Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 9 Útlönd Friðargæsluliðar NATO í Kosovo: Sjö Albanir í haldi fyrir morð á tveimur Serbum Friðargæsluliðar Atlantshafs- bandalagsins hafa handtekiö fimm Albani frá Kosovo fyrir að nema á brott og síðan myrða serbneskan karlmann. Tveir aðrir Albanir eru einnig í haldi fyrir morð á fullorð- inni serbneskri konu. Jan Joosten ofursti, talsmaður friðargæsluliðsins, sagði að nokkrir Albanir hefðu tekið serbnesk hjón í gíslingu í héraðshöfuðborginni Pristina á mánudagskvöld. Mann- ræningjamir hefðu síðan drepið eiginmanninn, sleppt eiginkonunni og flúiö af hólmi. Talsmaðurinn sagði að ítalskir gæsluliðar hefðu handtekið hina fimm granuðu í Pec, 85 kílómetra vestur af Pristina. Þeir verða af- hentir herlögreglunni sem fylgir brestu hersveitunum sem stjóma svæðinu kring um Pristina. Konumorðingjarnir tveir voru handteknir i héraðshöfuðborginni á mánudag. Ofbeldisverk milli þjóðemis- hópanna hafa verið tíð frá því serbneskar öryggissveitir yfirgáfu Pristina í kjölfar ellefu vikna lofthernaðar NATO í vor. Franskir friðargæsluliðar höfðu líka í nógu að snúast í bænum Mitrovica. Þar handtóku þeir fimmtán serbneska karlmen þegar þeir reyndu að koma í veg fyrir að Albanir gætu snúið aftur til heimila sinna í norðurhluta borgarinnar. íbúar Pristina, héraðshöfuðborgarinnar í Kosovo, höfðu ærna ástæðu tii að gleðjast í vikubyrjun þegar háskóli borg- arinnar var opnaður að nýju. Af því tilefni kom dansmey í þjóðbúningi til að skemmta viðstöddum. Drottningar- móðirin níutíu og níu ára í dag Drottningarmóðir Breta, Elísabet, verður níutíu og níu ára í dag og tekur af því tilefhi á móti velfarnaðaróskum frá þegnum sínum fyrir utan heimili sitt. Elísabet er við hestaheilsu og segist fyllilega hafa jafnað sig á mjaðmaraðgerð sem gerð var á henni á síðasta ári. Því til staðfestingar á hún að hafa hent frá sér hækjunum og tvistað af innlifun í brúðkaupsveislu Játvarðar og Sophie í júní síðastliðnum. Elísabet er jafngömul öldinni, hefur lifað allra handa deilur og hneyksli í kring um konungsfjölskylduna og ávann sér ævarandi aðdáun þjóðarinnar þegar hún neitaði að yfirgefa London er á loftárásum Þjóðverja stóð í seinni heimsstyrjöldinni. Adolf Hitler kallaði hana hættulegustu konu Evrópu vegna þess hve góð áhrif hún hafði á baráttuanda bresku þjóðarinnar. Hún er mikill aðdáandi veðreiða og hefur staðfasta trú á endurnærandi áhrifum „stífs“ gins og tóniks. Subaru Legacy stw. 4x4 '92, ek. 161 þús. km. Ásect verð 850.000. Tilboðsverð 720.000. Nissan Sunny stw, 4x4 '92, ek. 97 þús. km. Ásett verð 750.000. Tilboðsverð 590.000. Cherokee Limited '91, ek. 150 þús. km. Ásett verð 1.290.000. Tilboðsverð 1.090.000. Plymouth Voyager 4x4 '92, ek. 123 þús. km. Ásett verð 1.490.000. Tilboðsverð 1.250.000. Chrysler Neon '95, ek. 84 þús. km. verð 1.090.000. Tilboðsverð 820.000. Peugeot 405 stw, dísil, ek. 110 þús. km. Ásett verð 990.000. Tilboðsverð 850.000. MMC Colt '89, ek. 150 þús. km. Ásett verð 250.000. Tilboðsverð 160.000. Toyota Corolla '90, ek. 130 þús. km. Ásett verð 350.000. Tilboðsverð 210.000. MMC Pajero, ,7 manna. dísil, '88, ek. 220 þús. km. Ásett verð 750.000. Tilboðsverð 620.000. Toyota Corolla '91, ek. 161 þús. km. Ásett verð 390.000. Tilboðsverð 290.000. MMC Lancer '88, ssk., ek. 179 þús. km. Ásett verð 240.000. Tilboðsverð 160.000. Nissan Bluebird '87, ek. 230 þús. km. Ásett verð 290.000. Tilboðsverð 160.000. VW Golf '91, ek. 144 þús. km. Ásett verð 590.000. Tilboðsverð 390.000. Peugeot 505 '84, ek. 158 þús. km. Ásett verð 190.000. Tilboðsverð 90.000. Dodge Aries '89, ek. 115 þús. km. Ásett verð 290.000. Tilboðsverð 170.000. Fiat Uno '88, ek. 91 þús. km. Ásett verð 190.000. Tilboðsverð 90.000. NÝBÝLAVEG U R 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.