Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1999, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 17 „Öryggiskerfi í heimahús: Fljót að borga sig - dýrara að verja sig ekki Það er sáraeinfalt að nota öryggiskerfi og það veitir okkur mikið öryggi. Auðvitað kostar þetta peninga en það er ekkert þegar hugsað er út í fjárhagslegt og ekki síst tilfinningalegt tjón sem fólk verður fyrir eftir innbrot þegar óvandað fólk hefur rofið friðhelgi heimilisins, stolið og eyðilagt," sagði Jón Aðaisteinn Jónsson orðabókarritstjóri við DV í fyrra. í vændum er ein mesta innbrota- helgi ársins, verslunarmannahelg- in. Því er áhugavert aö skoða hvað það kostar að setja upp öryggiskerfl í heimahúsum og hversu fljót þau eru að borga sig. Margir þættir koma hér við sögu, svo sem hvort hagstæðara sé að kaupa eða leigja kerfi af öryggisþjónustufyrirækjum. Einnig er vert að hafa í huga að tryggingafélög veita verulegan af- slátt til þeirra viðskiptavina sinna sem eru með slík kerfi heima hjá sér. Þessi afsláttur getur verið allt að 15 prósentum, eftir því hversu fullkomið kerfið er. Eina skilyrðið er að kerfið sé beintengt við örygg- isþjónustu. Sá afsláttur getur numið nokkrum þúsundum króna á ári. Kostnaður við þessi kerfi er um 4300 krónur ef menn kjósa að leigja þau og ljóst er að sá kostnaður er fljótur að borga sig upp þegar ör- yggið á heimilinu er annars vegar. Spurningin er hvað það kostar að verja sig ekki. Grunnkerfið svipað Haft var samband við þrjú fyrir- tæki sem sérhæfa sig í öryggiskerfum fyrir heimahús, Securitas, Vara og Öryggismiðstöð íslands. Auk þess eru þessi fyrirtæki með margs konar þjónustu í boði sem ekki verður fjall- að um hér. Kannað var hjá þeim hvað grunnkerfi í heimahús kostar og hvaða þjónusta fylgir þeim pakka. Hins vegar er alls ekki hægt, í um- fjöllun sem þessari, að leggja neitt gæðamat á þjónustu þessara ágætu fyrirtækja sem hugsanlega er misjöfn. Þessi kerfl eru með svipuðum hætti hjá öllum þessum fyrirtækjum. Grunnkerfi samanstendur af tveimur hreyfiskynjurum, einum reyk- skynjara og sírenu, auk aUs nauðsyn- legs búnaðar til að tengjast öryggis- miðstöðinni. Ekki er innifalinn vatns- skynjari í grunnkerflnu en hann er nauðsynlegur til þess að fá hámarks- afslátt hjá tryggingafélögunum. Ástæðan er náttúrlega sú að þeim mun betri vörn sem heimili kjósa þeim mun minni er áhætta trygginga- félaganna og kostnaður þeirra minni. Það er því hagsmunamál fyrir trygg- ingafélögin að sem flestir hafi örygg- iskerfi á sínu heimili. Flestir leigja „Það heyrir nánast sögunni til að fólk kaupi öryggiskerfin í dag hjá okkur. Langflestir leigja kerfin einfaldlega vegna þess að það er miklu þægilegra. Hins vegar kost- ar grunnkerfið á bilinu 80-100 þús- und krónur en fyrir flesta við- skiptavini okkar skiptir það engu máli. Kostnaðurinn við grunn- kerfi er 4350 krónur á mánuði og þá er innifalið 6 kg slökkvitæki og eldvarnarteppi sem við ábyrgj- umst. Ef fólk á þessa hluti fyrir er kostnaðurinn 4056 krónur á mán- uði. Enginn annar kostnaður fylg- ir kerfinu og öll útköll og viðhald kerfisins er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Einnig er rétt að benda á að kerfið er beintengt neyðarlínunni," segir Friðgeir Jónsson hjá Securitas. „Hins veg- ar er ætlast til þess að fólk sé í við- skiptum hið minnsta í eitt ár og helst lengur. Ef fólk vill nýta sér frekari afslátt af tryggingum og fá vatnsvörn þá kostar slíkur nemi 10.000 krónur stykkið," segir Frið- geir. Velur sjálfur skynjara Hjá Öryggismiðstöð íslands er grunnpakkinn örlítið frábrugðinn því sem hann er hjá hinum fyrirtækjun- um. „í grunnpakkanum eru þrír skynjarar innifaldir þannig að fólki er í sjálfsvald sett hvort það tekur hreyfi-, reyk- eða vatnsskynjara. Það er misjafnt eftir heimilum hvaða skynjarar henta. Þó henta tveir hreyfiskynjarar og einn reykskynjari flestum heimilum. Slíkur pakki kost- ar hjá okkur 4379 krónur á mánuði og þá er allur kostnaður innifalinn i því. Binditíminn er eitt ár og þrír skynjar- ar