Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 14
14 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVl'K, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtíngar af þeim. Borgarstjórn skaðar Laugardal Umhverfisslys borgarstjórnar Reykjavíkur í Laugar- dal minnkar ekki viö, að stjórnmálaandstæðingar hafi í vetur verið samþykkir því að mestu eða að forverar þess- ara andstæðinga hafi fyrir aldarþriðjungi sett það inn á borgarskipulagið við allt aðrar aðstæður. „Þeir voru ekkert skárri en ég,“ er borgarstjóri að segja, þegar hún afsakar sig með tilvísun til fyrrverandi og núverandi pólitíkusa borgarinnar. Röksemdafærsla borgarstjórans hefur frá ómunatíð fylgt billegum póli- tíkusum, sem ekki nenna að verja málstaðinn. Á sama hátt beita ráðherrar ríkisstjórnarinnar því fyr- ir sig, að forverar þeirra hafi á sínum tíma samþykkt virkjun, sem færir Eyjabakka í kaf. „Ekki benda á mig,“ segja Halldór, Finnur og Siv, alveg eins og Ingibjörg Sól- rún. Lélegir pólitíkusar vísa frá sér ábyrgð. Umhverfisslysin hófust snemma í Laugardal. Fyrsta stórslysið varð, þegar leyft var að byggja í Skeifunni og Fenjunum í stað þess að búa til beina tengingu milli gróðurvinjanna í Laugardal, Elliðaárdal og Fossvogsdal. Á þeim tíma skildu fáir gildi opinna svæða. Lungu borgarinnar skipta miklu, hvort sem þau eru notuð til útivistar eða ekki. Þau skapa víddir, draga úr innilokunarkennd og bjóða útivistarkosti, sem síðar meir verða mikils metnir af fólki, þegar áhugi á náttúru og útivist hefur aukizt enn frá því, sem nú er. Sú plága hefur löngum fylgt borgaryfirvöldum að telja sig þurfa að þétta byggðina til að ná fram meiri hag- kvæmni. Þetta varð einkum til vandræða á fyrra valda- skeiði vinstri flokkanna í Reykjavík og hefur aftur verið sett á oddinn af ráðamönnum Reykjavíkurlistans. Afleiðingarnar hafa ekki bara orðið umhverfisslys, heldur einnig umferðarslys. Hanna hefur orðið ný um- ferðarmannvirki á dýran, óhagkvæman og hættulegan hátt, af því að svigrúm þeirra er of lítið. Þannig var til dæmis byggt ofan í núverandi Höfðabakkabrú. Skipulagsfræðingar hafa aldrei getað svarað einfaldri spurningu: Hvers vegna þarf að skipuleggja allt núna, í stað þess að leyfa hlutunum að dankast, svo að eitthvað sé eftir fyrir afkomendur okkar að skipuleggja, þegar að- stæður eru orðnar allt aðrar en þær eru núna? í Laugardal er afar vinsæl borgarstofnun, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, vinsæll áningarstaður barnafólks. Hvorn garð um sig þarf að þrefalda að stærð til að mæta kröfum náinnar framtíðar. Grasgarðinn þarf líka að vera hægt að stækka, þegar tímar líða fram. Með því að leyfa byggingu Landssíma- og skemmti- húsa á þessu gróðursæla svæði er borgarstjórinn í Reykjavík að þakka fyrir kosningapeninga og hindra umtalsverða stækkun hinna vinsælu garða, þrengja þró- unarkosti og skaða langtímahagsmuni. Þótt menn hafi árið 1962 ekki séð þörfina fyrir opin svæði í Laugardal, er hægt að sjá hana árið 1999. Þess vegna ber borgaryfirvöldum að fella úr gildi úrelt skipu- lagsákvæði og samþykkja ný, sem taka tillit til, að ýmsu getur farið fram í borgarlífinu á aldarþriðjungi. Því ber að afturkalla skaðlegar hugmyndir borgaryfir- valda um byggingu símahúss og skemmtihúss í Laugar- dal og leyfa afkomendum okkar að ráða, hvað verður gert við svæðið. Á meðan má einfaldlega hafa þar tún og beitiland fyrir húsdýr og hesta. Fólk má ekki bíta sig í gamlar ákvarðanir frá frum- stæðari tímum. Tíminn er fugl, sem flýgur hratt og flyt- ur okkur ný gildi með nýjum kynslóðum. