Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 Afmæli Jón Jóhannsson Jón Jóhannsson húsa- smiður, Björtuhlíð 11, Mosfellsbæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jón fæddist á Hólmavík í Strandasýslu og ólst þar upp. Hann varð húsasmið- ur frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1972. Jón starfaði við húsasmiðar og sem sölumaður hjá Byko til 1996 er hann varð að hætta um vegna parkinsonsjúkdóms. Jón Jóhannsson. störf- Jón var forstöðumaður íþróttahúss Ólafsvíkur 1974-1978. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Mosfells- sveitar 1981 og fyrsti forseti klúbbsins. Jón var forseti Lionsklúbbs Hólmavíkur árið 1990. Hann var formaður Ungmennafélagsins Geislans á Hólmavík, í stjórn Kaupfélags Kjal- amesþings og formaður Framsóknarfélags Kjós- arsýslu. Jón hefur verið í stjóm Parkinsonsamtakanna frá 1996 og er stjórnarformaður 1 nýstofnuðu Þjónustusetri líknarfélaga. Fjölskylda Jón kvæntist árið 1972 Sigrúnu Björk Karlsdóttur, f. 29. 1. 1953, grunnskólakennara. Hún er dóttir Karls Magnússonar og Guðrúnar Jónsdóttur, bænda, Knerri, Breiðu- vík, Snæfellsnesi. Börn Jóns og Sigrúnar era Hall- dóra Guðrún, f. 29. 7. 1973. Dóttir hennar er Kara Björk Witcher, f. 1. 2. 1997; Jóhann, f. 14. 4. 1978. Dóttir hans er Viktoría Rós, f. 25. 3. 1997; Snædís, f. 22. 12. 1986. Systkini Jóns eru Loftur, f. 7.2. 1951, flugumferðarstjóri; Halldór, 16. 12.1959, húsgagnasmiður; Víkingur, f. 6.5. 1961, pípulagningamaður; Ingibjörg Guðrún, 20.6. 1953, skrif- stofumaður, búsett í Connecticut, USA. Jón er sonur Jóhanns Jónssonar, f. 28.6. 1921, d. 9.3. 1968, skipstjóra, og Fjólu Loftsdóttur, f. 14.7. 1927, húsmóður. Voru þau búsett á Hólmavík en Fjóla hefur búið í Reykjavík síðan 1974. Jón er af Pálsætt af Ströndum. Afmælisbamið verður að heiman á afmælisdaginn. Helgi Rúnar Einarsson Helgi Rúnar Einarsson kennari, Leirutanga 31, Mosfellsbæ, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Helgi lauk prófi frá Kennaraskóla íslands árið 1970. Eftir það kenndi hann við Álftamýrarskóla 1970-73, Stórutjarnaskóla 1973-82, Gagn- fræðaskólann í Mosfellsbæ 1982-91 og Árbæjarskóla 1992-98. Helgi stundaði framhaldsnám við Kenn- araháskólann í Danmörku 1991-92. Með námi og kennslu lagði Helgi stund á tónlistarnám. Hann söng með Þrem á palli, Kristínu Ólafs- dóttur, Karlakómum Goða og Goða- kvartettinum í Suður- Þingeyjarsýslu. Frá 1983 hefur hann stjórnað eftir- farandi kórum í lengri eða skemmri tíma: Karlakórn- um Stefni, Selkórnum, Einum og átta (tvöfaldur kvartett), Álafosskómum, islandsbankakórnum og Landssímakómum. Fjölskylda Helgi kvæntist 27.9. 1969 Helgu Stefánsdóttur kennara, f. 19. 