Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 Fréttir Hafið þið heyrt um Hafnfirðinginn sem fór í lax? Hann renndi fyrir þann stóra í Læknum heima og fékk ekki neitt. Sagt er að hann standi þar enn. Svona gamansögur snerta þó ekki unga hafnfirska veiðimenn, líkt og þennan sem lætur sér nægja hornsíii í sumarblíðunni. DV-mynd S Eigandi Fíns miðils: Góður vöxtur Saga Communications, einn stærsti eigandi Fíns miöils hér á landi, hefur gengið mjög vel það sem af er þessu ári. Heild- artekjur félagsins á öðrum ijórðungi þessa árs jukust um 16,8% og voru 1,7 milljarðar ís- lenskra króna. Hagnaður jókst hins vegar enn meira, eða um 35,4%, og var um 190 milljónir króna. Það sem af er árinu hafa tekj- ur aukist um 16,6% miðað við sama tímabil í fyrra og voru um 3,1 milljarður króna. Hagnaður tímabilsins var 235 milljónir og jókst um 38,6% frá fyrra ári. Saga Communications rekur útvarpsstöðvar á 15 ólíkum mörkuðum. í Bandaríkjunum rekur Saga meðal annars 26 FM-útvarpsstöðvar, 16 AM-út- varpsstöðvar og fjórar sjón- varpsstöðvar. Að sjálfsögðu má ekki gleyma því að félagið rek- ur fimm útvarpsstöðvar hér- lendis, Gull 909, X-ið 977, Klassík fm, Skrats 943 og FM 957. -bmg íslendingar í lífshættu í hótelbruna í Reno: Með tengdamóður í logandi helvíti „Við vöknuðum við eldvarnar- kerflð eftir að hafa sofið í tvo tíma og þegar tengdamóðir mín leit fram á gang sá hún ekki neitt fyr- ir reyk. Við vorum á tíundu hæð á lúxushóteli sem virtist alelda," sagði Steindór Harðarson verktaki sem búsettur hefur verið í Was- hington-ríki í Bandaríkjunum síð- astliðin tíu ár. Hann fór í fyrsta sumarfrí sitt ytra á dögunum með eiginkonu og tengdamóður sem hafði komið í heimsókn. Var stefn- an tekin á spilavítin í Reno en þangað er sautján tíma akstur frá heimili Steindórs og konu hans. „Við ákváðum að tékka okkur inn á lúxushótelið Atlantis í tilefni af heimsókn tengdamóður minnar og fengum ágætt herbergi á tíundu hæð en alls er hótelið átján hæðir. Úm kvöldið tókum við nokkrar rúllettur á spilavítunum og skoðuðum okkur um en vorum komin upp á herbergi um miðnætti og gengum þá til náða. Tveim- ur tímum síðar dundu ósköpin yfir,“ sagði Steindór sem greip til örþrifaráða í reykfylltu hótelinu á tíundu hæð. Hann blés lofti í þrjá plastpoka og skipaði konu sinni og tengdamóður að hlaupa í gegnum reykinn og nota loftið í plastpokun- um ef þær væru að kafna. „Við rukum inn í reykhafið og tókum stefnuna niður brunastig- ann. Á vegi okkar urðu slökkvi- liðsmenn með axir og alvæpni og vatnið sprautaðist í allar áttir úr eldvarnarkerfi hótelsins og slöng- um slökkviliðsmannanna. Vatns- flaumurinn var þvílíkur að bruna- stiginn var líkastur Niagarafossun- um. Okkur tókst að ná jörðu og vorum þeirri stundu fegnust þegar við stóðum á bílastæði hótelsins með plastpokana sem ef til vill björguðu lifi okkar,“ sagði Stein- dór sem bauð tengdamóður sinni og eiginkonu að sofa í bílnum það sem eftir lifði nætur. Fjöldi hótel- gesta var fluttur á sjúkrahús með reykeitrun og alls kyns meiðsl en enginn lést. Taldi Steindór að kviknað hefði í út frá sígarettu á hótelherbergi og þegar verst lét teygði eldurinn sig frá fyrstu hæð og alveg upp á þá tólftu. Lagði eitr- aðan reyk af logandi plastplöntum í hundraðatali sem voru á öllum hæðum. “Ég neitaði að borga reikning- inn á þessu lúxushóteli morguninn eftir en verðið var 250 dollarar fyr- ir tvær nætur. Mér fannst það of mikið fyrir tveggja tíma svefn,“ sagði Steindór Harðarson sem þakkar sínum sæla fyrir að vera á lífi og það sama gildir um eigin- konuna, Friðriku Jónínu, og Sig- ríði Aðalsteinsdóttur, tengdamóð- ur hans. -EIR Steindór Harðar- son. Jagger við fótskör meistarans - 1 Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður ís- firðinga, er á góðri leið með að verða frægari hér á landi en sjálft poppgoðið Mick Jag- ger. Sériffmn á ísafirði hefur einlægan áhuga á hinni sígildu rokk- sveit, The Rolling Sto- nes. Hann sækir tón- leika sveitarinnar hvar í heimi sem hún kemur fram, sem sagt alls staðar annars staðar en á íslandi. Áhugi sýslumanns á Rolling Stones er því- líkur að embættið sem slikt fellur alveg í skuggann. Viðtöl birt- ast í sífellu við sýsla í alls konar blöðum og öðrum fjölmiðlum, ekki um lög og rétt á ísafirði og í nærsveit- um heldur um Rolling Stones. Það gengur jafnvel svo langt að fjölmiðl- ar eru farnir að senda menn með sýslumanni á konserta sveitarinnar, ekki til þess að fylgjast með Mick Jagger