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 3D"V Atökin um Iran Menn taka fljótt eftir því þegar þeir kynnast írönum og menningu þeirra að Persía hefur notið flókinn- ar og þróaðrar menningar í nokkur þúsund ár. Sú flókna menning og sá mikli gróandi sem einkennir íranskt þjóðlíf, menningu og stjómmál hefur hins vegar auðveldlega dulist þeim sem hafa fylgst með landinu í vest- rænum fjölmiðlum síðustu áratugi. Vísir að lýðræði Khatami, forseti íran, var kosinn til embættis í almennum kosningum í landinu fyrir tveimur árum en mót- frambjóðandi hans naut stuðnings flestra helstu valdamanna landsins. Fyrr á þessu ári voru tvö hundruð þúsund fulltrúar kosnir til setu í sveitarstjómum landsins. í báðum tilvikum biðu þau öfl ósigur sem mest völd hafa haft í landinu frá byltingunni fyrir tuttugu ámm. Þótt hér sé aðeins um að ræða hluta af flóknu valdakerfi landsins þá verður íran að teljast mun lýðræðislegra samfélag en einvaldsríkin sem Vesturlönd hafa myndað bandalag við hinum megin Pesaflóa. Svigrúm til gagnrýni á stjórnvöld er líka miklu mun meira í íran en í nágrannaríkjunum, þrátt fyrir herferðir heittrúarmanna og gömlu valda- klíkunnar gegn ritfrelsi í landinu. í byrjun næsta árs verða haldnar þingkosningar í íran. Þar munu takast á öflin sem komust til valda í byltingunni fyrir tutt- ugu árum og umbótamenn undir forustu Khatamis, forseta sem nýtur mikilla vinsælda. stofnanir byltingarinnar ýmiss konar kerfi við hlið hins eiginlega ríkisvalds i íran. Gífurlegir hags- munir hafa myndast í kringum sum þessara kerfa eins og nærri má geta. Trúarleiðtogar landsins eru heldur ekki allir fríir við áhuga á veraldlegum efnum og því þurfa umbótamenn ekki síður að glíma við þéttriðin hagsmunanet en trúarlegar hugmyndir um rétta skikkan mannlífsins. Átökin Trúarleiðtogar í íran og valdaklík- ur í kringum þá hafa hópast í kringum Khameni, leiðtoga bylt- ingarinnar. Þeir óttast að forrétt- indi þeirra og völd muni hverfa en völd sín verja þeir þó auðvitað með trúarlegum tilvísunum en ekki ver- aldlegum. Þesseir trúarlegu skírskotanir höfða enn til margra hinna fátækustu í borgum og bæjum írans. Þótt stjóm trúarleiðtoganna einkennist af spillingu og áhrifum ríkra forréttindahópa nýtur hún enn stuðnings margra þeirra sem mest hafa orðið fyrir barðinu á efnahagslegri stöðnun síðustu ára. Umbóta- menn hafa á hinn bóginn flykkt sér um Khatami for- seta en stefna hans heggur mjög nærri rótum þess valdakerfis sem Khomeni erkiklerkur kom á í íran. Þótt Khatami virði í orði stofnanir byltingarinnar er ljóst að hann lítur til fólksins en ekki kennimanna sem uppsprettu hins pólitíska valds. Þetta ógnar römmum hagsmunum forréttindahópa, ekki síður en hugmyndum trúarhópa. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Flókið stjórn- kerfi Hagur Vesturlanda Ríki Vesturlanda geta haft mikinn pólitískan og efnahagslegan hag af bættum samskiptum við íran. Auk sögulegra vandræða vegna afskipta Breta og Bandaríkjamanna af landinu hefur Palestínumálið hamlað eðlilegum samskiptum við Bandaríkin og mál Salmans Rushdies samskiptum við Breta. Ríki og fyr- irtæki í Evrópu eygja hins vegar mikla möguleika í íran sem er margfalt fjölmennara en einvaldsríkin við Persaflóa en stefna Vesturlanda á svæðinu hefur snúist um að verja þau gegn ímyndaðri ógn frá íran. Sterkar stoðir