Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 17 Sport KR-ingar sterkir heima - í bikarkeppninni 14 leikir Slegnir út þrisvar sinnum 1985 1993 1986 i sfgrar Mæta Blikum kvöld kl. 18.00 Bikarkeppni KSI1999 Leikur ars- ins í húfi - KR og Breiðablik mætast í kvöld Fyrri undanúrslitaleikurinn í bikarkeppni karla í knattspymu fer fram á KR-vellinum klukkan 18 í kvöld en þá taka KR-ingar á móti Breiðabliki. Leikur ársins er í húfi en liðin gerðu 0-0 jafntefli á sama stað í deildinni fyrr í sumar. Blikar verða án framherjans unga og efnilega, Marels Baldvinssonar, sem fór í aðgerð í gær vegna hnjá- meiðsla. Marel, sem átti stórleik gegn Grindavík í úrvalsdeildinni í síðustu viku, verður frá æfingum og keppni næstu 2-3 vikurnar. Þá er óvíst hvort Bjarki Péturs- son verður með í leiknum en hann hefur átt í meiðslum. Ný-Sjálendingurinn Che Bunce verður hins vegar með en hann hef- ur ekki verið með Blikaliðinu í síð- ustu leikjum þar sem hann lék með landsliði Nýja-Sjálands í álfukeppn- jnni. I KR-ingar geta teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld og vesturbæj- arliðið endurheimtir Skotann David Winnie í vörnina en hann tók út leikbann í leiknum gegn Leiftri í síðustu viku. „Við er búnir undir hörkuleik enda vitum við vel hvaö Blikamir geta. Þeir eru með hörkugott lið og vora ekki langt frá því að vinna okkur hérna i vestur- bænum fyrr í sumar. Við gerum okkur grein fyrir því að við fáum ekkert geflns og að við verðum að hafa fyrir hlutunum ef sig- ur á að vinnast. Að sjálfsögðu hungrar menn í að komast í úr- slitaleikinn á sjálfu 100 ára afmælinu og ef það gerist lofa ég að- sóknarmeti á bikarúr- slitaleik," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, við DV þar sem hann var að snæða pasta með lærisveinum sín- um á Sexbaujunni. -GH Blikar eru eina liöió sem hefur haldið hreinu gegn KR-ingum i sum- ar en KR hefur skorað 34 mörk i 14 leikjum i deild og bikar í sumar eða 2,43 að meðaltali í leik. KR-ingar stefna á að komast i bikar- úrslitaleikinn í tólfta sinn en þeir taka nú þátt í undanúrslitaleik bik- arsins í 20. skiptiö i sögu keppninnar. KR, sem varð siðast bikarmeistari 1995, hefur komist sex sinnum í undanúrslitin I bikamum á síðustu sjö árum en aðeins tvisvar farið alla ieið í úrslitaleikinn. Blikar leika aftur á móti i sjöunda sinn í undanúrslitum bikarsins, þeir komust í úrslitaleikinn i fyrsta og eina skiptið 1971 en síðan hefur Kópa- vogsliðið verið slegið 5 sinnum út úr undanúrslitum bikarsins, þar á með- al i fyrra af bikarmeisturum iBV. KR-ingar eru afar sterkir á heima- velli sínum í vesturbænum eins og sjá má á grafi hér til hliöar. Síðan liðið fór að leika i Frostaskjólinu sumarið 1984 hefur liðið aðeins þrisvar sinnum verið slegið út úr bik- amum á heimavelli sínum vestur í bæ og er með 78,6% sigurhlutfall á KR-velli i bikarnum. Sióastir til aö sld út KR-inga á KR- vellinum vom Skagamenn sem gerðu það á leið sinni að bikarmeistaratitl- inum 1993. Þá tryggði Ólafur Ad- olfsson Skagamönnum sigur með marki í framlengingu en öll þrjú töp