Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
Hatrammar deilur um byggðakvóta í ísaQarðarbæ:
Hundruð milljóna
króna ókeypis
- sem útgerðarmenn vestra óttast að lendi í Grindavík
Fréttir um að bæjarstjóm ísa-
fjarðarbæjar ætli að fá Vísi í
Grindavík í samstarf um að veiða
og vinna 387 tonna byggðakvóta hef-
ur kallað á mikla reiði útgerðar-
manna í bæjarfélaginu. Hafa útgerð-
armenn smærri báta hótað uppreisn
sem felst í því að öllum afla smábáta
verði landað í gáma til sölu í Bret-
landi og víðar. Ekkert verði selt til
vinnslu hér heima.
Útgerðarmenn í ísafjarðarbæ eru
margir hverjir öskureiðir vegna
þeirrar ætlunar bæjarstjórnar að fá
Vísi í Grindavík til samstarfs við
rekstur fyrirtækis á Þingeyri og um
leið til að veiða byggðakvótann sem
þangað er ætlað að veita.
„Það verður uppreisn hér á
svæðinu ef þetta verður svona,"
sagði Finnbogi Jónasson, fiskverk-
andi á ísafirði. „Menn munu þá
Eftir talsverðu er að slægjast þó
387 tonna kvóti þyki ekki ýkja stór í
sjálfu sér. Sá aðili sem hreppir slík-
an happafeng fær frían aðgang til að
veiða þessi tonn í fimm ár. Ef við-
komandi aðili þyrfti að kaupa þenn-
an kvóta þá er verðið á hverju kílói
nálægt 850 krónur þannig að verð-
mætið sem þarna fæst ókeypis er
samkvæmt því hátt í 230 milljónir
króna. Ef leigja þyrfti slíkan kvóta
bindast samtökum þar sem sett
verður að skilyrði að hver einasti
þorsktittur sem hér veiðist verði
seldur í gámum á erlendan markað.
Það verður ekkert selt hér inn á
svæðið og þá fara um þúsund tonn
af minni bátum í gáma. Ef bæjar-
stjórnin gengur fram fyrir skjöldu
til að ráðstafa fiskinum burt úr
bænum þá verðum við að gera það
líka. Þá þýðir ekkert að vera að
árlega hefur leiguverð oft verið hátt
í hundrað krónur fyrir kílóið af
þorski. Ef miðað er við að viðkom-
andi borgaði „aðeins" 75 krónur í
leigu þá er hann með ókeypis
byggðakvóta að losna við kostnað á
sinni útgerð sem nemur 29 milljón-
um króna á ári eða 145 milljónum i
leigu á fimm árum. Þetta eru íjár-
munir sem ýmsir vestfirskir útgerð-
armenn telja nú hættu á að missa
hugsa um frekari vinnslu í þessum
bæ. Það er gott verð fyrir gámafisk
en við höfum bara ekki viljað sinna
því vegna þess að menn hafa viljað
vinna sem mest hér heima. Ef
áform bæjarstjórnar ganga eftir þá
er það skömm fyrir Vestfirðinga að
ekki skuli vera hægt að nota þá til
að veiða þetta heldur litið á vest-
firska sjómenn sem einhverja vesal-
inga.
Öll vinnsla hefur nú verið stöövuð
hjá fiskvinnslufyrirtækinu Unni ehf.
á Þingeyri sem sagði upp starfsfólki
sínu fyrr í sumar. „Við erum hættir, í
bili að minnsta kosti,“ sagði Sigfús
Jónsson, einn eigenda fyrirtækisins.
„Við sóttum um hlutdeÚd í byggða-
kvótanum en höfum ekki fengið nein
svör enn þá. Við ætlum að hinkra og
sjá hvort við fáum ekki einhver við-
brögð,“ sagði Sigfús.
burt af svæðinu í gegnum skip út-
gerðarfélags í Grindavík. Telja þeir
að þannig muni bæjarstjórn ísa-
fjaröarbæjar stuðla að því að
byggðakvóti sem átti að renna til
aðstoðar Vestfirðingum fari í raun
til sérstaks útgerðarfélags á Suður-
nesjum sem jafnframt fái á svipaðan
hátt aðgang að byggðakvóta á Aust-
fjörðum.
Það er allt brjálað hér út af þessu.
Ef þeir fá fyrirtæki úr Grindavík til
að veiða þetta þá verður sprenging.
Það er einkennilegt að bæjarstjóm
skuli ráða sérstakan ráðgjafa til
þess að leggja atvinnustarfsemi nið-
ur hér á svæðinu og koma kvótan-
um í burtu, menn hefðu nú getað
gert það hjálparlaust," sagði Finn-
bogi Jónasson.
Með því að vinnslu hefur nú verið
hætt hjá Unni, missa alls 14 manns
vinnuna í landi, til viðbótar þeim sem
nú mæla götur Þingeyrar. Sigfús telur
að bátar, sem róið hafa á þeirra veg-
um, komi til með að landa á markaði.
Þar með er engin fiskvinnsla lengur
starfandi á Þingeyri, nema þá kannski
harðfiskvinnsla sem útheimtir ekki
mikið vinnuafl.
