Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 orm Æ's Ummæli Misretti? „Það eru líka aðrar aðstæð- ur þama úti heldur en hér heima. Menn geta ekki farið á hausinn og byrjað síðan aftur undir nýju nafni og kennitölu. Ef menn borga ekki er þeim bara stungiö inn.“ Björn Steinbjörnsson, dýra- læknir í Þýskalandi, um mun- inn á aðstöðu íslenskra og þýskra skattsvikara. Úr Morgunblaðinu. Hvor er vitlaus? „Ég er nógu vitlaus til að láta mér detta þetta í hug en kannski hefur engill hvíslað þessu að mér.“ Axel Árnason, aðstandandi Fjallræðugöngunnar, í viðtali við Morgunblaðið. Um vitleysu „Enginn vill vera vitlaus - síst af öllu prestar." Axel Árnason, aðstandandi Fjallræðugöngunnar, í sama viðtali við Morgunblaðið. Vinna eða prakkarastrik „Ég var vanur að hafa eitt- hvað fyrir stafni, ef ekki prakkarastrik þá einhverja vinnu.“ Gunnar Björgvinsson, flug- vélamiðlari í Liechtenstein, í viðtali við Moggann. Hver vill eiga steypu? „Við erum ekki að hugsa um að eiga steypu...“ Jón Ólafsson i viðtali við Morgunblaðið um markmiðið með títtnefndu Tómstunda- húsi. Tímarnir breytast og menningin með... „Tilraunabúið á Skriðu- klaustri var sett á stofn fljót- lega eftir að hjónin gáfu jörð- ina. Síðan eru komnir breyttir tímar og aðrar leiðir vænlegri til menningarauka en efling sauðíjárræktar og jarðyrkju." Skúli Björn Gunnarsson, for- stöðumaður Gunnarsstofn- unar, um breyttar áherslur í menningunni. Úr Moggan- um. Sjálfsskilgreining unglinga j „Unglingurinn þarf pláss til að skilgreina sig sjáifur." Úr frómri greinargerð Norð- urljósa hf. um fyrirhugað Tómstundahús í Laugardal. Ég ætla mér kíló af hassi... „Þetta er til einkanota." Hugmyndaríkur maður sem gripinn var í Leifsstöð með kíló af hassi. k Ásdís Siguiðardóttir hitti Mick Jagger á bryggjunni á ísafirði: * Knúsaði karlinn - á meðan eiginmaðurinn söng: You canJ always get what you want Eins og oft áður þegar stórstjörnur hafa sótt ísland heim varð uppi fótur og fit þegar Mick nokkur Jagger sást hjólandi um á ísafirði um helgina. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður varð hrifinn og ræddi um fjallið og Múhameð, húsmóðir ein fékk næst- um taugaáfall og viðtal var tekið við fréttamann sem tók viðtal við Jagger! Ásdís Sigurðardóttir hitti Rollinginn síunga á bryggjunni á ísafirði og prýddu forsíðu DV í gær. En hvernig vildi til að Ásdís var stödd á ísafirði um leið og rokkarinn? „Ég og maðurinn minn vorum ásamt fleiri hjónum að ferðast hring- veginn og þar fyrir utan á ég ættir að rekja til ísafjarðar þannig að náttúr- lega komum við þar við. Við vor- um stödd á bensínstöð í Súða- vík og afgreiðslustúlkan Maður dagsins sagði okkur frá þessu. Við. sem erum öll miklir Stones-aðdáendur, átt- um erfitt með að trúa þessu og sögðum „Hvaða kjaftæði!" en hún stóð fóst á þessu og benti réttilega á að það væri ekki fyrsti apríl, svo þetta væri ekk- ert gabb. Svo vildi þannig til að við áttum erindi niður á bryggju á Isa- flrði. Þar sáum við nokkra hjólreiða- menn og þekktum náttúrlega Jagger eins og skot, meðal annars af því hvernig hann var klæddur." Þannig að þið hafið ekki farið á ísa- íjörð með það fyrir augum að hitta hann? „Nei, reyndar ekki. Svo var það hann sem benti okkur að tala við sig. Hann tók utan um mig á meðan maðurinn minn myndaði okkur með myndbandsupptökuvél og söng mjög svo viðeigandi Stones lag - að því er honum fannst! - „You can’t always get what you want“. Annars var myndavélin okkar biluð og lítið eftir af spólunni í myndbands- upptökuvélinni þannig að við vorum svolítið spennt.