KR-inga á heimavelli sinum i Vestur- bænum hafa komið eftir framlenginu. KR-ingar hafa nú unnið fimm bikar- leiki á heimavelli sínum i röð. KR og Breiöablik hafa mæst fimm sinnum í sögu bikarsins, Breiðablik hefur aðeins einu sinni slegið KR út, árið 1976, en þá þurfti aukaleik til að knýja fram úrslit. KR hefur unnið fjóra eins marks sigra í hinum leikj- unum, 1964, 1970, 1994 Og 1996. -ÓÓJ Fagna KR-ingar í kvöld gegn Blikum í bikarnum? Kópavogsbúar Bikarkeppnin undanúrslit KR - Breiðablik kl.18.00 á KR-velli. Ókeypis rútuferðir frá Pizza 67, Engihjalla og Smáranum kl. 17.30 og til baka eftir leik. Miðar verða seldir á báðum stöðum. Blikaklúbbsfélagar hittast kl. 16.30 í Pizza 67, Engihjalla. Allir velkomnir. Mætum öll og styðjum okkar menn. Blikaklúbburinn INGLAND Mark Pembridge skrifar í dag undir samning við Everton. Pembridge er 28 ára gamall welskur landsliösmað- ur sem leikið hefur með Benfica i Portúgal. Everton borgar 90 mUljónir. Mark Hughes hefur verið ráðinn til að stýra welska landsliðinu í knatt- spymu i næstu tveimur leikjum þess i undankeppni Evrópumótsins. Eftir það verður ákveðið hvort Hughes verður ráðinn áfram með liðið en ljóst er að Terry Venables, fyrrum lands- liðseinvaldur Englendinga, mun ekki taka við stjórn welska landsliðsins. Franski landsliösmaöurinn Thi- erry Henry gekk i gær í raðir Arsenal frá ítalska fé- laginu Juventus. Arsenal greiðir 1,2 milljarða króna fyr- ir Henry sem er 21 árs gamall sóknar- maður. Þar með hefur Arsenal bætt tveimur sterkum sóknarmönnum i lið sitt á tveimur dögum en á mánu- daginn skrif- aði Króatinn Davor Suker undir samn- ing við Lund- únaliðið. Martin O’Neill, stjóri Leicester, er vongóður um aö sóknarmaðurinn Emile Heskey framlengi samning við félagið nú í vikunni um eitt ár sem þýðir aö samningur hans við félagið rennur út sumarið 2001. Mörg lið hafa borið víurnar i Heskey á undan- fornum mánuðum og þar má nefna Liverpool, Arsenal og Tottenham. Brian Little var í gær ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá enska B-deildar lið- inu WBA. Little stýrði Lárusi Orra Sigurössyni og félögum hans hjá Stoke á síðustu leiktíð og þar áður Aston Villa og Leicester City. -GH Bland i noka Helgi Birkir Þórisson, GK, til hægri, sigraði í meistara- flokki karla á opna Spari- sjóðsmótinu sem haldið var hjá Keili um helgina. Helgi lék á 69 höggum. Kristinn G. Bjarnason kom næstur á 69 höggum og Tryggvi Trausta- son, GK, hafnaði i þriðja sæti á 71 höggi. Runólfsson, GK, á 70 höggum, Jakob Már Böövarsson, GK, kom annar á 71 höggi og Gisli Hall, GR, þriðji á 73 höggum. í opnum flokki með forgjöf sigraði Guömundur Karlsson, GK, á 63 höggum. Egill Sigurjónsson, GK, varð annar á 65 höggum og Jakob Már Böðvarsson, GK, þriðji á 65 höggum. Strandarmótiö í golfi, sem er opið öldungamót, var haldið um I opnum flokki án forgjafar sigraði Helgi helgina. Keppendur voru 137, 39 konur og DV 98 karlar. í flokki kvenna 50 ára og eldri án forgjafar sigraöi Sigriöur Matliiesen, GR, á 83 höggum og i keppni með forgjöf sigraði Sigrún