Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999
Útlönd
Öcalan hvetur
til friðar
Hinn dauðadæmdi leiðtogi
kúrdneskra skæruliða, Abdullah
Öcalan, skoraði i gær á hreyfingu
þeirra PKK, sem hann stofnaði ár-
iö 1978, að hætta vopnaðri baráttu
sinni fyrir sjálfstjórn Kúrda í
Suöaustur-Tyrklandi.
Áskorun þessi er meiri háttar
prófsteinn á það hversu mikil
áhrif Öcalan hefur ennþá yflr
hreyfingunni frá fangaklefa sín-
um en þegar dauðadómurinn var
kveðinn upp í júní bauðst Öcalan
til þess að beita sér fyrir friði ef
lífi hans yrði þyrmt.
Hann hefur gefið PKK frest til
l. september til aö hafa sig út úr
Tyrklandi en tiltók ekki nánar
hvert þeir ættu að fara.
Friðaráköll Öcalans og auð-
mjúk hegðun hans við réttarhöld-
in eru sögð hafa vakið deilur með-
al stuðningsmanna hans um
áframhaldandi áhrif hans innan
hreyfingarinnar.
Þýskaland að-
varað vegna
buff-bannsins
í gær vöruöu Bretar Þjóðverja
við því að aflétta ekki banni við
innflutningi á bresku nautakjöti.
Evrópuráðið hótaði málsókn færu
Þjóðverjar ekki eftir samþykkt
ESB sem ákvað i júní að þriggja
ára banni við sölu og innflutningi
bresks nautakjöts skyldi aflétt.
Enn er samþykktin þó ekki orð-
in að lögum en þverskallist Þjóð-
verjar enn við eftir að svo er orð-
ið verður málið alvarlegra.
Þýsk yfirvöld óttast enn Creutz-
feldt-Jakob sjúkdóminn sem kom
upp í breskum landbúnaði 1996 og
finnst of snemmt að aflétta bann-
inu núna.
Þeir vilja að strangari kröfur
verði settar breskum bændum
sem hyggja á útflutning.
Ný bók um hjónaband forsetahjónanna:
Hillary í eldheitu
ástarsambandi
Hillary Clinton, forsetafrú í
Bandarikjunum, átti í eldheitu ást-
arsambandi við Vincent Foster, lög-
mann í Hvíta húsinu, um árabil.
Þetta kemur fram í splunkunýrri
bók um hjónaband þeirra Bills
Clintons og Hillary eftir Christoph-
er Andersen. Lundaúnablaðið
Times greindi frá þessu í morgun.
Bókarhöfundurinn staðhæfir að
Vincent Foster, æskuvinur forset-
ans, hafi byrjað að halda við Hillary
árið 1977 og að vinir og samstarfs-
menn hans hefðu haft vitneskju um
það. Bókin kom út sama dag og við-
tal birtist við Hillary í tímaritinu
Talk þar sem hún segir framhjáhald
Bills vera afleiðingu erfiðleika og
misnotkunar á uppvaxtarárunum.
Orðrómur hafði lengi verið á
kreiki um samband þeirra Hillary
og Vincents Fosters. Allt frá því
Foster framdi sjálfsmorð undir dul-
arfullum kringumstæðum árið 1995
hafa fréttir um meint ástarsamband
Hillay Clinton hélt fram hjá Bill, rétt
eins og Bill hélt fram hjá henni.
oft birst. Að því er fram kemur í
Times greinir Andersen ekki frá því
hvenær ástarsambandinu lauk.
Hann segir aftur á móti frá því að
Hillary hafi brotnað saman þegar
hún frétti af láti Fosters.
Lögregluþjónar í Arkansas, sem
gættu Clintonhjónanna þegar Bill
var ríkisstjóri, segja frá þvi að Fost-
er hafi oft heimsótt Hillary þegar
Bill brá sér af bæ.
„Hillary og Vince voru mjög ást-
fangin. Ég sá þau í faðmlögum þar
sem þau kysstust innilega," segir
lögregluþjónninn L.D. Brown í við-
tali við bókarhöfundinn.
Foster tengdist ýmsum hneykslis-
málum í Hvíta húsinu á fyrra kjör-
tímabili Clintons. I júli 1995 fannst
hann látinn í bíl sínum og hafði
skotið sig upp í munninn. Ýmsar
sögusagnir voru á kreiki um að
ekki hefði verið allt með felldu en
því jafnan vísað á bug.
Stuttbuxur
óleyfilegar?
íbúar á Austur-Tímor eru þessu dagana að skrá sig fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í ágústlok þar sem þeir fá að tjá
sig um hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði frá Indónesíu. Ungur skólastrákur gat ekki stillt sig um að kíkja inn í skráning-
arskrifstofuna sem Sameinuðu þjóðirnar reka til að kanna hvernig gengi.
Jafnréttisráðið danska mun
skera úr um hvort það stangist á
viö dönsk jafnréttislög að karl-
kyns búðarafgreiðslumönnum sé
meinað að ganga í stuttbuxum en
kvenkyns starfssystur þeirra fái
óáreittar að bera leggina.
Það eru sem sagt fleiri en ís-
lenskar flugfreyjur sem taka for-
ræðishyggju vinnuveitenda í fata-
málum óstinnt upp.
Hollenskur póstmaður kom
meö athyglisverðan krók á móti
viðlíka bragði og klæddist pilsi í
vinnunni þegar stuttbuxur voru
bannaðar.
