Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Page 15
Á ferð um verslunarmannahelgina: Matur er mannsins megin fituríkan mat því fita er besti orku- gjafinn miðað við þyngd. Auk þess er mikilvægt að taka heist með sér iéttan þurrmat, þ.e.a.s. mat sem ekki inniheldur mikið vatn sem þyngir bakpokann.“ Þrátt fyrir að Ólafur leggi áherslu á léttan þurrmat og annað slíkt fæði segir hann að mikilvægt sé að fóik taki með sér mat sem því þyki góð- ur á bragðið í svona ferðir. „Svona fjallaferðir eru oft erfiðir og þá er nauðsynlegt að geta verið góður við sjáffan sig á einhvem hátt, t.d. með góðum mat. Þegar við fórum í svona hálendisferðir reynum við því að kaupa góðan þurrmat sem gott og gaman er að borða.“ Frumstætt og rómantískt Eins og flestir vita era alls kyns hálendisferðir mikil ástríða hjá Óiafi. Ólafur hefur þó ekki i hyggju að eyða verslunarmannahelginni á hálendinu heldur í faðmi fjölskyld- unnar. „Við eigum gamian sumar- bústað sem er mjög frumstæður og úr alfaraleið þar sem við ætlum að eyða helgina. Þar er ekkert rafmagn og ró og næði sem er einmitt það sem við viljum. Það er líka frábært að að geta kynt upp i kolaofninum og kveikt á kertum þegar orðið er dimmt á kvöldin og haft það huggu- legt,“ segir útivistarmaðurinn og þingmaðurinn Ólafur Öm Haralds- son að lokum. -GLM - segir Ólafur Örn Haraldsson þingmaður Verslunarmannahelgin byrjar á morgun með viðeigandi ferðalögum og skemmtanahöldum. Hagsýni hafði samband við Ólaf Öm Har- aldsson þingmann, pólfara og úti- vistarmann og bað hann um góð ráð handa hinum almennum ferða- mönnum sem munu þeysa um land- ið þvert og endilangt um helgina. Staðgóður morgunverður Eitt af því sem skiptir flesta miklu máli á ferðalögum er nestið. Fátt er betra en að borða eitthvert góðgæti úti í guðsgrænni náttúr- unni. En með hverju mælir útivist- armaðurinn Ólafur Öm: „Það fer auðvitað algjörlega eftir því hvort ætlunin er að fara í venjulega tjaldútilegu, þar sem hægt er að flytja allt á milli í bílnum, eða hvort ætlunin er að ganga á fjöll með nesti og nýja skó.“ Ólafur segir að ef fyrri kosturinn sé valinn þá sé staðgóður og ríku- legur morgunverður í miklu uppá- haldi hjá sér. „Ef ég væri að fara í tjaldútilegu með fjölskyldunni myndi ég meðal annars vflja borða ríkulegan og fjölbreyttan morgun- verð með alls kyns áleggi og brauði. í amstri hversdagsins gefst fjöl- skyldunni sjaldan tími til að borða morgunverð í ró og næði því allir þurfa að flýta sér í skóla eða vinnu. Því er upplagt að nota útileguna til að eiga góða morgunstund saman og eyða eins og einum og hálfum áherslu á góðan mat segist hann ekki vera neinn annálað- ur sælkeri. „Ég er alla vega enginn sælgætisgrís. En ég kann þó að meta góðan mat og bý svo vel að eiga konu sem er mjög góður kokkur." Hann Ólafur Örn Haraldsson þingmaður er vanur útivistarmaður og veit því alveg hvað gott er að taka með sér í ferðalagið. tíma í að borða morgunmat í ró og næði og spjalla saman.“ Matargleði Auk hins ríkulega morgunverð- ar segir Ólafur að hann myndi taka með sér eitthvert gott kjöt á grillið, meðlæti, samlokur og léttari rétti til að narta i. „Mér finnst maturinn skipta miklu máli á svona ferðalög- um. Maturinn er ekki bara næring heldur tengir hann fjölskylduna og vini saman sem fá tækifæri til að njóta félagsskaparins, ræða saman og hafa það skemmtilegt yfir góðum mat. Það er líka svo oft sem kvikna góðar hugmyndir yfir matarborð- inu þegar allir era afslappaðir og fólk hefur tíma til að ræða um heima og geima.