Ragnarsdóttir, GKG, á 69 höggum. Hjá körlum 50-54 ára án forgjafar sigraði Þorsteinn Geirharðsson, GS, á 73 högg- um og með forgjöf í sama aldursflokki sigraði Gunnar Gunnarsson, GHR, á 65 höggum. í keppni karla 55 ára og eldri án forgjafar sigraöi Siguröur Héöinsson, GK, á 77 höggum og með forgjöf varð Guö- mundur Vilhjálmsson hlutskarpastur á 69 höggum. Kristinn G. Bjarna- son, GR, til vinstri, sigraði án forgjafar á opna Setbergsmótinu sem fram fór í fyrra- dag. Kristinn lék á 71 höggi. Otto Sigurðs- son, GKG, varð annar meö 73 höggum og Þröstur Ástþórsson, GS, varð þriðji á 77 höggum. í keppni meö forgjöf sigraði Karl Karlsson, GK, á 65 höggum. Heimir Sverrisson, GSE, varð annar á 66 höggum og Árni Sigurðsson, GK, þriðji á 68 högg- um. Rúnar Kristinsson (til vinstri) og Heiðar Helguson, sem sjást hér saman á lands- liðsæfingu fyrr í sumar, hafa leikið frábærlega í sumar f norsku knattspyrnunni og eru orðnir tveir heitustu leikmenn deildarinnar. DV-mynd Hilmar Þór eru tveir heitustu leikmennirnir í Lilleström er spútniklið norsku knattspymunnar í ár. Liðið, sem var spáð 12. sæti fyrir mótið af norska blaðinu Verdens Gang, hefur unnið þrjá leiki i röð og skipar nú annað sætið, aðeins þremur stig- um á eftir meisturum síðustu sjö ára, Rosenborg frá Þrándheimi. Velgengni liðsins má ekki síst þakka frábærri frammistöðu íslendinganna tveggja, þeirra Rúnars Kristinssonar og Heiðars Helgusonar, sem eru nú tveir heitustu leikmenn norska boltans. Sex mörk í tveimur leikjum Heiðar Helguson varð aðeins fjórtándi leikmaður- inn frá 1963 til að skora fernu í norsku úrvalsdeild- inni og er hann nú markahæsti leikmaður deildar- innar með 15 mörk í 16 leikjum. Þetta eru jafnmörg mörk og hjá Sigurd Rushfledt en hann hefur yfirgef- ið herbúðir Rosenborg og skorar ekki meira í ár. Mesta keppnin um norska markakóngstitilinn gæti komið frá öðrum íslendingi, Helga Sigurðssyni hjá Stabæk, sem er sá 3. markahæsti með 14 mörk. Rúnar Kristinsson hefur leitt liðið áfram á miðj- unni, hann lagði upp tvö af fjórum mörkum Heiðars um síðustu helgi og er efstur í einkunnargjöf norska blaðsins Verdens Gang. Rúnar og Heiðar ekki til sölu Lilleström varð síðast norskur meistari fyrir tíu árum, 1989, en á síðustu tveimur ámm hefur liðið í fyrsta sinn á heilum áratug verið fyrir neðan miðja deild. Liðið varð í áttunda sæti í fyrra og því tíunda árið þar á undan eftir að hafa verið meðal þeirra fimm efstu, heil sex tímabil í röð. Það eru einkum Islendingarnir tveir, Rúnar og Heiðar, sem hafa hjálpað til að rífa liðið aftur í gang og nú hafa forráðamenn félagsins tilkynnt að hvorki þeir né aðrir leikmenn liösins séu til sölu. Heyrst hefur um mikinn áhuga bæði frá Englandi og ann- ars staðar frá en báðir kunna þeir afar vel við sig í Lilleström og hafa látið hafa eftir sér að þar vilji þeir spila áfram. Heiðar á þátt í 20 mörkum af 44 Heiðar hefur búið til heil 20 mörk í sumar, rétt tæpan helming af mörkum Lilleströmliðsins og er hann með þrjú fleiri en næsti maður á listanum. Heiðar hefur lagt upp flmm mörk félaga sinna hjá Lilleström auk þess að skora sín fimmtán. Heiðar hefur farið mikinn á siðustu vikum, hann hefur gert 6 af 10 mörkum Lilleström í síðustu tveimur leikjum og alls 10 í síðustu sjö leikjum. Hefur Lilleström unnið 5 af þeim og aðeins tapað einum. 