og félögum á sviði, heldur Ólafi Helga á áhorfendapöllum og baksviðs. Gömlu Stones-brýnin hafa verið að á fjórða áratug og það sem meira er, strákarnir eða kall- arnir, hafa haldið sér á toppnum öU þessi ár. Frægari poppari er vart tU en forsöngvarinn sjálfur, Mick Jagger. Það þóttu því tíðindi í fyrra þegar það spurðist að Rolling Stones ætluðu sér að halda tónleika í Sundahöfn í Reykjavík. Það frestaðist til þessa árs og í ár varð heldur ekkert af tónleikunum. Það er að vonum því þetta vissu aUir - nema hljómsveitin sjálf. Tónleikahaldar- arnir gleymdu víst að spyrja meðlimina. Ólafm Helgi sýslumaðm, sem að sjálfsögðu var bókaður á aðra hljómleika RoUing Stones, þurfti að gera ráðstafanir tU þess að standa klár á Sundahöfninni. Það reyndi þó aldrei á breytt ferðaplön sýslumanns vegna þessa örlitla athug- unarleysis hérlendra tónleikahaldara. Rolling Stones og ísland virtust því ekki eiga samleið. Það olli því nokkru uppnámi um helgina þegar tíðindi bárust af því að erki-popparinn sjálfm, Mick Jagger, sprangaði um götur ísafjarð- arbæjar, sem sé heima á hlaði hjá sériffnum poppglaða. Konur skræktu og lá við yfirliði og ungmenni þeystu á götur út og fengu áritun hjá goðinu. Sýsli var sá eini sem ekki haggaðist. Hann taldi, með réttu, að ekkert væri óeðlUegt við það að Mick Jagger skytist vestur tU þess að hitta sýslumann og sjá hans heimabyggð. Trygg- ari aðdáendur en sýslumaður eru enda vand- fundnir. Eftir innlitið má því búast við því að orðspor sýslumanns berist víðar en miUi sveita á íslandi. Fyrst Jagger sjálfur kemur að fótskör meistar- ans, hvað þá með minni spámenn? Frægt er að þúsundir og aftur þúsundir ferðamanna streyma til að skoða Graceland rokkkóngsins Elvis. Er ekki vissara að ferðaþjónustan á ísaflröi búi sig undir innrás Stones-aðdáenda víða að svo þeir megi augum líta Ólaf Helga þótt ekki væri nema einu sinni á lífsleiðinni? Dagfari Án Lúðvíks í kjölfar knattspyrnuferðar nokkurra þingmanna til Færeyja á dögunum rifjaðist upp saga af þingmanninum rauðhærða, Lúð- vík Bergvinssyni, sem á árum áður vermdi vara- mannabekk Vest- manneyinga. í ein- um leiknum, þegar Lúðvík sat sem oft a varamanna- bekknum, varð þjálfarinn að grípa tU þess ráðs að skipta Lúðvík inn á í meiðslum eins leikmanns Eyjamanna. Þjálf- arinn hafði þá þegar notað aUa varamennina nema Lúðvík og ákvað því að leyfa honum að spreyta sig. Lúðvík hljóp glaður í bragði inn á völlinn en var kaUað- ur út af eftir nokkrar mínútm. Skýring þjálfarans eftir spmning- um Lúðvíks var þessi: „Það er betra að vera einum færri.“... Dóri vill inn LítU spenna er meðal áhuga- manna um opinberar stöðuveiting- ar vegna lauss stóls í Seölabankan- um. Flestir þykjast vita að Hall- dör Guðbjarnason, fyrrum stjórnarformaðm Lindar, sem tapaði 900 miUjónum, og fyrrum bankastjóri í Útvegsbankanum og Landsbankan- um, fái stólinn og sitji þar til að eft- irlaunasjóður bankans eys hann peningum í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðfélagsins. Halldór þykir vera skásti kostur Fram- sóknarflokksins í stólinn en fyrr hafði Helga Jónsdóttir, fyrrum borgarritari, iðað í skinninu við að fá stólinn en æðstu mönnum fannst hennar fíölskylda hafa feng- ið meira en nóg í gegnum árin... Kántrýbær sigrar Misíjölmennt var á útihátíðum um helgina en talið er að aðeins hafi nokkur hundruð manns kom- ið á danshátíðina Skjálfta í Ölfusi en skipuleggjendur bjuggust við mun meiri fjölda. Þá var að vanda fjölmennt á Akm- eyri og í Vest- mannaeyjum og fuUt í Galtalæk. Flestir eru sam- mála að sigur- vegari útihátíð- inna í ár sé Hallbjörn Hjartar- son, kántrýköngm á Skagaströnd, en Kántrýhátíðin þar í bæ var haldin í áttunda skiptið í ár. MiUi 5000 og 6000 manns söfnuðust saman hjá Hallbimi og fer fjölg- andi ár frá ári... Látinn fjúka Von er á harðandi samkeppni frá KEA-Nettó á næstunni ef marka má nýjustu aðgerðir for- svarsmanna verslunarkeðjunnar. Verslunin átti upphaflega að vera samkeppni við hin- ar ódýru Bónus- verslanir en þrátt fyrir að Nettó hafi fengið húsnæði á besta stað bæjar- ins virðist hafa gengið Ula fyrir fyrirtækið að fóta sig. Það var því ákveðiö að láta versluh- arstjórann, Júlíus Guðmunds- son, fjúka eins og sagt var frá í DV um helgina. Bónus hefur sýnt og sannað með hverri skoðana- könnuninni á fætur annarri að fyrirtækið er hið langódýrasta á markaðnum og hefm það að sögn farið nokkuð í skapið á Nettó- mönnum... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.