Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 32
* FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 Hylling og Hrafn með gull DV, Kreuth, Þýskalandi: » Keppni á heimsmeistaramótinu fyr- ir íslenska hesta hófst í Kreuth í Þýskalandi í gær. Á mótið mæta rúm- lega 180 knapar frá 16 þjóðum með lið- lega 200 hross. Islendingar hafa þegar tryggt sér tvenn gullverðlaun; Hylling frá Korpúlfsstöðum stendur efst í flokki hryssna með 8,51 og stóðhestur- inn Hrafn úr Garðabæ hefur tryggt sér gull með 8,23. Einungis voru dæmd kynbótahross í gær. Keppt er í þremur flokkum hryssna og stóðhesta. í fimm vetra flokknum stendur efst Hrönn frá Godemoor, með 8,14, sem Jóhann G. Jóhannesson sýnir en Ásrún frá Ey, sem Erlingur Erlingsson sýnir, fékk 7,93. í sex vetra flokknum stendur efst Jörp frá Schnorrenberg, sem Andreas ■* Trappe sýnir, og er hún með 8,36 í ein- kunn. Eygló frá Hólum, sem Anton P. Níelson sýnir, er með 8,07. Mikill fjöldi íslendinga er kominn á mótið til að fylgjast með sínum mönn- um. Þeirra á meðal er Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra. -EJ/-EIR Hluthafar FBA / 31 Uv'j 1 iiijllö Vt'ju \ 22,5% Jf Áúth /j rroa Kaupþing selur hlut sinn í FBA Scandinavian Holding, sem er fjár- festingafélag í eigu Kaupþings hf., hef- ur selt eignarhaldsfélaginu Orca sinn 0 hlut í Fjárfestingabanka atvinnulífs- ins. Orca er skráð í Lúxemborg og meðal eigenda eru Bónusfeðgar, Jón Ólafsson, eigendur Samherja og Pétur Bjömsson. Gestur Jónsson lögmaður er forsvarsmaður hópsins en hann segir að eignarhaldið í Orca sé trún- aðarmál. Orca á nú 26,5 prósenta hlut í FBA og miðað við núverandi gengi bréfanna má ætla að markaðsverð- mæti sé nálægt fimm milljörðum króna. -bmg Banaslys Banaslys varð um fimm leytið i gær á mótum Akranesvegar og Vestur- landsvegar þar sem fólksbíll og flutn- ingabíll rákust saman. Ökumaður * fólksbílsins lést en hann var einn i bílnum en tveir voru í flutningabíln- um og sakaði þá ekki. -hb MI£>VIKUPAGARN- IR AFTUR FURRIR! Stuttar meyjar og glaðir peyjar eru farin að sjást aftur una sérlega glöð við sitt í Nauthólsvíkinni í Skerjafirði eftir að hún var lokuð fyrir sjóbusli og böð- um vegna mengunar. En það er f lagi að koma núna þó framkvæmdir standi yfir við „ylvíkina" sem lokið verður við á næsta ári. DV-mynd E.ÓI. Líkur á að Ólafi verði sleppt á fóstudag: Þórscafé- stjórinn fer í skaðabótamál Hilmar Ingimundarson, lögmaður Ólafs Más Jóhannessonar, rekstrar- stjóra Þórscafés, sem hefur setið í haldi í e-töflumáli frá 15. júlí, segir að skjólstæðingur hans muni fara í skaðabótamál við rikissjóð vegna þeirrar frelsissviptingar sem hann hefur orðið að sæta undanfarið vegna rannsóknar málsins. Gerð verði krafa um bætur, byggða á skaða á mannorði Ólafs og rekstri Þórscafés. Fjöldi lög- reglumanna gerði „innrás“ á staðinn að kvöldi 15. júlí, handtók Ólaf en fann engin fíkniefni. Hæstiréttur stytti fyrir helgi gæslu- varðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Ólafi Má, úr 22. ágúst í 6. ágúst. Hann verður því að líkindum laus fyrir vikulokin eftir að hafa setið inni í rúmar 3 vikur. Ólafur hefur neitað öllum sakargift- um í yfirheyrslum. Hins vegar hefur hollensk dansmær, sem var ráðin til Þórscafés, borið á hann sakir. Hins vegar er ekkert annað í málinu sem styður þann framburð, samkvæmt upplýsingum DV. Hollenska dans- mærin hefur verið úrskurðuð í gæslu- varðhald til 22. september ásamt ís- lenskum karlmanni, starfsmanni Þórscafés. Öruggt er talið að ákæra verði gefin út á hendur þeim tveimur. Fjórði aðilinn í málinu er eistnesk dansmær. Hún gengur laus i Reykja- vík en verður í farbanni til 22. septem- ber. Farbannið á hendur henni var úr- skurðað á þeim forsendum að mögu- legt sé að hún verði ákærð - hún kom- ist þá ekki úr landi til Eistlands á meðan á rannsókn stendur - lands þar sem ekki er hægt að krefjast þess að hún verði framseld. E-töflumálið varð- Þegar næsti föstudagur rennur upp hefur Ólafur Már Jóhannesson, rekstrarstjórí Þórscafés, setið í haldi í rúmar 3 vikur. ar innflutning frá Hollandi á tæpum eitt þúsund töflum. Bótakröfur í sakamáli sem þessu, þ.e. gagnvart Ólafi, rekstrarstjóra Þórscafés, getur aldrei orðið fyrr en ljóst er í fyrsta lagi hvort lögreglu- stjóri eða ríkissaksóknari gefa út ákæru á hendur honum og síðan hvort hann reynist sýkn af sakargift- um samkvæmt dómi, verði hann ákærður. Lögum um ótímabæra frels- issviptingu með gæsluvarðhaldi var breytt fyrr á árinu. Þannig urðu þau mun skýrari og hliðhollari meintum sakborningum sem reynast síðar sýknir af sakargiftum og ef ekki eru efni til að gefa út ákæru á hendur þeim. -Ótt Reykjavík í sumar: Besta veðrið á miðvikudögum Starfsmenn veðurstofunnar hafa reiknað út að besta veðrið í Reykjavík í júní og júli hafi verið á miðvikudög- um. Þá hafa sólskinsstundir verið flestar, úrkoma minnst og lognið mest. „Meðaltal sólskinsstunda á mið- vikudögum á fyrrgreindu tímabili hef- ur verið 7,2 stundir á meðan meðaltal annarra daga rétt skríður yfir 4 stund- ir,“ segir Trausti Jónsson veðurfræð- ingur. „Úrkoma á miðvikudögum hef- Trausti Jóns- son. ur verið 3 millí- metrar meðan aðr- ir dagar hafa hlaupið á bilinu 11-27 millímetrum og hitastigið á mið- vikudögum hefur verið um 2 stigum hærra en aðra vikudaga," segir Trausti. -EIR Veðriö á morgun: Hægviðri um allt land Á morgun er gert ráð fyrir hæg- viðri um allt land, yfirleitt létt- skýjað og hiti fimmtán til tuttugu stig, hlýjast inn til landsins. Veðrið í dag er á bls. 29. M <0 írboltar Mnrfestinpr jjfflí U= <==r \ | ftíwtK il 1—| Smlðjuvegur5 200 Kóp. Sími: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.