23 af 44 mörkum liðsins hafa komið í þessum sjö leikjum en 9 umferðir em nú eftir í Noregi. Spila þeir saman gegn Færeyjum? Það er ömgglega komin pressa á að íslendingarn- ir hjá Lilleström fái að byrja saman inni á í landsleik en sá næsti er vináttuleikur gegn Færeyjum seinna í þessum mánuði. Rúnar jafnar landsleikjametið spili hann þann leik en Heiðar á að baki þrjá landsleiki í ár, engan af þeim þó í byrjunarliði. -ÓÓJ Sport Ólafur H. Kristjánsson lék allan tímann í liöi AGF sem gerði 1-1 jafntefli gegn Her- fólge í dönsku A-deildinni i knattspymu um helgina. Tómas Ingi Tómasson var varamaöur í liði AGF en kom inn á á 58. mínútu. Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk fyrir Magdeburg þegar liöið lagði Nettelstedt, 31-24, á æfingamóti um helgina. Þýsku handknattleiksliðin eru þessa dagana i fullum undirbúningi fyrir leiktiðina sem hefst i lok þessa mánaðar. Wimbledon keypti í gær norska vamar- manninn Trond Andersen frá norska A- deildar liðinu Molde. Wimbledon, sem er undir stjóm Egils Drillo Olsen, greiðir Molde 30 mUljónir króna fyirr Andersen.. Þrir leikmenn úr úr- valsdeildinni i knatt- spyrnu voru úrskurðaðir í eins leiks bann í gær. Þetta vora Leiftursmenn- irnir Gordon Forrest og Hlynur Birgisson, til vinstri, og Gordon Hunter, leikmaður Vík- ings. Þessir leikmenn verða fjarri góðu gamni þegar Leiftur og Vikingur eigast við á laugardaginn. Úr 1. deildinni vora fjórir leikmenn úrskurðað- ir í eins leiks bann en það voru Atli S. Þórarinsson, KA, Hjörtur Hjartarson, Skallagrími, Grétar Einarsson, Víði, og Jóhann T. Sigurósson, FH. íslenska U-16 ára landsliðið i knatt- spyrnu tapaði í gær fyrir Quatar, 2-0, á opna Norðurlandamótinu sem nú stendur yfir í Englandi. í fyrradag töpuðu íslensku strákarnir gegn Englendingum, 3-0. Á morgun mætir liðið Svíum og á fóstudag- inn veröur leikið um sæti. -GH 1 lands vegna veikinda, Ingi Sigurðsson fór ekki með Eyjamönnum út til Ungverja Eyjamenn spila gegn MTK í kvöld: Berjumst fyrir lífinu - segir Bjarni Jóhannsson Úrvalsdeild karla í knattspyrnu: Níu menn - farnir frá Grindvíkingum Lið Grindvíkinga í Landssímadeild- inni hefur misst níu leikmenn úr sín- um röðum á undanfómum vikum. Fimm þeirra gengu til liðs við GG, þeir Óli Jón Kristinsson, Gunnar Már Gunnarsson, Jón Helgi Sveins- son, Birkir Jónsson og Þórarinn Ólafsson sem nú er kominn til Njarðvíkur. Sigurbjöm Dag- bjartsson skipti yfir í lið Selfyss- inga og Leifm- Guðjónsson gekk í raðir Þórs á Akureyri. í siðustu viku gengu Ámi Stefán Bjömsson og Ray Anthony Jónsson frá félagaskiptum til Völsungs á Húsavík. Grindvikingar em með sex er- lenda leikmenn á sínum snæmm og ungir knattspymumenn úr heima- byggðinni eiga því erfitt með að komast í liðið. c w Samkvæmt heimildum DV hefur einnig ríkt mikil óánægja með hvemig Milan