standa undir efnahaglífinu sem inn- lendum og erlendum mönnum hefur þó tekist að lama á síðustu árum. Það er ekki for- setinn, heldur leið- togi byltingarinnar, ayatollah Khameni, sem ræður íranska hernum, lögregl- unni og réttarkerf- inu. Að auki er við lýði tvöfalt valda- kerfi í landinu sem minnir sumpart á tilhögun í kommún- istaríkjum. Líkt og flokkurinn í ríkjum kommúnista mynd- aði valdakerfi við hlið framkvæmda- valdsins mynda trú- arleiðtogar, trúar- legar stofnanir og „Ríki og fyrirtæki í Evrópu eygja nú mikla möguleika í íran sem er margfalt fjölmennara en einvaldsríkin við Persaflóa en stefna Vesturlanda á svæðinu hefur snúist um að verja þau gegn ímyndaðri ógn frá íran.“ Hætta fram undan Hættan er hins vegar sú að valdaklíkan sem mestu hefur ráðið í landinu óttist svo mjög að missa smám saman öll völd í hendur lýðræðislega kjörinna um- bótamanna að hún grípi til örþrifaráða. Sú kenning er vinsæl á meðal íhaldsmanna í íraþ að Khatami sé eins konar Gorbatsjov og að kerfið sem byltingin kom á í þjóðfélagsmálum og stjórnmálum muni hrynja vegna umbóta hans eins og Sovétkerfið hrundi á valdatíma Gorbatsjovs. Um leið er sú hætta fyrir hendi að Khatami missi tökín á þeim óformlegu hreyfingum ungs fólks sem urðu til í kringum fram- boð hans til forseta. Þetta er ekki síst vegna þess að forsetinn hefur neyðst til að fordæma þá stuðnings- menn sína sem harðast hafa gagnrýnt valdakerfl landsins en með því hefur Khatami enn sem komið er tekist að haldið friðinn við valdaklíkurnar sem nú óttast um sinn hag. * ■* skoðanir annarra “ -------------------------------------- Frestur Baraks „Það hefur tekið Ehud Barak, nýjan forsætisráð- herra ísraels, minna en tvær vikur að blása nýju lífi í j friðarferlið í Miðausturlöndum. Með því að sefja 15 mánaöa frest til að koma á lokasamkomulagi við Palestínumenn og samningi við Sýrland um bæði Gólanhæðir og Libanon gerir Barak ljóst að hann trúi því að hægt verði að leysa grundvaOaratriðin tiltölu- j lega skjótt ef aUir aðUar vilja koma á friði. Það verður I ekki auðvelt. En það verður aðeins mögulegt að koma á víðtæku samkomulagi séu aUir aðUar reiðubúnir að ; taka einhverja áhættu. Úr forystugrein New York Times 21. júlí. Kína hnyklar vöðvana j „Yflrvöld í Peking hafa mætt ögrunum úr ýmsum . áttum og bregðast við eins og einræðisstjórnir gera i j slíkum tiUeUum. Þau setja á bönn og hnýkla vöðvana. j Kínversk yfirvöld hafa nú bannað hreyfinguna Falun gong eftir aö hafa handtekið marga leiðtoga hennar. Þetta gerðist aðeins nokkrum dögum eftir æfingar kín- verska hersins nálægt Taívan. Ekkert beint samband er á miUi þessara aðgerða. En með þessum aðgerðum eru leiðtogar Kína að segja að þeir fmni fyrir óöryggi." Úr forystugrein Aftenposten 22. júlí. Eins og aðrir en betri „David Kennedy, sonur Roberts Kennedys, var eitt sinn spurður hvað það þýddi að vera Kennedy. „Það þýðir að við erum eins og aUir aðrir en við erum betri,“ svaraði hann. Sú sannfæring að vera útvalinn og tUheyra útvalinni íjölskyldu sem samkvæmt ein- hverju valdi, forfóðurnum Joseph eða guði, á að gegna sérlega mikUvægu hlutverki í lífi hinnar stóru þjóðar er athyglisverð. Þessa tilfinningu hafði John F. Kenn- edy, forsetinn sem var myrtur, Robert Kennedy, bróðir hans, sem einnig var myrtur, og systkini þeirra, börn og barnaböm hafa einnig haft þessa sannfæringu.“ Úr forystugrein Aftonbladet 18. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.