Kona árþúsundsins
„Þetta kemur mér afskaplega í
opna skjöldu,"
sagði Vigdís
Finnbogadóttir
er blaðamaður
Vísis.is óskaði
henni til ham-
ingju með að
hafa verið kjör-
in kona árþús-
undsins i kosningu á Vísi.is. „Ég
vissi ekkert um þetta og er hissa,
náttúrlega. Ég er snortin og mér
finnst þetta ákaflega fallegt. Ég
spyr bara hvort ég verðskuldi
þetta. En mér þykir afar vænt um
að fólk skuli muna eftir mér og
nefni nafnið mitt.“
Tekinn með kíló
Tæpt kíló af hassi fannst á manni
sem kom til landsins frá Kaup-
mannahöfn sl. laugardag. Tollgæsl-
an á Keflavíkurflugvelli hafði hund
til leitar að fíkniefnum þegar mað-
urinn var tekinn. Manninum var
sleppt úr haldi eftir yflrheyrslur en
hann játaði að eiga efnið. Morgun-
blaðið greindi frá.
Bensínhækkun
Lítri af 95 oktana bensíni kost-
ar 82,40 krónur eftir að bensín
hækkaði nú um mánaðamótin. 98
oktana bensín kostar 87,10 krón-
ur, lítrinn af dísilolíu kostar eftir
hækkunina 29,70 krónur. Hækk-
unin stafar af hækkun á heims-
markaðsverði á olíu.
Krefst miskabóta
Kio Alexander Briggs hefur kraf-
ið ríkissjóð um hátt í 30 milljóna
króna bætur fyrir íjártjón og miska
vegna 10 mánaða gæsluvarðhalds
yfir honum og farbanns. Briggs var
dæmdur fyrir fíkniefnasmygl en
sýknaður af Hæstarétti eftir áfrýj-
un. Stöð 2 greindi frá.
Vekur spurningar
Tómas Ingi Olrich, þingmaður
Sjálfstæðis-
flokks, segir að
sú staðreynd að
Ólafsfirði hafi
ekki verið út-
hlutað byggða-
kvóta veki upp
spurningar
hvort rétt hafi
verið að úthlutuninni staðið. Rík-
issjónvarpið greindi frá.
Yfirgaf heimilið
Einn íbúi þurfti að yfirgefa
heimili sitt vegna hlaupsins í
Kreppu. Það var Ingibjörg Jó-
hannesdóttir á Syðri-Bakka i
Kelduhverfi. Ingibjörg hefur búið
á Syðri-Bakka í 30 ár og hefur
aldrei áður þurft að yfirgefa heim-
ili sitt. Morgunblaðið greindi frá.
Endurgreiðsia
Dagur greindi frá því að alls
ættu 3400 einstaklingar von á end-
urgreiðslu frá íbúðalánasjóði
næstu daga. Endurgreiðslan er
vaxtabætur sem gengu að hluta
til grei'ðslu vegna gjaldfallinna af-
borgana íbúðalána:
Nýr formaður
Talið er nær öruggt að Finnur
Geirsson, forstjóri Nóa-Siríus, verði
kjörinn formaður nýrra Samtaka
atvinnulífsins. Formannaráð fjög-
urra manna hefur leitað logandi
ljósi að formanni síðustu vikur en
auk Finns var Júlíus Vífill Ingvars-
son, ífamkvæmdastjóri hjá Ingvari
Helgasyni hf. og borgarfulltrúi, tal-
inn koma til greina í stöðuna.
Lækurinn opnaður
í Nauthólsvík mun verða fjöl-
breytt útivistar-
svæði, bað-
strönd og
fræösla um
náttúru og
sögu. Þetta
kemur fram í
samtali Ingi-
bjargar Sólrún-
ar Gísladóttir borgai-stjóra við
Morgunblaöið. Hún segir í sam-
tali við blaðið að hún gerir ráð
fyrir því heiti lækurinn verði
opnaður á ný. -hb
Svartá:
Veiðiskapur-
inn gengur
ágætlega
- sögöu Davíö og Jón Steinar
„Veiðin gengur alveg ágætlega
hjá okkur, við höfum fengið tvo
laxa og veiðiskapurinn er að glæð-
ast í ánni, hollið er komið með 8
laxa,“ sögðu þeir félagarnir Davíð
Oddsson forsætisráðherra og Jón
Steinar Gunnlaugsson lögmaður en
þeir voru við veiðar í Svartá í
Húnavatnssýslu í gærdag er DV
hitti þá við veiðiskapinn. Þeir
veiddu neðarlega í ánni, í Ármóta-
hylnum, og voru rétt byrjaðir eftir
hádegishvíldina, fyrr um morgun-
inn höfðu þeir fengið tvo laxa.
„Veðrið er gott og fiskurinn tek-
ur, vertu viss,“ sögðu þeir og héldu
áfram að kasta fyrir laxana í
Svartá. Þeir færðu sig ofar í ána,
þar var laxinn kannski í meira
tökustuði. Laxana sem þeir höfðu
veitt fengu þeir á flugu.
Svartá hefur gefið 75 laxa og
veiðin glæðst siðustu dagana.
-G.Bender
Þeir gerðu að gamni sínu, Davíð Oddsson og Jón Steinar Gunnlaugs-
son, við Ármótahylinn en þeir voru búnir að fá tvo laxa fyrr um morgun-
inn. „Veðrið er gott og fiskurinn á eftir að taka seinnipartinn," sögðu þeir
félagarnir og héldu áfram veiðiskapnum. DV-mynd G.Bender
-HKr.
Útgerðarmenn í ísafjaröarbæ öskureiðir út í bæjarstjórn:
Það verður uppreisn
- ef Vísir í Grindavík fær að veiöa byggðakvótann, segir fiskverkandi á ísafiröi
-HKr.
Hann greip til þess ráðs að kæla sig í lítilli tjörn í Seljahverfinu í Breiðholti í
sumarblíðunni í gær, þessi náungi, og brosti framan í heiminn sem á móti
brosti framan í hann. DV-mynd Teitur
Unnur ehf. á Þingeyri hættir vinnslu:
14 manns missa vinnuna
-HKr.