Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 27
JLlV LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 fréttirv Á spjalli við Lilju Ósk, nærri tíu ára þá, frá Laugarvatni. veginn gróf hann okkur upp á Intemetinu og hafði samband. Upp úr því ákváðu þeir félag- amir að koma i kajakferð með nokkurra vikna fyrirvara. Fyrst vissum við ekki um hvem var að ræða. Síðar kom í ljós að þetta væri John F. Kennedy. Þetta var nú hálf- spaugilegt, það átti að vera mikil leynd yfir ferð- inni, og var það alveg þangað til að ljósmyndari, ég held hann hafi verið frá ykkur, sá hann á flug- vellinum, þá flaug fiskisagan," sagði Óskar Helgi Guð- John F. Kennedy í gula gallanum tekur land í Grunnavík. Kajakróðurinn um Vestfirðina féll honum vel og íslandsdvöl hans eftirminnileg. Oft var hann spurður hvort hann væri John Kennedy. Þá svaraði hann bara brosandi að hann væri kallaður Jim. John Fitzgerald Kennedy yngri er látinn í flugslysi ásamt konu sinni, Carolyn, og Laurene systur hennar. Hann dvaldi hér á landi á aðra viku fyrir tæpum tveim árum ásamt félög- um sínum. Um líkt leyti var hér líka staddur Mohamed A1 Fayed, eigandi Harrod¥s í London, faðir Dodis sem var unnusti Díönu prinsessu. Þau tvö vora öll í lok ágúst eftir glannaakstur um miðborgargötur Parísar. Nú er „krónprins" Bandaríkjanna allur og kennt um glæfraflugi við aðstæður sem ekki hentuðu reynslulitlum flug- manni. Hér á landi áttu fjölmargir við- skipti við John yngra og bera honum vel söguna og syrgja hann. Um tíma var óttast mn John F. þegar hann barð- ist við öldur ísafjarðardjúps. Allt fór það þó vel að lokum og homun og fé- lögum var leiðbeint inn á Súðavík. Ekki samboðinn Saga Class Ferðasagan hefst á mollulegu kvöldi í New York. Flugleiðaþotan er tilbúin að sleppa rananum sem tengir hana við flugstöðvarhygginguna. Farþegar era komnir um borð, allir nema fjórir strákslegir Amerikanar sem koma á eileftu stundu og halda inn á Saga Class, farrými fina fólksins. Þeir eru berfættir í sandölum, í gallabuxum og bolum. Þeir eru ekki fina fólkið. Innan Flugleiða gengur enn setning sem fin íslensk frú lét flakka sem horfði á þessa inngöngu: „Ég skil ekki hvað þeir eru að öppgreida þetta bak- pokalið!" Frúin hélt að þama væru fá- tækir bakpokamenn komnir sem hefðu fengið sæti á Saga Class vegna þess að almenna farrýmið var fúllt eins og gerist. Lúxusjeppi forstjórans En þama voru komnir John F. Kennedy og félagar hans, joðin fjögur eins og þeir kölluðu sig, tveir með nafnið John, hinir Jack og Josh, velættaðir pOtar. Þeir ætluðu að ferð- ast sem nafnleysingjar, sem mistókst. Á íslandi voru allir afar ánægðir með þá félaga og gáfú þeim bestu einkunn. Einnig prúðmennið Sigurður Helga- son, forstjóri hjá Flugleiðum, sem lán- aði John F. Kennedy afburða flottan Land Cruiser jeppa, leðurklæddan. „Hvílík meðferð á einum bíl, hvemig klifrað var upp á hann, hoppað ofan af toppnum og niður á húddið og þaðan niður á götu. Þessir strákar voru elskulegir, en vita ekki hvað peningar eru, jeppinn var bara eins og hvert annað jámarusl í þeirra augum. En bíllinn þurfti að fara í almálun í Reykjavík eftir úthaldið, var mér sagt,“ sagði Vestfirðingur sem fylgdist með þeim félögum. Fengu samband við ísland umNetið „Hann og félagar hans virtust mikl- ir áhugamenn um kajakróður. Ég veit ekki hvort John Kennedy hafði svo mikinn augastað á íslandi en einhvem jónsson hjá ferða- skrifstofúnni Ultima Tule í Reykja- vik. Kvöldið í Reykjavík notuðu menn til að flakka á milli nokkurra pöbba, fá sér nokkra bjóra og kanna skemmtanalífið. Með þeim John F. Kennedy jr. og félögum fór Baldvin í Ultima Thule. Tímann notuðu þeir líka til að ræða ferðatilhögunina. Farið var á allkristilegum tíma í háttinn enda langferð í vændum. Leiðangurinn lagði upp á jeppabíl Sigurðar Helgasonar vestur á firði. Fé- lagamir I Ultima Thule lögðu út leið- ina fyrir leiðangurinn, sem síðan ferð- aðist á eigin vegum, þeir vildu ferðast upp á eigin spýtur i þessari sex daga útilegu. Komið var við í Vatnsfirðin- um hjá Hrafnhildi í Flókalundi þar sem þeir félagar fengu báta og búnað, enda er þar öflug miðstöð kajakróðurs- íþróttarinnar á íslandi. „Þeir fengu hjá okkur hamborgara og borðuðu þá með bestu lyst og vora svo horfhir," sagði Hrafnhildur. Það vora Konráð Eggertsson