Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 Spurningin Fórstu á útihátíö um verslunarmannahelgina? Álfheiður Ragnarsdóttir, vinnur hjá Nettækni: Nei, ég var að vinna. Birgitta Gústafsdóttir, vinnur i söluturni: Nei, ég var að djamma heima. Telma Einarsdóttir nemi: Ég fór í Húsafell. Helga María Guðmundsdóttir nemi: Ég var í Húsafelli. Nanna Dís Jónsdóttir nemi: Já, ég fór í Húsafell. Hlín Reykdal nemi: Nei, ég var heima en fór í sumarbústað með for- eldrum mínum á sunnudag. Lesendur Fimmtudagsum- ræða Sjónvarpsins - kennaradeilan var vanreifuð Þakkarvert hjá Sjónvarpinu að auka vægi umræðuþátta og fréttaskýringa en þá kröfu verður að gera að slíkir þættir bæti einhverju við vitneskju áhorf- enda og að stjórnendur séu vel hæfir. Á fréttastofu Sjónvarpsins. Sigurjón Sigurðsson skrifar: Sú viðleitni er til fyrirmyndar hjá Sjónvarpinu að kryfja mál til mergj- ar í auknum mæli með fréttaskýr- ingum í lok fréttatíma og í viðtals- þættinum „Fimmtudagsumræðan". Það verður þó að gera þá kröfu til Sjónvarpsins að slíkir þættir bæti einhverju við þá vitneskju sem fyr- ir er og bregði frekara ljósi á málið fyrir áhorfandann, séu ekki bara ein löng frétt þar sem ekki er kafað frekar ofan í málið. Það hlýtur að vera hægt að ætlast til þess að fréttamenn séu vel undirbúnir fyrir svona þætti og varpi nýju og skýr- ara ljósi á umræðuefnið. Það má nærri geta að „Fimmtu- dagsumræðan“ um kjaradeilu kenn- ara í Reykjavík hafi vakið áhuga margra og þeir fylgst með þættin- um, enda um alvarlegt mál að ræða, og aðeins rúmur mánuður þar til skólarnir byrja. Þessi 30 mínútna þáttur olli mér hins vegar miklum vonbrigðum og virtist mega skrifa það á vanþekkingu eða hæfnisskort þáttastjórnandans. Greinilegt var að hann hafði afar lítið kynnt sér það mál sem átti að fjalla um. Spurningar hans voru ómarkvissar og ekki fylgt eftir og það var því leikur einn fyrir stjórn- málamennina og fulltrúa kennara að skjóta sér undan þeim og flytja ræð- ur sem áhorfendur voru búnir að heyra oft áður í fréttatímum. Engar nýjar upplýsingar komu fram. Þátturinn megnaði ekki að koma þvi til skila hver staðan var í mál- inu eftir nýjustu atburði, hvort og hvað kennarar og borgaryfirvöld eru að gera til að leysa málið og hvernig staðan yrði hugsanlega eft- ir rúman mánuð. Þátturinn skildi því lítið annað eftir sig en ennþá meiri óvissu í hugum foreldra um kröfur kennara og stefnu stjórn- málamanna í málinu. Það er þakkarvert hjá Sjónvarp- inu að auka vægi umræðuþátta og fréttaskýringa en um leið verður að gera þá kröfu að slíkir þættir bæti einhverju við vitneskju áhorfenda og að stjórnendur séu vel hæfir. Svo var ekki i þessu tilfelli, að mínu mati, og þessum 30 mínútum var því afar illa varið. Úti á túni dag og nótt Tveir fyrrum utangarðsmenn sendu þennan pistil: Um daginn var frétt í DV og á Stöð 2 um að útigangsmenn hefðu reist sér greni í Ártúnsbrekku og leiddar að því líkur í greininni að nokkrir utangarðsmenn héldu til i þessu greni. Fyrir um það bil viku var einn sambýlingur í Byrginu niðri í mið- bæ og hitti