að eigin vali fylgja. Svo er nánast endalaust hægt að bæta skynjurum við kerfið. Til dæmis kosta vatnsnem- ar hjá okkur aðeins 2514 og einfalt er að tengja þá við kerfið. Með því fæst meiri afsláttur af tryggingaiðgjöldum. Hjá okkur kjósa flestir að leigja kerf- in,“ segir Máni Stefánsson, öryggis- ráðgjafi hjá Öryggismiðstöð íslands. Eldvarnir innifaldar „Við hjá Vara bjóðum tvær meg- ingerðir, annars vegar leigupakka eða kauppakka. Flestir viðskipta- vinir okkar vilja kaupa sín öryggis- kerfi. Þeir sem leigja kerfi borga 4380 og inni í því eru tveir hreyfiskynjarar og einn reyksynjari og tenging. Kerfið er síðan tengt neyðarlínunni. Aukaskynjarar, svo sem vatnsskynjarar, kosta 10.000 krónur," sagði Oddsteinn Bjömsson hjá Vara. „Sami pakki kostar 68.000 krónur ef fólk kýs að kaupa kerfin og eiga. Þá er mánaðargjald 3150 en sérhver aukaskynjari, hvaða nafni sem hann nefnist, kostar bara 6000 kr. Báðum pökkunum fylgja síðan eld- varnarteppi og slökkvitæki," sagði Oddsteinn. Leitið tilboða Þeir sem hyggjast auka öryggið á heimilum sínum og lækka jafnvel tryggingaiðgjöld sín ættu að leita tilboða hjá þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á þessa þjónustu og kynna sér vel hvað er i boði á hverj- um stað. Öll fyrirtækin senda menn heim til fólks til að skoða aðstæður því að kostnaðarlausu og gera til- boð. Meö því að gera það tryggja neytendur sér besta verðið miðað við þá þjónustu sem fylgir í kaup- bæti. Það sem er hins vegar sorglegt er það að margir láta ekki setja upp kerfi hjá sér fyrr en eitthvað alvar- legt hefur gerst, eins og innbrot, vatnstjón eða eldur. Því getur verið skynsamlegt að láta forsjárhyggj- una ráða og tryggja sig áður en óhöppin gerast. Vissulega er kostn- aður fólginn í öryggiskerfum en það getur verið dýrara að vernda heim- ilið ekki. -bmg Hvað ræður hækkun og lækkun bréfa Hlutabréf eru fjárfesting sem getur gef- ið góðan arð en um leið getur fjárfesting- in verið afar áhættusöm. Ástæðan er fyrst og fremst sú að gengi á hlutabréfum sveiflast mikið frá einum tíma til annars. Til dæmis geta miklar hræringar orðið í sömu vikunni. Af þessum sökum ætti fólk ævinlega að fara varlega áður en fjárfest er í hlutabréfum og reyna með einum eða öðrum hætti að dreifa áhættu sinni svo að öll eggin séu ekki í sömu körfunni. Markaðurinn ræður En hvað er það sem ræður þessum verðsveiflum? Það er markaðurinn sem gerir það. Hann samanstendur af öllum þeim sem kaupa og selja hlutabréf og verð á bréfum ræðst í viðskiptum á milli fjár- festa. Fjárfestar kaupa hlutabréf á því gengi sem þeir telja að sé sanngjamt og gefi þeim góða ávöxtun og seljendur selja þegar þeir fá gott verð fýrir fjárfestingu sína. Með öðrum orðum þá er það fram- boð og eftirspum sem ræður genginu á hverjum tima. Sölu- og kaupvilji fjárfesta ræðst síðan af öllum tiltækum upplýsing- um sem fáanlegar em yfir hvert fyrirtæki fyrir sig. Þahnig hefur uppgjör, starfsfólk, stjórnendur, arðgreiðslur, skuldastaða, markaðsstaða, birgðastaða, kvótastaða og margt fleira mikil áhrif á hvemig mark- aðurinn verðleggur hlutabréf. Áhættudreifing skyn- samleg Við sjáum til dæmis að einhverjar staðreyndir sem markaðurinn býr yfir er þess valdandi að fyrirtækin á graf- inu hafa hækkað eða lækkað mikið í verði. Góð afkoma og framtíðarhorf- ur Frumherja er þess valdandi að bréfin hækka mikið en á sama hátt höfðu neikvæðar afkomutölur Tækni- vals neikvæð áhrif á gengi bréfanna. Því má hins vegar ekki gleyma að sveiflur i gengi bréfa eru fullkomlega eðlilegar eins og markaðurinn vhkar. Venjulegir fjárfestar ættu því að líta á hlutabréf sem langtímafj árfestingu eða kaupa hlutabréf í stórum hluta- bréfasjóðum þar sem áhættu er dreift á skynsamlegan hátt milli fyrirtækja og einstakra geira. -bmg Verðbréf á upp- og niðurleið - siðastliöna 30 daga - 17% 14% ■. l'i'l Frumherji Flugleiðir Vaxta- sjóðurinn Hampiðjan Krossanes Samvlnnuferðir Hraðfrystihús Landsýn Þórshafnar Tæknival m -0% -a%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.