Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 50
Beyond Obsession: Smábæjarharmleikur Þessi mynd hét upphaflega hinu ágæta nafni Eye of God, sem er ákveðin vísun í táknrænan þátt í sögunni, en svo virðast einhverjir jóla- sveinar hafa fengið myndina í hendur til myndbanda- dreifingar qg skýrt myndina því afkáralega nafni Beyond Obsession, sem minnir helst á miðvikudags- bláma á Sýn. Þaö sem stendur aftan á kápunni gefur til kynna ómerkilega spennumynd og sé ég því ekki fram á miklar vinsældir henn- ar á myndbandaleigunum. Þetta er miður, því hér er á ferðinni gæðamynd frá nýgræðingnum Tom Blake Nelson, sem er hvorki ljósblá né léleg spenna, held- ur hæglát hugleiðing um einmanaleika, miskunnarleysi heimsins, tilvist Guðs og annað slíkt, rammað inn í smábæjarharmleik. Myndin segir sögu tveggja ein- mana einstaklinga og harmleiks sem leiöir af fundum þeirra. Frásögnin flakkar í tíma en heldur samt þræðinum mjög vel og er aldrei ruglingsleg hvað það varö- ar. Myndin getur virkað svolítið of hægfara, og táknsæið erfitt að skilja, en leik- stjórinn nær að skapa grípandi andrúmsloft og áhugaverðar persónur, vel leikn- ar af fremur lítið þekktum en góðum leikurum. Útgefandi: Stjörnubíó. Leikstjóri: Tim Blake Nelson. Aöalhlutverk: Martha Plimpton, Nick Stahl, Kevin Anderson og Hal Holbrook. Bandarísk, 1997. Lengd: 100 mín. Bönn- uð innan 16 ára. -PJ % m 1 . oVsl^oN og heillaði alla í áheymarprufunni. Hann skyggði siðan algjörlega á stjömu myndarinnar, Richard Gere, með frammistöðu sinni og var tilnefnd- ur til óskarsverðlauna. Hann sýndi þarna strax i sinni fyrstu mynd fjöl- hæfni sína, að hann er jafn vígur á hlutverk ljúflingsins og hrottans. Mikil velgengni Áður en árinu lauk var Edward Norton búinn að leika í tveimur myndum til viðbótar og lék hann lögfræðing í báðum. Woody Allen valdi hann í hlut- verk unnusta Drew Barry- more í söngva- myndinni Everyone Says I Love You og Milos Forman réð hann í hlut- verk lög- manns klám- kóngsins Larry Flynt í The People vs. Larry Flynt. í fyrri myndinni fékk hann að sýna söng- hæfileika sína og þeirri seinni alræmda mælskusnifld sína. Þessi mikla vel- gengni kom á erfið- um tíma, þar sem hann missti afa sinn 1996 og síðan móður Edward Norton hlutverki sínu American Hi story X síðar. Þetta hefur ef tfl vill haft eitthvað að segja um það að hann lék ekki í neinni mynd árið 1997 en, bætti fyrir það 1998 með tveimur kvikmyndum, Rounders og American History X, en fyrir hana fékk hann sína aðra ósk- arsverðlaunatilnefningu. Nýjasta mynd Edwards Nortons er Fight Club, sem byggð er á einkenni- legri framtíðarsögu eftir Chuck Pala- hiuk, um unga menn sem fá útrás með því að lemja hver annan i kiessu. Aðr- ír leikarar eru m.a. Brad ____Pitt og Helena Bonham Carter. Þá hófust . tökur nú í maí á ^ Keeping the Faith, sem hann leikstýrir, framleiðir og leikur aðal- hlutverkið í. Þetta er róm- ___ antísk gaman- mynd um prest og rabbína sem verða ástfangnir af sömu stúikunni. Með- al leikara eru Ben Stiller, ^Jenna Elfman, Milos