þar mann sem er utan- garðsmaður. í ljós kom að sá svaf á Klambratúni ásamt fleirum. Er hann var spurður voru svör á þá leið að hann hefði leitað sér hjálpar í maí siðastliðnum en ekki fengið inni, og nú var kominn júlí. Við fé- lagamir ræddum við forstöðumann Byrgisins varðandi möguleika á því að taka við manninum og var það sjálfsagt mál af hálfu Byrgisins. Maðurinn er nú kominn í hús án allra vandræða. Munum við fara fram á við for- stöðumann Byrgisins að Byrgið opni gistiskýli á Reykjavíkursvæð- inu sem verði öllum opið. Full þörf er á einu stöðugildi félagsfræðings með aðsetur t.d. á lögreglustöð í Reykjavík þar sem hægt væri að taka á móti körlum og konum allan sólarhringinn og vísa á þau úrræði sem samfélagið býður. Þetta fyrirkomulag tíökast víða erlendis. Með þessari þjónustu næst gífurleg forvörn, og skorum við á Reykjavíkurborg að gera úrbætur hið fyrsta í málefnum utangarðs- manna. Ógnaröld hjá SVR Tveir starfsmenn SVR skrifa: Mikil umíjöllun hefur verið um málefni SVR í fjölmiðlum upp á síðkastið. Þar hefur komið fram, að SVR er rekið með gegndarlausu tapi, þrátt fyrir að borgin greiði ár- lega hálfan milljarð með fyrirtæk- inu, og stöðugt sígur á ógæfuhlið- ina. Það hefur þó vantað í þessa um- ræðu að ógnaröld hefur ríkt innan fyrirtækisins frá því nýr forstjóri tók við rekstrinum. Skömmu eftir að nýi forstjórinn tók við var vagnstjóra sagt upp starfi eftir að hann hafði tjáð sig um breytingar á leiðakerfinu í samtali við starfsmann dægurmálaútvarps Rásar 2. Eftir þennan ótrúlega at- burð var öðrum starfsmönnum hót- aö tafarlausum brottrekstri ef þeir tjáðu sig um málefni fyrirtækisins í fjölmiðlum.Trúnaðarmenn sem hafa haldið fram rétti starfsmanna hafa verið lagðir í einelti og svo mætti áfram telja. Þetta hefur að sjálf- sögðu slæm áhrif á móralinn og á fUl@niflnrg)/& þjónusta allan sólarhringínn H H H j~) H a Lesendur geta sént mynd af sér með bréfum sínum sem birt vérða á lesendasíðu Stöðugt sígur á ógæfuhliðina hjá SVR, segir m.a. í bréfi starfsmanna þar á bæ og vilja meina aö „ógnaröld" ríki innan fyrirtækisins. - Frá vígslu nýrra biðskýla. örugglega sinn þátt í slæmum rekstri SVR. í stjórnartíð R-listans hefur yflr- bygging SVR verið tvöfólduð og margir nýju yfirmannanna virðast hafa lítið annað að gera en að fylgj- ast náið með starfsmönnum og bera hótanir frá forstjóranum til starfs- manna. Mikill starfsmannaflótti hefur verið frá fyrirtækinu undan- farið og eru þessar aðferðir vafa- laust ein skýringin. í stað þess að grípa til aðgerða til að bjarga fyrir- tækinu hafa borgarstjórinn og stjórnarformaður SVR varið for- stjórann og þennan harðneskjulega stjómunarstíl. Margir borgarbúar - þar á meðal starfsmenn SVR - kusu R-listann vegna loforða hans um meira lýð- ræði í borgarkerfinu en öll þessi lof- orð hafa verið svikin og réttindi þverbrotin á starfsmönnum. I>V Svikinn fréttapistill RÚV Sæmundur hringdi: Ég hlusta ávallt á morgunútvarp Rásar 2 og þá að sjálfsögðu á frétt- irnar og ef auglýstur er fréttapistill til viðbótar eftir fréttirnar. Þetta gerði ég líka sl. þriðjudagsmorgun. Þá var nefnilega tilkynnt að for- stöðumaður hagfræðideildar Há- skólans ásamt forsætisráðherra myndu ræða efnahagsmál og út- lánastarfsemi bankanna og til- hneigingu til aukinnar verðbólgu vegna vaxandi útlána bankanna. 