Stefán Jancovic þjálf- ari hefur haldið mönnum í byrjunar- liði sínu, hvemig sem þeim hefur gengið í leikjunum á undan, í stað þess að gefa sprækum strákum kost á að sanna sig. „Égfærði mig niður um deild þegar ég var 18-19 ára, eins og þessir strákar em að gera, og þess vegna veit ég að þeir hafa gott af tilbreytingunni. Það er auð- vitað betra fyrir þá að fá að spila meira og ná meiri þroska sem knatt- spymumenn. Hafi þessir leikmenn ekki verið í hópnum hjá mér er það vegna þess að ég hef átt sterkari leik- menn og það er þjálfarinn sem velur liðið," sagði MUan Stefán, þjálfari Grindvíkinga, við DV. -bb Ingi ekki með Ingi Sigurðsson fór ekki með íslands- og bikarmeisturum ÍBV til Ungverjalands á mánudaginn. Ingi var einn nokkurra leikmanna úr ÍBV-liðinu sem fengu matareitrun eftir dvölina í Albaníu þar sem Eyjamenn léku gegn Tirana á dögunum. Strax eftir Evrópuleikinn gegn MTK á miðvikudaginn í síðustu viku fóru verkir í kvið að ágerast hjá Inga og var ákveð- ið að leggja hann inn á sjúkra- hús. Þar var hann alla helgina en kom heim í gær. Ingi gekkst undir rannsókn og niðurstöðu hennar er nú beð- ið. Hann er enn nokkuð slappur og leikur líklega ekki með ÍBV þegar það sækir Grindavík heim á sunnudaginn og alls ekki er vist að hann verði klár í slaginn þegar Eyjamenn mæta Skaga- mönnum i undanúrslitum bikar- keppninnar á Akranesi í næstu viku. -GH Smith til Portland Leikmannamarkaður NBA er að lifna við eftir rólegar vikur og í gær fóru þeir Steve Smith og Ed Gray frá Atlanta Hawks til Portland Trailblazers fyrir þá Isaiah Rider og Jim Jackson. Þá gerði Karl Malone fjögurra ára samning við Utah Jazz en ekkert hefur enn gerst í málum Penny Hardaway sem er með lausan samning við Orlando. -ÓÓJ „Við ætlum að berjast fyrir lífi okkar í þessari keppni. Strákamir eru fullir sjálfstrausts og tilbúnir að fórna sér af krafti í þetta verkefni," sagði Bjarni Jóhannsson, þjáifari Islands- og bikar- meistara ÍBV, í samtali við DV en ÍBV mætir ungverska liðinu MTK í síðari viðureign liðanna í 2. umferð for- keppni meistaradeildarinnar i knatt- spymu í Búdapest í kvöld. Það er ljóst að Eyjamenn eiga við ramman reip að draga en Ungverjarn- ir unnu fyrri leikinn í Eyjum, 0-2. „Við höfum allt að vinna í þessum leik. Menn sáu eftir fyrri leikinn að við áttum í fullu tré við Ung- verjana og áttum meira skilið út úr þeim leik. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum MTK og það ætti að geta komið okkur til góða,“ sagði Bjarni sem tilkynnti byrjunarlið sitt eftir æfingu í gærkvöldi. Byrjunarliðið hjá Eyjamönnum verður þannig: Birkir Ki'istinsson stendur í markinu, Guðni Rúnar Helgason og Hjalti Jóhannesson verða bakverðir og Hlynur Stefánsson og Zoran Miljkovic miðverðir. Á miðj- unni leika ívar Ingimarsson, Baldur Bragason og Goran Aleksic, á köntunum Allan Mörköre og ívar Bjarklind og Steingrímur Jóhannes- son verður í fremstu víglínu. -GH V u’mmmu’wm m mmuwmmJ^J® GAME B01T ífikA Við styðjum íslensku kvennalandsliðin í handbolta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.