Forman og Eli Wallach,- k. PJ %/ikmyndir LAUGARDAGUR 24. JULI 1999 Kvikmynda iAGNRÝNI Elizabeth: ★★★i, liötr væ* 'gffií'VÍSDÖO VELIZABETH Trúarbragðaeijur þjökuðu enska konungs- ‘ veldið á sextándu öld. Árið 1554 var hin kaþ- ólska María drottning en þar sem hún var bamlaus var mótmælandinn Elizabeth, lausaleiksbam og hálfsystir drottningarinnar, erflngi krúnunnar. Hún var handtek- in og sökuð um landráð, en aldrei sakfelld. Hún erfði síðan veikt og sundrað riki en náði með stjómkænsku og beinskeyttum aðgerðum að losa sig við óvini sína, sameina stríðandi fylkingar og gera England að stórveldi í Evrópu. Þessi mynd er sögulegt búningadrama en fyrst og fremst spennandi og skemmtfleg átaka- saga þar sem fláráðir valdapotarar keppast um að klekkja hver á öðrum. Um leið er þetta harmsaga um venjulega konu sem neyðist til að fóma sjálfri sér og taka á sig form ósnertanlegrar og goðsagnakenndrar vera tfl að halda ríkinu saman. Christopher Eccleston og Geoffrey Rush sýna góða takta í hlutverkum svarinna andstæðinga sem beijast um völdin við hirðina. Joseph Fiennes er hins vegar fremur tilgerðarlegur í hlutverki elskhuga drottningarinnar, sem er flausturs- lega skrifað hlutverk, eins og flest kvenhlutverkin. Undantekningin er titilhlut- verkið, þar sem Cate Blanchett fer á kostum og er vel að óskarsverðlaunatflnefn- ingunni komin. Útgefandl: Háskólabíó. Lelkstjórl: Shekhar Kapur. Aðalhlutverk: Cate Blancett, Joseph Fiennes, Christopher Eccleston og Geoffrey Rush. Indversk/ensk, 1998. Lengd: 119 min. Bönnuð innan 16 ára. -PJ American History X: Bandarískur fasismi Þessi mynd, um bræður sem ánetjast amerískum fasisma, vakti ** gríðarmikla athygh á síðasta ári. Leikstjóri myndarinnar allt að því afneitaði henni og sagði kvikmyndaverið hafa eyðilagt myndina í klippiherberg- inu. Ekki get ég verið sammála leikstjóranum því að mér fannst myndin vera mjög sterk og áleitin, ekki síst fyrir það að hún útskýrir mjög vel málstað fasist- anna, þannig að áhorfandinn fær skilning á því umhverfl og aðstæðum sem ala af sér fasismann og hvemig ungir, bitrir menn geta fallið fyrir áróðrinum. Leik- stjóranum fannst sinnaskipti eldri bróðursins í fangelsinu gerast of snöggt og koma út á ótrúverðugan hátt. Aftur er ég ósammála honum því að þótt aðeins lítill hluti myndarinnar fari í þetta, gerist sagan á lengri tima. Hins vegar fannst mér sinnaskipti yngri bróðursins í lokin fremur ótrúverðug en þau verða á einni kvöldstund, daginn sem bróðir hans sleppur úr fangelsi. Þetta, ásamt svolítið yf- irkeyrðri melódramatik í lokin, dregur myndina örlítið niður, en hún er engu að síður með betri myndum síðasta árs. Edward Norton sýnir sannkaflaðan stór- leik í aðalhlutverkinu og það em ekki margir leikarar sem geta búið til jafn ógn- vekjandi en jafnframt vamarlausa persónu og hann. