Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 31
Ævintýraferð til Afríku Fjölbreytt dýralíf og náttúra Afrfku heilla. Hópur áhugafólks um ævintýra- ferðir, Garðabakki, hyggur á skipulagða ferð um Mið- og Aust- ur-Afríku í haust á vegum Flug- leiða. Þetta er afar víðförult fólk sem hefur ferðast saman á hag- kvæman hátt 1 mörg ár um ýmsa áhugaverðustu ferðamannastaði heimsins undanfarin ár. Fyrst verður dvalið í viku í Simbabve við Viktoríufossa í Sambesifljóti. Þar liggja saman fjögur Afríkuríki á fjölbreyttu landsvæði. Þarna eru griðlönd fyrir dýr og gróður allt um kring. Viktoríufossar verða skoðaðir frá öllum hliðum, svo og dýralífið í regnskóg- unum og við fljótið. Því næst verður haldið i viku safa- ríferð um villidýra- slóðir helstu þjóð- garða Tansaníu. Þeir eru við og vestur af Kilimanjarofjalli sem er stærsta fjall Afríku og sést víða að. Á þess- um slóðum eru dýra- hjarðimar stærstar og fjölbreytilegastar. Ferðast verður um á sérhönnuðum útsýnis- bílum sem hægt er að fara á út um víðan völl á gresjunum miklu. Loks er dvalið í viku á Sansibar-eyju í Kyrrahafi úti fyrir ströndum Afríku. Eyj- an var fræg fyrr á öld- um fyrir kryddfram- leiðslu og þrælamark- að en er í dag kyrrlát- ur og áhugaverður ferðamannastað- ur með austurlensku yfirbragði. Aðeins verður dvalið á mjög góð- um gististöðum og ferðast um á traustum farartækjum á láði, lofti og legi. Auk náttúruskoðunarinnar verður leitast við að kynna ólíka menningu og lífshætti íbúanna á hverjum stað. Talsmaður Garða- bakka er Jón F. Sigvaldason, s. 565- 7878. -HG Ferðalangarnir fá smjörþefinn af menningu íbúanna á hverjum stað. Ekki eru allir sem hræðast tölvuhrun um aldamótin: Hátíðarflug um aldamót þrátt fyrír 2000-vandann 2000-vandinn kemur víða við og gæti haft alvarleg áhrif. Sá staður sem fæstir vildu vera í þegar nýár- ið gengur í garð er sennilega um borð í flugvél. Svo er þó ekki um alla. Hátíðarflugferð frá London í Concorde-þotu er fyrirhuguð og nær uppselt er í hana. Sumir fljúga ekki um alda- mótin Nokkur flugfé- lög munu ekki halda uppi áætl- unarflugi um ára- mótin, svo sem Virgin Atlantic Airways, Polish Airlines og Vietnam Airlines. Talsmenn Virgin segjast hafa tekið þessa ákvörðun svo að starfslið þeirra geti fagnað tímamótunum með fjölskyldum sín- um en neita því að 2000-vandinn hafi komið við sögu þegar þessi ákvörðun var tekin. Öllum er þó ljóst að enginn getur sagt fyrir um það hvað gerist þegar árið 2000 gengur í garð því flug byggist að öllu leyti á tölvubúnaði. Þrátt fyrir þessa óvissu er Ijóst að flest flugfé- lög víða um heim munu fljúga að mestu samkvæmt áætlun. Búist er við að flugumferö muni verða um 75% af því sem venjulega gerist. Talsmenn British Airways segja þó að ýmislegt bendi til þess að meira verði að gera hjá þeim en venjulega vegna þess að búið er að skipuleggja stóra hátíð í London í tilefni árþús- undamóta. London -er mjög nærri Greenwich, þar sem staðartíminn er notaður til viðmiðunar í flestum löndum. borð við Concord fljúga venjulega í. í þessari hæð er vel hægt að sjá boga jarðarinnar." Loks er lent í New York og þá er klukkan 22 að kvöldi 31. desember á ný. Farþeg- arnir fá far með einkaþyrlum yfir Times Squéire í New York, til að upplifa aðra niðurtalningu kvölds- ins. Pevsner segir að þetta sé ein- stök leið til að fagna þessum tíma- mótum. „Við verðum þau einu sem upplifum fagnaðarlætin bæði í New York og Evrópu." -HG Keyrt að Aldeyjarfossi Lagt verður af stað í þessa mikilfenglegu jeppaferð frá Reykjavik- urflugvelli og þaðan er flogið til Akureyrar. Þaðan er farið frá flug- vellinum á Akureyri yfir Vaðlaheiðina að Goðafossi og áfram að síðasta bænum í Bárð- ardalnum, Mýri. Eftir stutt kaffihlé er keyrt áfram Sprengisandsleið að Aldeyjarfossi og Laugarfelli. Hér býðst tækifæri til að taka sundsprett áður en haldið er áfram í gegnum Eyjafjöröinn til Akureyrar. Jeppafarar þurfa að taka með sér hlý föt, sundfót og góða gönguskó en annar nauðsyn- Ógleymanleg jeppaferð í hrífandi landslagi. legur búnaður verður til staðar. Verð fyrir þátttöku er 21.500 kr. og er þá innifalið flug, jeppaferð og hádegismatur. Nánari upplýsingar um ferðina er að fá hjá íslands- flugi. -HG BíStæki sem hafa kraftínn Tvöföld áramót heilla marga, því nærri uppselt er i flugið. Upplifa hátíðahöldin í tveim- ur heimsálfum Ein önnur flugferð er fyrirhuguð á þessum tímamótum og er nærri orðið uppselt. Donald Pevsner, far- arstjóri ferðarinnar, segir að hún verði einstök. „Lagt verður af stað frá London klukkan hálf eitt að nóttu 1. janúar. Farþegarnir fá fyrsta flokks veitingar og kampavín og láta fará vel um sig. Næstu þrjár og hálfa klukkustund verður flogið sífellt hraðar og loks nær þotan 2.240 km hraða og 17,6 km hæð.“ Þetta er tvöföld sú hæð sem þotur á KDC-4070R bílgeislaspilari með útvarpi. FM/MB/LB. 24 stöðva minni með sjálfvirkri stöðva innsetningu og háþróaðri RDS móttöku. 4x40W 4 rása magnari. RCA útgangur fyrir kraftmagnara. Fullkomnar tónstillingar. Laus framhlið. Tilboðsverð kr. 25.950,- KENWOODlí gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840 Bíltæki • Magnarar • Hátalarar www.fu|ifllm.is FUIIFILHfl CRYSTAL ARCHIVE INDINGARBiSTI UÖSMYNDAPAPPÍR SiMTII iR Ljósmyndavörur Reykjavík, Framköllunarþjónustan Borgarnesi, Myndastofan Sauðarkróki, Ljósmyndavörur Akureyri, Myndsmiðjan Egilsstöðum, Ljósey Höfn, Filmverk Selfossi, Fótó Vestmannaeyjum, Geirseyrarbúöin Patreksfirði, Framköllun Mosfellsbæjar, Ljósmyndastofa Grafarvogs, Úlfarsfell Hagamel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.