“ Þrátt fyrir að Ólafur leggi mikla Meinlætalíf Þegar Ólafur er inntur eftir þvi hvað hann myndi hafa með sér í bak- pokaferðalag um verslunarmanna- helgina snýst dæm- ið hins vegar algjör- lega við. „Það eru tveir mjög ólíkir hlutir að fara í tjaldútilegu á bíl eða fara í bakpoka- ferðalag. í bakpoka- ferðalaginu myndi ég sjálfsagt vera frekar „spartiskur" í mér og velja mat sem gefur fyrst og fremst orku.“ Ólafur segist alltaf borða músli- kom, te með púðursykri og hrökk- brauð í morgunmat á bakpokaferða- lögum sínum. „i hádegismat er gott að borða t.d. hrökkbrauð með kæfu sem geymist vel og súkkulaði til að fá orku. Á svona ferðalögum er mik- ilvægt að fá mikla orku og borða Fjármál heimilisins: Heimilsbókhaldid endurskipulagt Gott skipulag er lykillinn að góðum fjárhag. Ert þú e.t.v. einn af þeim sem vita ekki nákvæmlega af hverju buddan er tóm rétt fyrir mánaðamótin og undrast í hvað peningarnir hafa far- ið? Margir lenda í þessari aðstöðu einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki yfirsýn yfir fjármál sín og skipulagið er ekki nógu gott. Ef þú ert í þessum hópi ættir þú að skoða ráðin sem fylgja hér á eftir vel og vandlega. Þau gætu nefnilega hjálpað þér að koma skipulagi á fjármálin á nýju ári og e.t.v. leitt til sparnaðar. alla daga er sniðugt að halda ná- kvæmt bókhald, t ,d. í einn mánuð, til þess að sjá í hvað peningarnir fara. Það getur nefnilega komið þér óþægilega á óvart hvað ýmis lítil- fjörleg atriði, s.s. leigubílar, skyndi- bitar eða bíóferðir, kosta þegar sam- Margt smátt gerir eitt stórt Jafnvel þótt fjárhagurinn sé ekki svo slæmur að nauðsynlegt sé að lifa eftir nákvæmri fjárhagsáætlun kemur. Ef til vill þarftu ekki að breyta neinu í heimilishaldi þínu en e.t.v. sérðu að þú gætir sparað t.d. með því að smyrja nesti með í vinnuna, taka strætó eða leigja þér frekar spólu í stað þess að fara í bíó. Gjöld í lágmarki Skoðaðu vel öll gjöld sem bank- inn þinn leggur á þig, s.s. útskriftar- gjöld, gjald fyrir notkun hraðbanka og gjöld fyrir debetkortanotkun. Ef til vill getur þú minnkað þessi gjöld, t.d. með því að grennslast fyr- ir um hvaða banki leggur á lægstu gjöldin og t.d. með því að taka meira út af debetkortinu í einni færslu í stað þess að nota það í tvær minni færslur. Borgaðu strax Borgaðu reikningana, s.s.greiðslukortareikninginn, raf- magnsreikninginn, símareikning- inn o.s.frv. strax og þú færð útborg- að. Annars gætir þú „óvart" eytt peningunum i eitthvað annað. Þar með ertu kominn í vítahring drátt- arvaxta og vanskilagjalda. Leggðu fyrir Reyndu að ieggja fyrir þótt ekki sé nema lítinn hluta launa þinna í upphafi mánaðarins. Þú getur alltaf gengið í þennan sjóð þegar líður á mánuðinn ef harðnar á dalnum. Kosturinn við að leggja fyrir er sá að sú upphæð vill „gleymast" í amstri hversdagsins þegar hún er ekki lengur i veskinu. Hins vegar manstu alveg örugglega eftir henni aftur ef þú þarft á henni að halda til sérstakra nota. Það getur líka verið skynsamlegt að láta bankann draga ákveðna upp- hæð af laununum mánaðarlega til að leggja inn á sérstakan reikning. Skoðaðu bara vel hvaða banki býð- ur bestu kjörin i þessum efnum. Þá er bara að hefjast handa við skipulagningu fjármálanna. Það er aldrei að vita nema það leynist falið fé í fjármálum heimilisins. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.