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Tony Kaye. Aðalhlutverk: Edward Norton og Edward Furlong. Bandarísk, 1998. Lengd: 120 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ SÆTI j FYRRI J VIKA i j VIKUR iÁ LISTA J TITILL J . Iv." J' ÚTGEF. J TEG. j 1 NÝ i 1 Practical Magic Wamer Myndir J Gaman 2 i J 2 j j J 3 j Very Bad Things j j Myndform J j Spenna J " 3 1 1 i 4 Enemy of the State Sam Myndbönd j Spenna 4 j i 5 j i 2 j j Meet Joe Black j j CIC Myndbönd J J Drama J 5 i 10 i 2 Almost Heroes Wamer Myndir j Gaman 6 j i 4 j i « j j j Siege J J Skífan J Spenna 7 J 3 J J 5 Saving Privat Ryan Legionnaire j j CIC Myndbönd J Drama J j Spenna J 8 j j 8 j J i 2 J Skrfan 9 i 6 i 3 Urban Legend Skífan j Spenna 10 j i 9 i 2 j i Star Trek: Insurrection i j j CIC Myndbönd J j Spenna J 11 i 11 i 7 i Lock, Stock & Two Smoking Bairels j Sam Myndbönd j Gaman 12 1 NÝ j i 1 j j Living Out Lout Myndform J J Gaman J 13 NÝ i 1 Black Dog Skrfan J j Spenna 14 j í 7 j i 8 j j Negotiator Wamer Myndir j Spenna 15 i 13 J J 4 Suicide Kings Home Fries Sam Myndbönd J Spenna 16 J j 15 j ' J J i 3 J Wamer Myndir j Gaman J 17 í 12 j 5 54 Skrfan j Drama 18 NÝ j J 1 j i Fríneds 5, þættir 13-16 j j Warner Myndir J J Gaman J 19 i 17 5 Parent Trap Sam Myndbönd Gaman 20 16 4 Return To Paradise Háskólabíó J Spenna Rounders lék Edward Norton spilafíkil sem á sér ekki viðreisnar von. Vikan 13. júlí - 20. júlí Edward Norton: Lofar góðu um blaðamanna og segist vilja láta verk sín á leiklistarsviðinu tala. Hann er fæddur og uppalinn í Columbia í Maryland, sonur lögfræðings og kenn- ara, og hneigðist snemma til leiklistar. Hann gekk í leiklistarskóla áður en hann innritaðist í Yale-háskólann, þar sem hann náði sér í sagnfræðigráðu. Hann sneri sér aö lokum alfarið að leiklistinni og lét að sér kveða með Signature-leikhópnum í New York. Það var síðan árið 1996 að framleið- endur Primal Fear vom í vandræðum með hlutverk sakleysislega altaris- drengsins sem sakaður er um morð á biskupi. Leonardo Di Caprio hafði neit- að hlutverkinu og örvæntingarfull leit að réttu leikurunum stóð yfir. Edward Norton var valinn úr hópi rúmlega 2100 umsækjenda. Hann laug því að hann væri borinn og bamfæddur Kent- ucky-búi eins og persónan í myndinni, skartaði fullkomnum sveitavargshreim Edward Norton á stuttan en afar glæsilegan feril að baki í kvikmyndum. Fimm myndir á þremur árum og tvær óskarsverð- launatilnefningar bera vott um ein- hverja mestu leikhæffleika hans kyn- slóðar. Hann var óþekktur leikari, sem aldrei haíði leikið í kvikmynd áður, þegar hann skaust fram á sjónarsviðið árið 1996 í kjölfar magnaðrar frammi- stöðu í Primal Fear, svo magnaðrar að hann var kominn með hlutverk í kvik- myndum hjá Mflos Forman og Woody Allen áður en Primal Fear var komin í kvikmyndahús, og var strax farinn að þurfa að hafna hlutverkum. Skyndfleg frægð hans virðist ekki hafa stigið hon- um til höfuðs og hann hefur orð á sér fyrir að vera kurteis, viðkunnanlegur og einlægur. Snemma beygist krókurínn Einkalíf Edwards Nortons hefur lítið verið í sviðsljósinu, þótt getgátur hafl verið uppi um samband hans við Courtney Love, en hann er afar lítið fyrir að svara persónulegum spuming-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.