11.1950. Hún er dóttir Stefáns Krist- jánssonar, fyrrv. íþróttafulltrúa í Helgi Rúnar Einars- son. Reykjavík og íþrótta- kennara, látinn, og Kristjönu Jónsdóttur. Börn Helga og Helgu eru Hrönn, f. 27.3. 1970, organisti, Reykjavík, maki Ólafur H. Þórólfs- son. Sonur þeirra er Helgi, f. 6. 8. 1995; Krist- jana, 31.7. 1972, flautu- leikari, Mosfellsbæ, bamsfaðir Grímur Thorarensen, sonur Eg- ill 27.1. 1992; Guðrún, 1.7. 1975, nemi, Mosfells- bæ, bamsfaðir Sigurður Ó. Jónsson, dóttir Ama Kristín, f. 6.4. 1994; Inga Rún, f. 7.1. 1987, nemi, Mosfellsbæ. Bræður Helga em Ragnar Gylfi, f. 10.11. 1947, bókbandsmeistari, Mos- fellsbæ; Ingi Garðar, f. 10.9. 1952, d. 13.7. 1980, húsgagnasmiður, Reykja- vik. Helgi er sonur Einars Helgason- ar, f. 25.12. 1925, d. 17.11. 1998, bók- bandsmeistara, og Steinunnar G. Sigurgeirsdóttur, f. 12.11. 1925, hús- móður, Reykjavík. Afmælisbamið og kona hans taka á móti gestum á heimili sínu frá kl. 18 á afmælisdaginn. Halldóra H.K. Halldórsdóttir Halldóra H.K. Halldórsdóttir hús- móðir, Lautasmára 5, Kópavogi, er fímmtug í dag. Starfsferill Halldóra fæddist á Siglufirði og ólst upp þar og í Fljótum. Hún lauk grunnskólaprófi á Siglufirði og fór beint út í atvinnulífið á Siglufirði, Reykjavík og Hveragerði. Hún hóf svo búskap með lífsförunautnum í Sviþjóð í ársbyrjun 1969. Þau flutt- ust aftur til íslands og vou um hríð í Hafnarfirði en fluttust svo í Leifs- staði í Eyjafirði. Ásamt því að stunda ýmis störf á Akureyri rak Halldóra rausnarheimili í 17 ár. Síð- an lá leiðin til Keflavíkur í fimm ár, þá Bakkafjarðar í þrjú ár og nú býr hún í Kópavoginum. Fjölskylda Halldóra giftist áriö 1968 Berg- steini E. Gíslasyni tæknimanni, f. 2. 12.1945. Foreldrar hans em Gísli Ei- ríksson, skólabíistjóri í Reykjavík, og Kristjana Kristjánsdóttir hús- móðir. Böm þeirra eru Kristjana Guð- rún, f. 23.8. 1968, maki Ásgrímur Pálsson, f. 19.3. 1968, stýrimaður, böm þeirra Gunnlaugur, f. 3.5.1990, Bergsteinn, f. 27.6. 1992, búsett í Keflavík; Líney, f. 7.3. 1971, sambýl- ismaður Ólafur Hermannsson versl- unarmaður, barn Halldór Gísli, f. 8.3.1996, búsett í Keflavík; Þóra Sól- veig, f. 24.1. 1975, sambýlismaður Hörður Jóhannsson, f. 19.2. 1976; Kolbeinn Gísli, f. 16.12. 1976, sam- býliskona Alda Ósk Hauksdóttir, f. 26.12.1979, börn Jakob Freyr, f. 20.5. 1996, Karen Alfa Rut, f. 11.9. 1998; Halldór Gestur, f. 18.1. 1980. Systkini Halldóm em Kristrún, f. 15.10. 1943, tryggingasali, Siglufirði; Lára, f. 30.1. 1945, skrifstofumaður, Keflavík; Gestur Óskar, f. 21.1. 1947, bifreiðastjóri, Siglufirði; Guðrún Hanna, f. 28.7. 1948, skólastjóri, Fljótum; Bogi Guðbrandur, f. 24.7. 1951, Reykjavík; Líney Rut, f. 24.4. 1961, framkvæmdastjóri, Rvík. Foreldrar Halldóru em Halldór Þorsteinn Gestsson, f. 15.4. 1917, símritari og póstafgreiðslumaður í 55 ár, og Líney Bogadóttir, f. 20.12. 