Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ 1.195 m.kr. ... Mest með húsbréf, 362 m.kr. ... Skuldabréf alls 859 m.kr. ... Hlutabréfaviðskipti aðeins 69 m.kr. ... Mest með bréf FBA, 11 m.kr., en gengið lækkaði ... Básafell hækkaði um 11,1% en lítil viðskipti að baki ... Tæknival hækkaði um 4,2% Breytingar í landbúnaði gætu stóraukið kaupmátt: Allt að 10% kaup- máttaraukning Markaðsvæðing landbúnaðar - aukinn kaupmáttur og ráðstöfunartekjur 120 115 110 105 100 95 90 Lægra búvöruverð skilar auknum kaupmætti ;§> %í:ú t11 ' 'i'Sk v.: R 1994 1995 1996 1997 1998 1999* Ráðstöfunartekjur á mann. Vísitala 1990=100 Innlend landbúnaöarvara er 7,4% af útgiöldum heimila. Ef íslendingar næöu meöalbúvöruverði OECD, sem er 40% lægra en hér, væri hægt aö auka kaupmátt um 3-10%, mest hjá barna- og láglaunafólki. Reynsla nágrannaþjóöa okkar, t.d. Færeyja, sýnir að þetta er vel mögulegt. *spá Það er sorglegt en staðreynd að sérhver íslendingur þarf að sætta sig við verri lífskjör en ella vegna þeirrar landbúnaðarstefnu sem rek- in er á íslandi. Kostnaðurinn sem almenningur ber er gríðarlegur. Stuðningur við landbúnað á íslandi á síðasta ári var 15 milljarðar sem við greiðum annars vegar í formi hærri skattbyrði og hins vegar í mjög háu vöruverði. Stuðningur okkar er sá næsthæsti i heiminum á eftir Sviss og þrátt fyrir að fara lækkandi sem hlutfall af landsfram- leiðslu er hann enn gríðarlegur. Út- gjöld ríkisins hafa farið stighækk- andi samkvæmt tölum úr fjárlögum og að öðru óbreyttu munu þau halda áfram að hækka. Sem hlutfall af heildarútgjöldum fer stuðningur- inn samt minnkandi. Markaðs- stuðningur við landbúnaðinn held- ur líka áfram að vaxa vegna þess að verð á landbúnaðarafurðum lækkar mun hraðar en hérlendis. Þetta og það sem á eftir kemur er efni sem unnið er innan stjómkerfisins, m.a. í fjármálaráðuneytinu. Allt 10% kaupmáttaraukning Það er flókið mál að lýsa því hvemig landbúnaður er rekinn á ís- landi. Það er að minnsta kosti ljóst að hann er ekki rekinn eins og hver önnur atvinnugrein þar sem virð- ing er borin fyrir markaðslögmál- um. Verðlagsmiðstýring, fram- leiðslukvótar, útflutningsbætur, beingreiðslur, niðurgreiðslur og innflutningshöft hafa einkennt þessa merku atvinnugrein og haft í fór með sér óheyrilegan kostnað sem neytendur bera á endanum. Ef íslendingar færa að reka landbúnað eins og hverja aðra atvinnustcirf- semi væri hægt að stórauka kaup- mátt hér á landi. Mismunur á meðalbúvöruverði hér á landi og í OECD-ríkjunum er um 40%. Miklar líkur eru á að hægt væri að ná verði á landbúnaðaraf- urðum niður sem þessu næmi ef markaðslögmálin fengju að ráða ferðinni. Reynsla annarra þjóða, t.d. Færeyinga, gefur það augljóslega til kynna. Viö þessa breytingu má gera ráð fyrir að kaupmáttur hækki hjá láglauna- og bamafólki um 10% á ári. Samkvæmt tölum Hagstofu ís- lands nema búvörar 7,4% af útgjöld- um vísitölufjölskyldunnar. Að með- altali mætti því gera ráð fyrir 3% kaupmáttaraukningu. En láglauna- og barnafólk eyðir hlutfallslega meira í landbúnaðarvörur og því gæti þeirra kaupmáttciraukning hæglega orðið 10% ári. Til saman- burðar hefur kaupmáttur hér á landi aukist um 5% á ári undanfar- in ár sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Það má því öll- um ljóst vera að hægt er að bæta lífskjör hér á landi verulega ef við tökum til hendinni innan stjóm- kerfisins. Gott dæmi Hjá frændum okkar i Færeyjum er lambakjöt, sem og aðrar landbún- aðarafurðir, mun ódýrara en hér á landi. Bónus flytur inn nýsjálenskt lambakjöt til Færeyja sem kostar aðeins fimmtung af verði íslensks lambakjöts sem þó er niðurgreitt um helming. Ef íslenskt lambakjöt er tíu sinnum betra þá er þetta í góöu lagi en eigum við ekki að leyfa neytendum að meta það. Hvorki stjómvöld né bændaforystan getur sest í dómarasæti um gæði lamba- kjöts og sagt neytendum hvað þeim hentar. Þetta eiga íslenskir neytend- ur að fá að meta sjálfir. Aukin gagn- rýnin umræða er þvi nauðsynleg til að koma hreyfingu á þetta brýna mál. -bmg Stálsmiðjan