að selja amerískt hormónakjöt, því það er ódýrara, rétt eins og þeir hafa verið að selja eitthvert ginseng-hrat í stað alvöru ginsengs - því það er ódýrara. Markmið þeirra er að sölsa undir sig alla verslun á íslandi, og sennilega alla framleiðslu líka, enda kenna þeir sig við bauginn, Hugsunarhátturinn er þessi: allt er vara. Vara er góö þegar hagkvœmni er gœtt það er að segja víö framleiða hana hringmn. Þessi sjónarmið takast í sífellu á í vestrænu samfélagi, og í blönd- uðu hagkerfi eins og ríkir í norð- ur-álfu Evrópu hefur þessi tog- streita veriö farsæl, almennt talað; þetta hefur verið gagnkvæmt að- Hugmyndin um neytandann sem hæstarétt í öllum málum má heita allsráðandi í samfélaginu. Fyrir kosningar gengur á með sí- felldum fylgiskönnunum - það er að segja neytendakönnunum - og umræður flokka í sjónvarpssal voru látnar snúast um þessar kannanir að meira eða minna leyti en forðast að ræða málefni. Um- ræðan snýst þannig öll um kjós- endur sem neytendur - markmið hald og fyrst og fremst sigið á umræðunnar er að komast að því ógæfuhliðina þegar öfgasinnar „hvað sé mest tekið af núna“. Eft- hafa komist til valda. Á siðustu irminnilegt gjaldþrot þessarar árum hefur þó neyslu- og hag- hugmyndar um endanlegt úr- Guðmundur Andri Thorsson skurðarvald neytandans í öllum málum var til- raun sem Bókasamband- ið gerði til að leita ,til al- mennings um það hver væri „Bók aldarinn- ar“. Undirtekt- ir voru svo dræmar að leitað virðist hafa verið sér- staklega eftir áliti barna og ung- linga með skipulögðum hætti, það er að segja, leitað var álits þeirra sem einna minnstar forsendur höfðu til að veita það. Útkoman varð eftir því: flestir krakkamir skrifuðu niður einhverjar bækur sem þá rámaöi í að hafa lesið eða höfðu séð hjá systkinum sínum og frjálslyndir kennarar tóku á móti þessum fáránlegu niðurstöðum fagnandi. Kannski hefði frekar átt að spyrja þessa krakka um álit þeirra á kínverskum bókmenntum - þá hefðu þeir kannski kynnt sér málið. dagur í lífi Gefum Þriðjudagurinn 20. júlí 1999 og fram undan leikur á móti Vest- mannaeyjum. Ég valmaði á yndislegan hátt, um- vafm af ást, með eiginmanni mínum Jakobi og syni okkar, honum Þor- steini Muna. Kobbi er í sumarfríi þannig að við njótum þess að vera saman á morgnana - og auðvitað all- an daginn. Við fengum okkur morg- unmat og á meðan Kobbi fór í nudd lögðum við Þorsteinn Muni okkur aftur. Við höfðum horft á vídeó kvöldið áður og farið seint að sofa þannig að það var mjög þægilegt að kúra saman og ná svefninum í þá átta tíma sem ég helst þarf. Eftir há- degi afgreiddi ég nokkur símtöl, flest vegna leiksins sem fram undan var. Einnig var nokkur umræða meðal okkar hjóna um íþróttakonur og um- fjöllun flölmiðla. Við erum ennþá mjög svekkt yfir að ríkissjónvarpið skyldi ekki sýna frá Heimsmeistara- keppni kvenna í knattspymu. Aígjör skandall! Flogið yfir Keikó Þegar hér var komið sögu var klukkan rúmlega tvö og fjölskyldan fór út að ganga í góða veðrinu. Við enduðum i sundi í Árbæjarlaug en við búum þar rétt hjá. Við erum búin að vera í ungbamasundi hjá Snorra í Skálatúni þannig að Þorsteinn Muni hefur afskaplega gaman af að fara í sund. Það er í raun ótrúlegt að skella átta mánaða syni sínum í bólakaf, hvað þá þegar hann var þriggja mán- Vanda Sigurgeirsdóttir: efsta sætið ekki auðveldlega eftir KR leiðir kvennadeildina í knattspyrnu aða. Ég hef oft furðað mig á því hverjum datt þetta í hug til að byrja með. Eftir sundið drifum við okkur heim því ég var að verða of sein á flugvöllinn. Ég slapp þó í tima og án þess að brjóta