1922, húsmóðir, Siglufirði. Halldóra tekur á móti vinum og vandamönnum í Húsi málara að Lágmúla 5, 7. ágúst kl. 19.30. Fréttir Aldargamall torfbær - miðsvæðis á Borgarfirði eystri DV, Höfn: Það fer enginn ferðamaður eftir aðal- götunni á Borgarflrði eystri án þess að taka eftir fallega gamla torfbænum sem er í miðju þorpinu. Þetta er Lindar- bakki sem byggður var 1899 og er því aldargamall á þessu ári. Elísabet Sveinsdóttir og eiginmaður hennar, sem nú er látinn, keyptu húsið 1979 og gerðu það upp og byggðu útihús á lóðinni. Elísabet býr í gamla húsinu sínu á sumrin og segist njóta þess ein- staklega vel - það sé svo góður andi i húsinu. Á veturna býr hún í Kópavogi. Fyrir verslunarmannahelgina var haldin vegleg afmælisveisla á Lindar- bakka þar sem haldið var upp á 100 ára afmæli hússins, 70 ára afmæli eigand- ans og 20 ára eignar á húsinu. -JI Lindarbakki á Borgarfirði eystri. DV-mynd Júlía Til hamingju með afmælið 4. ágúst 85 ára Ólöf S. Sigvaldadóttir, Mávabraut 6a, Keflavík. 80 ára Egill Helgason, Skógargötu 17, Sauðárkróki. Elín Maríusdóttir, Langagerði 96, Reykjavík. 75 ára Gyða Jónsdóttir, Miöleiti 5, Reykjavík. Indriði Jóhannesson, Reykjum 2, Varmahlíð. Kristján Jóhannesson, Reykjum 1, Varmahlíð. Sigurjón Ágústsson, Dalbraut 16, Reykjavík. Þorbjörg Eiðsdóttir, Skálagerði 13, Reykjavík. 70 ára Eyjólfur Jómundsson, Örnólfsdal, Borgamesi. Eyjólfur Kristjánsson, Þrastahrauni 4, Hafnarfirði. Jón William Sewell, Tunguvegi 18, Reykjavík. Valdis G. Jónsdóttir, Holtabyggð 6, Hafnarfirði. 60 ára Hjörtur Ágúst Magnússon, Rjúpufelli 14, Reykjavík. Kristín Friðfinnsdóttir, Hrannarstíg 18, Gmndarflrði. Kristjana Bjömsdóttir, Sólbraut 17, Seltjarnamesi. 50 ára Guðmundur Gunnar Þórðarson, Hjallaseli 12, Reykjavík. Helga Sigurðardóttir, Fjóluhvammi 6, Hafnarfirði. Magnús Ó. Kjartansson, Laugamestanga 62, Reykjavík. Þorsteinn Hauksson, Þóristúni 19, Selfossi. 40 ára Ásgeir Bjömsson, Framnesvegi 65, Reykjavík. Elfar Ingi Sigurbjömsson, Kríuhólum 4, Reykjavík. Guðmundur O. Brynjarsson, Vesturbergi 78, Reykjavík. Gunnar Ketill Sigurðsson, Skólabraut 14, Stöðvarfirði. Hólmfríður Jónsdóttir, Víðimel 38, Reykjavík. Ingibjörg Óskarsdóttir, Fomhaga 20, Reykjavík. Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Ásvallagötu 40, Reykjavík. Kristján Ingvar Jónsson, Tréstöðum, Akureyri. Linda Hrönn Ríkharðsdóttir, Frostafold 4, Reykjavík. Ólafur Logi Ámason, Vesturbergi 72, Reykjavík. Pétur Gunnar Sigmundsson, Vindheimum, Varmahlíð. Sigrún Bjömsdóttir, Framnesvegi 62, Reykjavík. Sigurþór Gíslason, Skólavegi 33, Fáskrúðsfirði. Þór Ingi Daníelsson, Lækjarbotnalandi 53, Kópavogi. Örn Ægir Brynjarsson, Vesturbergi 78, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.