og syn- ir sem feijuðu þá félaga yfir á Hest- eyri. Konráð sagði að hann hefði lofað þeim þá að ræða ekki um þá við fjöl- miðla. „Ég lofaði honum þessu lifandi og ætla að standa við það þótt hann sé núna dáinn,“ sagði Konráð. Hann sagði að fjölmiðar væra eins og grenj- andi ljón eftir upplýsingum um ferða- lagið, en því miður, ekki orð um það. Eftir það vora þeir félagar á eigin vegum á Jökulfjörðum. Yfirleitt vilja menn leiðsögumenn með sér, en ekki þeir. Frá Hesteyri rera þeir um Jökul- firðina, inn í Veiðileysufjörð, Lóns- Qörð og trúlega Hrafnsfjörð, síðan vest- ur með Höfðaströnd og inn í ísafjarðar- djúp og beint yfir það, og stefndu á Súðavik. Lilja hittir forsetasoninn Bandaríkjamennimir fengu að ferð- ast um Homstrandir óáreittir að mestu. í Grunnavík hittu þeir þó fólk sem þeir vildu rabba við, mæðgumar Bergþóra Reynisdóttur, geðhjúkrunar- fræðing á Laugarvatni, og LOju Ósk Sigurðardóttur sem var rétt tæplega 10 ára gömul þá. „Við töluðum heilmikið saman um dýrin okkar, ég var nýkomin frá Englandi, og gat vel talað ensku. Við höfðum bæði áhuga á dýrum. John átti tvo hunda og einn kött en ég átti bara einn kött. Hann var að spyrja mig um skólana, hvaða tungumál væra kennd héma, í Bandaríkjunum sagði hann að bara enska væri kennd," sagði Lilja Ósk. Hún sagði að það væri sorglegt að þessi fallegi og góði maður væri nú fallinn frá. „Ég fylgdist með honum í blöðunum, mér fannst ég þekkja hann svolítið eftir að hafa hitt hann,“ sagði LUja Ósk i samtali við DV. Það er ekki á fáeri hvers sem er að róa alla þessa leið á sex dögum. Þeir John F. og félagar fengu lof fyrir dugn- aðinn. Þeir lentu í aUs konar veðri, aUt frá algjörri hlíðu og hitamoUu upp í rammvestfirskt gjömingaveður, rign- ingu og rok og sjö gömul vindstig. Einkum sóttist róðurinn seint yfir ísa- fjaröardjúp, þar er erfiður straumur og var skoUið á rok. Það aftraði þeim fé- John F. var ekkert of góður til að vaska upp eftir matinn eins og sjá. Myndir Bergþóra Reynisdóttir lögum hins vegar ekki frá því að leggja á Djúpið. Og ljóst er að þeir vora í góðu formi, því róðurinn hjá þeim á sex dögum var orðinn langur. Útgefendur hittast á hafi úti Menn vora famir að óttast um leið- angurinn þegar hann skUaði sér ekki á ráðgerðum tíma. HaUdór Sveinbjöms- son, útgefandi og ljósmyndari BB, Bæj- arins besta á ísafirði, fór þá með kajak- inn sinn tU Súðavíkur og hóf að róa út á sjóinn tU að skyggnast um eftir Bandaríkjamönnunum. Úti fyrir Kambsnesi hittust þeir blaðaútgefendumir HaUdór á vikurit- inu BB og John F. á pólitíska tímarit- inu George. Fundur þeirra var kannski ekki ólíkur því þegar Stanley og Livingstone hittust. Kennedy þótti það kyndugt að hitta koUega sinn á báti í 7 vindstigum norður við heim- skautsbaug. HaUdór hafði gert betur en paparazzi-blaðamenn í stóra lönd- unum. Þeir spjöUuðu lengi saman og rera frá Kambsnesi inn á Álftafjörð tíl Súðavíkur. Þar skiptu þeir félagar um fót í Skó- danum hans HaUdórs eftir að komið var tU Súöavíkur. Nafnlaus á íslandi John F. og félagar gistu á Hótel ís- landi tvær nætur, við komuna tU landsins og aftur þegar kajakróðrinum lauk. „Viö hittum hann öU héma en hann vUdi vera í friði. Bókunin var ekki einu sinni á hans nafhi. Hann vUdi sem minnst láta hafa fyrir sér, stóð í biðröðinni í morgunverðarsaln- um eins og hver annar og hafði mjög prúðmannlega framkomu," sagði Ingi- björg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel ís- landi. Hún man vel eftir þessum góða gesti og segir að konumar á hótelinu hafi verið afar ánægðar að fá hann sem gest. Fjölmiðlar vora að hringja í hótelið og spjnjast fyrir um forsetason- inn en eitthvað vora svörin dræm. „Mér líkaði vel við John F. Kennedy sem farþega, hann flaug með okkur tU Bandarikjanna eftir dvölina hér,“ sagði HrafnhUdur Kjartansdóttir, flug- freyja hjá Flugleiðum, í samtali við DV. Hún var fyrsta flugfreyja í þessu flugi tU New York og þjónaði honum á Saga Class. „Mér fannst hann myndar- maður, prúður og kurteis og reyndi sem mest að gera sig ósýnUegan. Hann settist út við glugga og gaf sig ekki að neinum um borð, las og tranaði sér ekki fram,“ sagði Margrét. -JBP John F. Kennedy jr. á kajakferð um JökulMi í hittifyrra: Barðist við öldur ísafjarðardjúps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.