“ Betra en tónleikar Hvemig leist þér svo á kauða? „Hann var mjög almennilegur. Við sögðum honum frá vinahópnum okk- ar, að við syngjum alltaf og spiluðum lögin þeirra þegar við hittumst, og ræddum um ísland og þess háttar." Fundurinn með Jagger var Ásdísi og eiginmanni hennar tvöfalt gleði- efni. Þau hafa aldrei farið á tónleika með Rolling Stones en fyrir ári síðan áttu þau pantaða miða á tónleika þeirra í Bretlandi sem var frestað. Að hitta Jagger sjálfan var þvi huggun harmi gegn og gott betur: „Þetta var miklu betra. Maður getur alltaf spilað lögin en gefst ekki oft tækifæri á að knúsa Silk karlinn!" -fin Þýskur kór heimsækir ísland Á landinu er staddur þekktur þýskur háskólakór, nánar tiltekið kammerkór háskólans í Karlsruhe. Hann kom til landsins á mánudag og dvelur hér fram til 10. þ.m. Á meðan á dvölinni stendur held- ur kórinn tvenna tón- leika, fyrst i Hallgríms- kirkju á morgun klukkan 20.30 en síðan í sal tónlistar- skólans í Hafnarfirði á sunnudag klukkan 17. Á sunnudag syngur kórinn einnig við messu í Hall- grimskirkju klukkan 11. íslandsferð kórsins er i tilefni 10 ára af- mælis hans. Kórinn er marg- verðlaunaður og flytur kirkjuleg verk frá síð- ustu fimm öldum. Tónleikar Vél tekin í notkun fyrir tveimur árum Myndgátan hér að ofan lýsir Orðasambandi. Undanúrslit í bikarn- um og ísland - Ástralía á Skaganum Ýmislegt er um að vera í sport- inu í dag og einna helst bitastætt fyrir sparkunnendur, eins og oft vifl verða á sumrin. Hæst ber lík- lega undanúrslitaleik KR og Breiðabliks í bikarkeppni KSÍ, Coca-Cola keppninni, er hefst á KR-vellinum í Frostaskjóli, eða sebragryfjunni eins og margir nefna hann, klukkan 18. Hinn undanúrslitaleikurinn, milli ÍA og ÍBV, verður ekki leikinn fyrr en í næstu viku sökum anna ÍBV í Evrópukeppninni. íþróttir Skagamenn þurfa þó sem betur fer ekki aö bíða fram í næstu viku eftir góðum fótbolta því í dag klukkan 16.30 leikur u-21 landslið íslands í kvennaflokki gegn Áströlum á opna Norðurlanda- mótinu. Þetta er annar leikur ís- lands á mótinu. Fyrsti leikurinn var gegn firnasterku liði Norð- manna og unnu norsku skvísum- ar löndur okkar með sjö mörkum gegn engu í það skiptið svo ís- lensku stelpurnar ættu að koma í leikinn gegn Áströlunum eins og grenjandi ljónynjur - æstar í að sanna sig. Næstu leikir í 1. deild karla, Landssímadeildinni, verða um helgina, einn á laugardag og þrír á sunnudag. Bridge Noregur og Finnland mættust i sjöundu umferð Norðurlandamóts yngri spilara. Sá leikur endaði með skiptum hlut, 15-15, en sveiflur voru þó miklar í báðar áttir (64-66 í impum í 28 spila leik). Norðmenn græddu 13 impa á þessu spili í leiknum. Sagnir gengu þannig í opnum sal, vestur gjafari og AV á hættu: * ÁD763 w 842 * G8 * 963 * G10 •* ÁD976 -f ÁD10 * 1085 * K9854 » KG53 ■f 976 * 2 Vestur Norður Austur Suður Makik. Kvangr. Heikkin. Harr 1 + lf dobl 2 «4 pass 2 4 3 4 4 4 dobl p/h Tatu Heikkinen í austur nefndi aldrei láglíti sína, gaf aðeins nei- kvætt dobl á einn spaða og kröfu- sagði með 3 spöð- um. Af þeim sökum fór góð slemma í súginn og Finnarn- ir fengu aðeins 500 í sinn dálk (fyrir þrjá niður). Norska parið Marianne Harding og Stig Roar-Hakkebo sagði betur á sín spil í lokuðum sal: Vestur Norður Austur Suður Harding Tamm. Hakke. Jáfs 1 * 2 4 dobl pass 34 pass 4 grönd 5 4 6 * pass 64 p/h Ákvörðun Finnans Frederik Jáfs, að passa dobl austurs á tveimur spöðum, gerði sagnir auðveldari fyrir AV. Loks þegar suður ákvað að segja 5 spaða við ásaspurningu austurs, var það orðið of seint. Norðmennirnir náðu slemmunni og þó að 6 tíglar sé aðeins lakari samn- ingur en 6 lauf, þá kom það ekki að sök í þessu tilfelli. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.