og Slipp- stöðin sameinast Bjarni Óskar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Þörungaverksmiðj- unnar á Reykhólum, segir að þang- skurður á þessu ári hafi gengið bet- ur en nokkru sinni fyrr. Hann er meira að segja betri en á metárinu 1997. Starfsmenn eru nú um 24 tals- ins, auk verktaka í þangskurði. Blikur era þó á lofti þar sem til hefur staðið sala á bandariska fyrir- tækinu Kelco sem er jafnframt eig- andi verksmiðjunnar. Það gæti hugsanlega haft einhver tímbundin áhrif á afurðasölu þegar líður á árið sem gæti aftur komið í veg fyrir að árið 1999 verði metár hjá verksmiðj- unni. Á almennan markað er sala verksmiðjunnar þó vaxandi, að sögn framkvæmdastjórans. „Síöasta ár kom ágætlega út,“ sagði Bjami Óskar. „Þá vorum við með um 12,5 milljóna króna hagnað sem er þó nokkuð minna en metár- ið 1997. Þess ber þó að geta að tveir mánuðir fóru í stopp í fyrra vegna endumýjunar á tækjum. Við fengum lífræna vottun 14. maí. Það hefur þá þýðingu fyrir okkur að varan verður eftirsóttari á vaxandi heimsmarkaði á þessu sviði. Ég á von á að þetta gagnist okkur vel, t.d. í Bandaríkjunum. Það er Tún hér á íslandi sem gerir þessa vottun í samráði við breskt fyrirtæki. Síðan fengum við mjög virt bandarískt vottunarfyrirtæki, Quality Assurans International, til að taka þátt í þessu líka. Við erum þannig ágætlega vottaðir gagnvart Evrópubandalaginu með vottuninni frá Túni og eins gagnvart Banda- ríkjunum og Asíumarkaði með vott- un QAI.“ Þörungaverksmiðjan á Reykhól- um er eins vistvæn og hugsast get- ur. Hún vinnur úr endurnýjanlegu hráefni og nýtir ekki nema um 16 þúsund af áætlaðri 500 þúsund tonna nýtanlegri framleiðslugetu Breiðafjarðar á þangi. Þurrkunin á þanginu er síðan framkvæmd með jarðhita og raforku sem unnin er með vatnsafli. Þá eru engin aukefni notuð við framleiðsluna. -HKr. Stjórnir Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri og Stálsmiðjunnar hf. í Reykjavík hafa samþykkt samruna félaganna miðað við 31. ágúst nk. Þar með verður til sameinað félag sem verður öflugasta og stærsta málmiðnaðarfyrirtæki landsins, með nærri 280 starfsmenn. Sameinaða fyrirtækið verður fyrst og fremst í samkeppni við erlenda aðila um stór íslensk skipa- og landverkefni. Skipaþjónusta, málm-, tré- og vél- smíði, stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir verða áfram fyrirferðar- mestu þættimir á verkefnasviðinu. Hluthafar í Stálsmiðjunni hf. eign- ast 54 prósenta hlut í sameinuðu fé- lagi og hluthafar Slippstöðvarinnar 46 prósent samkvæmt samkomulag- inu. Samhliða þessu hefur Slippfé- lagið hf. keypt 30 prósenta hlut af eigendum Slippstöðvarinnar hf. sem reiknast vera 13,8 prósenta hlutur í sameinuðu fyrirtæki. Slippfélagið hf. er þannig stærsti hluthafmn í nýju félagi. Ákvarðanir stjórna félaganna eru teknar með fyrirvara um sam- þykki hluthafafunda þeirra sem áformað er að boða til í næsta mán- uði. FBA-ráðgjöf hf. hefur annast ráðgjöf og umsjón varðandi samruna félaganna. Ný stjórn mun ráða forstjóra að hinu sameinaða félagi, sem enn hef- ur ekki hlotið nafn, en núverandi framkvæmdastjórar Stálsmiðjunnar hf. og Slippstöðvarinnar hf. starfa áfram. Rekstur starfsstöðvanna tveggja verður sjálfstæður, þótt veigamikil atriði i áætlanagerð, skrifstofu- og reikningshaldi, sölu- og markaðsmálum verði sameigin- leg, svo og tækni- og þróunarsvið starfseminnar. Sterkari sameinuð Sameinað félag stendur sterkara að vígi en fyrirtækin tvö aðskilin því áhættudreifmg er meiri í verkefnum og áhrif einstakra stórra verkefna minnka. Sveiflur í verkefna- stöðu hafa einkennt skipa- smíðaiðnað-, málmiðnað-, stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir og sameiginlegt fé- lag getur nýtt starfsmenn og aðstöðu betur i álagssveifl- um. Þetta á að draga úr keðjuverkun verkefna sem eru á eftir áætlun. Enn frem- ur eru ekki fyrirhugaðar uppsagnir vegna samrunans. Sameinað félag hefur mpguleika á að verða öflugra en félögin tvö í sitt hvoru lagi. Það hefur burði til að auka traust viðskiptavina og skapa sér enn betri ímynd en félögin hafa í dag. Þetta getur aukið áhuga viðskipta- vina varðandi stærri verkefni og lík- ur á að stærri skipaverkefni séu unn- in á íslandi. Með sameiningu hefur nýtt félag bolmagn til að starfrækja öflugri og sérhæfðari sölu- og tæknideild og get- ur lagt aukna áherslu á virkari markaðssetningu. Auglýsingar og markaðssetning skila sér betur, auk þess sem félagið getur veriö sýni- legra og hafið sókn í að afla stærri verkefna. -bmg Frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. DV-mynd Höröur. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum: Betri gangur en metárið 1997 - segir Bjarni Óskar Halldórsson Sameining Stálsmiðjunnar og Slippstöðvar- innar var kynnt í gær. Hér er samningurinn undirritaður. DV-mynd E.ÓI. 87 milljóna hagnaður Hagnaður Hampiðjunnar var 87 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins, samanborið við 102 milljónir árið 1998 en hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta var 61 milljón. Ef hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta er skoðaður sem hlutfall af rekstrartekjum hækkar það hlut- fall úr 10,5% í 10,7%. Skýrkigin á því er fyrst og fremst betri staða fjár- magnsliða. Hlutfall hagnaðar af reglu- legri starf- semi eftir skatta af rekstrartekj- um fer úr 7,9% í 6,7%, en það skýrist af auknum skattgreiðslum. Al- mennt er talið að rekstrarhorfur Hampiðjunnar séu góðar, bæði til lengri og skemmri tíma. Vöruskiptahalli minnkar Vöruskiptin voru óhagstæð í júni um 2,6 milljarða króna. Fyrstu sex mánuði ársins var halli af vöruskipt- um 10,7 milljarðar en á sama tíma i fyrra var hallinn 16 milljarðar. Því hefur vöruskiptajöfnuðurinn batnað um 5,3 milljarða. Þegar tekið hefur verið tillit til óreglulegra liða, t.d. flugvélakaupa, þá er batinn minni en vonast var til, að mati sérfræðinga Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Aukin hagvöxtur Hagvöxtur á evrusvæðinu verður 3% árið 2000, að mati Deutsche Bank, en á þessu ári er búist við 2%. Taliö er að aukin útflutningur á iðn- aðarvörum og aukin einkaneysla verði driíkraftur aukins hagvaxtar. Því er jafnframt spáð að gengi evr- unnar gagnvart dollar verði á bilinu 1,15 til 1,20. Taka ián í Evrópu Almenningur í Bandaríkjunum verður lítið var við tilkomu evrunn- ar í Evrópu. Hins vegar hafa lágir vextir og hagstæð gengisþróun haft þau áhrif að bandarísk fyrirtæki taka í auknum mæli lán í Evrópu. Það sem af er þessu ári hafa banda- rísk fyrirtæki gefið út skuldabréf i evrum að verðmæti 1.110 milljarðar króna sem er helmingi meira en allt síðasta ár. Töluverðir möguleikar felast i sölu veiðarfæra til íslenskra útgerða sem í vaxandi mæli veiða kolmunna og aðr- ar tegundir uppsjávarflska í flottroll. Einnig er búist við áframhaldandi aukningu á sölu veiðarfæra erlendis. Þó ber að hafa i huga að hagnaður af reglulegri starfsemi samstæðunnar síðustu árin hefur að mestu orðið til á fyrri helmingi þeirra. Scandinavian Holding selur í FBA Eignarhaldsfélagið Orca, sem er skráð í Lúxemborg, hefur keypt 22,1% hlut Scandinavian Holding í FBA. Til viðhótar hefur Orca keypt 4,4% hlut í FBA og á nú 26,5% í heildar- hlutafé bankans. Scandinavian Hold- ing er í eigu Kaup- þings hf., sparisjóð- anna og tengdra fé- laga. Að sögn Sig- urðar Einarssonar, forstjóra Kaupþings, Sigurður stendur hópur fjár- Einarsson. festa á vegum Gests Jónssonar lög- manns að baki Orca. Þeir gerðu Scandinavian Holding tilboð í hlut- inn í FBA sem gengið var að. Við- skiptavefurinn greindi frá. Minnsta atvinnuleysi í 18 ár Atvinnuleysi á Spáni er nú 9,54% og er það minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í 18 ár. Á síðasta ári minnkaði atvinnuleysi um 13,16% og hér er því um verulega bót að ræða. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að mikið atvinnuleysi á Spáni sé mesta efnahagsvandamál Spán- verja. Þrátt fyrir minnkandi at- vinnuleysi segja sumir að í reynd sé atvinnuleysi allt að 17% sem er það mesta í Evrópusambandinu. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.