1 þættinum var að vísu rætt við for- stöðumann hagfræðideildar HÍ en síðan var viðtali við forsætisráð- herra frá í síðustu viku skellt inn sem eins konar bragðbæti á pistil- inn. Þetta finnst mér klént og fannst því þarna vera um eins kon- ar svikinn fréttapistil að ræða. Svona eiga a.m.k. fréttapistlar ekki að vera, að minu mati. Klámbúllur og kristindómur Einar Ingvi Magnússon skrifar: Stór hluti þjóðarinnar hefur gengist undir hina kristnu játningu og kallast því kristinnar trúar. En hvað felst í þvi að vera kristinn? Páll postuli orðaði það svo: „Þeir sem tilheyra Kristi Jesú hafa kross- fest holdið með ástríðum þess og girndum." Orð postulans komu mér í hug þegar ég las grein i DV um klámkóngana sjö í Reykjavík og nektarbúllur þeirra. Þangað sækja mikið skírðir og fermdir Is- lendingar, því þar rís holdið upp í bókstaflegri merkingu, og ekki verður dul á dregið. Eftir forskrift Páls hafa þeir ekki krossfest holdið og teljast því varla kristnir sam- kvæmt túlkun hans. Því það er andinn sem þarf að vaxa og rísa. Skilntngur hinna frjálslyndu nú- tíma kristnu er æði langsóttur fyr- ir ortodoxana þar sem hinir fyrr- nefndu hafa öðlast þessa ofmtrú á holdið. Andinn á að vaxa eftir for- skrift hinna síðarnefndu en ekki millifótarlíkaminn á klámbúllun- um. íslenska græn- metið dýrt N.S. skrifar: Ég fæ ekki lengur orða bundist lengur yfir verðinu á íslenska grænmetinu sem er óheyrilega dýrt. Tómatar og agúrkur á um 400 kr. kg, paprikan á u.þ.b. 700 kr. og annað eftir þessu. Áð vísu varð verðfall á tómötum fýrr í sumar en það stóð aðeins í fáeina daga. Mér finnst að það mætti að skaðlausu sleppa þessum sífeOdu auglýsing- um í mörgum litum í sjónvarpi og blöðum og sem kosta áreiðanlega mOljónir króna og sem auðvitað eru inni I verðlaginu tO neytenda, og lækka frekar verðið á grænmet- inu svo almenningur hafi efni á að kaupa það í hvert mál. íslenska grænmetið er gæðavara sem aug- lýsir sig sjálf og blasir auk þess við öOum í matvöruverslununum. Týndar barna- bækur? Kristín hringdi: Þær eru orðnar nokkuð margar barnabækurnar sem maður las í æsku sér tO gamans, sumar aftur og aftur, sem ekki virðast lengur prentaðar. Hafa hreinlega týnst í öllu „nýmetinu" og netfanginu. Mér er spurn: Halda menn að þess- ar gömlu og sígOdu barna- og ævin- týrabækur hafi ekki lengur neitt aðdráttarafl fyrir böm i nútíman- um? Ég nefni bara tvær bækur í þetta sinn vegna þess að ég hef mikinn áhuga á að ná tO þeirra fyr- ir mín barnabörn. Önnur hét Karl- inn í tunglinu og hin Dísa ljósálfur. Mikið væri gaman að heyra frá þeim sem hugsanlega veit um tO- vist þessara bóka og jafnvel fleiri sem dottið hafa upp fyrir á svo sem tveimur eða þremur síðustu ára- tugum. Og kannski birtir þá á les- endasíða upplýsingarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.