Vinnuveitendunum var ckki
skemmt og var maðurinn rekinn.
Poul Nyrup Rasmussen til Færeyja:
Spennan milli Dana og Færey-
inga geymd en ekki gleymd
Poul Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, og eiginkona
hans halda í fimm daga opinbera
heimsókn til Færeyja á morgun.
Danski forsætisráöherrann mun
ræða við alla helstu ráðamenn eyj-
anna, auk þess sem hann mun
skoða sig um.
Færeyski þjóðfélagsfræðingurinn
Nauöungarsala á lausafé
Eftir kröfu Búnaðarbanka íslands hf. fer fram uppboð á eftirtöldu
______________________lausafé_____________________
Esjuskálinn, timburhús sem stendur á lóðinni nr. 1-3 við Vallargrund, Kjalamesi.
Nauðungarsalan fer fram þar sem húsið er staðsett að Vallargrund 1—3, Kjalamesi,
miðvikudaginn 11. ágúst 1999 kl. 14.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Jógvan Mörköre segir í viðtali við
danska blaðið Berlingske Tidende
að Poul Nyrup verði að gæta orða
sinna þar sem sú mikla spenna sem
kom upp í samskiptum landanna í
efnahagskreppunni í byrjun áratug-
arins sé geymd en ekki alveg
gleymd.
„Það er mjög mikilvægt hvað
Nyrup aðhefst þegar framtíðarsam-
band milli Danmerkur og Færeyja
er annars vegar. Hann verður að
fara mjög varlega til að ýfa ekki upp
gömul sár,“ segir Mörköre.
Högni Hoydal, sem fer með sjálf-
stjómarmál í færeysku landstjórn-
inni, ætlar að greina Nyrup frá und-
irbúningi Færeyinga fyrir komandi
fullveldi.
„Ég ætla að segja honum að við
verðum tilbúnir að semja um full-
veldi í september," segir Hoydal.
Poul Nyrup Rasmussen heimsækir
frændur okkar Færeyinga.
Stuttar fréttir i>v
Tuttugu GSM á dag
Frændur okkar í Færeyjum
keppast nú við að kaupa sér GSM
farsíma. Að sögn færeyska blaðs-
ins Dimmalætting bætast tuttugu
nýir áskrifendur við á dag hjá
Feroya Tele.
Blair til Frakklands
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og
fjölskylda hans
ætla að eyða
hluta sumar-
leyfls síns í
liflu frönsku
þorpi síðar í
mánuðinum.
Fjölskyldan
mun dvelja í
húsi frá 12. öld sem vinur Blairs
á. Þorpið er skammt frá heimabæ
franska forsætisráðherrans.
Þurrkar vestra
Gífurlegir þurrkar eru nú í
nokkram ríkjum Bandaríkjanna
og hefur annað eins ekki sést í
heilan mannsaldur. Ríkisstjórinn
í New Jersey hefur óskað eftir að
neyðarástandi verði lýst yfir i 19
sýslum svo bændur geti fengið
ríkisaðstoð.
Barist í Namibíu
Skæraliðar í Caprivi-héraði í
Namibíu lofa áframhaldandi bar-
áttu fyrir sjálfstæði héraðsins.
Bardagar hafa verið þar síðustu
daga.
Flóð á Filippseyjum
Á fjórða tug manna hefur farist
í flóðum af völdum úrheflisrign-
ingar á Filippseyjum. Þetta eru
einhver verstu flóð þar í landi um
árabil.
Stepasjín á faraldsfæti
Sergei Stepasjín, forsætisráð-
herra Rúss-
lands, áformar
að heimsækja
þýska ráða-
menn í október
í haust og
bregða sér svo
til Parísar í nóv-
ember. Þá var
greint frá því í
gær að Stepasjín yrði staðgengill
Jeltsíns forseta á fundi efnahags-
samvinnuráðs ríkja í Asíu og við
Kyrrahafið í september.
Hert öryggi
Bandaríkin hafa hert öryggis-
gæslu bæði heima fyrir og við
sendiráö sín í útlöndum vegna
eins árs afmælis sprengjutilræðis-
ins við sendiráðin í Kenýa og
Tansaníu í fyrra. Á þriðja hund-
rað lét þá lífið.
Stjórnlausir skógareldar
Mörg hundruð manns frá
slökkviliði, her og heimavarnar-
liði berjast nú árangurslitið við
tvo mikla skógarelda í þjóðgaröin-
um Tyresta skammt frá Stokk-
hólmi og reyna að varna því að
eldurinn breiöist í átt að borg-
inni.
Fleiri fórnarlömb
Tala látinna í lestarslysinu
hrikalega á Indlandi er komin
upp í 275.
Engar vonir þykja á því að hér
eftir muni nokkm- finnast á lífi í
braki lestanna tveggja.
Jeltsin plottar
Boris Jeltsín Rússlandsforseti
hittir leiðtoga
Tatarstan-svæð-
isins í Rúss-
landi, Mintimer
Shamiyev, í dag.
Fundurinn er
liður í myndun
kosningabanda-
lags fyrir þing-
kosningarnar í
haust.
Engin eldflaug í bráö
Japansstjóm segir njósnaupp-
lýsingar benda til þess að ólíklegt
sé að Norður-Kórea skjóti upp
hinni nýju langdrægu eldflaug
sinni á næstu vikum.