neinar umferðareglur. Á Reykjavíkurflugvelli safnaðist lið- ið mitt saman en ég þjálfa meistara- flokk kvenna hjá KR. Einnig vom mættar nokkrar dyggar stuðnings- konur sem fylgdu okkur til Vest- mannaeyja. Þangað lá sem sagt leið- in og á dagskránni var leikur við ÍBV. Þetta var mjög mikilvægur leik- ur og nokkur kvíði í hópnum. Þó kom ekkert annað til greina en sigur því við ætlum ekki að gefa efsta sæt- ið svo auðveldlega eftir. Flugferðin gekk vel, enda skottúr, svona rétt upp og niður, borða brjóstsykurinn og vélin er lent. Við flugum yfir kvína hans Keikós en hvalurinn var í kafi þannig að við sáum ekki neitt. Hvflíkt svekkelsi. 5:1 íEyjum Á flugvellinum beið Einar afleys- ingarútubilstjóri og keyrði okkur í Týsheimilið. Þar skoðuðum við völl- inn, glæsilegur völlur hjá þeim Vest- mannaeyingum og síðan hófst undir- búningur fyrir leikinn. Ásta liðstjóri dreilði búningunum og Magga teip- aði og gerði að þeim meiðslum sem hrjá liðið. Þau em þó blessunarlega fá þetta árið, sem betur fer, 7, 9, 13. Þegar liðið var tflbúið ræddi ég við þær um leikinn ffam undan og hvatti KL' TrSBIm i [ w V þær til dáða. Eftir það hófst upphitun og áður en við vissum af var dómar- inn búinn að flauta til leiks. Eitthvað vom mínar konur annars hugar því eftir aðeins eina og hálfa mín. feng- um við á okkur mark. Ég fékk náttúr- lega smásjokk, enda í fyrsta skiptið sem við lendum undir síðan ég tók við liðinu. Ég róaði mig þó fljótlega niður enda nægur tími til að skora. Markið vakti mitt lið upp af vondum draumi og i stað þess að fallast hend- ur tóku þær leikinn í sínar hendur. Staðan í hálfleik var 2:1 fyrir okkur og leikurinn endaði 5:1. Við fengum því þau þrjú stig sem við ætluðum okkur og vorum áfram einar á toppn- um í Landssímadeildinni. Ég var stolt af stelpunum og þær sýndu að ef rétt hugarfar er tfl staðar em okkur allir vegir færir. Að hafa hausinn í lagi og hjartað á réttum stað skiptir öllu máli. Án þess næst enginn ár- angur. Ætlum að sigra ÍBV aftur Eftir leikinn fengum við brauð og kökur í boði ÍBV. Þetta er skemmti- leg hefð sem myndast hefur í kvenna- boltanum að bæði liðin hittist eftir leik og borði saman. Þó að engin sé annarrar systir í leik og þær sem tapa séu svekktar þá heldur lifið áfram. Mamma mín segir lika að líf- ið sé ekki bara fótbolti! Eftir kaffið fórum við út á flugvöll. Vélinni hafði seinkað vegna þess að 4. flokkur ÍBV var að keppa í Kefla- vík. Við fórum því ekki í loftið fyrr en 23.45. Ég gleymdi nú alveg að at- huga hvort ég sæi Keikó þvi ég var strax byrjuð að skipuleggja næsta leik. Já, við erum aftur að fara til Vestmannaeyja á föstudaginn og þá spilum við aftur við ÍBV, núna í und- anúrslitum bikarkeppninnar. Það er alltaf erfitt að spfla tvisvar við sama lið á nokkmm dögum. Hingað til hef- ur KR-liðið tapað öðmm leiknum ef þær hafa lent í þessari aðstöðu en við ætlum að breyta því að þessu sinni. Þegar við komum til Reykjavíkur stóðum ég og Dóri, aðstoðarþjálfar- inn minn, úti á bflastæði í þónokkra stund og fórum yfir leikinn. Síðan brunaði ég upp í Árbæ, burstaði tennumar og skreið upp í til strák- anna minna. Ég gat þó ekki sofnað strax, því eftir leiki er ég mikið að hugsa og hugurinn á erfitt með að hætta að reika. Hitinn frá Kobba og Muna mínum hafði þó smám saman róandi áhrif og ég sveif inn í drauma- heima. . Góðum degi var lokið, er ekki lífið dásamlegt? Ps. Ef við töpum á fóstudaginn þá ráðlegg ég öllum sem þekkja mig að hafa ekki samband fyir en í fyrsta lagi á mánudaginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.